29.11.2006 | 15:50
Hann á ammæli í dag
'A þessum yndislega degi fyrir 33 árum síðan fæddist lítill og sætur drengstauli er nefndur var Eyþór Ingi. Hann óx og dafnaði dag frá degi. Hann ákvað að verða bóndi og fór í bændaskóla en uppgötvaði þar að hann langaði meira til að spila á orgel þannig að hann tók mal sinn og hatt og hélt áleiðis til höfuðborgarinnar þar sem hann fór að nema orgelleik. Þegar hann var búinn að læra þar allt sem hann gat langaði hann enn að bæta við sig og ákvað því að yfirgefa heimalendur sínar og fór utan til Svíþjóðar og nam þar tónlist og kórstjórn. Í dag er hann enn að læra og drekkur í sig alla þá visku er hann getur innbyrt. En í dag á hann s.s. afmæli og er orðinn 33 ára enn sætur en hefur stækkað töluvert
Til hamingju með daginn elsku kallinn minn......
hipp hipp húrra x 4
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Æi var bara að sjá núna..
Innilega til lukku með daginn...um daginn.. Betra er seint en aldrei ekki satt...*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 20:36
Missti alveg af þessu. Síðbúnar hamingjuóskir frá Reyklandi. Sendi selskinnskápu og gullsleginn stjórnandasprota (til að nota í vinnunni, ekki heima) með DHL. kv. Sigrún
orgelstelpa (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.