Nú fer allt upp á við "I hope"

Vonandi er þetta endirinn á annars þokkalegri veikindatörn. Ég er s.s. með streptokokka í eyranu og það er í augnablikinu eins og á fíl en ég er komin á enn eitt sýklalyfið (það þriðja síðan 23 des) og nú stefnir þetta allt í gleði. Litla genið mitt var líka með streptokokka á ögn viðkvæmari stað eða í rassinum sínum og er komin á sýklalyf líka. Núna s.s. er ekkert sem heitir þessu verður að ljúka núna takk fyrir og amen:)

Sit ein hérna var að koma úr þvílíkt heitu og góðu baði. Eyþór fór að æfa sig, genið litla sefur og Brynja fór í Brynju með vinkonum sínum að fá sér ís. Bara næs, skaust á bókasafnið í dag til að sækja mér bækur til að lesa þegar ég vakna upp á næturnar sem nú fer að enda af því að ég ætla að láta þetta verða restina jájá bara jákvæð núna sko.

Íþróttaskólinn byrjar í fyrramálið og hlakkar mig mikið til haha mætti halda að ég ætlaði að fara að sprikla, hlakka bara svo til að sjá Kötlu fara hamförum eins og ég býst fastlega við að hún geri þegar mesta feimnin er farin af henni. Síðan á eftir er kaffi og bakkelsi í Einholtinu hjá Hildi og dætrum:)

Hlakka svo til að geta farið að hlaupa og lyfta get varla beðið, næ kannski viku áður en ég fer í aðgerðina, tek svo bara hrottalega á því eftir hana:)

Brynja var á landsliðsæfingu á þriðjudaginn, en þjálfarinn kom hingað og henni gekk ágætlega, þarf aðeins að bæta við sig í þreki. Á svo að spila leik með meistaraflokk á sunnudaginn gegn 3 flokki stráka verður gaman að sjá hvernig það gengur:)

Datt í mig fluga í gær að baka mér leiddist óstjórnlega, svo ég fór og bakaði skúffuköku og líka grófar bollur já svona dettur dugnaðurinn í mig annað slagið

Æi hef ekkert meira að segja

O-sjúlli kveður allur á uppleið  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jebb nú er þetta búið !!! ég finn það á mér, svo finn ég á mér að þú munt svo eiga það besta sumar sem þú hefur átt á ævi þinn, því að þetta er alltaf jafnað út hjá manni mar fær alltaf eitthvað gott í staðinn fyrir það vonda fattaru ... en meira finn ég ekki á mér í billi, mætti halda að ég findi á mér áfengi en svo gott er það nú ekki og bla bla bla bla ....

bl bla, ég er á næturvakt þess vegna er ég að ruggla svona :)

tjá tjá og sendi þér batnaðar strauma !!!!!

kv Svava með rugglumbulluna og næturvaktar óráð með meiru....

Svava (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 04:29

2 identicon

Haha my gad Svava þú ert klikk:) En takk fyrir spána ég er fegin að það verður gott sumarið....hvenær ætli maður fái frí....Greyið þú að vera á þessum næturvöktum gæti ekki hugsað mér það ....pjúff........

Erna (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 07:20

3 identicon

Segðu ég er ekkert að nenna þessum næturvöktum núna svo er ég svo myrkfælinn og á sumum stöðum skelf ég alveg á beinunum , held að það séu fyllibittur við hvert horn og hleyp á milli húss og bíls :)

svava (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:21

4 identicon

Skil þig mjög vel, er sjálf ógeðslega myrkfælin og gæti aldrei verið á nætuvöktum í heimahjúkrun, nema við værum tvær, var alltaf að vona að það yrði þannig en líklega ekki á næstunni:)

Erna (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 08:50

5 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Gott Erna mín að útlitið er bjartara batakveðjur

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 18.1.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband