8.10.2006 | 08:44
6. október
Það var frekar dimmt yfir bænum þennan morgun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2006 | 08:34
Myndir dagsins



Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2006 | 10:12
50 dagar til jóla
Sá í fréttablaðinu að það væru 50 dagar til jóla. Ekki er ég farinn að telja. Erna vann síðustu kvöldvaktina í gær og var nokkuð sæl með það. Hún hefur unnið talsvert af tvöföldum vöktum undanfarið og er orðin dauðþreytt á því. Brynja er orðinn varafyrirliði A liðs hjá Þór. Enginn smá titill! Hún ætlar að skella sér til Reykjavíkur um næstu helgi með Rakel vinkonu sinni. Það verður eflaust fín Kringluhelgi hjá þeim. Rakel Ýr er að fara á handboltamót í Kiruna á næstunni. Þar keppa einhverjir tugir liða frá Svíþjóð og Noregi. Kiruna er enn norðar en Luleå, eiginlega lengst norður í rassgati. Ég er nokkuð upptekinn þessa dagana, margt um að vera hjá öllum kórunum og þar að auki eru stórtónleikar annað kvöld sem ég tek þátt í með því að spila undir hjá flestum sem þar koma fram. Ég nenni samt eiginlega engu akkurat núna. Sit og horfi út á Pollinn og óska þess að ég ætti bát og sæti núna í logninu og dottaði í bátnum...
Svona leit Munkinn út í morgunsólinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2006 | 08:22
Þoka
Mér finnst þokan æðisleg! Uppáhalds veðrið mitt. Kannski er þetta eitthvað erfðafræðilegt, mamma er jú af ströndunum og þar er nú þokan oft landlæg. Mér hefur alltaf liðið vel í þoku sérstaklega á fjöllum. Mér fannst alltaf fínt að vera í rjúpu í svartaþoku eða jafnvel á vélsleðanum þegar maður var unglingur.
Vinnudagurinn hófst hjá mér kl. 6.30 í gær. Þá fór ég að undirbúa messuna. Messan var frábær, Sr. Óskar hélt eina af sínum snilldar ræðum, kórinn söng allur og allir voru í stuði. Eftir messu fengu kirkjugestir sér súpu og brauð í safnaðarsalnum og síðan fór ég á tvo fundi, fyrst hjá undirbúningshópi um kirkjulistaviku 2007 og síðan hjá orgeltónlistarnefnd þjóðkirkjunnar. Mjög gagnlegur fundur. Ég kom heim upp úr kl. 16 og þá var Erna að fara í sína vinnu. Týpískt! Svona verður þetta þessa viku líka, við hittumst eitthvað lítið held ég.
Fótboltinn fer að byrja aftur hjá Brynju eftir smá hlé. Hún æfir 4x í viku. Henni gengur alveg rosalega vel í skólanum, er með 9-10 í öllum prófum. Hún fór í einn píanótíma hjá þeim í Tónræktinni um daginn, en fann sig ekki í hópkennslunni. Hún ætlar að ræða aftur við Þórarinn hjá Tónlistarskólanum. Kannski kemst hún inn í skólann um áramót.
Það er orðið allt of lagt síðan ég heyrði í Rakel síðast. Hún er ekki sú duglegasta við að hafa símann á sér. Erna heyrði í henni í fyrradag og var hún hin hressasta.
Nú þarf ég að undirbúa jarðarför og kóræfingu og reyna að æfa mig eitthvað fyrir tónleika sem ég held um næstu helgi.
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2006 | 13:44
Haust
Haustið er uppáhalds árstíðin mín. Sennilega eru þetta áhrif úr sveitinni, þar sem öll skemmtilegustu verkin voru haustverkin. Á haustin byrja líka skólar og kórar og menningarlífið lifnar við á sama tíma og náttúran fölnar. Það er haustveður hér í dag, lágskýjað og svalt í veðri. Við höfum tekið því rólega í morgun, Brynja fór reyndar á handboltaæfingu, svona til að prófa það. Við Erna kúrðum bara heima fram að hádegi en fórum þá í bónerinn að gera stórinnkaup. Það er best að fara við opnun um helgar, minnst stress þá. Við erum ekki búin að taka slátur enn þá en stefnum á að gera það um næstu helgi. Kistan er eiginlega full af mat þannig að við verðum að fara að vera dugleg að elda úr henni. Borðuðum ýsu í gær, lax í kvöld og svo ætlum við að borða rjúpur á morgun, enda ætlar húsbóndinn sér að ná í 9 rjúpur núna í október og því kominn tími til að klára aflann frá í fyrra. Gæsaveiðin gekk ekki svo vel á miðvikudag. Maður verður að reyna einu sinni enn. Ég var reyndar kominn með 3 gæsir en ég vil gjarnan eiga nokkrar í viðbót í kistunni. Svo verður maður að koma sér á svartfugl. Mig vantar bara bát. Við stefnum á að fara vestur um aðra helgi. Þá verð ég kominn í sumarfrí. Tek eina viku sem ég átti inni. Ég gerði þetta líka í fyrra á sama tíma. Það var fínt að hlaða aðeins batteríin fyrir aðventu-og jólabrjálæðið. Það er ekki víst að Erna verði að vinna þá og því getum við e.t.v. átt smá tíma saman. Svo stefni ég auðvitað á að kíkja á Mása og draga hann með mér í smá rjúpnaveiði.
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2006 | 13:15
Loksins heima
Eftir langa og strembna fjarveru að heiman er maður loksins kominn heim. Dagarnir í Þýskalandi voru frábærir. Heimferðin þó frekar leiðinleg, fór af stað frá Oppenheim með lest kl 7 að íslenskum tíma á fimmtudag. Beið í Mainz í dágóðan tíma, þurfti reyndar að kaupa mér hvítar buxur fyrir söng Hymnodiu við afhendingu sjónlistarverðlaunanna daginn eftir. Ég fór síðan með rútu frá Mainz til Frankfurt Hahn flugvallarins. Eftir bið þar flaug ég til London Stansted og beið auðvitað þar lengi. Lenti í smá basli með að koma öllu dótinu í gegn um öryggisskoðun, þar sem bakpokinn minn var full stór, en eftir að hafa troðið drasli í alla vasa gekk það upp. Kom svo heim til ömmu um kl 1 eftir miðnætti og flaug norður með fyrsta flugi morguninn eftir. Hymnodia söng svo um kvöldið frábæra útsetningu af Blástjörnunni eftir Michael Jón Clarke. Þessu var sjónvarpað beint á RÚV. ÉG var að basla við að læra textann á síðustu stundu, enda hafði ég óvart hent nótunum mínum í London þegar ég var að taka til í bakpokanum. Verkefnin hlóðust upp á meðan ég var úti og núna er vinnutörn. Reyndar ætla ég að fara á gæs í fyrramálið með Mása. Verður dásamlegt að liggja í moldarskurði í kulda og rigningu (Þetta er sagt algerlega án kaldhæðni). Ég fór á gæs daginn áður en ég fór út og það var bara fínt.
Meiri fjölskyldufréttir síðar,
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2006 | 12:18
Snilldin ein
Helgin liðin og fríið mitt að verða búið damn, kemur vonandi fljótlega annað frí. Búið að vera mikið um að vera um helgin, Brynja að keppa á móti þannig að maður var töluvert upp á velli og svo kom pabbi inneftir í gær þar sem hann varð sjötugur og vildi ekki vera heima.
Tók hann og Ragnhildi Sól með mér á fótboltaleik hjá Brynju og svo fórum við öll auk Guðmundar til Dalvíkur og Ólafsfjarðar og síðan út að borða á Greifanum, var bara alveg fínasti dagur fannst mér. Hilla pilla var bara heima þar sem hún er alltaf með einhverja verki, vona bara að þetta fari að springa út eins og hr. Haukur segir, síðan sátum við feðgin hérna heima í stofu og spjölluðum til rúmlega 22 en þá dreif hann sig heim.
Bara fínn dagur. Skrapp svo í morgunkaffi til Hillu eftir að hafa legið lengi í leti upp í rúmi og er svo að fara að drífa mig á fund með Dísu og aðstandendum eins skjólstæðings, eflaust mjög spennandi dæmi.
Heilsan er í fínu lagi, finn ekki fyrir neinu, vildi bara að tíminn liði ögn hraðar...nenni ekki að bíða hef aldrei verið mjög þolinmóð:) Fór í hnakkaþykktarmælingu sem kom vel út og á að fara í mæðraskoðun á fimmtudag en henni var frestað síðast og ég er að spá í að fresta henni og athuga hvort ekki sé laus tími þegar Eyþór verður kominn heim, langar nú helst að hafa hann með:)
Þannig að allt í fína standinu hér, nema karlinn er ekki heima en það fer að styttast í að hann komi:)
Farin á fund
Sjúlli kveður óþolinmóður að vanda
18.9.2006 | 12:09
17 september:)
Kúrsinn byrjar svo í fyrramálið. Ég ætla sennilega að spila Catedrales eftir L. Vierne. Nota tækifærið þegar maður kemst í svona svakalega fínt orgel. Verkið er nefnilega eins og sniðið fyrir orgelið.
Haukur á afmæli í dag, er sjötugt unglamb. Til hamingju með daginn tengdi.
Meira á morgun,
Eyþór
16.9.2006 | 10:04
Rólegheit og leiðindi
Lítið að gerast hjá mér þessa dagana er í löngu helgarfríi sem var alveg komin þörf á held ég sé búin að eiga tvö helgarfrí síðan í júlí
Brynja er að keppa á Landsbankamóti, hennar lið er eina stelpuliðið á mótinu gaman að því tóku sig til og drulluðu yfir KR stráka í gær 3-0 bara gaman að því heyrðist í drengjunum fyrir leik "ohhh erum við að fara að keppa við stelpur" voru hundfúlir eftir leik að tapa fyrir STELPUM haha....þær voru bara betri svo einfalt.
Leiðindafréttir af Vidda mági mínum, slasaðist út á sjó í gær og var farið með hann í land á Þórshöfn í gærkvöldi og þar beið hans sjúkrabíll til að bruna með hann til Húsavíkur eða Akureyrar hef ekki ennþá viljað raska ró systu minnar heyri í henni á eftir.
Hildur systir byrjuð að fá verki sem fara svo bara og ekkert gerist, þetta er greinilega allt í vinnslu verð orðin móða vonandi fljótlega aftur. Mamma er hérna og passar að allt gangi eins og á að ganga hvar væri maður án þessara mæðra
Sólina mína sá ég síðast 17...og súrkál fer kannski að sjá hana fljótlega hver veit.
Er sorry, svekkt og sár en hverjum er ekki sama um það svaf illa í nótt, vildi að kallinn minn væri kominn heim, talaði við hann áðan sat á kaffihúsi í Þýskalandi í rúmlega 20 stiga hita hið ljúfa líf.
Pabbi verðu 70 ára á morgun ætlar að koma til mín og við að gera eitthvað saman spurning hvað samt, spáir leiðinlega.
Læt þetta duga í bili.
Sjúlli kveður fúll á móti
15.9.2006 | 15:35
Á ferð og flugi
Ferðaleiðindin eru að drepa mig en mp3 spilarinn og Blackberry síminn ná að halda í mér líftórunni. Mig langar heim til elsku óléttu Ernu minnar og Brynju og ég þrái nýja frábæra rúmið. Það verður samt fínt að komast í aksjón í vikunni, spila á frábært orgel fyrir frábæra kennara.
Eyþór