Despó

Geri lítið annað á kvöldin en að horfa á Despó þvílík snilld:) Við Brynja fjárfestum í seríunni og hún er bara góð, samsama mig algerlega við Lynette ef þið vitið hver hún er:) En já að einhverju öðru.

Brynja er að taka dómarapróf í kvöld, þá má hún fara að dæma leiki sem er bara gaman held ég fyrir hana. Stendur sig vel í boltanum þessi elska eins og í öllu sem hún gerir reyndar er svo agalega ánægð með hana. Datt ræfillinn í gær niður stigann hérna úti, var að fara að keyra hana á æfingu þegar ég sá hana rúlla niður og auðvitað þorði ég ekki að hlægja (þetta var samt fyndið) hélt hún hefði meitt sig mikið og yrði reið þannig að ég beið aðeins með það og svo nottlega fengum við báðar hláturskast:) En hún er samt marin á hendinni greyið:)

Mási bró er að koma í gistingu um helgina, þar sem Hilmar er að fara að keppa á Greifamótinu. Gaman að því. Svo á hún stóra systir mín afmæli í dag, og að sjálfsögðu hringdi ég í hana, ekki sú duglegasta að taka upp tólið en á svona dögum bara er það möst:)

Katla er að kvefast eina ferðina enn en er alls ekkert lasin samt þannig, var samt voðalega þreytt í kvöld og bað um að fá að fara að sofa og það þurfti ekki einu sinni að lesa bók hún bara datt út af:) Þannig að hér er ég og hangi í töllunni og horfi á despó, ekki bagalegt:) Annars ætla ég bráðum að fara að sofa, á að fara til tannsa í fyrramálið þar sem mér tókst að brjóta tönn, ég sem elska tannlækna NOT.

Svo fer að styttast í að ég fari í 90% vinnu jibbí skippi og eru ekki allir svo heppnir á þessum krepputímum að fá aukna vinnu, flestir sem missa vinnuna eða hluta af henni. Vona líka að Katla fari að komast inn á leikskóla en hún fer á Holtakot sama leiksskóla og Sólarsystur eru á, Ragnhildur reyndar að fara í skóla í haust þannig að hún verður eitthvað voðalega stutt með henni.

Fæ frekar stutt sumarfrí þar sem það misreiknaðist eitthvað síðasta sumar, tók 9 vikur launalaust út af verknáminu en klikkaði og ég fékk víst eina vikuna borgaða þannig að ég skulda s.s. eina viku, svo líka þar sem ég er að auka við mig vinnu þá styttist fríið en ég ætla samt að taka allavega 3 vikur en ég held ég eigi bara eina eða tvær á launum en fæ svo fullt af fríi næsta sumar. Finnst það reyndar allt í lagi svo framarlega sem ég get verið í fríi helminginn af þeim tíma sem Katla er í fríi á leiksskóla.

Margt að ske í mínu lífi sem ég ætla ekki að tjá mig um en er samt alveg sátt með og held ég allir bara sáttir þannig séð. Kemur allt í ljós, tjái mig betur um það þegar þar að kemur.

En s.s. núna ætla ég að skríða undir teppi góna á einn despó og fara svo að sofa

O-sjúlli kveður eins sáttur og hægt er að vera við þessar kringumstæður.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið eruð svo magnaðar mæðgur, ef maður er jákvæður þá hefst allt, maður kemst langt á henni, svo fer að vora og þá verður allt auðveldara.Katla á eftir að brillera á Holtakotinu og verður bara gaman að þær frænkur verði allar saman, hef ekki trú á öðru en Katla komist inn fljótlega með vorinu.  Kíki á ykkur Mása um helgina ef veður leyfir :)

Hildur Hauksdottir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband