Færsluflokkur: Menning og listir
15.1.2007 | 16:56
Öflug
Títt eiginlega ekkert nýtt...enda aldrei neitt að frétta héðan úr MunkaklaustrinuKominn snjór og ætti það að gleðja einhverja, ekki mig endilega enda nenni ég helst ekki út fyrir hússins dyr nema rétt til að nálgast eitthvað til að gleðja á mér gómana
Skruppum systur á Glerártorg í morgun í frekar leiðinlegu veðri, en við erum nú sveitapíur svo ekki hafði það mikil áhrif á okkur. Keypti sængurverasett handa Marteini mínum, vaggan er komin í hús þannig að nú er þetta allt að koma, á reyndar eftir að finna vagn
Erum hjónin að hamast við að sækja um fæðingarorlof þvílík flækja að standa í því, pappírar þarna sem þarf að ná í og fara með þangað svo þessi og hinn geti skrifað á þetta, viss um að ég fæði í öllu þessu pappírsflóði
Brynja var að keppa við Valsara um helgina, gekk sæmilega miðað við að þær eru íslandsmeistarar, annar leikurinn fór 8-1 Val í vil og hinn fór 4-3 Val í vil. Eru svo að fara að keppa á einhverju innanhússmóti á Húsavík um helgina held ég ekki komið alveg á hreint, og svo bara Goðamótið eftir rúman mánuð og það er sko alltaf stemmari í kringum það mót Við Ragnhildur Sól fórum á sunnudagsmorgun að horfa á Brynju keppa og fékk sú stutta að fara á fund og hita niður með stelpunum og fannst það sko ekki leiðinlegt, og kallaði hátt og snjallt þegar Brynja skoraði " áfram Billa" var nú búin að leggja henni orð í munn hahahah
Fórum og spiluðum Trivial við Óskar og Unu á föstudagskvöldið og var það alveg hrikalega gaman og ekkert smá fyndið, Óskar og Eyþór voru saman í gengi en við Unu saman og verð ég nú að segja að við erum eiginlega miklu betri unnum samt ekki en erum betri, erum að æfa stíft fyrir næsta kvöld sem er ekki búið að ákveða en drengirnir skulu ekki fara með sigur af hólmi. Britney Spears, Desperate housewifes og fleira slíkt lá létt fyrir drengjunum og þó sérstaklega Eyþóri hahaha jájá
Get varla beðið eftir að HM byrji í handboltanum, lá hérna þvílíkt spennt yfir leikjum við Tékkland um helgina. Eru góðir strákarnir en samt ekki alveg nógu góðir eða það segir félagi Alfreð og ekki lýgur hann:) Búið að stofna félag sem heitir "í blíðu og stríðu" ibliduogstridu.is og geta allir skráð sig þar
Eyþór er að fara suður með Hymnodiu um helgina og Brynja á Húsavík þannig að ég ætla að njóta þess að vera hér ein og byrja að læra enda fyrsta sendingin að koma á föstudag og ég er svo spenntskrýtið en ég hlakka verulega til að byrja að læra ójá hélt að ég ætti nú aldrei eftir að segja þetta en svona er þetta nú samt.
Best að fara að knúsa kallinn sem datt í hús núna en er svo að fara aftur að kóræfingast.
Sjúlli kveður í toppformi og þokkalegu skapi...annaðhvort eða í þeim efnum
12.1.2007 | 06:05
Pirruð og þreytt
Eitt gott við að hafa svona bloggsíðu að maður getur fengið útrás þegar maður vill og um það sem maður vill, burtséð frá því hvort einhver les það eða ekki algert aukaatriði. Núna er kl rétt að verða 6 og ég búin að vaka í skal ég ykkur segja 1 1/2 klst og geri aðrir betur. Helvítis hjartslátturinn er að gera mig hreinlega geðveika svo ekki sé meira sagt. Var að enda við að senda Alexander kvensjúkdómanum mínum meil og biðja hann að gera eitthvað í þessu, hljóta að vera til lyf eða eitthvað sem hægja á þessu, er nú samt ekki mikið fyrir lyf en núna ÓJÁ.
Erum hjónin að fara í kvöld að spila heima hjá Unu og Óskari sem verður bara gaman, er sjúk í að spila þessar vikurnar, svo er alltaf gaman að koma til þeirra skötuhjúannaBrynja er að fara í ball í Brekkuskóla þannig að gamla settið fer bara af bæ Ætlaði að fara með Hillu sys upp á Bjarg að heimsækja gömlu vinnufélagana en held ég hafi ekki orku í það allavega ekki í dag, verð að reyna að sofna eitthvað á eftir. Svo varð Solla fermingarsystir mín 35 ára 3 jan og ætlar að hafa smá kaffiveislu á laugardaginn en þá á einmitt maðurinn hennar afmæli þannig að þetta verður dobblað og ætlum við aðeins að kíkja til þeirra í fyrramálið ef heilsan leyfir ætla nú bara að sjá til er ekki að höndla þetta í augnablikinu.
Annars er lítið títt, er ekki nálægt því að vera með meðgöngueitrun en aftur á móti greindist hjá mér sýkill (Streptokokkar)sem veldur því að ég verð að vera með sýklalyf í æð alla fæðinguna svo hann smitist ekki í barnið sem er bara hið besta mál, hefði verið verra ef hann hefði ekki uppgötvast, er víst frekar algengt á Íslandi skilst mér
Eyþór litli minn er öll kvöld að vinna núna aukaæfingar fyrir Hymnodiu en er í fríi um helgina nema Sunnudag þannig að strangt til tekið er hann bara í fríi á laugardag haha......manni finnst það samt töluvert Ætla að fara að fá mér vatnssopa áður en ég skrælna hérna.
Hafið það sem allra best
Sjúlli kveður á kafi í sjálfsvorkunn
10.1.2007 | 11:42
Hvað er títt....ja....eiginlega ekki neitt
Enn einn dagurinn kominn ekki það að ég hafi haldið að það væri að koma heimsendir ekki aldeilis orðaði þetta nú bara svona eins og njóli Maður er afslöppunin uppmáluð þessa dagana, hreyfi mig ekki nema í algerri neyð og þá bara rétt á milli herbergja, ýki kannski aðeins en alls ekki mikið. Vaknaði eins og venjulega um 5 leytið í morgun með heljar stuð í hjarta og gat ekkert sofnað aftur, lá samt eins og skata og hlustaði á minn elskulega eiginmann hrjóta eins og honum væri borgað fyrir það, væri nú aldeilis rík þá Lagðist svo upp í rúm aftur um 8 leytið en gat ekki sofnað, fór nú samt ekki á fætur því þá fyrst væri að koma í ljós einhver veikleiki þannig að ég lá og góndi upp í loftið til rúmlega 10....dýrlegt alveg hreint.....
En fékk þá orkuskot í rassgatið og ryksugaði og henti í vél og ég veit ekki hvað og hvað......Svona er þetta nú frekar tilbreytingalausir dagar, er að bíða eftir niðurstöðu úr pissuprufunni minni en ég reyndist vera komin með prótein í það þannig að hún vildi útiloka meðgöngueitrunarbyrjun, held sé engin hætta á því...en betra að vera viss.
Rakel er farin til Sweden, fór í gærkvöldi og Magga frænka tók á móti henni og kom henni svo til Keflavíkur í morgun. Er orðin svo dugleg að ferðast þessi stelpa enda búin að fara alveg eina og eina ferðina
Tengdóinn minn hann Nonni velti vinnubílnum sínum í gær en slasaðist sem betur fer ekki, gerði þetta á rólegan hátt eins og honum einum er lagið. Getur komið fyrir alla og bara guði sé lof að hann meiddi sig ekkert...alltaf fyrir mestu, er samt töluvert sjokk eflaust .... ég varð nú eins og móðursjúk belja þegar ég klessti honduna en ég er nú bara ég. Nonni minn bara fyrir mestu að þú ert í lagi, aðstæður geta nú stundum verið erfiðar á þessum blessuðu vegum.
Eyþór minn er að vinna eins og vitleysingur, duglegur að æfa sig þessa dagana enda stefnan tekin á útskrift í vor, sér loks fyrir endann á þessu. Svo er hann að fara með Hymnodiuna sína á myrka músíkdaga í Hallgrímskirkju 20 jan held ég þannig að það er hellingur fyrir þann hóp að gera núna...annars eru allir svo frjóir í kórnum þrjú ný Hymnodiubörn á leiðinni....hipp hipp húrra fyrir því...
Hildur sys kom hérna færandi hendi í gærkvöldi með æðislegan dúnkerrupoka handa Marteini litla sem hún að vísu er viss um að er stelpa en hafði samt pokann fjólubláan. Kæmi mér nú ekki á óvart þó svo að hún hefði rétt fyrir sér, ég hélt því alltaf fram að Brynja væri strákur en hún að hún væri stelpa þannig að ..... aldrei að vita nema Marteinn verði Martína....en við spyrjum nú að leikslokum
Það er heljar geim hjá Brynju um helgina en Valsstelpur úr 4 flokki eru að koma og verða æfingabúðir í Hamri og auðvitað leiknir nokkrir leikir og það er alveg rífandi stemmari fyrir því hjá henni. Lét sig nú hafa það á sunnudaginn að mæta í leiðindaveðri á útiæfingu upp í Giljahverfi og skokka svo heim í skítakulda og snjóbyl...púff hefði ég nennt því ónei....
Ætla ekki að þusa frá mér allt vit verð að geyma eitthvað fyrir skólann sem er að byrja þann 20 jan hlakka svo til að fara að hafa eitthvað að gera...fyrst ég má ekki vinna....
Sjúlli kveður í alveg ferlegu stuði með bumbuna út um allt........
8.1.2007 | 11:33
Allt gamanið búið
Þá er þessi hátíð liðin en hún kemur aftur að vísu ekki sú saman sem betur fer. Um næstu jól verðum við ekki 4 heldur verðum við þá orðin 5 ef allt gengur að óskum, lítill gólandi Marteinn sem rífur og slítur í allt sem hann nær í Allir búnir að hafa það virkilega gott hérna um jól og áramót, vorum hjá Einhyltingum á gamlárskvöld og var það bara mjög gaman mikið bombað, borðað, drukkið og bara virkilega gaman hjá oss. Pabbi var með okkur líka og hafði held ég bara gaman af því að sjá hvað Akureyringar voru bilaðir með flugeldana.......
Fórum frekar snemma heim eða um 2 leytið þar sem Elín systir var búin að bjóða í mat á Húsavík á Nýársdag og vorum við komin þangað um 2 leytið í hreindýr og lamb, ekki að maður hafi beinlínis verið svangur en maður át samt alveg heilan helling........
Af Marteini er allt gott að frétta hann greinilega þroskast og stækkar og er farinn að sparka verulega í rifbeinin á elsku mömmu sem er ekki alltaf voðalega kát með það sérstaklega ekki þegar hún vill sofa....tökum á þessu máli fljótlega. Hraðslátturinn er að aukast núna svona síðustu daga ef eitthvað er og stendur líka lengur yfir í hvert skipti, frestaðist að ég ætti að fara til Gunnars en ég á að fara 22.01. Eins og gliðnunin ekki á undanhaldi og má ég þakka fyrir að geta komist út í bíl áður en ég fer að finna fyrir þessu helv.....en maður á ekki að kvarta.....gæti verið mikið verra, verð bara að vera til friðs. Er að fara í mæðraskoðun í dag og er þá komin 29 vikur og 4 daga þannig að þetta styttist óðum.
Eyþór er að vinna alveg á fullu og hefur svo sem ekki mikið getað slappað af en getur það vonandi fljótlega eitthvað en maður veit aldrei.. Brynja er í fríi í skólanum í dag vegna einhvers viðtalsdags, Rakel er að fara á morgun fljótt að líða en hún kemur aftur í vor......
Nenni þessu ekki lengur.......
Sjúlli kveður skapvondur að þessu sinni....
27.12.2006 | 11:15
Gleðileg jólin
Jólin komin og farin. Ekki að ég hafi búist við því að þau yrðu endalaus en þau líða alltaf verulega hratt. Höfðum það mjög huggulegt hér um jólin, Hilla, Guðmundur og dætur komu í skötu á Þorláksmessu og Hilla og dætur komu svo í hádeginu á aðfangadag í möndlugraut, Rakel fékk verðlaunin Rommicub, Ragnhildur hélt því reyndar fram að hún ætti þau en svona getur nú misskilningur orðið
Dunduðum okkur svo bara við að bera út jólakortin eftir hádegi og svo að hamfletta rjúpurnar og svona...allt mjög rólegt og gott, vorum tímanlega í flestu þessi jólin. Pabbi kom svo og var hjá okkur á aðfangadagskvöld, borðuðum rjúpur og svín, Eyþór var að spila til rúmlega sjö en við borðuðum þegar hann kom. Rifum svo upp gjafirnar og allir ánægðir og glaðir með sitt. Fengum risastóra ostakörfu, með kaffi, súkkulaði og fleira gúmmulaði og svínakjöt líka frá pabba... Bækur, pottaleppa, ilmvatn, andlitskrem, brækur, bindi, gjafabréf, utan um rúm, handáburð, fótakrem, konfekt, dúk, steikarfat, geisladisk og margt fleira. Marteinn minn fékk eina gjöf líka sem var bossakrem, nuddolía og rakakrem:) Takk allir saman:)
Hilla og fjölskylda kom svo um kvöldið og fékk sér hérna kaffi og konfekt og eftirrétt sem var Fromage ala mamma og klikkaði hann ekki hjá mér haha smá matarlímstægjur hér og þar og einhverjir fengu nú steinsmugu eftir að hafa borðað hann nefni engin nöfn þeir taka það til sín sem vilja.
Síðan hafa dagarnir bara liðið í leti við sjónvarpsgláp og næs. Brynja kom svo heim í gær en pabbi og Eyþór renndu á móti Sigga Dodda inn á Öxnadalsheiði. Hún fékk svo mikið í gjafir bæði hér og þar að hún kom með fulla ferðatösku af gjöfum, fór með margar gjafir héðan en átti samt 8 gjafir óuppteknar hér....enda standa 4 fjölskyldur að henni þannig að það er kannski ekki skrýtið:)
Jæja ætla að fara að spjalla við stóru systir en hún er hér í heimsókn er að fara að vinna seinnipartinn....
Hafið það sem best
Sjúlli kveður í sykursjokki
23.12.2006 | 07:53
Rokrassgat
Það er ekki hægt að mótmæla því að nú er hvasst úti. Hvín hér í öllu eins og vindinum sé borgað fyrir að smjúga allsstaðar í allar rifur......pjúff. Vaknaði við þennan hvin kl 5 og var alls ekki sátt lá samt lengi í rúminu og beið eftir að grenitréð mitt myndi koma inn um gluggann. Drullaðist svo á fætur rúmlega 6 og setti í eina þvottávél og braut saman úr öðrum 3 sem höfðu verið látnar bíða, var að vona að þetta færi í skápana af sjálfu sér, það klikkaði.
Búin að hanga í tölvunni núna í um klst hef auðvitað ekkert annað að gera, Eyþór sefur og nær vonandi að sofa bara lengi, Rakel sefur líkaMarteinn og ég vökum bara og ræðum málin, verður að vera allt á tæru. Er farin að labba eins og mörgæs kjaga um allt, fæ slæma verki niður í lífbein, svona er lífið bara.
Fór með Hildunum mínum þremur á torgið í gær, sáum kórana hans Eyþórs syngja, Ragnhildur var fan númer 1. Varð fúl þegar við vildum fara, gaf sig ekki fyrr en ég lofaði pullu með tómat og sinnep Þegar hún var svo búin að gúlla í sig nokkrum bitum vildi hún fara heim að bursta tennurnar, sósan var heldur sterk og angraði hana eitthvað ......hún er alger snillingur, söng jólalög hástöfum á meðan ég var að reyna að gera mig skiljanlega í lúgunni hvernig pullurnar ættu að vera, hækkaði sig ef ég bað hana að lækka, er svo þversum og það er svo fyndið...Á það til að rífa kjaft eins og togarasjómaður......eins og við mása í gær bara fyndið.....en yndisleg lítil mannvera. Brynhildur var ekki eins mikill aðdáandi hún grét bara, fannst fólkið bara ekkert geta sungið. Kom gömul kona til mín og spurði hvaða kór þetta væri og ég tjáði þessari öldruðu frú að þetta væri kór Akureyrarkirkju, fór sú gamla þá að syngja hástöfum ohhhh ohhhh ohhh Gloría með kórnum og dilla sér, mæ gad bara fyndið sló Ragnhildi við í aðdáendatöfrum.
Var rosa þreytt í gærkvöldi og við bæði hjónin, Eyþór lagði sig að vísu dálítla stund í stofunni yfir sjónvarpinu en ég skreyddist inn í rúm um 10 leytið.
Einholtsfamilian er að koma í skötukvikindi í hádeginu, hlakka til að fara að sjóða viðbjóðinn, saltfiskur fær að sigla með ......
Hætt að bulla ætla að fara að horfa á tv eða borða er jú að borða fyrir tvo má ekki gleyma því...
Sjúlli kveður og kjagar á braut
22.12.2006 | 09:53
Óþolandi
Búin að blogga helling þegar að talvan bara svissaði yfir á einhverja allt aðra síðu og ég týndi öllu, ekki það að það var nú ekki merkilegt
Er í kirkjunni hjá Eyþóri og ætla að reyna að hjálpa honum eitthvað við að ljósrita en eins og sést hér þá er nú ekki mikið gagn af mér...vorum bæði vöknuð kl 5 hann fór að vinna og ég að lesa og dröslaðist svo á lappir um 7.30 þar sem Brynja var að fara á krókinn. Skutlaði henni niður í rútu og kom svo hingað í kirkjuna.
Allt ready fyrir jólin á okkar heimili nema á eftir að kaupa smá gjöf handa karlinum frá stelpunum og er meira að segja búin að ákveða hvað það á að vera en á bara eftir að fjárfesta í því og fá gámabíl til að flytja það heim hahahhaha. Skreyttum jólatréð í gærkvöldi og gerðum piparkökuhús haha sem varð svolítið spes en allt í lagi bara held ég, kemur allavega til með að bragðast ágætlega þegar ég fer í það að narta í það....
Svaka hvasst hérna og þegar ég var að skoða jólaskreytingar í morgun þá fuku þær fram og tilbaka og allstaðar voru bæjarstarfsmenn að reyna að höndla bæjarskreytingarnar. Þoli ekki að það skuli ekki bara vera almennilegur vetur og frost, en eins og ég hef tjáð mig um áður þá ræð ég engu um þetta.
Finnst alltaf erfitt þegar Brynja er að fara á þessum árstíma á krókinn, en hlakka mikið til um næstu jól því þá hef ég bæði hana og Martein Sparktein og auðvitað Rakel litla pönkara Orðin svarthærð stelpan með lokk í andlitinu og töluvert öðruvísi útlits en hún var síðast þegar hún var hjá okkur, en þetta er bara svona eitt tímabil sem hún gengur í gegn um. Man nú að þegar ég var á aldur við hana að ég litaði hárið svart eða það átti að verða svart en varð grænt...og ég þurfti að lita það oft til að ná svarta litnum svörtum. En það gekk hratt yfir það tímabil og annað að vísu ekkert skárra tók við. Göngum öll í gegnum svona breytingartímabil bara mis róttæk
Við Rakel eigum pantaðan tíma í klippingu kl 11.30 en ég er alls ekki að nenna því að fara en ætla nú samt að drullast er orðin frekar loðin um kollinn. Fórum í gær og versluðum skötuna og þvílík fíla af þessu greyi *æl* hlakka nú ekki beint til að fá lyktina inn í íbúðina en þetta er viss stemmari að hafa hana. Ég borða að vísu bara saltfisk en blanda pínu skötu samanvið svona til að geta sagt að ég hafi smakkað hana.
Jæja best að fara að hjálpa Eyþóri við að ljósrita helling af blöðum....
Ykkur er alveg óhætt að kvitta gestabókin bítur ekki allavega ekki svo ég viti en ef hún gerir það þá endilega látið mig vita:)
Sjúlli kveður með rassinn upp í vindinn
19.12.2006 | 10:49
Bloggídíblogg
Rigning, hvað er málið. Getur ekki bara verið snjór og frost á þessum árstíma. Ég er ekki yfirlýst mörgæs eins og mágur minn en ég vil nú samt hafa snjóinn á veturnar og sumur þegar það eru sumur. Jeddúda mía, var búið að vera svo æðislegt veður, logn og um 10 stiga frost nei svo kom bara hevy rok í gær og rigning. Svo verða líklega bara næstum auð jól, yfirmenn veðurs hvað meiniði eiginlega með þessu? Jæja veðraböggið búið best að snúa sér að öðru.
Eru ekki jólin komin út yfir allt skynsamlegt án gríns, ég varla fer í búð án þess að mér sé hreinlega hrint til of frá og má þakka fyrir að halda því sem ég hef náð að setja krumlurnar í. Ég fer alltaf yfir um jólin passar ágætlega fyrir marga núna...ekki mig ég er eins og Salli á súkkunni ( kall á Hú sem keyrði alltaf í fyrsta gír en samt með bensínið í botni og átti súkkujeppa) s.s. hann var alltaf að flýta sér en líklega hægt bara
Eyþór litli vinnur enn eins og hann sé eini organistinn í heiminum. Hátíð fjölskyldunnar s.s. jólin, hefur borið frekar lítið á því í þessum jólaundirbúningi að við séum fjölskylda, nema jú ég og stelpurnar þar sem hann vinnur mikið og það í kirkjunni sem talar um að þetta sé hátíð ljóss og friðar og fjölskyldunnar...*hóst* hef ekki alveg orðið var við þetta.....Aldrei verið svona slæmt hjá kallinum áður allavega ekki síðan við byrjuðum að eyða þessum tíma saman. Enda er þreytan og heilsan farin að segja til sín. Er alls ekki að kvarta mín vegna, leiðinlegra hans vegna og stelpnanna. En vona að þetta verði öðruvísi að ári. Rakel sagði í gærkvöldi að hann yrði á aðfangadagskvöld eins og auglýsingin þar sem maðurinn sofnar ofaní diskinn sinn, eða konan sem situr við borðið og dreymir að hún sé á kassa, nema hann spilar á rjúpurnar Best að hætta að kvarta.
Fórum og fjárfestum í tignarlegasta Normannsþin á sunnudagskvöldið upp í Kjarna og stelpurnar drösluðu því svo í skottið fyrir bumbuna Fórum svo í indælis hangikjötsveislu til Einholtsbúa, klikkar aldrei hangikjetið enda var mikið etið enda frúin að borða fyrir tvo, aldeilis veisla hjá Marteini næstu dagana enda stækkar hann og sparkar og er bara allt eins og það á að vera. Finnst verkirnir vera farnir að minnka, líklega vegna vinnuhvíldar. Gott mál það.
Við hjónin græjuðum gardínurnar á milli hlaupa hjá Eyþóri, hann henti upp festingunum og kellingin saumaði og svo settum við þetta í sameiningu upp og kemur bara ágætlega út, mikill kostur að vera búin að fá gardínur fyrir stofuna. Setti síðan upp pínu jólaskraut í gær og meira fer á eftir á samt ekki mikið skraut var að fatta það
Þessa dagana eru frjálsir dagar í Brekkuskóla, í gær var farið upp í fjall á bretti eða skíði, skildi svo ekkert í því að Brynja átti að koma heim um kl 13 en kl 14:30 kom hún inn og það hreinlega rauk úr eyrunum á henni þá hafði rútan verið föst í fjallinu vegna hálku í 1 1/2 tíma og það í miðju fjallinu og bílstjórinn að fara á límingum af stressi og gólaði á krakka að þegja og hvort þau vildi drepast þarna. Ekki alveg í jafnvægi yfir þessu konugreyið en kannski skiljanlega en maður reynir nú kannski frekar að peppa börnin upp frekar en að hræða þau.
Rakel fékk svo að fara með vinkonum sínum í skólann í dag og átti að spila og fara á kaffihús og fleira skemmtilegt og síðan á morgun eru litlujólin og þá komið frí til 4 jan. Brynja fer svo til pabba síns 21 des s.s. á fimmtudag og kemur á jóladags seinnipart ef veður leyfir. Ætlar að demba sér í messu á annan í jólum með frænku sína Sól og svo á jólaball á eftir í safnaðarheimilinu gaman að því, aldrei að vita nema Rakel skelli sér með
Best að láta gott heita í þessu bloggbulli núna og fara að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera, er búin að vera að dunda mér við að glugga í lífefnisfræði til upprifjunar þar sem ég fer í hana eftir áramótin en ætla ekki að glugga meira í hana núna
Farið varlega og passið ykkur á hálkunni.....
Sjúlli kveður í fyrsta gír
16.12.2006 | 11:47
Bara gaman
8 dagar til jóla, já börnin mín drífið ykkur nú að gera þar sem þarf, óþarfi að vera á síðasta snúningisegi nú svona.
Við steppurnar fórum í bæinn í gærkvöldi og kláruðum eiginlega restina af jólagjöfunum eigum núna bara eftir eins og eina eða eitthvað tylltum okkur svo niður á kaffitorgi og fengum okkur heitt kakó..bara gott var frekar kalt í gærkvöldi þannig að það var ágætt. Kíktum svo til Hillu aðeins og fórum svo í jólaljósarúnt, komum við á vídeóleigu og svo heim bara að glápa
Rakel er núna að horfa á videó en Brynja er farin upp í fjall að prófa nýja brettið sem við afhentum henni í gær við mikla gleði. Gamla brettið var orðið svo skelfilegt að við ákváðum að splæsa í nýtt bretti handa henni og skó við þetta allt saman. Ég rölti mér niður í kirkju í morgun í þvílíkt fallegu veðri til að sækja bílinn og ætlaði að skutla henni en þá var Pétur á efri hæðinni að fara þannig að hann tók hana með Ætla svo að fara að dunda mér að fara að sauma gardínur og svona en Eyþór ætlar að reyna að henda upp festingunum á morgun hann á frí fram að hádegi......alveg fram að hádegi tökum eftir, hann kom heim að ganga hálfeitt í nótt og var þá búinn að vera í kirkjunni síðan kl 8 um morguninn með 2 tíma stoppi hérna heima um miðjan dag....það voru tónleikar með Regínu Ósk og stúlknakórnum í gærkvöldi þannig að það er ekki slappað af.
Hugsa að við verðum öll familian fegin að vissu leyti þegar jóladagurinn er liðinn því mig minnir að þá fari þetta nu eitthvað minnkandi framyfir áramótin. Brynja spurði í gær hvar hann væri eiginlega en þá hafði hún ekkert séð hann allan daginn og sá hann bara í 10 mín í gærkvöldi og ekkert eiginlega alla dagana þar á undan þar sem hún var farin í skólann þegar hann fór af stað og hún svo farin að sofa þegar hann kom heim. Ekki beint fjölskylduvænt, vorkenni honum samt mest auðvitað þar sem hann er liggur við hættur að sofa fyrir stressi.......agalegur tími en hann líður.
Hérna er 10 gráðu frost en flott veður algert logn, en mjög kalt. Það liggur þoka yfir pollinum og það er klaki á honum líka.....rómó veður sem ég nýt bara ein. Ætlum að fara stelpurnar og velja okkur jólatré nenni ekki að lenda í því að vera á síðustu stundu og fá einhver tré sem enginn annar vill þannig að Eyþór lét okkur það erfiða hlutverk í hendur að velja tré, vitum bara að það á að vera Normannsþinur. Ætlum að hvíla okkur aðeins á furunni þó svo að hún sé alveg ofsalega falleg.
Best að fara að finna sér eitthvað í gogginn, er algerlega lystarlaus þessa dagana ótrúlegt en satt miðað við það sem áður hefur verið, gleymdi að borða frá því í hádeginu í gær og þar til í gærkvöldi, enda er ég byrjuð að léttast og ekki megum við nú láta það gerast
Hafið það sem gott í jólaundirbúningnum
Sjúlli kveður með náladofa í fætinum.........djössssssss
14.12.2006 | 09:12
BLA
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, finnst ekki nema nokkrir dagar síðan ég var að halda upp á afmælið hennar Brynju en svona er þetta. Vaknaði í morgun í seinna fallinu eða um 6 og fór þá á fætur, í gærmorgun var ég komin fram um 5:30 og var þá búin að vera vakandi lengi þá 'Arrisul stelpa jájá. Fór til doktors í gær og fékk s.s. þetta helv vottorð, hélt að kallinn ætlaði að taka af mér lappirnar, lagði mig upp á bekk og slengdi fótunum á mér út og suður og spurði þess á milli, "vont"....neinei agalega þægilegt Pétur minn....DAH....
Tók til í Rakelar herbergi í gær og var alveg heila 3 tíma að því og á samt enn eftir að skúra og ryksuga, en ég fann nú samt það sem við hjónin héldum að við værum búin að henda og það voru gardínufestingarnar sem við vorum búin að hafa mikið fyrir að kaupa og láta svo smíða við þær fyrir okkur. En týpískt að finna þær núna þegar enginn tími er til að setja þær upp....svona getur þetta verið merkilegt, ýmislegt finnst nú í draslinu
Varð súperaktív í gær og keypti einar 6 jólagjafir þannig að nú er þetta allt að smella saman, hendi pakkanum í póst í dag sem á að fara suður og svo fara hinir að fara einn af öðrum. Gaman að þessu. Brynja er í síðasta prófinu sínu í dag, en er búin að fá út úr einu sem er náttúrufræði og fékk 10 þar...*stolt* klikkar ekki stelpan, held að engin einkunn hjá henni verði undir 9 *mont*
Best að fara að skúra og ryksuga herbergið hennar Rakelar og sjá hvað ég nenni svo að gera....hafið það sem best í dag, ljósin mín
Sjúlli kveður allur að gliðna í sundur