13.9.2006 | 15:43
Dagur 3
Vaknaði lurkum laminn í morgun, kenni lélegu rúmi og miklum æfingum um. Ég æfði í
skólnum frá kl 7 -10 en fór eftir það með rútu til bæjar í nágrenninu og æfði þar
fram yfir hádegið. Það hafa aldrei verið eins margir orgelnemendur í skólanum og nú
og það er slegist um orgelin. Ég fór svo í langan og góðan orgeltíma. í kvöld ætla
ég á tónleika og eftir orgeltímana á morgun ætla ég að eyða síðdeginu með Rakel.
Hej då,
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2006 | 07:06
Blogg í Piteå
sem sagt í Svíþjóð og er að byrja síðasta skólaárið mitt. Ég er á farfuglaheimili en
fer til Lars vinar míns á fimmtudag. Ég fór í 3 orgeltíma í dag og síðan á
próftónleika í kvöld hjá skólabróður mínum. Það er ömurlegt vera ekki heima þegar
fyrsta mæðraskoðunin er, en vonandi hittir ekki svona illa á aftur.
Ferðin hingað var auðveldari en stundum áður því ég svaf nánast alla leiðina frá
Keflavík til Stokkhólms. Ég fór nefnilega á gæsaveiðar aðfaranótt sunnudags og svaf
bara í rúman klukkutíma þá nótt og nóttina áður en ég lagði af stað svaf ég bara í 3
tíma. Enda var ég sofnaður àður en flugvélin tók á loft. Fyrir lendinguna í
Stokkhólmi var fligstjórinn eitthvað að biðjast afsökunar á töfum fyrir flugtak í
Keflavík, en ég var aldrei var við tafir, enda svaf ég eins og ungabarn frá því ég
settist í sætið.
Góða nótt,
Eyþór
11.9.2006 | 12:36
Grasekkja
ÓTrúlegt en satt...það kvittar enginn en samt hafa t.d. bara í þessari viku komið 177 heimsóknir...jahérna einhverjir enn með fobíu fyrir gestabókum, en hinir sem kvitta takk fyrir innlitið
Eyþór litli skólastrákur er farinn til Piteå og verður þar í skólanum í nokkra daga en flýgur svo til Þýskalands á námskeið með bekknum sínum duglegur drengur....er nú samt að verða dálítið þreyttur á þessum ferðalögum en sem betur fer þá útskrifast hann í vor...hann kemur s.s. heim aftur 22 september
11 sept í dag sá eftirminnilegi dagur, hugsa að maður gleymi aldrei hvað gerðist þennan dag né hvar maður var staddur þegar maður heyrði af þessu fyrir 5 árum síðan, fæ ennþá gæsahúð og tár í augun þegar ég sé turnana falla ....þvílík mannvonska en vonandi gerist ekkert þessu líkt aftur
Pabbi færði okkur þvílíkt mikið af bæði bláberjum og krækiberjum þannig að síðustu daga hefur ekkert verið að borða hér nema bláberjasúpa en frysti nú helling í gær nema krækiber ég ætla sko að borða þau, elska krækiber, reyndar búin að vera með magaverki af þeirra völdum síðan þau komu í hús en....það gengur yfir
Er að fara að hitta Dísu skvísu yfirmann minn, krossa putta um að ég fái meiri vinnu miðað við mitt ástand, finn ekki fyrir neinu og verð vitlaus á geði ef ég hef ekkert að gera þar til eftir áramót, verð lögð inn í hvítri spennitreyju, en kannski vantar bara ekkert, ohhhh verð að fá meiri vinnu
Brynja er að byrja í tónræktinni sem er einkarekinn tónlistarskóli hér á Eyrinni, vill nefnilega læra popp en ekki klassík þannig að þetta var það eina sem virkar í því dæminu, tónlistarskólinn leggur aðaláherslu á klassík og mín búin að vera að læra það síðan hún var 6 ára og nennir því ekki lengur, vill verða hljómsveitargaur eins og pabbi hennar, verða kannski saman í hljómsveit.....já eða ekki.
Jæja ætla að þjóta vil ekki koma seint á fundinn
Sjúllinn kveður með von í hjarta.....
7.9.2006 | 12:32
Engin frammistaða
Allir á lífi hér á þessu heimili þó svo að ekki sjáist það á heimasíðu familiunnar
Lífið gengur sinn vanagang eins og við er að búast vinna, sofa, sk..., éta og allir kátir bara með það. Eyþór Ingi er að fara að yfirgefa litla klakann og ætlar að drífa sig til Svíþjóðar og síðan til Þýskalands á námskeið með bekknum sínum, þannig að við mæðgur verðum bara einar heima, ætlum okkur að renna til Húsavíkur um aðra helgi kannski og kíkja á liðið þar, langt síðan maður hefur farið austur, hef verið að vinna allar helgar eiginlega í sumar nema eina þannig að þetta hefur farist fyrir en þar sem vinnan fer að verða nokkuð skapleg núna þá fer maður að gera eitthvað. Pabbi verður líka 70 ára þá helgina og aldrei að vita nema maður fái köku, ef hann verður ekki að heiman þ.e.a.s.
Búin að fá rúmið okkar og það er bara gott að sofa í því, enda hef ég aldrei verið eins æst að komast í rúmið á kvöldin eins og núna, þó svo að svona fyrstu nóttina hafi ég verið við það að detta framúr þar sem eiginmaðurinn tók heldur mikið pláss, enda viðbrigði að fara í 153 cm úr 180 cm
Supernova sýkin er í hámarki þessa dagana, Magni að brillera og klakanum finnst hann vera að brillera líka, allir ógeðslega montnir af því að vera klakabúi, neyðist til að vaka næsta miðvikudagskvöld og vera þreytt í vinnunni á fimmtudaginn ætla sko ekki að missa af þessum síðasta þætti. Áfram Magní
Bumban stækkar skil nú ekkert í þessu sást ekki á mér fyrr en á 16 viku eða eitthvað þegar ég gekk með Brynju en núna er ég að verða eins og fíll....finnst það ekkert gaman en hlakka þeim mun meira til eftir tæpa sex mánuði já ó já. Ógleðin eiginlega búin bara, þannig að ég get farið að jogga aftur til að vega á móti öllu því sem ég ét...tek sko ekkert mark á því þegar sagt er að maður þurfi alls ekki að borða fyrir tvo í orðsins fyllstu.......ég er tveir og borða því miðað við það ....verð fjallkona fyrir rest...
Mjög gáfuleg þessi skrif mín, ég röfla en húsbóndinn kemur með þvílíkustu heimspekilegu bloggin, ok ég er hirðfíflið í minni fjölskyldu, fíla það...alltaf verið óttalegur röflari....
Hætt að bulla en bara í bili....
Sjúlli kveður svangur að vanda
31.8.2006 | 16:54
Hvað getur maður sagt:)
Kominn tími á að húsbóndinn á heimilinu fari nú að skrifa eitthvað haha já ég er húsbóndi á mínu heimili skal ég segja ykkur Allt fínt að frétta á núna bara eftir 18 vaktir af 44 vakta törn og verður það mikið gott þegar það er búið. Eyþór svaka duglegur búinn að vera vinna mikið og máluðum við íbúðina inn á milli aðallega Eyþór samt, mér var svaðalega flökurt að ég gat lítið gert versta sem ég veit er flökurleiki en hann er á undanhaldi þó vonandi. Já okkur hjónum fannst s.s. við ekki geta annað en viðhaldið þessum gríðarlega fríðleika sem einkennir okkur bæði og skutum því snarlega í einn lítinn erfingja sem er væntanlegur einhvern tímann árið 2007
Núna sit ég og bíð eftir að svefn og heilsumennirnir komi með nýja flotta rúmið mitt sem við vorum að hamast við að safna fyrir og s.s. fáum það í dag...víí hlakka til að fara að sofa í kvöld, algerar gæðadýnur einhverjar geimdýnur, rándýrt samt rúmið 129.900 en við fórum í einhvern pott þar sem möguleiki er á því að við fáum tilbaka 100.000 kr og miðað við okkar heppni er það nú svo gott sem komið inn á reikninginn
Fór og hitti litla djásnið þeirra Sollu og Víðis í morgun, bara fallegust þessi stelpa með mikið dökkt hár og nokkrar unglingabólur snemmkomnar bara falleg, og hjónin svona sæl og glöð enda ekki annað hægt miðað við þessa þrennu sem þau eiga
Hilla sys er að síga á seinnihlutann af sinni óléttu þannig að allar bumbur fara minnkandi nema mín bara fer stækkandi, finnst ekkert spes að vera ólétt en æði þegar það er búið, skil ekki konur sem dýrka að vera ólétta og sakna jafnvel bumbunnar ónei......
Brynja er á æfingu og svo er hún byrjuð í skólanum og er rosalega ánægð þar og gengur vel sem fyrri daginn, ætlar sér að sleppa tíunda bekk og fara beint í MA eða VMA þannig að sá hluti er ákveðinn.
Nenni ekki að röfla meira ætla að fara að fjárfesta í kvöldmat sem verður pylsur og pylsubrauð ekki óalgengur matur hér á bæ allavega einu sinni í viku.....letidagur er í fríi nenni ekki að elda.
Bið ykkur vel að lifa og hafið það gott þar til næst...
Sjúlli kveður með ofvöxt í bumbunni
29.8.2006 | 23:25
BYKO á Akureyri
29.8.2006 | 23:17
Jæja
Ágúst var mánuður breytinga á íbúðinni okkar. Eftir tónleikaferð til Reykjavíkur og dásamlega vel heppnaða hálendisferð (hjá Eyþóri og Nonna) ákvað kallinn að taka hæðina í gegn. Stofurnar, gangurinn og elhúsið var málað og gluggarnir lakkaðir. Borðstofusettið seldum við og fengum við það pláss sem við höfum ekki séð lengi. Við vorum eiginlega að kafna í húsgögnum áður. Við léttum einnig mikið á íbúðinni með því að minnka drasl á veggjum og gólfi. Við skiptum einnig um ljós og gardínur og núna erum við orðin mjög ánægð með hæðina.
Tónleikarnir í Hallgrímskirkju gengu ágætlega. Ákveðin þreyta gerði vart við sig á seinni tónleikunum en eftir vel heppnaða hvíld á fjöllum með pabba er orkan komin til baka. Við feðgarnir áttum alveg hreint frábæra daga. Við fórum frá Akureyri í Mývatnssveit og þaðan keyrðum við frá Grænavatni í Suðurárbotna og þaðan í Dyngjufell, þar sem við gistum. Veðrið var frábært alla dagana. Næsta morgun fórum við lengra í suður, í gegn um Dyngjufjalladal og inn á Gæsavatnaveginn og fórum svo í Dreka með nokkrum stoppum þó. Þaðan keyrðum við í Kverkfjöll og gengum á jökulinn. Útsýnið var frábært og það var gaman að klöngrast um skriðjökulinn. Við gistum við rætur Dyngjufjalla að austanverðu um nóttina. Næsta dag ókum við síðan yfir flæðurnar undan Dyngjujökli, yfir Urðarfell (réttnefni) og fórum í Kistufell. Eftir gæðastund á kamrinum þar héldum við enn lengra í vestu, í Gæsavötn og svo þaðan niður í Eyjafjörð. Þótt við keyrðum mikið náðum við samt að skoða margt. Ég fann t.d. gil í Eyjafjarðardrögum með ótrúlegum kynjamyndum í klettum.
Brynja er byrjuð í skólanum sínum og Rakel einnig í sínum skóla í Svíþjóð. Við vorum alls ekki ánægð með umsjónarkennara Brynju til að byrja með. Við Erna erum mjög andvíg skoðunum Snorra í Betel en eftir foreldraviðtalið ákváðum við að hann yrði að fá að eiga sínar skoðanir í friði. Það er alls ekki þar með sagt að hann sé að troða þeim inn á krakkana. Hann er einnig eflaust góður kennari. En ég sætti mig aldrei við að hann boði sína öfgafullu trú í bekknum. Ég er á þeirri skoðun að einn kunningi minn sem nú er látinn gæti verið enn á lífi ef hann hefði ekki verið svo óheppinn að vera samkynhneigður Hvítasunnumaður. Ekki óheppinn að vera samkynhneigður, heldur þetta tvennt saman. Og ekki orð um það meir. Ég einlægur stuðningsmaður þess að samkynhneigð pör sem eru ástfangin og búa saman fái öll réttindi á við gagnkynhneigða, þ.m.t. rétt til að giftast í kirkju og ættleiða börn. Við höfum lokað augunum allt of lengi fyrir mannréttindabrotum sem samkynhneigðir eru beittir. Ásamt gömlu fólki.
