29.10.2006 | 00:38
Skoðanakönnunin
Ég vil hvetja ykkur til að hjálpa okkur við að velja jólamatinn í ár. Kjósið í skoðanakönnuninni hér til vinstri á síðunni.
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2006 | 13:49
Brynja Dögg 13 ára
Hún Brynja okkar á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn elskan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2006 | 13:48
Ekki dauður enn
Nei ég er lifandi, þrátt fyrir að fullyrðt hafi verið að ég hafi lent í riffilskothríð í Hlíðarfjalli. Ég gaf viðtal á Rúv um daginn og hélt ég væri að draga úr fordómum spyrjanda um rjúpnaveiðar, sem ég fann svolítið fyrir. En svo skilst mér að sagt hafi verið að ég hafi lagt á flótta niður úr fjallinu vegna riffilskothríðar! Sagði það aldrei, enda ekki skotið úr rifflum á rjúpnaveiðum. Ég ætla í framtíðinni að neita öllum viðtölum sem óskað er eftir varðandi annað en tónlist. Annars erum við Erna búin að liggja í rúminu með kvef og hita. Erum öll að koma til samt. Spurning hvort skitan og ælan fylgi ekki á eftir því þær óværur eru að ganga í kring um okkur. Við fáum afar sjaldan kvef eða pestir og Brynja sleppur alltaf. Hraust stelpa. Við borðum hollan mat, það skiptir öllu. Nú þurfum við bara að fara að útvega okkur langreið. Allt helvítis röflið í erlendum stjórnmálamönnum fer svo í taugarnar á mér. Ég er eins og venjulega sérlega fúll út í svía, enda með eindæmum leiðinlegur þjóðflokkur. Þeir hneykslast þvílíkt yfir að 9 langreiðar af 23.800 séu skotnar. Hvað er það, 0.004% af stofninum? (hugarreikningur) T.d. veiða Svíaskrattarnir c.a. 150 birni á hverju ári. Stofninn er rúmlega 1500 dýr. 10% af stofninum og til hvers eru þeir veiddir? Ekki eru það göfugar veiðar að skjóta bara til að skjóta, ekki éta þessir matvöndu skrattar birnina? Eru hvalir kannski rétthærri en birnir? Er það stærðin sem skiptir máli? Eigum við þá ekki að skjóta smáfugla í stað hvalanna? Ég held að svíarnir séu hræddir við þessa litlu brúnu birni sem eru sauðmeinlausir nema að þeim sé ógnað. Þér éta nokkra veiðihunda á ári og ég held að skýringin fyrir veiðunum sé þar komin. Svíarnir vilja ekki vera varir við þá, bara geta montað sig af því að vera með þá. Svíþjóð er 450 þúsund ferkílómetrar. Það er sem sagt einn björn að meðaltali á hverja 300 ferkílómetra eða ein bjarnarfjölskylda á hverja 1000 ferkílómetra. Eða Kanarnir.... Þeir eru jú á meðal helstu hvalveiðiþjóða heimsins. Þeir leyfa talsverðar veiðar á einhverjum smáhvölum. Ég á sennilega aldrei eftir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en ég er núna ánægður með sjávarútvegsráðherrann okkar. Vonandi tekst fjölmiðlum ekki að eyðileggja stemmninguna í kring um veiðarnar núna. Hættum að éta innflutta danska kjúklinga og förum að éta hval. Og hananú!
Eyþór
23.10.2006 | 19:37
Snjór og læti
Loksins kominn snjór, búið að vera þvílíkt fallegt veður hér í dag, búið að snjóa í logni og virkilega flott veður. Vorum löt hjónin og fórum ekki út úr húsi fyrr en um 6 leytið í dag, Eyþór að vinna en ég að ná í Brynju á æfingu, er nú frekar hált að keyra og einn og einn árekstur verið hér í dag, eins gott að ég var inni haha
Síðustu dagar hafa verið frekar slakir hjá mér búin að vera með þvílíkasta kvefið og horið að það hálfa væri nóg, held án gríns að ég hafi aldrei á ævi minni fengið kvef sem er eins slæmt og eins lengi og þetta virðist ætla að vera. Fór í vinnuna á föstudagsmorgun með tæplega 38 stiga hita og mikið var gott að komast heim.....
Fórum í mæðraskoðun á fimmtudag og heyrðist mikill og góður hjartsláttur og allt í þessu fína lagi, Marteinn virðist bara stækka og dafna eins og mamman sem vex í allar áttir um þessar mundir og nýtur þess fyllilega, vandamál sem verður tekið á eftir að Marteinn hoppar í heiminn...haha
Er að leggja lokahönd á peysuna hennar Brynju, búin að hamast síðustu daga því ég vissi að mamma væri að koma í dag ætlaði að gabba hana til að setja rennilásinn í en þá auðvitað hætti hún við...gabba hana bara næst þegar hún kemur allavega til að vera mér innan handa....mamma er það ekki vænan mín
Brynhildur Sól og foreldrar ráku hér inn trýnið í morgun, en litla stýrið svaf en umlaði aðeins annaðslagið köttunum mínum til mikillar hræðslu, vissu ekki hvaða org þetta voru né hvaðan þau komu, verða nú að fara að venja sig við það blessaðir. Þegar ég var ólétt af Brynju átti mamma kött sem vildi hvergi vera nema ofaná bumbunni á mér og þegar Brynja sparkaði stökk hún hátt í loft og skildi ekkert í þessu ólátum, og svo eftir að Brynja fæddist vildi hún bara liggja ofan á vagninum hennar og vera hjá henni, kom um leið og hún byrjaði að gráta og þess háttar...magnaðir þessir kettirskemmtileg saga
Hef ekkert að segja af viti frekar en svo oft áður...ætluðum að fara á Mýrina í gærkvöldi en ég missti heyrnina þannig að við stefnum á familian að fara saman á miðvikudagskvöldið........bíð spennt.
Höfum nú ekki enn getað tekið okkur frí saman en vonumst til að gera það mjög fljótlega þó ekki væri nema fara eina helgi í bústað eða eitthvað...
Hætt að bulla um ekki neitt...
Sjúlli kveður í syngjandi sveiflu
18.10.2006 | 11:39
Latte
Löt fjölskylda og ekkert að því barasta held ég:) Ekki alltaf nauðsynlegt að blogga enda enginn sem les þetta ja nema allir sem heimsækja síðuna og kvitta aldrei, skal aldrei hætta að röfla um það
Margt skeð siðan síðast var bloggað en verður ekki allt sagt hér í bili allavega. Litla nýja frænkan okkar var skírð á sl. laugardag og var hún skírð Brynhildur Sól og er það eðal nafn passar vel við nafn stóru systir hennar Ragnhildar Sólar. Brynja las ritningarlestur í skírninni og stóð sig eins og hetja við það en ég fékk heiðurinn af því að vera skírnarvottur....kenna blessuðu barninu góða siði og svona og hver er nú betur til þess fallinn en móðan sem kenndi Ragnhildi að segja prumpa um leið og mögulegt var *fliss* ójá og þessi manneskja ég ætla að fara að reyna að ala upp barn, gekk nú að vísu vel með Brynju hún er nokkuð heilbrigð svona miðað við móður hahaha.
Eyþór renndi sér í rjúpur eftir skírnina vestur í Búðardal og fékk hann 7 stykki en er að spá í að fara með Mása brósa mínum í rjúpur um helgina ef ég hef skilið þetta rétt sem er vafalaust rangt ..... eyrun á mér fá mikla hellu þegar farið er að tala um eitthvað svona Ég var nú einu sinni alltaf ákveðin í því að ná mér í byssuleyfi en eftir að ég prófaði að skjóta úr byssu og var handlama í mjög langan tíma á eftir hætti þessi hugsun að hvarfla að mér, held mig bara við að prjóna og eitthvað svona kjelludútl.
Er núna að prjóna hettupeysu á Brynju og vona að ég hafi gert hana passlega á hana verður flott þegar hún er búin, búin með bolinn og aðra ermina og langt komin með hina og svo er bara munstrið og hettan og bingó það varð peysa eða það vona ég. Prjónaði húfu á kallinn minn um daginn en gerði hana alveg afskaplega stóra þannig að við getum verið bæði í henni svona næstum því bara fyndið.... Ætla svo næst að hendast í að gera eitthvað á hann litla Martein hvað sem það verður.......
Erum að fara í mæðraskoðun hjúin á morgun og svo 20 vikna sónar í þarnæstu viku og ætla ég að athuga hvort Brynja megi koma með þar sem það hittir á að vera föstudagur og hún búin snemma hefði gaman af því blessunin að sjá systkinið sitt hamast á skjánum
Vaknaði í gær með hálsbólgu og kvef, alls ekki sátt við það bíð spennt eftir að komast í hálskirtlaaðgerð sem var fyrirhuguð áður en ég varð ófrísk (frísk samt). Þoli ekki þetta orð "ófrísk" fatta alls ekki tenginuna við að vera með barni...eins orðin´"ólétta" jú maður verður yfirleitt þyngri en sama skítlegt orð.....
Eyþór er inni í bílskúr hjá Óskari Pé að snyrta bílinn okkar, fór með hann í gær og setti hann á vetrardekkin og ætlaði að dunda við að bóna og þrífa og svona núna, svo duglegur drengurinn, er í sumarfríi og verður að dunda eitthvað
Jæja ætla að fara að halda áfram að prjóna og drekka Latte....brjáluð í cafe Latte þessa dagana...
Sjúlli kveður bless
13.10.2006 | 19:51
Skipað ég gæti ef væri mér hlýtt:)
Mér er sagt að blogga og er ekkert nema hlýðnin og geri það, á meðan stendur karlinn fyrir aftan mig og þykist vera að gera líkamsræktaræfingar haha og það engar smá
Var að ljúka við að baka stafla af pönnsum þar sem það á nú að setja nafn á frænkuna mína nýfæddu á morgun, ætla svo að setja inn í þær í fyrramálið og búa til heitan rétt ógisslega dugleg:)
Brynja fór út að borða með pabba sínum, konunni hans og stjúpömmu sinni en stjúpafi hennar hefur legið þungt haldinn hér á sjúkrahúsi síðustu daga vegna þess að það sprakk slagæð í kvið heppinn að vera lifandi karlanginn eftir því sem mér skilst, vonum að honum batni hratt og vel og losni af gjörgæslunni.
Lítið að frétta annars skeður aldrei neitt hjá mér, fór á atvinnuleysisfund í morgun og finnst ég alltaf vera alger aumingi þegar ég er búin að fara á þessa fundi. Finnst svo hræðilegt að vera á bótum að ég veit að fólk trúir því ekki, vil fá að vinna fyrir mínu en stundum er þetta óumflýjanlegt þannig að.....en er nú aðeins að vinna hjá heimahjúkrun með, er að vinna á sunnudag og svo einhverja daga í nóv og svo eitthvað meira líklega í okt, annars finn ég að það er að verða svolítið erfitt að sinna sjúllastörfum með stækkandi bumbu
Eyþór getur ekki beðið eftir því að skírn ljúki á morgun því þá er hann rokinn í dal Búðanna Búðardal fyrir þá sem ekki tengja og ætlar að drita niður eins og 9 stykki rjúpur fyrir jólin, sá reyndar áðan að það yrði alveg kjörið rjúpnaveður á mánudag en þá má ekki skjóta rjúpur, hvað er málið með að banna veiðar mánud-fimmtud, fáránlegt:)
LEigðum okkur Da Vince Code og ætla að hendast í sturtu áður en gónið byrjar, látið fara vel um ykkur í kvöld lömbin mín og kvittið í fjandans gestabókina...
Sjúlli kveður alger lúser
11.10.2006 | 08:34
11. október
Myndirnar tala sínu máli. Snjórinn er kominn. Reyndar má búast við að hann taki upp í dag. Farinn að vinna, Bæ, Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2006 | 12:56
Kominn tími til
Jæja alveg kominn tími á að konan í húsinu bloggi einhverja vitleysu. Get ekki alfarið látið karlinn um þetta, hann er reyndar svo myndaglaður þessi elska að ég ætla alls ekki að reyna að toppa hann eitthvað í því Fannst heldur kalt að fara í vinnuna í morgun, frusu á mér allir útlimir bara við að líta út, kuldalegt að sjá út og ég auðvitað alveg hissa þrátt fyrir að það sé kominn október. Held alltaf í þá von að veðurfarið hérna á Ísalandi breytist í Spánarveður en verður ekkert af því miðað við fréttir sem voru í vikunni um einhverja bölv...golfstrauma sem valda því að það mun kólna á Islandi...mægad...verður orðin eins og eskimóar fyrir rest
Búin í vinnunni síðasti dagurinn minn í dag fæ ekkert meira nema bara tímavinnu fram að áramótum, svona er að verða óléttur án fastráðningar en þetta reddast nú allt saman....verð að fara að koma mér í vinnu bara hjá Eyþóri sem einkaritari og sorpkona hræðileg hjá drengnum skrifstofan á slæmum dögum en held honum veitti ekki af ritara....þarf að ræða þetta við einhvern háttsettan
Marteinn stækkar og stækkar og bumban í samræmi við það, verður tröllvaxið kríli líklega þegar hann ákveður að skríða út, tek það fram að það er ekki vitað hvort um kven eða karlkyn er að ræða, fóstrið okkar heitir samt Marteinn Klikkuð ég veit.
Litla frænkan mín óskírða fær nafn um helgina, get ekki beðið af spenningi, sr. Óskar ætlar að skíra hana á laugardag og verð ég nú hissa ef hún verður ekki látin heita Erna Birna, Hildur þú ert undir pressu frá okkur Bjössa mundu það
Sá nafn á konu um daginn sem hét Hildur Erna Jónsdóttir fannst þetta fyndið.
Ég ætla að bregða mér til Dísu yfirmanns að skrifa undir einhvern samning...brjálað að gera...sakna heimahjúkrunar strax...
Sjúllinn kveður á hlaupum með ofvaxinn maga...
9.10.2006 | 09:24
9. október
Dagurinn í dag er einhver sá fallegasti á árinu. Í gær helliringdi og í dag eru litirnir ofboðslega fallegir. Hlíðarfjallið er orðið alveg hvítt niður í miðjar hlíðar. Núna er ég farinn að telja niður, 6 dagar í rjúpu takk fyrir. Við Erna slökuðum á heima í gær, byrjuðum reyndar á að taka eina allsherjar hreingerningu en eftir það var bara slökun. Brynja kom svo sæl og glöð eftir borgarferðina.
Vinnan bíður,
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)