Agnes og Friðrik

Eitt snilldardæmið sem Bubbi syngur eða les inn á plötu, veit annars ekkert hvað þetta heitir en hann allavega jóðlar það ekki:) Dagurinn í dag bara góður dagur, er með gríðarlegt mottó í gangi og það er að sjá það jákvæða í öllu þó svo að það sé bara frekar neikvætt, því í öllu sem neikvætt er er líka eitthvað jákvætt.  Jájá spekin alveg dritast upp úr mér:)

Skrapp aðeins í kvöldrúnt með Hildi sys í svona smá leiðangur og var að koma heim. Arna frænka var hjá Hildi og passaði litlu sólir steinsofandi, gaman að því, alltaf jafn spræk þessi elska.

Vinnan mín byggist upp á maraþonhlaupi þessa dagana þar sem ég er að sinna sjúklingum sem 100% staða á að sinna en ég sinni í 60% smá svona tímabundið ástand, bara gaman að því, er held ég bara með strengi eftir það sem af er vikunni. Maður minnkar kannski við þetta tja hver veit, voðalega dugleg t.d. labba alltaf alla stiga, labbaði sko yfir 100 tröppur í dag þar sem ég er að vinna núna bara í Víðilundarblokkunum og maður hendist upp á topp og niður aftur og svo hálfa leið upp og svo niður aftur og upp og, já ég býst við að þið vitið við hvað ég á. Allavega hlýt að fá stinnan bossa af þessu öllu og hvað er þá málið.

Brynjan mín var að koma úr sundi og er núna með Öldu vinkonu sína í heimsókn og verulega gaman hjá þeim heyrist mér. Er svo að skella sér suður með fótboltanum 20 mars minnir mig og verður þá helgi. Gaman að því fyrir þær, alltaf mjög gaman hjá þeim í þessum ferðum. Svo er árshátíðin að bresta á með tilheyrandi, búnar að panta lit og plokk, klipping afstaðin en dagurinn í dag fór í að leita að skóm sem reyndar fundust ekki, þurfa að vera rauðir...kemur að því. Svo er hún að fara til læknis á föstudaginn eitthvað vesen búið að vera með kjálkann í henni alltaf helsár í kjálkanum, tannsinn hennar var búinn að segja henni að það væri einhver ofurhreyfanleiki í kjálkanum á henni sem ætti samt ekkert að há henni en það er spurning hvort hann hafi rangt fyrir sér, er náttúrulega af ætt þar sem allir eru frekar lausir í liðum og ekki ólíklegt að það leggist á kjálkann á henni. Vona samt ekki.

Katla alltaf í stuði þessa dagana og stöðugt að koma eitthvað nýtt, húðskammar mann ef maður ropar og skipar manni að segja afsakið (vel upp alin) og svo nýjasta nýtt er að troða dóti í klósettið. Var mjög þögul í gær og mamman náttúrulega himinsæl, kom alltaf reglulega og sýndi mömmuna eitthvað ósýnilegt ulla á hendinni sem þyrfti að þurrka, hljóp svo inn á bað. Þegar svo mamman kom inn á bað var hún búin að losa klósettpappír af rúllunni, troða samviskusamlega í klósettið sem by the way gat ekki lokast fyrir magni, og hafði alltaf blotnað í hendurnar við þetta þar sem hún óð ofaní klóið. Mamman setti upp "má ekki svipinn" og sturtaði niður en þá flóði vatn alveg upp að klósettbörmum og ég sá í anda að nú væri settið stíflað en það tókst í þriðju niðurhalningu og barnið var sótthreinsað:) Bara fyndið, alger prakkari að verða:)

Jæja ætli maður ætti ekki að fara að bursta í sér gómana og fara fljótlega að halla sér.

O-sjúlli kveður þreyttur 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já dagurinn í dag var viðburðaríkur, ekki hægt að segja annað og ég eins og hafi orðið undir bíl, svooooo þreytt eftir allt atið. Hvað þá eftir að hafa hlaupið stiga upp og niður, öfunda þig af hnykluðum rassi í vor ;) Er það annars flott????? Jæja farin í bólið, ég þurfti að gera 3 tilraunir til að skrifa nafnið mitt á þessa færslu, þá er ég orðin þreytt....góða nótt

hildur (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband