Færsluflokkur: Menning og listir
31.8.2006 | 16:54
Hvað getur maður sagt:)
Kominn tími á að húsbóndinn á heimilinu fari nú að skrifa eitthvað haha já ég er húsbóndi á mínu heimili skal ég segja ykkur Allt fínt að frétta á núna bara eftir 18 vaktir af 44 vakta törn og verður það mikið gott þegar það er búið. Eyþór svaka duglegur búinn að vera vinna mikið og máluðum við íbúðina inn á milli aðallega Eyþór samt, mér var svaðalega flökurt að ég gat lítið gert versta sem ég veit er flökurleiki en hann er á undanhaldi þó vonandi. Já okkur hjónum fannst s.s. við ekki geta annað en viðhaldið þessum gríðarlega fríðleika sem einkennir okkur bæði og skutum því snarlega í einn lítinn erfingja sem er væntanlegur einhvern tímann árið 2007
Núna sit ég og bíð eftir að svefn og heilsumennirnir komi með nýja flotta rúmið mitt sem við vorum að hamast við að safna fyrir og s.s. fáum það í dag...víí hlakka til að fara að sofa í kvöld, algerar gæðadýnur einhverjar geimdýnur, rándýrt samt rúmið 129.900 en við fórum í einhvern pott þar sem möguleiki er á því að við fáum tilbaka 100.000 kr og miðað við okkar heppni er það nú svo gott sem komið inn á reikninginn
Fór og hitti litla djásnið þeirra Sollu og Víðis í morgun, bara fallegust þessi stelpa með mikið dökkt hár og nokkrar unglingabólur snemmkomnar bara falleg, og hjónin svona sæl og glöð enda ekki annað hægt miðað við þessa þrennu sem þau eiga
Hilla sys er að síga á seinnihlutann af sinni óléttu þannig að allar bumbur fara minnkandi nema mín bara fer stækkandi, finnst ekkert spes að vera ólétt en æði þegar það er búið, skil ekki konur sem dýrka að vera ólétta og sakna jafnvel bumbunnar ónei......
Brynja er á æfingu og svo er hún byrjuð í skólanum og er rosalega ánægð þar og gengur vel sem fyrri daginn, ætlar sér að sleppa tíunda bekk og fara beint í MA eða VMA þannig að sá hluti er ákveðinn.
Nenni ekki að röfla meira ætla að fara að fjárfesta í kvöldmat sem verður pylsur og pylsubrauð ekki óalgengur matur hér á bæ allavega einu sinni í viku.....letidagur er í fríi nenni ekki að elda.
Bið ykkur vel að lifa og hafið það gott þar til næst...
Sjúlli kveður með ofvöxt í bumbunni
29.8.2006 | 23:17
Jæja
Ágúst var mánuður breytinga á íbúðinni okkar. Eftir tónleikaferð til Reykjavíkur og dásamlega vel heppnaða hálendisferð (hjá Eyþóri og Nonna) ákvað kallinn að taka hæðina í gegn. Stofurnar, gangurinn og elhúsið var málað og gluggarnir lakkaðir. Borðstofusettið seldum við og fengum við það pláss sem við höfum ekki séð lengi. Við vorum eiginlega að kafna í húsgögnum áður. Við léttum einnig mikið á íbúðinni með því að minnka drasl á veggjum og gólfi. Við skiptum einnig um ljós og gardínur og núna erum við orðin mjög ánægð með hæðina.
Tónleikarnir í Hallgrímskirkju gengu ágætlega. Ákveðin þreyta gerði vart við sig á seinni tónleikunum en eftir vel heppnaða hvíld á fjöllum með pabba er orkan komin til baka. Við feðgarnir áttum alveg hreint frábæra daga. Við fórum frá Akureyri í Mývatnssveit og þaðan keyrðum við frá Grænavatni í Suðurárbotna og þaðan í Dyngjufell, þar sem við gistum. Veðrið var frábært alla dagana. Næsta morgun fórum við lengra í suður, í gegn um Dyngjufjalladal og inn á Gæsavatnaveginn og fórum svo í Dreka með nokkrum stoppum þó. Þaðan keyrðum við í Kverkfjöll og gengum á jökulinn. Útsýnið var frábært og það var gaman að klöngrast um skriðjökulinn. Við gistum við rætur Dyngjufjalla að austanverðu um nóttina. Næsta dag ókum við síðan yfir flæðurnar undan Dyngjujökli, yfir Urðarfell (réttnefni) og fórum í Kistufell. Eftir gæðastund á kamrinum þar héldum við enn lengra í vestu, í Gæsavötn og svo þaðan niður í Eyjafjörð. Þótt við keyrðum mikið náðum við samt að skoða margt. Ég fann t.d. gil í Eyjafjarðardrögum með ótrúlegum kynjamyndum í klettum.
Brynja er byrjuð í skólanum sínum og Rakel einnig í sínum skóla í Svíþjóð. Við vorum alls ekki ánægð með umsjónarkennara Brynju til að byrja með. Við Erna erum mjög andvíg skoðunum Snorra í Betel en eftir foreldraviðtalið ákváðum við að hann yrði að fá að eiga sínar skoðanir í friði. Það er alls ekki þar með sagt að hann sé að troða þeim inn á krakkana. Hann er einnig eflaust góður kennari. En ég sætti mig aldrei við að hann boði sína öfgafullu trú í bekknum. Ég er á þeirri skoðun að einn kunningi minn sem nú er látinn gæti verið enn á lífi ef hann hefði ekki verið svo óheppinn að vera samkynhneigður Hvítasunnumaður. Ekki óheppinn að vera samkynhneigður, heldur þetta tvennt saman. Og ekki orð um það meir. Ég einlægur stuðningsmaður þess að samkynhneigð pör sem eru ástfangin og búa saman fái öll réttindi á við gagnkynhneigða, þ.m.t. rétt til að giftast í kirkju og ættleiða börn. Við höfum lokað augunum allt of lengi fyrir mannréttindabrotum sem samkynhneigðir eru beittir. Ásamt gömlu fólki.
Hymnodia tók upp raddir við 13 lög Gunnars Þórðarsonar um síðustu helgi. Óskar Pétursson er að fara að gefa út plötu með lögum kappans. Kórinn syngur með í flestum laganna. Það er margt spennandi framundan hjá kórunum mínum og núna í haust tek ég við kirkjukórnum líka. Það lítur út fyrir að vera mikið að gera í vetur en jafnframt afar skemmtilegt.
Erna vinnur eins og vitleysingur þessa dagana. Hún fær reyndar frí í einn dag núna á fimmtudag. Hún fer stækkandi þessa dagana og heldur því áfram næsta hálfa árið........ Mikil gleði í Munkanum
kveðja úr Munkaþverárstræti 1 (Mér finnst þetta svo flott götunafn, nota það sem oftast!)
Eyþór
10.8.2006 | 09:27
Lífið maður minn
Loksins komin í frí...verð nú að viðurkenna að ég var alveg að springa á limminu í gærkvöldi...búin að vinna einhverjar 13 vaktir á hvað 8 dögum eða eitthvað En allavega komin í fjögurra daga helgarfrí "vonandi" og byrja það á því að fara og láta skafa hárið af hausnum á mér, alveg kominn tími á það. Eyþór og Rakel fara suður í kvöld og Rakel út á morgun...þessi tími hennar hér er alltaf alveg ótrúlega fljótur að líða því miður...en jólin koma bráðum Eyþór er svo að fara að halda tónleika í Hallgrímskirkju á laugardag og sunnudag og kemur því heim á mánudagsmorgun, þannig að við Brynja verðum einar um helgina. Ætlum nú að fara á handverkssýningu á Hrafnagili og svo er hún að keppa á laugardag og svo bara afslöppun út í eitt.
Nýbyrjuð í sjúkraþjálfun aftur eftir sumarfrí hjá þjálfaranum mínum. Þessi háls á mér er ekki alveg að gera sig...fer snarversnandi. Skrýtið fann lítið fyrir honum eftir áreksturinn í fyrra en svo núna fyrir nokkrum mánuðum er þetta að snarversna held varla haus á köflum. En fer 2-3 í viku núna í nokkrar vikur ætlar að reyna að fixa þetta eitthvað til, er svo yfirhreyfanleg í hálsinum og einnig komin líklega með slit eftir þetta allt saman...hmmm hvað er ég eiginlega gömul...
Annars er allt gott að frétta Solla mín og Víðir eignuðust litla stúlku í byrjun mánaðar og ég hef enn ekki haft tíma til að kíkja til þeirra, búin að skoða myndir en ætla nú að bruna til þeirra um helgina og kíkja....hlakka til algjör rúsína af myndum að dæma
Hef frekar lítið að segja þar sem ég er búin að vera eiginlega úr sambandi síðan löngu fyrir versló en er á leið í samband aftur. En verður stutt byrja á 16 vakta törn á mánudaginn og tek það á 8 dögum djösss verð ég rík.....erum að safna okkur upp í rúm getum staðgreitt það takið eftir um næstu mánaðarmót og svo um þarnæstu verður það ísskápur vonandi staðgreiddur líka ekkert kortavesen sko...hahahah
Hætt að bulla
Sjúllinn kveður á leið í rúning
30.7.2006 | 07:37
Gleði, hrotur og gleði:)
Ætli sé ekki alveg óhætt að bjóða bara góðan dag svona í upphafi, veit nú ekki hversu góður hann er samt klukkan rétt að verða hálfátta og ég að fara að vinna svo sannarlega ljúft líf. Frekar kalt úti eða rétt í kringum 12 gráður, maður er orðinn svo góðu vanur síðustu tvo daga að nú er kalt ef er ekki 20 gráður haha, en það er logn og fallegt veður þannig að það bætir þennan skítakulda nú upp:)
Allir steinsofandi ennþá meira að segja kettirnir sem eru nú meðal fyrstu íbúa hússins á fætur venjulega en nei þeir ætla greinilega að virða hvíldardaginn og hananú..engar fuglaveiðar í dag
Vöknuðum um 5:30 í morgun við einhverja gleðiganda sem voru í banastuði og fannst þeim þeir alveg eðalfyndir og skemmtilegir, strákarnir töluðu hátt og snjallt og voru verulega fyndir enda engin furða fullt af stelpum í hópnum, Eyþór út í glugga að tékka á þessum villtu unglingum og heyrðist mér hann segja að þeir væru í garðinum okkar, ótrúlegt þetta lið en þetta kemur nú sjaldan fyrir og þessum greyjum ekki of gott að vera í stuði....mættu samt hætta að hafa húshornið mitt sem aðalstaðinn.....verður þokkalegt um næstu helgi...pjúff.
Man um verslunarmannahelgina í fyrra að þá vaknaði Eyþór einmitt við einhver læti og kíkti út um gluggann og sér þá einn gaur vera að munda sig til við að míga á vegginn sem er í kringum garðinn, rýkur minn maður út á svalir og mig minnir að hann hafi hótað stráknum að míga á hann ef hann léti svo mikið sem einn dropa falla á vegginn....haha það var eitthvað í þessa áttina allavega og alls ekki líkt Eyþóri en strákurinn fór með dindilinn á milli lappanna eins og barinn hundur...bara fyndið
Var að skoða vaktaplanið mitt áðan og sá þá að ég á bara eftir að vinna í 10 daga áður en ég fæ frídag og þá einn heilan og er þá búin að vinna í 17 daga í bunu, finnst þetta eiginlega fullmikið en hlýt að verða rík og ágætt að vinna bara eins og svín þar sem frá 1 okt stend ég uppi atvinnulaus, veit einhver um vinnu, alveg sama hvað, liggur við:)
Rakel er með vinkonu í gistingu og var virkilega gaman hjá þeim í gærkvöldi miðað við flissið sem heyrðist frá herberginu. Brynja er enn á króknum og ég veit ekki hvenær hún kemur kannski í dag eða á morgun....
Var hálflasin eftir vinnu í gær lá meira og minna og svaf og var svo komin inn í rúm um 23.00 og algerlega rotuð...ekki sú skemmtilegasta þessa dagana....en fer skánandi vonandi fyrir hina....
Jæja rokin af stað í vinnuna.....hafið það sem best í dag
Sjúllinn kveður á leið út í kuldann
P.s mútta þetta tókst hjá þér og vertu nú dugleg að kvitta kona góð
24.7.2006 | 18:10
Sælan
Hvað getur maður sagt:) Vinnum hérna hjónin út í eitt og hittumst varla nema yfir blánóttina sem er jú skárra en ekkert:) Stelpurnar á fullu að sinna vinunum og sýnist mér það ganga alveg þokkalega vel. Brynja var fyrir sunnan um helgina að keppa á Íslandsmóti og unnu Keflavík 4-3 en gerðu jafntefli við Þrótt R 2-2. Mega vera sáttar með þetta.
Eyþór fór í veiði í morgun með Hjörleifi eitthvað inn í Skagafjörð nema hvað þegar í gærkvöldi kallinn var að taka sig til leita að maðk og svona þá var bara ekki einn einasti ormur í garðinum... hann hamaðist við að vökva garðinn í von um að kvikindin kæmu upp á yfirborðið en ekkert skeði. Enginn sem hann vissi um sem var að selja orma nema einhver kall á Dalvík en ekki nennti hann þangað. Svo þegar ég vaknaði í morgun var garðurinn svona vel plægður og flottur og kall búinn að ná í nokkur stykki af maðk Þessir karlmenn.
Eftir vinnu hjá mér þá ætluðum við stelpurnar að fara í sund fram á Þelamörk og tökum okkur til en nema hvað haldiði ekki að litli organistadrengurinn hafi bara svona upp á grínið farið með lyklana af Passat með sér í Skagafjörð, hann var heppinn á því mómenti sem ég fattaði það að vera ekki í símasambandi gat reyndar tautað nokkur vel valin orð á talhólfið hjá honum....þannig að í sárabætur pöntuðum við okkur pizzu og helling af drasli af Greifanum og förum í sund á morgun
Kallanginn mér er runnin reiðin núna þannig að það verður ekkert ofbeldi hér á minu heimili í dag múhahhaha....
Annars er margt spennandi framundan sem við munum fræða gesti og gangandi um þegar nær dregur.....
Hafið það sem allra best í dag lömbin mín og verið góð hvert við annað og KVITTIÐ
Sjúllinn sem var snar í dag
18.7.2006 | 14:02
Bull bull bull bull og vitleysa.......
Sökum mikils þrýstings frá aðdáendum síðunnar þá ætla ég að skrifa eitthvað hér. Fatta ekki eitt og það er að síðuna hafa heimsótt ca á dag síðustu daga 30 manns og þetta fólk vil ég spyrja haldiði að gestabókin bíti....smá vangaveltur Það eltir ykkur enginn uppi þó svo þið kvittið fyrir heimsóknina og hananú.
Að öðru....allir búnir að skila sér úr ferðalögum, Brynja var sú síðasta skilaði sér heim kl. 07:30 á sunnudagsmorgun og var þreytt alveg gríðarlega þreytt....en glöð A lið hafði lent í 5-8 sæti af 24 liðum og geri nú aðrir betur...bara vel gert. Annars eru þórsarastelpur ásamt þjálfara með heimasíðu og er ferðasagan komin þar inn
Ég var að fá vinnuplanið mitt fyrir ágúst og ég s.s. vinn 41 vakt á 30 dögum og hananú sagði hænan ekki allt heilar vaktir en vinn yfirleitt bæði morgun og kvöldvaktir. Geðveikt dugleg.... Er að reyna að hætta með niggaragúmmið en það er svo djöf....gott að það gengur ekki en það hefur verið minnkuð notkunin töluvert...extra grár tugginn í staðinn....ekki eins góður.
Eyþór er að vinna eins og skrattinn í sauðalæknum líka, er með einar 6 jarðafarir og 4 giftingar og ég veit ekki hvað og hvað svo er verið að fara að syngja á Gásum Hymnodian hans um helgina verður örugglega snilld hjá þeim eru svo miklir snillingar þar á ferli. Ljótt að segja það en ég les dánarfréttirnar með gróðahugsjón pæla hvað maður er mikið fífl...en eins dauði er annars brauð eins og stendur einhversstaðar í góðu riti
Var að þrífa ísskápinn þar sem ónefndur eiginmaður minn gusaði úr ólífukrukku yfir allt sem í honum var í gærkvöldi og nenntum auðvitað ekki að fara að þrífa þá.....laghentur strákurinn verður nú ekki af honum tekið. Vissi ekki að það væri svona mikill vökvi í ólífukrukku
Farin að bulla út í eitt hérna og finnst það gaman. Ætla að fara að gera eitthvað annað en að bulla hér....SKRIFA svo í gestabókina gott fólk.......KOMA SVO
Kv. Sjúlli á kafi í ólífum
Menning og listir | Breytt 19.7.2006 kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2006 | 06:14
Familian að skila sér.
Þá er nú fjölskyldan hægt og rólega að skila sér heim. Eyþór og Rakel komu í gærkvöldi og Brynja kemur í fyrramálið. Fínt bara, núna sofa allir á sínu græna nema ég sem vaknaði kl 5 við sólina og Birtu fugl sem söng eins og hún ætti lífið að leysa já eða Birta sem heitir núna Fífill reyndist vera með dindil
Ofsalega fallegt veður en svolítið hvasst sýnist mér, er nú svo sem alls ekki búin að reka nefið neitt út. Vona að maður geti kannski aðeins rekið nefið út og fengið einhvern smá lit, ekki verið mikið af því í sumar.
Kíkti á Sollu og bumbubúann í fyrradag, fer að styttast hjá stelpunni á eftir um 2 vikur sem er kannski bara nóg:) Var barasta hress og kát....
Hef ekkert að segja veit ekki hvað ég var að spá, ætla að glápa á tv....
Over and out sjúllinn orðinn stjörnuvitlaus
Menning og listir | Breytt 19.7.2006 kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2006 | 23:00
Saga fyrir svefninn:)
Tjái mig bara hér þrátt fyrir að bara Hildur skoði síðuna allavega miðað við kvitt.
Var að tala við Eyþór áðan og hann var að kafna úr hita og skordýrabiti...eitthvað annað en við hér með rok og rigningu og 7 stiga hita Gekk vel hjá honum að spila á tónleikunum í morgun þannig að núna er hans hlutverki úti lokið en kemur samt ekki fyrr en á föstudagskvöld.
Við Sóla mín fórum upp í Kjarna í dag að elta kanínur, vorum svo heppnar að sjá eina kanínu sem var alls ekki eins heppin og við því Sólin var ákveðin í að ná henni og elti hana hrópandi og kallandi út um allt túnið í Kjarna og bað svo um liðstyrk þegar hún sá konur koma labbandi, benti þeim að koma og kallaði "krakkar komiði" haha algert met, fórum líka í blómaval og fengum okkur bragðaref svona til að slá á sárasta sultinn...Alger gullmoli þessi krakki enda náskyld mér
Annars bara rólegheita dagur, fór og lyfti nokkrum lóðum og hljóp og lagðist svo í langt og gott bað og er núna að bíða eftir úrslitum úr Rockstar supernova finnst þessi Delana alveg yfirburða best en er ekki eins hrifin af okkar manni en hann var samt miklu betri í gær heldur en síðast vona auðvitað að hann komist sem lengst.
Ekkert heyrt frá Brynju eða þeim í dag en sá að þeim er að ganga alveg ágætlega eru í 2 sæti sýndist mér í sínum milliriðli eða hvað þetta er kallað. Bara gaman....
Ætla að fara núna í smá tásusnyrtingu á meðan ég býð eftir úrslitunum.
Ciao sjúllinn kveður er í fríi
Menning og listir | Breytt 19.7.2006 kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2006 | 16:07
Bara eins og Palli var einn í heiminum:)
Mætti halda að það væri alltaf einhverjar fréttir hjá mér svona einni í kotinu en svo er nú ekki, er bara farið að leiðast að vera ein heima held ég þrátt fyrir miklar yfirlýsingar hversu gott það yrði og væri og ég veit ekki hvað og hvað
Vaknaði á nokkuð góðum tíma í morgun miðað við aðra tíma eða um hálftíu, hefði liklega ekki gerst nema ég stillt klukkukvikindið.....mæðgur Sól og Hildur kíktu svo í morgunkaffi sem endaði með því að ég var boðin í mat í kvöld Yössssssss enginn mislukkaður hamborgari á ferð í kvöld, gaf þeim hina borgarana sem ég ekki vildi og fannst ég ferlega góð
Var að leika landslagsarkitektúr hér úti með Pétri nágranna og við ætlum okkur sko stóra hluti næsta sumar spurning hvort úr verður eða ekki, garðurinn hjá okkur er horror hálfgert eilífðarverkefni en ætlum að reyna samt að gera eitthvað sniðugt við hann greyið....Eyþór veit það ekki ennþá en þetta byggir svolítið á karlmannlegri vinnu næsta sumar haha ég skal vera þrælahaldarinn...ójá.