Hymnodia tók upp raddir við 13 lög Gunnars Þórðarsonar um síðustu helgi. Óskar Pétursson er að fara að gefa út plötu með lögum kappans. Kórinn syngur með í flestum laganna. Það er margt spennandi framundan hjá kórunum mínum og núna í haust tek ég við kirkjukórnum líka. Það lítur út fyrir að vera mikið að gera í vetur en jafnframt afar skemmtilegt.
Erna vinnur eins og vitleysingur þessa dagana. Hún fær reyndar frí í einn dag núna á fimmtudag. Hún fer stækkandi þessa dagana og heldur því áfram næsta hálfa árið........ Mikil gleði í Munkanum
kveðja úr Munkaþverárstræti 1 (Mér finnst þetta svo flott götunafn, nota það sem oftast!)
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2006 | 11:33
Fullt af nýjum myndum
Það er lítið um færslur þessa dagana, en kíkið á myndirnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2006 | 09:27
Lífið maður minn
Loksins komin í frí...verð nú að viðurkenna að ég var alveg að springa á limminu í gærkvöldi...búin að vinna einhverjar 13 vaktir á hvað 8 dögum eða eitthvað En allavega komin í fjögurra daga helgarfrí "vonandi" og byrja það á því að fara og láta skafa hárið af hausnum á mér, alveg kominn tími á það. Eyþór og Rakel fara suður í kvöld og Rakel út á morgun...þessi tími hennar hér er alltaf alveg ótrúlega fljótur að líða því miður...en jólin koma bráðum
Eyþór er svo að fara að halda tónleika í Hallgrímskirkju á laugardag og sunnudag og kemur því heim á mánudagsmorgun, þannig að við Brynja verðum einar um helgina. Ætlum nú að fara á handverkssýningu á Hrafnagili og svo er hún að keppa á laugardag og svo bara afslöppun út í eitt.
Nýbyrjuð í sjúkraþjálfun aftur eftir sumarfrí hjá þjálfaranum mínum. Þessi háls á mér er ekki alveg að gera sig...fer snarversnandi. Skrýtið fann lítið fyrir honum eftir áreksturinn í fyrra en svo núna fyrir nokkrum mánuðum er þetta að snarversna held varla haus á köflum. En fer 2-3 í viku núna í nokkrar vikur ætlar að reyna að fixa þetta eitthvað til, er svo yfirhreyfanleg í hálsinum og einnig komin líklega með slit eftir þetta allt saman...hmmm hvað er ég eiginlega gömul...
Annars er allt gott að frétta Solla mín og Víðir eignuðust litla stúlku í byrjun mánaðar og ég hef enn ekki haft tíma til að kíkja til þeirra, búin að skoða myndir en ætla nú að bruna til þeirra um helgina og kíkja....hlakka til algjör rúsína af myndum að dæma
Hef frekar lítið að segja þar sem ég er búin að vera eiginlega úr sambandi síðan löngu fyrir versló en er á leið í samband aftur. En verður stutt byrja á 16 vakta törn á mánudaginn og tek það á 8 dögum djösss verð ég rík.....erum að safna okkur upp í rúm getum staðgreitt það takið eftir um næstu mánaðarmót og svo um þarnæstu verður það ísskápur vonandi staðgreiddur líka ekkert kortavesen sko...hahahah
Hætt að bulla
Sjúllinn kveður á leið í rúning
8.8.2006 | 20:19
Nýjar myndir
Við erum alltaf að bæta inn myndum. Kíkið á þær. Ég er svo skapvondur eftir verslunarmannahelgarhátíðina Eina með öllu (nauðgunum, skemmdarverkum og líkamsmeiðingum) að ég ætla að bíða með að blogga í einhverja daga í viðbót. Annars yrði það ein alsherjar skammar- og svívirðingaræða
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)