Færsluflokkur: Menning og listir
19.11.2006 | 14:08
Stemmari og meiri stemmari
Kominn tími til að skrifa margir dagar síðan ég hef látið einhver viskuorð falla hér á síðunni. Hreint unaðslegt veður búið að vera frost og verulega kalt bara en svo á nú að fara að hlýna eitthvað sem þýðir hálka, slabb og leiðindi. Þó svo að maður stífni vel í andliti af þessum kulda þá er hann skömminni skárri en hitt
Eyþór er búinn að vinna mjög mikið alla helgina, varla búin að sjá hann nema svona yfir blánóttina og þá sofandi, greyið kallinn verður nú vonandi ekki alveg svona strembin næsta helgi en hvað veit maður svo sem. Hann var með æfingahelgi fyrir tónlistaskólakórinn og svo voru útgáfutónleikar hjá Óskari Pé og það þrennir, og svo messur og læti. Var nú góð og eldaði handa honum í gærkvöldi hnýsukjöt og kartöflugratín og tilheyrandi og bjór með, ákváðum svo að leigja okkur mynd á vod þar sem ekkert var um að vera í tv en við vorum bæði sofnuð eftir ca 20 mín af myndinni þannig að kl 22.00 vorum við komin inn í rúm og sofnuð
Bakaði nú samt böns af blúndum í gær og setti inn í minn helming og þær eru svo góðar, slurp og slef með það bara. Hlakka til að fara að baka meira finnst svo æðislegt þegar smákökulyktin fer að lafa hér í loftinu já og svo auðvitað bara að borða þær
Brynja er s.s. á skaganum og kemur í kvöld einhverntímann, hún hefur engan tíma til að tala við mig þegar hún er á svona ferðalögum, búin að fá eitt sms allt og sumt, er að verða svo stór *hóst* er nú eiginlega orðin stærri en ég næstum því í cm Munar alveg held ég 7 cm haha mamma litla verð ég bráðum.
Byrjaði að skrifa á jólakort í gær, hafði ekkert að gera, sat við kertaljós og skrifaði á nokkur stykki ágætt að hafa þetta bara tilbúið og henda því svo í póst eftir mánaðarmótin, senda jólakortin yfirleitt svona fyrstu vikuna í des.
Svaf illa í nótt, hjartað á mér var á kasti og mér fannst trekk í trekk það vera á leið út úr brjóstkassanum á mér en það slapp nú til enda sæti ég varla hér þá, er að verða svolítið nervus út af þessum hjartslætti en fæ að vita alltsaman á morgun, fer til Gunnar í hjartaómun spennandi. Malla ljósan mín sagði að ég fengi bara þægilega fæðingu, mikla deyfingu og þyrfti eiginlega ekkert að hafa fyrir þessu ef ég yrði áfram svona, vil það ekkert ég vil fá að hafa fyrir þessu svo ég vona bara að þetta fari að lagast.....vil frekar rembast á fullu heldur en að vera stungin jæks.
Fór með systir á glerártorg í gær þar sem verið var að kveikja jólaljósin þar og svo fór einhver trúbbi að spila og syngja með gítar og tuðaði eitthvað annaðslagið inn á milli og talaði alltaf um "smáralind" falleg ljósin hér í smáralind og blabla laglega vaknað í vitlausum landshluta þann morguninn.....
Ætla að slufsast niður á torg glersins og athuga hvort ég finni ekki jólagardínur fyrir eldhúsið mitt.....
Hafið það gott trýnin mín og njótið dagsins sem aldrei fyrr....
Sjúlli kveður á leið í "Smáralind"
15.11.2006 | 13:32
Ofvirk, meðalvirk, eða bara virk:)
Suma daga kemur ekkert hér á síðuna en aðra daga er eins og annar eigandinn sé með munnræpu, en skýringin er bara sú að hún s.s. ég tala ekki nógu mikið við annað fólk þannig að þá fæ ég útrás hér, já eða eitthvað Eyþór er alltaf með svona skynsemisblogg og miklar pælingar í sínum bloggum svo kem ég bara eins og sauður í fjósi og bulla og finnst það gaman
Það er nú samt ekki eins og það sé eitthvað nýtt að frétta héðan út Munkanum ónei ekki aldeilis, liðið sefur, borðar og ....... þetta sem allir verða að gera óg hefur það notalegt bara. Annars gátum við Brynja virkjað húsbóndann í jólakortagerð í gærkvöldi eftir að hann hafði verið að láta kórfólkið sitt kyrja einhverja sálma. Virkilega skemmtileg og skondin afhöfn en gaman og honum tókst að gera mjög fallegt kort en á samt enn eftir að fullklára það svo duglegur þessi elska Ekki oft sem við getum sest öll niður svona saman og gert eitthvað. Svo ætlum við systur að fara að baka saman um helgina blúndur sem eru eðalkökur sem settur er rjómi inn í og súkkulaði ofaná og í frysti *slurp* ógeðslega gott. Ómissandi þegar maður vill viðhalda lærapokum og bumbu
Fékk holter tækið á mig áðan er s.s. svona hjartasíriti sem skráir hvernig hjartað á mér hagar sér í þennan tiltekna sólarhring, er með hann lafandi utaná mér í lítilli tösku og fékk nottlega 2 sinnum hjartsláttarkast þegar verið var að setja hann á mig haha
Bóner saltkjötið brann í gær hreinlega steiktist í helvítis pottinum, fór nefnilega að hlýða Brynju yfir fyrir próf og steingleymdi kjötinu, Eyþór reddaði því og kom með kjötbúðing til að lýðurinn myndi nú ekki svelta...dagurinn í gær var svona frekar mislukkaður í hnotskurn, ætlaði að baka pönnsur en deigið var ónýtt (eins flókið og það á nú að vera haha), missti smjörlíki á gólfið og tókst að dreifa því um allt gólf þannig að hægt var að skauta á eldhúsgólfinu mínu.... og fleira í þessum dúr, enda um kvöldmatarleytið var orðið frekar hættulegt að nálgast mig vegna skapvonsku
Svona er nú lífið ekki alltaf dans á rósum. Svo mæðraskoðun í fyrramálið þar sem Marteinn mun eflaust stíga dans og tralla magnaður krakki eins og ég hef reyndar komið að áður Verður eins og pabbinn mikill dansmaður.... já eða þannig, ætluðum hjónin að skrá okkur á dansnámskeið nú í haust en látum það bíða betri tíma þar sem við myndum engan veginn ná saman
Jeddúda ætla að hætta að röfla ja allavega hér, hafið það sem allra best í allan dag gott fólk og KVITTIÐ
Sjúlli kveður með gleði í hjarta og mikið stuð
14.11.2006 | 17:48
Fallegt:)
Svo fallegt úti, mokar niður snjó og kominn alveg ótrúlega mikill snjór en það er eiginlega logn og bara fallegt veður, tek það fram að ég hef ekkert farið út í dag ekki ennþá og efast um að ég fari að glennast eitthvað núna
Eyþór kom heim í morgun úr borginni eftir að hafa verið þar veðurtepptur í eina nótt, bara gaman að því held ég, kíkti á vini og vandamenn ekki oft sem það gerist Ég hef ekki farið suður síðan barasta ég veit ekki hvenær, eða bara farið yfirleitt eitthvað hef ekki farið á Húsavík eða Búðardal síðan á síðustu öld eða eitthvað, ýki kannski aðeins en er samt óhugnarlega nálægt því.
Fékk loksins hringingu frá Hlíð á að byrja 21. nóv var nýbúin að lofa að vinna nokkrar vaktir í heimahjúkrun en verð að afboða mig á þær leiðinlegt.... þoli ekki að þurfa að bakka með eitthvað sem ég hef lofað en þar sem þær í heimahjúkrun geta ekki boðið mér fastráðningu þá verður þetta bara að vera svona.
Eins var hringt frá FSA og ég fæ Holter á morgun og verð með í einn sólarhring til að skoða þetta blessaða hjarta mitt sem lætur eins og asni og svo fer ég á mánudaginn í ómskoðun, ágætt að gera þetta þá kemur bara í ljós að allt er í lagi og manni getur liðið betur með það.
