Færsluflokkur: Menning og listir
12.12.2006 | 09:03
jólin koma tralalalla
Bara 12 dagar til jóla, takk fyrir og góðan dag góðir landsmenn, rosalega líður tíminn hratt. Jólin verða búin og komið sumar áður en maður veit af...seisei já
Eyþór er eins og sjómennirnir núna það er vertíð hjá honum sem þýðir að hann kemur heim og sefur og er svo farinn aftur. Veitti nú ekki af því að fá smá frí þó ekki væri 1-2 dagar núna, orðinn algerlega útkeyrður, en svona er líf organistans á þessum árstíma. Enda yrði hann líklega bara veikur í þessa tvo daga ef hann tæki frí...gerist oft eftir svona tarnir. Hitti ÓSkar P í gær en það er einmitt tarnavinna hjá honum núna að kynna diskinn og syngja um allt, og hann var orðinn fárveikur, skrokkurinn sagði bara hingað og ekki lengra..kallagreyin...
Fór til Elísabetar ljósmóður í gær og þvílík yndisleg kona, eitthvað annað en sú sem við vorum hjá allavega allt öðruvísi en fellur okkur hjónum betur að skapi. Hún lét mig í allavega vinnustopp fram að áramótum og sjá þá til hvernig landið liggur, er líklega komin með byrjandi grindarlos þannig að eins gott að taka því rólega, ætla að fara til sjúkraþjálfara ef þetta versnar eitthvað meira en er. En ég á að hitta Pétur P doktor í fyrramálið til að fá vottorð, leiðinlegt ætlaði svo að standa mig í Hlíð en það er ekki að spyrja að þessu....
Við Brynja ætlum að rjúka í að henda upp pínu jólaskrauti þegar hún kemur úr prófinu á eftir og jafnvel að henda pappír utan á nokkrar gjafir, ágætt að fara að klára það sem búið er að kaupa, á nú enn eftir að kaupa nokkrar gjafir en búin að ákveða samt flestar. Kláruðum öll jólakort í gærkvöldi þannig að þau fara í póst bara á næstu dögum.
Rakel er að fara á límingunum yfir að komast á klakann hringdi í pabba sinn úr skólanum í gær, voðalega spennt:) Kemur á fimmtudaginn, þannig að það er kannski eins gott að stjúpan fari að laga aðeins til í herberginu hennar svo hún fái ekki sjokk þar sem það er allt í drasliefast um að hún yrði glöð ef ég segði henni að taka til hahaha
Svona gengur lífið á eyrinni í dag, Sólirnar mínar koma heim í dag en þær eru búnar að vera í Reykjavík í næstum viku þannig að ég er komin með smá fráhvarf en hlakka til
Hafið það gott fólk og farið varlega í jólastressinu, jólin koma hvort sem er hreint eða skítugt og allt það....
Sjúlli kveður með jól í sinni og gleði í hjarta
9.12.2006 | 21:38
ja hvað getur maður sagt.....
Bloggsíður eru til þess að blogga á þannig að verið ekkert að undrast hvað ég er gasalega virk í blogginu. Stundum bloggar maður bara vegna leiðinda eins og ég t.d. núna er alveg hreint að deyja úr leiðindum. Eyþór fór í afmæli til Péturs Halldórs og konunnar hans og mér var nú reyndar boðið líka en nennti ekki vegna þessara blessuðu samdrátta lítið gaman að því. Og svo fór Brynja líka í afmæli til bekkjarbróður síns og ég hef enga hugmynd um hvenær hún kemur til með að skila sér...seisei já gamla konan situr ein heimaen með kettina sína...fíla mig sem einhverja norn.
Hundleiðinlegt sjónvarp einhver mynd með Eddie Murphy og hún er svo leiðinleg held hún heiti "Draugahúsið" finnst RUV yfirleitt vera með alveg ömurlega leiðinlegar myndir um helgar einmitt þegar fólk kannski sest niður og gefur sér tíma til að glápa á tv en nei þá er smellt á einhverjum ævafornum eða hundleiðinlegum myndum.
Fór og fékk lánaða áðan myndina Over the hedge sömu sem gerðu hana og gerðu Shrek og er hún nú mín uppáhalds mynd ein af mörgum allavega, þannig að ég efast ekki um að þessi er góð, en ég hef ekki enn nennt að setja hana í tækið ...hangi bara í tölvunni hans Eyþór þægilegar þessar fartölvur.
Fór smá jólaljósarúnt áðan og mikið óskaplega finnst mér sumt fólk hræðilega smekklaust þegar kemur að seríum, þoli ekki þegar fólk kastar seríunum einhvernveginn utan á húsin eða í gluggana, finnst fólk jafnvel alveg eins geta sleppt því að setja ljósin upp. Sumir ofhlaða líka ekki lítið eins og ég sá í einum blokkarglugga í Skarðshlíðinni áðan í einum og sama glugganum, var sería, aðventuljós, einhverskonar ljósahringur og jólasveinn og þetta var alveg hreint svakalegt En svo eru svo margir sem alveg leggja allt sitt í að hafa skreytingar smekklegar og stilhreinar, mikið af flottum skreytingum í mýrunum og svo líka njóta skreytingar sín svo miklu betur þegar er svona flottur snjór.
Lilja Hrund frænka mín er 25 ára í dag stelpan....ótrúlegt hvað allir eldast finnst nú ekki langt síðan að hún var lítill sætur stubbur....núna er hún stór sætur stubburkomin með magnaðan kærasta og bara allt að brillera hjá stelpunni....magnað en til lukku með daginn Lilja mín ef þú lest þetta og vonandi skemmtirðu þér vel í dag, efast ekki um að veislan hjá henni Erlu hafi brillerað.
Brynja fór í fjallið í dag á bretti og þá auðvitað duttu festingarnar af helv.... brettinu og hún þurfti að fá einhvern til að skrúfa það saman fyrir sig en auðvitað reddaði hún því. Var í eina 3 tíma á bretti og fannst ekkert smá gaman, hef aldrei skilið hvernig hægt er að standa á þessum brettum en ætla að prófa þegar Marteinn verður kominn í heiminnEyþór fór líka upp í Kjarnaskóg á gönguskíði og fór 1 hring held ég og kom heim alveg endurnærður, fyrsta skiptið sem hann kemst á gönguskiði í vetur, mig hlakkar til að geta farið aftur á gönguskíði og bara almennt að hreyfa mig get ekki beðið.
Ætla núna að fara að íhuga á horfa á myndina og bíða eftir dótturinni en það þýðir líklega ekki mikið að bíða eftir karlinum þar sem hann kemur líklega ekki fyrr en undir morgun sem er alveg bara hið besta mál.....
Ljósin farin að blikka hérna og ætla ég rétt að vona að rafmagnið sé ekki að fara, kem ekki til með að fíla það þar sem ég er frekar mikið myrkfælin en það er allavega eitthvað óstöðugt.
Góða nótt allir saman...............
Sjúlli kveður með geðveiku glotti....
9.12.2006 | 08:34
Í fréttum er þetta helst
Finnst enn fáránlegt að þurfa að setja eitthvað í fyrirsögn og hananú þetta er í síðasta skipti sem ég tjái mig um þetta. Það hefur ekki mikið skeð síðan að ég skrifaði síðast sem er kannski ástæðan fyrir því að ég hef ekkert skrifað í svolítinn tíma en ég kem eflaust einhverju frá mér hér á skjáinn.
Klukkan er nún 8:10 og næstum 2 tímar síðan að ég vaknaði. Búin að borða og senda Rakel langt og mikið mail og svo ætlaði ég að fara að hendast í að baka eina sort af smákökum en ætla aðeins að bíða með það ekki lengi samt. Er vöknuð yfirleitt flesta morgna í kringum 6 og virðist það bara vera orðinn fastur tími í minni líkamsklukku en þá er Marteinn yfirleitt byrjaður að gera morgunleikfimina og ætlast greinilega til þess að móðirin hreyfi sig eitthvað líka eða ég get ekki skilið það öðruvísi. ´
Fékk agalega verki í bumbuna í gær hélt hreinlega að Marteinn væri á niðurleið á meðan ég var að versla í ´Bónus var að því komin að skilja körfuna eftir með öllum matnum í og fara bara heim og hefði betur gert það bara en dröslaði þessu nú samt heim og fékk þá þessa agalegustu verki, veit ekki hvað aumingja Brynja hélt þegar ég lak inn um dyrnar. Finn enn eins og ég sé með strengi í bumbunni...fórum nú samt á tónleika fram í Laugaborg með Eyvöru Páls og þeir voru alveg æði náði samt engan veginn að njóta þeirra þar sem ég var enn með þessa líka fantaverki en góð var hún samt sem áður eins og lítil tröllastelpa.
Hugsa að ég neyðist til að fara að hætta að vinna þetta gengur ekki svona þar sem ég vinn eiignlega alla daga að vísu bara til 12 en er svo eiginlega ónýt það sem eftir er af degi....damn jæja skal hætta að vorkenna mér.....gera það bara ekki aðrir
Brynja kom voðalega stolt heim úr saumum í gær og var búin að gera svo æðislegt teppi handa Marteini svona bútasaumsteppi ekkert smá flott ætla að henda inn mynd af því í dag...rosalega flott Núna fer að styttast í prófin hjá henni og svo bara jólafrí. Hún verður hjá pabba sínum um jólin sem er skandall fyrir mig en auðvitað gaman fyrir hana. Pabbi minn ætlar að koma og vera í staðinn hérna hjá okkur á aðfangadagskvöld allavega en gistir samt hjá Hildi enda er hún með aukaherbergi. Þannig að þetta verður bara gaman. Kallinn s.s pabbi gaf okkur þennan fína hamborgarahrygg um daginn og svo kom Oskrar P með risastór hangilæri á beini og gaf okkur í fyrradag...ja maður sveltur ekki þessi jólin nú á ég tvöfalt af öllu kjöti þar sem ég var ´búin að kaupa bæði hangi og svín
Stefnum á það að vera saman systur og fjölskyldur á áramótunum og líklega verður pápi líka...og svo á þorláksmessu verður þetta eins og venjulega skata og saltfiskur og líklega verður bara borðað hjá mér þetta árið þar sem við vorum hjá Hillu í fyrra og kominn tími á mig enda verð ég í fríi´þannig að það er ekki spurning, höfum alltaf haft möndlugraut í hádeginu á aðfangadag en erum að spá í að hafa hann bara á þorláksmessu en sjáum til.
Hérna er víst spáð þvílíkt leiðinlegu veðri í dag lítur alls ekki út fyrir það núna þar sem það er blankalogn og snjórinn hangir í stórum hlussuflyksum á trjánum og svo snjóar annaðslagið í logni bara fallegt en verður líklega ekki svona fallegt þegar líður á daginn allavega ef spáin stenst.
Farin að týna niður eitt og eitt jóladót aðallega dúka, sá annars svo fallega jóladúka í Rúmfó sem ég er að spá í að fá mér, kaupi alltaf einhverja ódýra dúka fyrir hver jól og svo hendi ég þeim bara ef eitthvað fer niður í þá sem erfitt er að ná úr....annars á ég einn svona uppáhaldsdúk sem ég fékk frá ömmu Maríu og það er svona stjarna sem er græn og rauð og með snjókalli á úr þvílíkt grófum striga en hann er einn af mínum uppáhalds og fer alltaf fyrstur upp af dúkunum....
Jæja ætla að fara að finna mér eitthvað að gera á meðan hinir sofa bara eins og steinar.....
Gangið hægt um gleðinnar dyr og bara yfirleitt þar sem það er nú frekar hált núna
Sjúlli kveður þreyttur og illa upplagður
4.12.2006 | 22:22
Skal nú segja ykkur það
Já svona er þetta, eins gott að það eru til tölvur nú annars heyrði maður aldrei í kallinum Brjálað að gera hjá honum er búin að hitta hann þegar hér er komið sögu og kl orðin 22:15 í 11/2 klst í dag og eins og það sé ekki nóg. Segi svona, hann er organisti segir það ekki allt sem segja þarf þegar er desember held það nú, annars hitti ég Svein allrahanda mann sem vinnur í kirkjunni og honum leist nú alls ekki á þessa vinnubrjálæði í karlinum og sagði mér að reyna að halda honum bara í rúminu og handjárna hann GRRRRRRR
Annars er allt fínt að frétta fyrir utan að ég er hálfgerð grasekkja. Brynja var lasin í nótt og var því heima í morgun og við ákváðum mæðgur að baka örlítið meira en við gerðum í gær tókum tvær sortir í gær og tvær í dag og það engar smá sortir, Sörur, akrakossa, kattartungur og lakkrístoppa alveg eðal duglegar, enda jólin að smella á bráðum Laufabrauðið gerðum við á föstudagskvöldið með aðstoð pabba en hann var afar liðtækur í að skera, kláruðum þetta á 1 1/2 klst 60 kökur allt klárt. Brynja kom með járnin hennar Unnar ömmu af króknum þannig að það reddaðist.
Fór upp á FSA á fimmtudag vegna mikilla samdráttarverkja sem ég var með á miðvikudag og var sett í allrahanda skoðanir, og var sagt að hvíla mig á vinnunni eða hreinlega hætta, ég er nýbyrjuð, en ég er alltaf með samdrætti og svo bætist á þessi hraðhjartsláttur, hjartadoksi vill að ég hætti líka en ég meina það ég verð að vera aðeins lengur.....kemur í ljós DAMN
Marteinn er í stuði sem aldrei fyrr, farinn að æfa sóknarleikinn fyrir komandi þórsaravertíð ójá ætlar í boltann finn það Hann finnur sem betur fer ekki mikið fyrir þessu hjarta og samdráttarveseni á móðurinn enda eins gott....
Pabbi var hér um helgina að versla jólagjafir og jóla þetta og hitt. Svo er mamma komin núna að gera líklega slíkt hið sama......ég fer alltaf yfir um jólin....já eða eitthvað í þá áttina.
Heyri að kallinn valt inn um dyrnar ætla að kanna hvort hann er á höndum eða fótum....
Sjúlli kveður ætlar að hlúa að kallinum
29.11.2006 | 15:50
Hann á ammæli í dag
'A þessum yndislega degi fyrir 33 árum síðan fæddist lítill og sætur drengstauli er nefndur var Eyþór Ingi. Hann óx og dafnaði dag frá degi. Hann ákvað að verða bóndi og fór í bændaskóla en uppgötvaði þar að hann langaði meira til að spila á orgel þannig að hann tók mal sinn og hatt og hélt áleiðis til höfuðborgarinnar þar sem hann fór að nema orgelleik. Þegar hann var búinn að læra þar allt sem hann gat langaði hann enn að bæta við sig og ákvað því að yfirgefa heimalendur sínar og fór utan til Svíþjóðar og nam þar tónlist og kórstjórn. Í dag er hann enn að læra og drekkur í sig alla þá visku er hann getur innbyrt. En í dag á hann s.s. afmæli og er orðinn 33 ára enn sætur en hefur stækkað töluvert
Til hamingju með daginn elsku kallinn minn......
hipp hipp húrra x 4
28.11.2006 | 16:55
Bloggídi blogg
Nú skal segja hvað...hmmmm hef mest lítið að segja en það er nú bara þannig að þegar ég sé tölvu þá bara kemur yfir mig sú tilfinning að ég bara hreinlega verði eitthvað a tjá mig
Eyþór var að koma heim og fer aftur kl 20 og held hann sofi í augnablikinu, veitir ekki af kallgreyinu. Brynja er í fermingarfræðslu og rétt kemur heim til að drífa sig á bretti í fjallinu, segir sig kannski sjálf að hún fari í fjallið en ekki niður á poll....döh.
Hef verið bara heima í dag, Solla kíkti aðeins í kaffi í morgun og svo Hilla og Sólin áðan gaman að því Hlusta á internetútvarpið hérna hægri vinstri jolin.is og það eru bara fín jólalög spiluð þar ekki bara rokklögin heldur eldgömul sem ég man eftir síðan ég var pínu púki en það er nú ekki langt síðan þar sem ég er nú bara 34....Solla hvað ert þú aftur *hóst* alveg að verða 35 er það ekki HAHA. Gamall brandari en sígildur alltaf Hún er nebbilega fædd í jan 1972 en ég í nóv 1972 þannig að hún er alltaf næstum ári eldri en ég ótrúlegt
Hérna er rigningarsuddi, vildi nú heldur hafa bara snjókomu og frost en maður fær nú aldrei að ráða veðrinu, merkilegt að enginn skuli vera búinn að finna út úr því.....
Ætla að fara að setjast ofaná kallinn hann sefur ekki lengi eftir það, hlussan sest og hann sekkur
Sjúlli kveður alveg gjörsamlega snargeðveikur ekkert að því.
27.11.2006 | 22:05
Hlunkamyndir
Komnar nýjar bumbumyndir fyrir þá sem dýrka að skoða annarra manna bumbur
Sjúlli kveður ekkert nema bumban
27.11.2006 | 19:31
Ljós út um allt:)
Hér með er það upplýst að jólin eru næstum komin í Munkann Búin að vera hægt og rólega að setja upp eina og eina seríu og núna er því sem næst að verða komið í alla glugga, starfsfólkið í húsasmiðjunni er liggur við farið að heilsa mér með nafni þar sem ég er alltaf að koma þar sem mig vantar jú alltaf bara "eina" seríu enn það eru s.s. komnar 11 seríur upp hér inni í glugga og eiga eftir að fara allavega 2 Eyþór er voðalega þolinmóður varðandi þetta og hjálpar kjellunni sinni við þetta, enda eðal eiginmaður hér á ferð
Fékk svar í dag um að ég komst inn framhaldsnám sjúkraliða bara snilld þannig að eftir áramót verður allt fullbókað hjá mér, verð í 50% vinnu, skóla, eignast Martein einhversstaðar inn á milli og þetta verður bara snilldin ein. Þetta eru 4 fög á önn, minnir að þetta séu samt á bilinu 12-18 einingar man samt ekki, en er verulega spennt og hlakka til Veit líka um tvö aðra sjúkraliða sem verða í þessu líka önnur vinnur á Hlíð en hin í heimahjúkrun og er reyndar líka með bumbu eins og ég Vinnan nýja á Hlíð er mjög skemmtileg sérstaklega núna þar sem ég er að verða svona nokkurn veginn komin inn í hlutina, starfsfólkið er líka frábært svona flest, eru alltaf einhverjir sem eru skemmtilegri en aðrir en í heildina er þetta klassalið.
Fórum s.s. til Unu og Óskars á laugardaginn og þvílíkt og slíkt, langt síðan ég hef bara farið í svona slökunar fílíng einhvern. Voru með heitt glögg, heitt kakó og kaffi og svo hlaðborð af þvílíkum kræsingum, smákökur, jólalög, kerti, seríur, bara allan pakkann. Vorum hjá þeim frá 16-21 og bara frábært. Fólk að koma og fara allan tímann eiginlega ótrúleg stemming..... Una lánaði mér kjól sem hún saumaði á sig þegar hún var ólétt af eldra barninu sínu, var ólétt á sama tíma og ég og átti um svipað leyti og ég á að eiga. Flottur losna við að redda mér jólakjól svona ef ég passa mig á að borða ekki fyrir þrjá eins og mér hættir til haha ef ég held mig við að "borða fyrir tvo" systemið þá held ég að þetta reddist
Veit ekki hvað skal segja meira, Marteinn er farinn að verða töluvert meiri stuðbolti en fyrir ca 2-3 vikum heldur að mér finnist gríðarlega notalegt að láta sparka í mig, ræði þetta við hann við tækifæri, frekar óþægilegt þegar hann sparkar niður í lífbein og upp og út á hlið og ég veit ekki hvað og hvað þessi elska.....óviti ennþá Hjartsláttarköstin hafa verið mér aðeins til trafala síðustu daga, vakna stundum á næturnar og er þá um og yfir 200 kófsveitt og illa lyktandi en svo hægist á þessu fyrir rest, en þetta lagast þýðir ekkert að tuða um þetta alltaf út í eitt
Best að fara að kanna hvort ég geti ekki sett einhversstaðar seríualdrei of mikið af þeim
Hafið það gott börnin góð, njótið ljósanna og verið góð hvert við annað
Sjúlli túlli kveður í banastuði og rafstraumi með seríur út úr öllum götum...
25.11.2006 | 14:45
svei attan
Fimm dagar síðan síðast var bloggað hérna á þessa síðu, til skammar. Finnst nú kallinn vera eitthvað farinn að dala í blogginuEkki það að ég er alveg einfær um að halda út þessari síðu, svo ég tali nú ekki um alla spekina og fræðsluna sem flæðir frá mér...haha.
Búin að vinna 5 daga á Hlíð og frekar ruglingslega daga þar sem deildin var að flytja í nýtt húsnæði, loksins fær gamla fólkið að búa á eiginlega svona lúxus öldrunarheimili, allt rosalega flott og glæsilegt. Starfsfólkið fínt og skjólstæðingarnir líka. Það eina sem ég set fyrir mig er að ég vinn 6-7 daga í einu og svo bara 1 dag í frí, áttaði mig engan veginn á því þegar ég réði mig að ég þyrfti að mæta jafn oft og 100% vinnan. Vinn bæði jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag að vísu bara 8-12 en það þýðir ekkert kúr uhuhuh en ætla að athuga hvort ég geti ekki bara unnið t.d. 3 heila daga í viku eftir áramót.....jájá nóg um þetta
Birtist hérna í vikunni mín gamla uppáhaldsvinkona sem ég hef ekki hitt lengi, Guðfinna mín (Kiddý) mætti hérna með síðkomna brúðargjöf, alger óþarfi en er svo hugguleg þessi elska. Samkjöftuðum ekki þurftum báðar mikið að segja. Alltaf svo gott að hitta hana þessa elsku, eyddum nú ekki litlum tíma saman á aldrinum 16-19 mörgum til mikillar gleði, vorum mjög uppátektasamar á köflum. Bjuggum svo í Tercel bíl sem pabbi átti eftir að ég fékk bílpróf og höfðum ekkert smá gaman...bara snilldin eina....bara gott að sjá hana krúttið mitt:::)
Eyþór fór í gær og henti upp jólaskrauti fyrir sameignina og líka á svalirnar hjá okkur, en við Brynja dunduðum okkur við að setja í gluggana í stofnunni og eigum enn eftir þar sem þetta er mikil nákvæmnisvinna sérstaklega þegar Brynja er við stjórnina liggur við að sé mælt á milli peranna
Eyþór vill að það komi fram hér að enginn á heimilinu sé með hægðatregðu hann skaut þessu að þar sem hann hélt að ég hefði ekkert að segja haha hann greinilega þekkir mig ekki
Brynja er á króknum, Eyþór renndi á móti afa hennar í morgun og ætlar hún að koma á morgun með rútunni, en það er ómissandi að vera hjá ömmu og afa og gera laufarbrauð.
Við hjónin erum á leiðinni til Óskars og Unu en þau ætluðu að hafa opið hús á milli 16-19 fyrir vini og vandamenn og örugglega eitthvað góðgæti á borðum vona það mín vegna allavega þar sem ég þarf nú að borða fyrir tvö.....
Jæja kallinn bíður eftir tölvunni sinni þannig að
Sjúlli kveður s.s. ekki með harðlífi
20.11.2006 | 14:28
Já og hvað....
Veit aldrei hvað ég á að setja í fyrirsögn, asnalegt að þurfa að hafa eitthvað þar, er ekki nógu skapandi til að geta sett einhverja virkilega frumlega setningu en svona er það nú bara. Sit hérna í kirkjunni og er að bíða eftir að Ingi litli klári að spila í jarðarför, ætlum svo að fara og fjárfesta í einhverjum pípum í vaskann á baðinu húsbóndinn var svo sterkur í gær að hann spændi það allt saman í sundursvo sterkur þessi elska.
Var að koma úr hjartaómuninni, holterinn kom ekki vel út er alltaf með púlsinn í 100-110 eðlilega og svo skýst hann upp í svona 140-150 þess á milli. Er samt ekkert að sjá á hjartanu mínu og ekkert í lungunum mínum heldur en þetta er ekki eðlilegt ekki einu sinni þó svo að ég sé ólétt sagði hann Gunnar Þór hjartaspekúlant en ég á að koma aftur 11. des og þá ætlar hann að taka samanburðarmyndir og líklega að senda mig í blóðprufur og eitthvað dæmi. Hann ómaði líka bumbuna mína og sagði svo allt í einu "nei þarna er þetta líka fína tippi" og svo hló hann eins og vitleysingur og sagðist mega þakka fyrir að vita hvað væri á þessari ómmynd, þetta gæti allt eins verið handleggur hahahahah húmorinn í botni. Þannig er það nú bara í pottinn búið......
En annars er bara allt fínt að frétta, fallegt veður og bara 2 stiga frost, verulega fínt nema það er ógisslega hált.
Eitt gæludýrið okkar kvaddi þennan heim á föstudagskvöldið en það var fuglinn Grettir sem Brynja var búin að eiga síðan hún var 7 ára s.s. 6 ár en hann var nú búinn að vera eitthvað veikur......þannig að nú eigum við bara 7 fugla....haha en blessuð sé minning hans engu að síður. ´
Okkur hjónum var boðið í eðal svínakjöt og með því í Einholtið og kaffi og konfekt og viskí og ég veit ekki hvað og hvað á eftir en auddita drekk ég ekki þannig að ég fékk mér bara kaffi og mikið af konfektistór kona þarf mikið að borða enda borða ég fyrir tvo, fæ aldrei leið á þessari afsökun
Brynja kom af skaganum í gærkvöldi eitthvað um 8 leytið þvílíkt sæl og glöð en þreytt, og hafði eignast helling af nýjum vinkonum þannig að þetta hafði verið nákvæmlega eins og það átti að vera, nema þær töpuðu fyrir skagastelpum 2-1 og 1-0 ekkert stórt en djöfulli vont samt...við töpum helst ekki er nebbilega þeirra mottó
Slúðri lokið í bili og ætla ég að setja fætur hér upp á borð og hafa það huggó þar til karlinn kemur..
Sjúlli kveður í ró og spekt