10.10.2006 | 12:56
Kominn tími til
Jæja alveg kominn tími á að konan í húsinu bloggi einhverja vitleysu. Get ekki alfarið látið karlinn um þetta, hann er reyndar svo myndaglaður þessi elska að ég ætla alls ekki að reyna að toppa hann eitthvað í því Fannst heldur kalt að fara í vinnuna í morgun, frusu á mér allir útlimir bara við að líta út, kuldalegt að sjá út og ég auðvitað alveg hissa þrátt fyrir að það sé kominn október. Held alltaf í þá von að veðurfarið hérna á Ísalandi breytist í Spánarveður en verður ekkert af því miðað við fréttir sem voru í vikunni um einhverja bölv...golfstrauma sem valda því að það mun kólna á Islandi...mægad...verður orðin eins og eskimóar fyrir rest
Búin í vinnunni síðasti dagurinn minn í dag fæ ekkert meira nema bara tímavinnu fram að áramótum, svona er að verða óléttur án fastráðningar en þetta reddast nú allt saman....verð að fara að koma mér í vinnu bara hjá Eyþóri sem einkaritari og sorpkona hræðileg hjá drengnum skrifstofan á slæmum dögum en held honum veitti ekki af ritara....þarf að ræða þetta við einhvern háttsettan
Marteinn stækkar og stækkar og bumban í samræmi við það, verður tröllvaxið kríli líklega þegar hann ákveður að skríða út, tek það fram að það er ekki vitað hvort um kven eða karlkyn er að ræða, fóstrið okkar heitir samt Marteinn Klikkuð ég veit.
Litla frænkan mín óskírða fær nafn um helgina, get ekki beðið af spenningi, sr. Óskar ætlar að skíra hana á laugardag og verð ég nú hissa ef hún verður ekki látin heita Erna Birna, Hildur þú ert undir pressu frá okkur Bjössa mundu það
Sá nafn á konu um daginn sem hét Hildur Erna Jónsdóttir fannst þetta fyndið.
Ég ætla að bregða mér til Dísu yfirmanns að skrifa undir einhvern samning...brjálað að gera...sakna heimahjúkrunar strax...
Sjúllinn kveður á hlaupum með ofvaxinn maga...
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.