Eyþór er búinn að vera að vinna síðan hann kom heim úr borginni rétt skaust heim í mat í hádeginu en kemur svo aðeins í mat og svo er kóræfing, nóg að gera og minnkar sko ekki á komandi mánuði.
Brynja var í prófi í dag samfélagsfræði en átti líka að vera í dönsku sem að hennar áliti er mál djöfulsins og hundleiðinlegt fag en það frestaðist, er búin að vera í nokkrum prófum núna og árangurinn alltaf eins fékk 10 í stærðfræði um daginn og það er sko EKKI frá mér komið og reyndar ekki pabba hennar heldur, gengur bara svo vel sem betur fer Svo um helgina er hún að fara í æfingabúðir á Skagann með fótboltanum og er ekki lítið spennt yfir því skiljanlega, ekkert skemmtilegra en að spila fótbolta heila helgi
Vaknaði kl. 4 í nótt við annaðhvort hausverk eða það að Marteinn var á trampólíni eða einhverju slíku allavega var gleðin slík í minni bumbu að ég gat ekki sofnað aftur fyrr en um 6 leytið, þessi kútur ætlar greinilega að vera í formi þegar hann hendist út, verður svona minnkuð mynd af íþróttaálfinum....
Bíð spennt eftir svari um skólann en umsóknarfrestur rennur ekki út fyrr en á morgun þannig að ég fæ líklega ekkert að vita fyrr en í des, en vonandi kemst ég inn.
Jæja ætla að hætta þessu bulli og fara að kíkja í pottana er nebbilega að sjóða saltað hrossakjöt úr Bóner
Sjúlli kveður bless
13.11.2006 | 13:06
Snjókorn falla á allt og alla tralallalal
Já nú er sko orðið virkilega jólalegt á henni Akureyri þó fyrr hefði verið, vona að þessi snjór virki hvetjandi fyrir þá sem eiga seríur og slíkt dóterí í geymslunni hjá sér og þeir fari nú að grýta þessu upp Dýrka jólin..... Er ekki eins og margir röflandi yfir því hversu snemma búðirnar fari nú að bjóða upp á jólavöruna og blala eins og það sé ekki bara allt í lagiog hana nú.
Brölti með Eyþór í hinni yndislegu snjókomu í flug í morgun og skellti mér svo í morgunkaffi hjá Hillu og kúr hjá Brynhildli minni Sól, alltaf jafn gott að knúsa þetta litla dýr Síðan bröltum við systur af stað í bæjarferð til að ná okkur í föndurvörur, minns er nefnilega enn á fullu í jólakortunum og er alltaf að fá nýjar og fleiri hugmyndir að kortum haha , þannig að þetta fara að verða nokkuð margar útfærslur bara gaman að því
Setti upp fyrsta jólaljósið okkar í gær í eldhúsið ekkert mjög jólalegt bara rauð kúla en við hér á Munkanum lítum ekki við jólaljósum nema þau séu marglit okkur finnst það eiginlega vera eini sanni jólaandinn þar sem hinir litirnir eru eiginlega allt árið um kring í gluggum landsmanna
Ætlum að smella okkur í laufabrauðsgerð fljótlega, eitthvert kvöldið í miðri viku bara alltaf stemming í því, síðan byrjar maður fljótlega að baka og svona...jájá allt að koma, búin að snæða nokkra kassa af konfekti ójá aldrei verið eins ofvirk í konfektinu, var búin að kaupa svona eðalmolakassa frá Nóa og ætlaði að gefa í jólagjöf en hann er nú kominn niður í bumbu til Marteins hihimeiriparturinn allavega.
Brynja og Eyþór voru svo góð í sér og gáfu mér gjafabréf í Centro í afmælisgjöf þar sem þau voru orðin frekar þreytt á hjalinu í mér um að ég ætti engin föt, fékk svona fína 2 buxnakjóla þar, svo gáfu þau mér líka heilsukodda og það fylgdi með honum konfektkassi ójájá og svo gáfu þau mér geisladiskinn hans Bubba ójá hann hefur ekki farið úr tækinu síðan alltsvo er þetta 06.06.06 diskurinn hans, bara góður, flottasti maður sem ég veit um fyrir utan manninn minn er jú Bubbi og Eyþór lifir vel með því þar sem hann er alltaf að gefa mér diska með honum
Jæja ætla að fara að fá mér jólaöl, nóakonfekt, kveikja á kerti, kveikja á jóladisk, og búa til jólakort
Sjúlli kveður með konfekt í öllum götum
6.11.2006 | 14:53
Hasar á Húsó
Já glæpirnir gerast allsstaðar og líka á Húsavík, ótrúlegt hvað fólk getur verið brenglað í kollinum en tek nú samt fram að árásarmaðurinn er Raufarhafnarbúi ekki Húsvíkingur vildi bara taka það fram, þokkalega bilaður náungi skal ég segja ykkur.
Vorum í sónar í morgun við hjónin og Marteinn alveg heill að sjá og þrælsprækur, sparkaði um allt og lét öllum illum látum, snemma byrja gestastælarnir. Fengum svo mynd af honum í stellingu "hugsuðarins" spekingur eins og pabbinn. En ég á að fara til hjartalæknis í ómskoðun af hjarta þar sem ég er alltaf með einhvern hraðslátt þannig að ég verð kölluð í það á næstunni annars bara allt í gúddí fíling.
Brynja fór á krókinn í morgun til pabba síns þar sem það er frí í skólanum og kemur aftur seinnipartinn á morgun. Annars hélt hún hérna upp á afmælið sitt á laugardagskvöldið og voru hér 14 unglingar sem var bara gaman, sérstaklega gaman að fylgjast með strákunum sem voru bara 4 og höfðu athygli allra stelpnanna, auk þess sem það var horft á hryllingsmynd sem krafðist þess að stelpurnar hreinlega köstuðu sér í fang strákanna, haha bara fyndið
Drullaðist í að byrja að gera jólakortin, ætla nú að hafa þau einföld í ár, ekkert stórkostlegt föndur en get samt ekki hugsað mér annað en að gera þau sjálf, stemmari í því, Eyþór ætlar svo að skrifa á þau en hann er nú að vísu heilt kvöld að skrifa á eitt þannig að það er eins gott að hefjast handa
Hef nákvæmlega ekkert að segja ætla að henda mér í heitt bað og slaka á með kertaljós og tónlist...
Hafið það sem allra best og verið góð hvert við annað....
Sjúlli kveður í jólaskapi
2.11.2006 | 14:11
Jólin........
Ótrúlegt hvað mánuðirnir líða hratt, þa styttist alveg skuggalega mikið í jólin sem er auðvitað bara gaman þar sem maður er nú eiginlega hálfgerður jólasveinn í dulargervi
Er eins og litlu börnin þegar kemur að jólunum, hristi pakka og læt eins og ég sé 5 ára......finnst líka hrikalega gaman að búa til jólakortin og baka smákökurnar og svoleiðis dund...fór í gær og keypti mér jólakortaefni og verður farið í það svona á næstunni að byrja að gera eitthvað varðandi þau.
Skelltum okkur familian í bíó í gærkvöldi á Mýrina og þvílík og önnur eins mynd, mér fannst hún svo góð að ég gæti vel hugsað mér að fara aftur, Ingvar S er nottlega bara snillingur sem Erlendur og eins sá sem leikur Sigurð Óla mæli eindregið með þessari mynd, Eyþór varð held ég fyrir smá vonbrigðum var búinn að gera sér svo miklar væntingar eins og hann sagði en honum fannst hún samt góð
Er á fullu þessa dagana að sækja um skólavist þar sem ég ákvað skyndilega að fara í skóla eftir áramót þ.e.a.s. ef ég kemst inn, en þetta er framhaldsnám sjúkraliða sem er að byrja í fjarnámi í janúar en það komast ekki nema einhverjir nokkrir inn skylst mér og fer allt eftir einkunnum og meðmælum og slíku svo nú krossa ég fingur. Er búin að redda öllum pappírum nema Dísa er að skrifa meðmælabréf handa mér sem ég sæki eftir helgi og þá er allt tilbúið. Verður kannski smá strembið eftir áramót að vera í 50% vinnu, ólétt og eiga og í skóla en ég gerði þetta þegar ég var með Brynju þannig að ég er í æfingunni, verst að ég þarf líklega að vera í verknámi í sumar og ég sem ætlaði að vera í fríi en það kemur í ljós, held að ef ég fari ekki núna þá fari ég aldrei, Eyþór klárar sitt í vor þannig að næst er það kjellan.
Jæja ætla að fara að hendast og sækja saumavélina til hennar systir minnar og fara að draugast við að sauma gardínur fyrir stofuna, maður verður vitlaus af að hanga bara og gera ekkert, búin að vísu að gera helling í morgun en margt enn eftir. Fer að vinna eftir hádegi á morgun redda sjúkraliðum sem ætla á eitthvað námskeið en það er nú ekki nema að baða tvær vinkonur mínar og kíkja í létt spjall til eins kalls þannig létt og laggott
Hætt að bulla og er rokin
Sjúlli kveður alveg að fara á límingunum
30.10.2006 | 18:37
Dagur að kvöldi kominn
ójá hversu frumlegur getur maður nú verið og ofvirkur í blogginu svo ekki sé meira sagt. Dagurinn liðið hratt, Eyþór búinn að vera að vinna og rétt skaust heim í 2 tíma og er svo farinn aftur.
Hlakka til að fara að vinna fast eins og allir, er yfirleitt búin að öllu um 10 á morgnana af því sem ég ætla að gera og svo líður dagurinn við að leita sér að einhverju að gera fyrir utan að sauma gardínur hóst..........
Fékk s.s. vinnuna 50% á Hlíð og byrja um miðjan , vinn frá 8-12 og aðra hverja helgi, valdi að vinna jólin núna þar sem Eyþór er að vinna þá líka en verðum bæði í fríi um áramótin og Brynja heima. Rakel sefur fram að hádegi um jólin þannig að hún verður bara við það að vakna þegar ég kem úr vinnunni, sem er bara gott
Bakaði eðal súkkulaðiköku í dag sem við Brynja skófluðum í okkur þegar hún kom heim úr skólanum, afmælisgjafirnar eru enn að streyma til hennar og fékk hún í dag gjöf frá pabba sínum og fjölskyldu en það var óskadraumurinn Man. united búningurinn, tóm gleði yfir því
Best að við mæðgur förum að næra okkur og Martein auðvitað er að búa til refafóður sem er alveg eðalgóður heitur réttur:)
Sjúlli kveður glaður með nýju vinnuna
Menning og listir | Breytt 31.10.2006 kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2006 | 08:42
Það er kominn mánudagur!!!!!!!!!!!11
Maður varla fattar orðið hvaða dagur er þar sem allir dagar renna einhvern veginn í eitt eða hafa allavega gert hér á þessu heimili síðustu daga. Pest eftir pest búin að stinga sér niður hér hjá okkur og einnig nærliggjandi heimili, hlýtur að fara að taka enda. Eyþór fór í vinnuna núna í morgun með snýtuklúta í öllum vösum og ég ligg hér upp í sófa kolstífluð, lýsið var svolgrað í morgun þannig að þetta er að verða búið
Var hringt í mig af Öldrunarheimilinu Hlíð á föstudaginn og mér boðin vinna, átti að vísu umsókn þar og búin að eiga lengi en bjóst alls ekki við að fá neitt þar. Á að koma í viðtal á eftir, hef ekkert fast í heimahjúkrun nema svona tímavinnu sem er að vísu alveg fínt en á meðan ég get unnið þá vil ég vinna, væri fínt að fara í 60% vinnu svona fram að fæðingu en sé til fæ kannski ekkert svo það er best að gera sér engar vonir.
Héldum smá kaffiboð í tilefni þess að Bimban okkar varð 13 ára, flestir voru nú samt veikir en hraustleikatröllin á Húsavík s.s. Elín og co komu brunandi...Mási bró var að fara að skella sér á árshátíð hjá sjúkrahúsinu með kjellunni sinni efast ekki um að það hafi verið alveg brill, skemmti mér alltaf konunglega á þeim samkomum Hildur kom líka með sína litlu púka og mömmu en þetta var fínt. Brynja fór svo og gisti hjá vinkonu sinni og kom ekki heim fyrr en seint í gær...nennir ekkert að hanga yfir gamla settinu og allra síst þegar þau eru eins og síðustu daga.
Annars er allt bara við það sama svona eiginlega. Veðrið hérna er rosalega fínt, allt orðið autt aftur en það stendur nú ábyggilega ekki lengi, á að kólna og hlýna og kólna, ekki skrýtið þó landinn fyllist af hori.
Marteinn er farinn að láta finna fyrir sér, virðist ætla að verða kraftmikill krakki miðað við kikkin sem hann gefur manni undir naflann, flottastur. Eyþór dundaði sér við að mæla á okkur bumburnar, ég hafði vinninginn og hann var glaður, það hefur líka aldrei skeð áður að hann sé með minni en ég...stendur ekki lengi er á meðan er
Enn ekki búin að sauma gardínur fyrir stofuna, efnið liggur í poka inni í skáp orðið 2 mánaða gamalt, vorum að vísu bara að fá stangirnar fyrir gluggana en hefði alveg getað verið búin að rimpa þeim saman. Ætlaði líka að vera byrjuð á að gera jólakortin, var byrjuð um þetta leyti í fyrra en ekkert byrjuð heldur að gera í þeim efnum núna, lýsir best letinni sem er í gangi hér.
Best að fara að týna á sig einhver tjöld ef maður ætlar að fara upp á Hlíð og kanna vinnuaðstæður, fengi að vinna í nýja rýminu sem er verið að opna á morgun jibbí, allt glænýtt og flott vinnuaðstaða eftir því sem maður hefur heyrt. Hætt að bulla les þetta enginn hvort sem er en samt gott að geta röflað svona á prenti, líður alltaf eitthvað vel á eftir þegar ég er búin að bulla.
Hafið það gott lömbin mín og já það verða sko etnar rjúpur um jólin engin spurning.......
Sjúlli kveður á leið í larfana
23.10.2006 | 19:37
Snjór og læti
Loksins kominn snjór, búið að vera þvílíkt fallegt veður hér í dag, búið að snjóa í logni og virkilega flott veður. Vorum löt hjónin og fórum ekki út úr húsi fyrr en um 6 leytið í dag, Eyþór að vinna en ég að ná í Brynju á æfingu, er nú frekar hált að keyra og einn og einn árekstur verið hér í dag, eins gott að ég var inni haha
Síðustu dagar hafa verið frekar slakir hjá mér búin að vera með þvílíkasta kvefið og horið að það hálfa væri nóg, held án gríns að ég hafi aldrei á ævi minni fengið kvef sem er eins slæmt og eins lengi og þetta virðist ætla að vera. Fór í vinnuna á föstudagsmorgun með tæplega 38 stiga hita og mikið var gott að komast heim.....
Fórum í mæðraskoðun á fimmtudag og heyrðist mikill og góður hjartsláttur og allt í þessu fína lagi, Marteinn virðist bara stækka og dafna eins og mamman sem vex í allar áttir um þessar mundir og nýtur þess fyllilega, vandamál sem verður tekið á eftir að Marteinn hoppar í heiminn...haha
Er að leggja lokahönd á peysuna hennar Brynju, búin að hamast síðustu daga því ég vissi að mamma væri að koma í dag ætlaði að gabba hana til að setja rennilásinn í en þá auðvitað hætti hún við...gabba hana bara næst þegar hún kemur allavega til að vera mér innan handa....mamma er það ekki vænan mín
Brynhildur Sól og foreldrar ráku hér inn trýnið í morgun, en litla stýrið svaf en umlaði aðeins annaðslagið köttunum mínum til mikillar hræðslu, vissu ekki hvaða org þetta voru né hvaðan þau komu, verða nú að fara að venja sig við það blessaðir. Þegar ég var ólétt af Brynju átti mamma kött sem vildi hvergi vera nema ofaná bumbunni á mér og þegar Brynja sparkaði stökk hún hátt í loft og skildi ekkert í þessu ólátum, og svo eftir að Brynja fæddist vildi hún bara liggja ofan á vagninum hennar og vera hjá henni, kom um leið og hún byrjaði að gráta og þess háttar...magnaðir þessir kettirskemmtileg saga
Hef ekkert að segja af viti frekar en svo oft áður...ætluðum að fara á Mýrina í gærkvöldi en ég missti heyrnina þannig að við stefnum á familian að fara saman á miðvikudagskvöldið........bíð spennt.
Höfum nú ekki enn getað tekið okkur frí saman en vonumst til að gera það mjög fljótlega þó ekki væri nema fara eina helgi í bústað eða eitthvað...
Hætt að bulla um ekki neitt...
Sjúlli kveður í syngjandi sveiflu
18.10.2006 | 11:39
Latte
Löt fjölskylda og ekkert að því barasta held ég:) Ekki alltaf nauðsynlegt að blogga enda enginn sem les þetta ja nema allir sem heimsækja síðuna og kvitta aldrei, skal aldrei hætta að röfla um það
Margt skeð siðan síðast var bloggað en verður ekki allt sagt hér í bili allavega. Litla nýja frænkan okkar var skírð á sl. laugardag og var hún skírð Brynhildur Sól og er það eðal nafn passar vel við nafn stóru systir hennar Ragnhildar Sólar. Brynja las ritningarlestur í skírninni og stóð sig eins og hetja við það en ég fékk heiðurinn af því að vera skírnarvottur....kenna blessuðu barninu góða siði og svona og hver er nú betur til þess fallinn en móðan sem kenndi Ragnhildi að segja prumpa um leið og mögulegt var *fliss* ójá og þessi manneskja ég ætla að fara að reyna að ala upp barn, gekk nú að vísu vel með Brynju hún er nokkuð heilbrigð svona miðað við móður hahaha.
Eyþór renndi sér í rjúpur eftir skírnina vestur í Búðardal og fékk hann 7 stykki en er að spá í að fara með Mása brósa mínum í rjúpur um helgina ef ég hef skilið þetta rétt sem er vafalaust rangt ..... eyrun á mér fá mikla hellu þegar farið er að tala um eitthvað svona Ég var nú einu sinni alltaf ákveðin í því að ná mér í byssuleyfi en eftir að ég prófaði að skjóta úr byssu og var handlama í mjög langan tíma á eftir hætti þessi hugsun að hvarfla að mér, held mig bara við að prjóna og eitthvað svona kjelludútl.
Er núna að prjóna hettupeysu á Brynju og vona að ég hafi gert hana passlega á hana verður flott þegar hún er búin, búin með bolinn og aðra ermina og langt komin með hina og svo er bara munstrið og hettan og bingó það varð peysa eða það vona ég. Prjónaði húfu á kallinn minn um daginn en gerði hana alveg afskaplega stóra þannig að við getum verið bæði í henni svona næstum því bara fyndið.... Ætla svo næst að hendast í að gera eitthvað á hann litla Martein hvað sem það verður.......
Erum að fara í mæðraskoðun hjúin á morgun og svo 20 vikna sónar í þarnæstu viku og ætla ég að athuga hvort Brynja megi koma með þar sem það hittir á að vera föstudagur og hún búin snemma hefði gaman af því blessunin að sjá systkinið sitt hamast á skjánum
Vaknaði í gær með hálsbólgu og kvef, alls ekki sátt við það bíð spennt eftir að komast í hálskirtlaaðgerð sem var fyrirhuguð áður en ég varð ófrísk (frísk samt). Þoli ekki þetta orð "ófrísk" fatta alls ekki tenginuna við að vera með barni...eins orðin´"ólétta" jú maður verður yfirleitt þyngri en sama skítlegt orð.....
Eyþór er inni í bílskúr hjá Óskari Pé að snyrta bílinn okkar, fór með hann í gær og setti hann á vetrardekkin og ætlaði að dunda við að bóna og þrífa og svona núna, svo duglegur drengurinn, er í sumarfríi og verður að dunda eitthvað
Jæja ætla að fara að halda áfram að prjóna og drekka Latte....brjáluð í cafe Latte þessa dagana...
Sjúlli kveður bless