Stemmari og meiri stemmari

Kominn tími til að skrifa margir dagar síðan ég hef látið einhver viskuorð falla hér á síðunni. Hreint unaðslegt veður búið að vera frost og verulega kalt bara en svo á nú að fara að hlýna eitthvað sem þýðir hálka, slabb og leiðindi. Þó svo að maður stífni vel í andliti af þessum kulda þá er hann skömminni skárri en hittShocking

Eyþór er búinn að vinna mjög mikið alla helgina, varla búin að sjá hann nema svona yfir blánóttina og þá sofandi, greyið kallinn verður nú vonandi ekki alveg svona strembin næsta helgi en hvað veit maður svo sem. Hann var með æfingahelgi fyrir tónlistaskólakórinn og svo voru útgáfutónleikar hjá Óskari Pé og það þrennir, og svo messur og læti. Var nú góð og eldaði handa honum í gærkvöldi hnýsukjöt og kartöflugratín og tilheyrandi og bjór með, ákváðum svo að leigja okkur mynd á vod þar sem ekkert var um að vera í tv en við vorum bæði sofnuð eftir ca 20 mín af myndinni þannig að kl 22.00 vorum við komin inn í rúm og sofnuðLoL

Bakaði nú samt böns af blúndum í gær og setti inn í minn helming og þær eru svo góðar, slurp og slef með það bara. Hlakka til að fara að baka meira finnst svo æðislegt þegar smákökulyktin fer að lafa hér í loftinu já og svo auðvitað bara að borða þærPinch

Brynja er s.s. á skaganum og kemur í kvöld einhverntímann, hún hefur engan tíma til að tala við mig þegar hún er á svona ferðalögum, búin að fá eitt sms allt og sumt, er að verða svo stór *hóst* er nú eiginlega orðin stærri en ég næstum því í cmTounge Munar alveg held ég 7 cm haha mamma litla verð ég bráðum.

Byrjaði að skrifa á jólakort í gær, hafði ekkert að gera, sat við kertaljós og skrifaði á nokkur stykki ágætt að hafa þetta bara tilbúið og henda því svo í póst eftir mánaðarmótin, senda jólakortin yfirleitt svona fyrstu vikuna í des.

Svaf illa í nótt, hjartað á mér var á kasti og mér fannst trekk í trekk það vera á leið út úr brjóstkassanum á mér en það slapp nú til enda sæti ég varla hér þá, er að verða svolítið nervus út af þessum hjartslætti en fæ að vita alltsaman á morgun, fer til Gunnar í hjartaómun spennandi. Malla ljósan mín sagði að ég fengi bara þægilega fæðingu, mikla deyfingu og þyrfti eiginlega ekkert að hafa fyrir þessu ef ég yrði áfram svona, vil það ekkert ég vil fá að hafa fyrir þessu svo ég vona bara að þetta fari að lagast.....vil frekar rembast á fullu heldur en að vera stungin jæks.

Fór með systir á glerártorg í gær þar sem verið var að kveikja jólaljósin þar og svo fór einhver trúbbi að spila og syngja með gítar og tuðaði eitthvað annaðslagið inn á milli og talaði alltaf um "smáralind" falleg ljósin hér í smáralind og blabla laglega vaknað í vitlausum landshluta þann morguninn.....

Ætla að slufsast niður á torg glersins og athuga hvort ég finni ekki jólagardínur fyrir eldhúsið mitt.....

Hafið það gott trýnin mín og njótið dagsins sem aldrei fyrr....

Sjúlli kveður á leið í "Smáralind"

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband