Færsluflokkur: Menning og listir
13.10.2006 | 19:51
Skipað ég gæti ef væri mér hlýtt:)
Mér er sagt að blogga og er ekkert nema hlýðnin og geri það, á meðan stendur karlinn fyrir aftan mig og þykist vera að gera líkamsræktaræfingar haha og það engar smá
Var að ljúka við að baka stafla af pönnsum þar sem það á nú að setja nafn á frænkuna mína nýfæddu á morgun, ætla svo að setja inn í þær í fyrramálið og búa til heitan rétt ógisslega dugleg:)
Brynja fór út að borða með pabba sínum, konunni hans og stjúpömmu sinni en stjúpafi hennar hefur legið þungt haldinn hér á sjúkrahúsi síðustu daga vegna þess að það sprakk slagæð í kvið heppinn að vera lifandi karlanginn eftir því sem mér skilst, vonum að honum batni hratt og vel og losni af gjörgæslunni.
Lítið að frétta annars skeður aldrei neitt hjá mér, fór á atvinnuleysisfund í morgun og finnst ég alltaf vera alger aumingi þegar ég er búin að fara á þessa fundi. Finnst svo hræðilegt að vera á bótum að ég veit að fólk trúir því ekki, vil fá að vinna fyrir mínu en stundum er þetta óumflýjanlegt þannig að.....en er nú aðeins að vinna hjá heimahjúkrun með, er að vinna á sunnudag og svo einhverja daga í nóv og svo eitthvað meira líklega í okt, annars finn ég að það er að verða svolítið erfitt að sinna sjúllastörfum með stækkandi bumbu
Eyþór getur ekki beðið eftir því að skírn ljúki á morgun því þá er hann rokinn í dal Búðanna Búðardal fyrir þá sem ekki tengja og ætlar að drita niður eins og 9 stykki rjúpur fyrir jólin, sá reyndar áðan að það yrði alveg kjörið rjúpnaveður á mánudag en þá má ekki skjóta rjúpur, hvað er málið með að banna veiðar mánud-fimmtud, fáránlegt:)
LEigðum okkur Da Vince Code og ætla að hendast í sturtu áður en gónið byrjar, látið fara vel um ykkur í kvöld lömbin mín og kvittið í fjandans gestabókina...
Sjúlli kveður alger lúser
10.10.2006 | 12:56
Kominn tími til
Jæja alveg kominn tími á að konan í húsinu bloggi einhverja vitleysu. Get ekki alfarið látið karlinn um þetta, hann er reyndar svo myndaglaður þessi elska að ég ætla alls ekki að reyna að toppa hann eitthvað í því Fannst heldur kalt að fara í vinnuna í morgun, frusu á mér allir útlimir bara við að líta út, kuldalegt að sjá út og ég auðvitað alveg hissa þrátt fyrir að það sé kominn október. Held alltaf í þá von að veðurfarið hérna á Ísalandi breytist í Spánarveður en verður ekkert af því miðað við fréttir sem voru í vikunni um einhverja bölv...golfstrauma sem valda því að það mun kólna á Islandi...mægad...verður orðin eins og eskimóar fyrir rest
Búin í vinnunni síðasti dagurinn minn í dag fæ ekkert meira nema bara tímavinnu fram að áramótum, svona er að verða óléttur án fastráðningar en þetta reddast nú allt saman....verð að fara að koma mér í vinnu bara hjá Eyþóri sem einkaritari og sorpkona hræðileg hjá drengnum skrifstofan á slæmum dögum en held honum veitti ekki af ritara....þarf að ræða þetta við einhvern háttsettan
Marteinn stækkar og stækkar og bumban í samræmi við það, verður tröllvaxið kríli líklega þegar hann ákveður að skríða út, tek það fram að það er ekki vitað hvort um kven eða karlkyn er að ræða, fóstrið okkar heitir samt Marteinn Klikkuð ég veit.
Litla frænkan mín óskírða fær nafn um helgina, get ekki beðið af spenningi, sr. Óskar ætlar að skíra hana á laugardag og verð ég nú hissa ef hún verður ekki látin heita Erna Birna, Hildur þú ert undir pressu frá okkur Bjössa mundu það
Sá nafn á konu um daginn sem hét Hildur Erna Jónsdóttir fannst þetta fyndið.
Ég ætla að bregða mér til Dísu yfirmanns að skrifa undir einhvern samning...brjálað að gera...sakna heimahjúkrunar strax...
Sjúllinn kveður á hlaupum með ofvaxinn maga...
2.10.2006 | 08:22
Þoka
Mér finnst þokan æðisleg! Uppáhalds veðrið mitt. Kannski er þetta eitthvað erfðafræðilegt, mamma er jú af ströndunum og þar er nú þokan oft landlæg. Mér hefur alltaf liðið vel í þoku sérstaklega á fjöllum. Mér fannst alltaf fínt að vera í rjúpu í svartaþoku eða jafnvel á vélsleðanum þegar maður var unglingur.
Vinnudagurinn hófst hjá mér kl. 6.30 í gær. Þá fór ég að undirbúa messuna. Messan var frábær, Sr. Óskar hélt eina af sínum snilldar ræðum, kórinn söng allur og allir voru í stuði. Eftir messu fengu kirkjugestir sér súpu og brauð í safnaðarsalnum og síðan fór ég á tvo fundi, fyrst hjá undirbúningshópi um kirkjulistaviku 2007 og síðan hjá orgeltónlistarnefnd þjóðkirkjunnar. Mjög gagnlegur fundur. Ég kom heim upp úr kl. 16 og þá var Erna að fara í sína vinnu. Týpískt! Svona verður þetta þessa viku líka, við hittumst eitthvað lítið held ég.
Fótboltinn fer að byrja aftur hjá Brynju eftir smá hlé. Hún æfir 4x í viku. Henni gengur alveg rosalega vel í skólanum, er með 9-10 í öllum prófum. Hún fór í einn píanótíma hjá þeim í Tónræktinni um daginn, en fann sig ekki í hópkennslunni. Hún ætlar að ræða aftur við Þórarinn hjá Tónlistarskólanum. Kannski kemst hún inn í skólann um áramót.
Það er orðið allt of lagt síðan ég heyrði í Rakel síðast. Hún er ekki sú duglegasta við að hafa símann á sér. Erna heyrði í henni í fyrradag og var hún hin hressasta.
Nú þarf ég að undirbúa jarðarför og kóræfingu og reyna að æfa mig eitthvað fyrir tónleika sem ég held um næstu helgi.
Eyþór
18.9.2006 | 12:18
Snilldin ein
Helgin liðin og fríið mitt að verða búið damn, kemur vonandi fljótlega annað frí. Búið að vera mikið um að vera um helgin, Brynja að keppa á móti þannig að maður var töluvert upp á velli og svo kom pabbi inneftir í gær þar sem hann varð sjötugur og vildi ekki vera heima.
Tók hann og Ragnhildi Sól með mér á fótboltaleik hjá Brynju og svo fórum við öll auk Guðmundar til Dalvíkur og Ólafsfjarðar og síðan út að borða á Greifanum, var bara alveg fínasti dagur fannst mér. Hilla pilla var bara heima þar sem hún er alltaf með einhverja verki, vona bara að þetta fari að springa út eins og hr. Haukur segir, síðan sátum við feðgin hérna heima í stofu og spjölluðum til rúmlega 22 en þá dreif hann sig heim.
Bara fínn dagur. Skrapp svo í morgunkaffi til Hillu eftir að hafa legið lengi í leti upp í rúmi og er svo að fara að drífa mig á fund með Dísu og aðstandendum eins skjólstæðings, eflaust mjög spennandi dæmi.
Heilsan er í fínu lagi, finn ekki fyrir neinu, vildi bara að tíminn liði ögn hraðar...nenni ekki að bíða hef aldrei verið mjög þolinmóð:) Fór í hnakkaþykktarmælingu sem kom vel út og á að fara í mæðraskoðun á fimmtudag en henni var frestað síðast og ég er að spá í að fresta henni og athuga hvort ekki sé laus tími þegar Eyþór verður kominn heim, langar nú helst að hafa hann með:)
Þannig að allt í fína standinu hér, nema karlinn er ekki heima en það fer að styttast í að hann komi:)
Farin á fund
Sjúlli kveður óþolinmóður að vanda
18.9.2006 | 12:09
17 september:)
Kúrsinn byrjar svo í fyrramálið. Ég ætla sennilega að spila Catedrales eftir L. Vierne. Nota tækifærið þegar maður kemst í svona svakalega fínt orgel. Verkið er nefnilega eins og sniðið fyrir orgelið.
Haukur á afmæli í dag, er sjötugt unglamb. Til hamingju með daginn tengdi.
Meira á morgun,
Eyþór
16.9.2006 | 10:04
Rólegheit og leiðindi
Lítið að gerast hjá mér þessa dagana er í löngu helgarfríi sem var alveg komin þörf á held ég sé búin að eiga tvö helgarfrí síðan í júlí
Brynja er að keppa á Landsbankamóti, hennar lið er eina stelpuliðið á mótinu gaman að því tóku sig til og drulluðu yfir KR stráka í gær 3-0 bara gaman að því heyrðist í drengjunum fyrir leik "ohhh erum við að fara að keppa við stelpur" voru hundfúlir eftir leik að tapa fyrir STELPUM haha....þær voru bara betri svo einfalt.
Leiðindafréttir af Vidda mági mínum, slasaðist út á sjó í gær og var farið með hann í land á Þórshöfn í gærkvöldi og þar beið hans sjúkrabíll til að bruna með hann til Húsavíkur eða Akureyrar hef ekki ennþá viljað raska ró systu minnar heyri í henni á eftir.
Hildur systir byrjuð að fá verki sem fara svo bara og ekkert gerist, þetta er greinilega allt í vinnslu verð orðin móða vonandi fljótlega aftur. Mamma er hérna og passar að allt gangi eins og á að ganga hvar væri maður án þessara mæðra
Sólina mína sá ég síðast 17...og súrkál fer kannski að sjá hana fljótlega hver veit.
Er sorry, svekkt og sár en hverjum er ekki sama um það svaf illa í nótt, vildi að kallinn minn væri kominn heim, talaði við hann áðan sat á kaffihúsi í Þýskalandi í rúmlega 20 stiga hita hið ljúfa líf.
Pabbi verðu 70 ára á morgun ætlar að koma til mín og við að gera eitthvað saman spurning hvað samt, spáir leiðinlega.
Læt þetta duga í bili.
Sjúlli kveður fúll á móti
15.9.2006 | 15:35
Á ferð og flugi
Ferðaleiðindin eru að drepa mig en mp3 spilarinn og Blackberry síminn ná að halda í mér líftórunni. Mig langar heim til elsku óléttu Ernu minnar og Brynju og ég þrái nýja frábæra rúmið. Það verður samt fínt að komast í aksjón í vikunni, spila á frábært orgel fyrir frábæra kennara.
Eyþór
13.9.2006 | 07:06
Blogg í Piteå
sem sagt í Svíþjóð og er að byrja síðasta skólaárið mitt. Ég er á farfuglaheimili en
fer til Lars vinar míns á fimmtudag. Ég fór í 3 orgeltíma í dag og síðan á
próftónleika í kvöld hjá skólabróður mínum. Það er ömurlegt vera ekki heima þegar
fyrsta mæðraskoðunin er, en vonandi hittir ekki svona illa á aftur.
Ferðin hingað var auðveldari en stundum áður því ég svaf nánast alla leiðina frá
Keflavík til Stokkhólms. Ég fór nefnilega á gæsaveiðar aðfaranótt sunnudags og svaf
bara í rúman klukkutíma þá nótt og nóttina áður en ég lagði af stað svaf ég bara í 3
tíma. Enda var ég sofnaður àður en flugvélin tók á loft. Fyrir lendinguna í
Stokkhólmi var fligstjórinn eitthvað að biðjast afsökunar á töfum fyrir flugtak í
Keflavík, en ég var aldrei var við tafir, enda svaf ég eins og ungabarn frá því ég
settist í sætið.
Góða nótt,
Eyþór
11.9.2006 | 12:36
Grasekkja
ÓTrúlegt en satt...það kvittar enginn en samt hafa t.d. bara í þessari viku komið 177 heimsóknir...jahérna einhverjir enn með fobíu fyrir gestabókum, en hinir sem kvitta takk fyrir innlitið
Eyþór litli skólastrákur er farinn til Piteå og verður þar í skólanum í nokkra daga en flýgur svo til Þýskalands á námskeið með bekknum sínum duglegur drengur....er nú samt að verða dálítið þreyttur á þessum ferðalögum en sem betur fer þá útskrifast hann í vor...hann kemur s.s. heim aftur 22 september
11 sept í dag sá eftirminnilegi dagur, hugsa að maður gleymi aldrei hvað gerðist þennan dag né hvar maður var staddur þegar maður heyrði af þessu fyrir 5 árum síðan, fæ ennþá gæsahúð og tár í augun þegar ég sé turnana falla ....þvílík mannvonska en vonandi gerist ekkert þessu líkt aftur
Pabbi færði okkur þvílíkt mikið af bæði bláberjum og krækiberjum þannig að síðustu daga hefur ekkert verið að borða hér nema bláberjasúpa en frysti nú helling í gær nema krækiber ég ætla sko að borða þau, elska krækiber, reyndar búin að vera með magaverki af þeirra völdum síðan þau komu í hús en....það gengur yfir
Er að fara að hitta Dísu skvísu yfirmann minn, krossa putta um að ég fái meiri vinnu miðað við mitt ástand, finn ekki fyrir neinu og verð vitlaus á geði ef ég hef ekkert að gera þar til eftir áramót, verð lögð inn í hvítri spennitreyju, en kannski vantar bara ekkert, ohhhh verð að fá meiri vinnu
Brynja er að byrja í tónræktinni sem er einkarekinn tónlistarskóli hér á Eyrinni, vill nefnilega læra popp en ekki klassík þannig að þetta var það eina sem virkar í því dæminu, tónlistarskólinn leggur aðaláherslu á klassík og mín búin að vera að læra það síðan hún var 6 ára og nennir því ekki lengur, vill verða hljómsveitargaur eins og pabbi hennar, verða kannski saman í hljómsveit.....já eða ekki.
Jæja ætla að þjóta vil ekki koma seint á fundinn
Sjúllinn kveður með von í hjarta.....
7.9.2006 | 12:32
Engin frammistaða
Allir á lífi hér á þessu heimili þó svo að ekki sjáist það á heimasíðu familiunnar
Lífið gengur sinn vanagang eins og við er að búast vinna, sofa, sk..., éta og allir kátir bara með það. Eyþór Ingi er að fara að yfirgefa litla klakann og ætlar að drífa sig til Svíþjóðar og síðan til Þýskalands á námskeið með bekknum sínum, þannig að við mæðgur verðum bara einar heima, ætlum okkur að renna til Húsavíkur um aðra helgi kannski og kíkja á liðið þar, langt síðan maður hefur farið austur, hef verið að vinna allar helgar eiginlega í sumar nema eina þannig að þetta hefur farist fyrir en þar sem vinnan fer að verða nokkuð skapleg núna þá fer maður að gera eitthvað. Pabbi verður líka 70 ára þá helgina og aldrei að vita nema maður fái köku, ef hann verður ekki að heiman þ.e.a.s.
Búin að fá rúmið okkar og það er bara gott að sofa í því, enda hef ég aldrei verið eins æst að komast í rúmið á kvöldin eins og núna, þó svo að svona fyrstu nóttina hafi ég verið við það að detta framúr þar sem eiginmaðurinn tók heldur mikið pláss, enda viðbrigði að fara í 153 cm úr 180 cm
Supernova sýkin er í hámarki þessa dagana, Magni að brillera og klakanum finnst hann vera að brillera líka, allir ógeðslega montnir af því að vera klakabúi, neyðist til að vaka næsta miðvikudagskvöld og vera þreytt í vinnunni á fimmtudaginn ætla sko ekki að missa af þessum síðasta þætti. Áfram Magní
Bumban stækkar skil nú ekkert í þessu sást ekki á mér fyrr en á 16 viku eða eitthvað þegar ég gekk með Brynju en núna er ég að verða eins og fíll....finnst það ekkert gaman en hlakka þeim mun meira til eftir tæpa sex mánuði já ó já. Ógleðin eiginlega búin bara, þannig að ég get farið að jogga aftur til að vega á móti öllu því sem ég ét...tek sko ekkert mark á því þegar sagt er að maður þurfi alls ekki að borða fyrir tvo í orðsins fyllstu.......ég er tveir og borða því miðað við það ....verð fjallkona fyrir rest...
Mjög gáfuleg þessi skrif mín, ég röfla en húsbóndinn kemur með þvílíkustu heimspekilegu bloggin, ok ég er hirðfíflið í minni fjölskyldu, fíla það...alltaf verið óttalegur röflari....
Hætt að bulla en bara í bili....
Sjúlli kveður svangur að vanda