Var að skoða dana-cup síðuna hjá Þórsarastelpum og öll liðin þeirra hafa keppt x 1 í dag s.s. á móti svíum, norðmönnum og bandaríkjamönnum og náðu einungis að vinna norðmenn.....damn hefði verið ljúft að sigra hina alræmdu svíagrýlu En það er einn leikur yfirstandandi í þessum orðum skrifuðum og gaman að sjá hvernig það fer. Áfram Þórsarar.
Ákvað að hlaupa ekkert í gær þar sem táin var með derring og ég var farin að hallast að því að hjartað á mér hefði flust þangað niður miðað við sláttinn í tánni en svo reyndist sem betur fer ekki og hjartað er á réttum stað
Er að fara að vinna syngjandi sæl, minni þá 2 sem á síðuna koma að kvitta eða eitthvað það er nefnilega gestabók á síðunni svona fyrir þá sem ekki vita og koma svo allir 2.
Sjúlli kveður í syngjandi sveiflu á leið í vinnu.
Menning og listir | Breytt 19.7.2006 kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2006 | 18:29
Brotnar tær......úff
Helst í fréttum í dag er að Eyþór er farinn til Svíþjóðar að spila á tónleikum fór í gærkvöldi eftir að hafa verið með þessa líka flottu tónleika hér í Akureyrarkirkju og dinner á Rósagarðinum á eftir sem var sko ekkert slor....slefa bara af því að hugsa um það, hann er s.s farinn einn í brúðkaupsferðina
Brynja er í Frederikshavn í Danaveldi að spreyta sig með liðinu sínu Þór á fótboltamóti sem kallast Dana-cup. Fá að keppa við lið frá USA, Finnlandi, Svíþjóð og fleiri löndum Gaman að því bara. Eyddu samt fyrsta deginu s.s. í gær við að slaka á í sundlaugargarði skildist mér og dagurinn í dag átti að fara að versla í Álaborg svo eflaust er stuð á þeim Mótið er svo sett í kvöld s.s. liklega búið að því og hefjast leikirnir á morgun.
Rakel er í Búðardal núna og var í Borgarnesi fram á sunnudag en kemur heim líklega á föstudag ef ekkert breytist.
Þannig að ég er heima ein og finnst það alveg ágætt bara, stundum gott að fá tíma bara fyrir sjálfan sig og þurfa ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig sem í mínu tilfelli getur nú orðið töluvert. Sbr það að í dag druslaðist ég fram úr rúminu kl. 11 og var engan veginn vöknuð og rak litlu tána svona líka rösklega í og auðvitað í minni heppni tókst mér að brjóta hana ekki að þetta þurfi að koma á óvart En ég s.s. lét kíkja á kvikindið og fékk þann úrskurð að mjög líklega væri hún brotin, ekkert hægt að gera við því þannig að til að ná úr mér skapvonskunni fór ég heim og drap boxpúðann allrækilega.
En núna s..s er ég í matarpásu og skrapp heim og steikti mér einn yndislegan hamborgara eða það hélt ég, var búin að hlakka mikið til að borða og fór og keypti mér allt í þetta, en svo reyndist sjálft kjötið bara vont mæli ekki með að kaupa kjöt frá Eðal hef reyndar aldrei heyrt um það fyrr En niður fór hann samt og svo núna hangi ég bara í töllunni þangað til ég þarf í næstu vitjun um kl 18:40.
Best að hætta þessu bulli og drullast áleiðis í vinnuna er búin kl 22 og þá ætla ég að prófa að hlaupa með brotna tá held það geti virkað en efast um að stíllinn verði flottur haha.......
Adios amigos sjúlli kveður á leið til vinnu
Menning og listir | Breytt 19.7.2006 kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)