Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samfó!

Rakst á heimasíður Samfylkingarinnar.  Þar á bæ eru menn greinilega að reyna að vera "hipp & kúl".  Heimasíðan þeirra heitir nefnilega samfo.is   Hallærislegt finnst mér.  Það fyrsta sem mér datt í hug var að þarna væri eitthvað tengt samförum.

Eyþór


Ekki dauður enn

Nei ég er lifandi, þrátt fyrir að fullyrðt hafi verið að ég hafi lent í riffilskothríð í Hlíðarfjalli.  Ég  gaf viðtal á Rúv um daginn og hélt ég væri að draga úr fordómum spyrjanda um rjúpnaveiðar, sem ég fann svolítið fyrir.  En svo skilst mér að sagt hafi verið að ég hafi lagt á flótta niður úr fjallinu vegna riffilskothríðar!  Sagði það aldrei, enda ekki skotið úr rifflum á rjúpnaveiðum.  Ég ætla í framtíðinni að neita öllum viðtölum sem óskað er eftir varðandi annað en tónlist.  Annars erum við Erna búin að liggja í rúminu með kvef og hita.  Erum öll að koma til samt.  Spurning hvort skitan og ælan fylgi ekki á eftir því þær óværur eru að ganga í kring um okkur.  Við fáum afar sjaldan kvef eða pestir og Brynja sleppur alltaf.  Hraust stelpa. Við borðum hollan mat, það skiptir öllu.  Nú þurfum við bara að fara að útvega okkur langreið.  Allt helvítis röflið í erlendum stjórnmálamönnum fer svo í taugarnar á mér.  Ég er eins og venjulega sérlega fúll út í svía, enda með eindæmum leiðinlegur þjóðflokkur.  Þeir hneykslast þvílíkt yfir að 9 langreiðar af 23.800 séu skotnar.  Hvað er það, 0.004% af stofninum? (hugarreikningur)  T.d. veiða Svíaskrattarnir c.a. 150 birni á hverju ári.  Stofninn er rúmlega 1500 dýr.  10% af stofninum og til hvers eru þeir veiddir?   Ekki eru það göfugar veiðar að skjóta bara til að skjóta, ekki éta þessir matvöndu skrattar birnina?  Eru hvalir kannski rétthærri en birnir?  Er það stærðin sem skiptir máli?  Eigum við þá ekki að skjóta smáfugla í stað hvalanna?  Ég held að svíarnir séu hræddir við þessa litlu brúnu birni sem eru sauðmeinlausir nema að þeim sé ógnað.  Þér éta nokkra veiðihunda á ári og ég held að skýringin fyrir veiðunum sé þar komin.  Svíarnir vilja ekki vera varir við þá, bara geta montað sig af því að vera með þá.  Svíþjóð er 450 þúsund ferkílómetrar.  Það er sem sagt einn björn að meðaltali á hverja 300 ferkílómetra eða ein bjarnarfjölskylda á hverja 1000 ferkílómetra.  Eða Kanarnir.... Þeir eru jú á meðal helstu hvalveiðiþjóða heimsins. Þeir leyfa talsverðar veiðar á einhverjum smáhvölum.  Ég á sennilega aldrei eftir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en ég er núna ánægður með sjávarútvegsráðherrann okkar.  Vonandi tekst fjölmiðlum ekki að eyðileggja stemmninguna í kring um veiðarnar núna.  Hættum að éta innflutta danska kjúklinga og förum að éta hval. Og hananú!

Eyþór


Pólítískur?

Ég hef nú aldrei verið sérstaklega pólítískur, hef ekki einu sinni alltaf kosið í Alþingis- eða sveitastjórnarkosningum síðustu árin.  Hef stundum ekki mátt vera svoleiðis vitleysu.  En maður blandast oft inn i pólítískar umræður hér og þar og ég veit það eitt að ég þyki vera vinstrisinnaður í flestum skoðunum.  Ætli það sé ekki raunin um flestar listaspírur.

Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson flutti eina af sínum snilldarræðum í messu í Akureyrarkirkju í gærmorgun.  Óskar er mjög góður ræðumaður og er óhræddur að tala um viðkvæm málefni og er oft gagnrýninn í orðum sínum.  M.a. studdi hann með eftirminnilegum hætti baráttumál samkynhneigðra stuttu eftir að hann hóf störf hér við kirkjuna. Hann kom inn á náttúruvernd og friðarhorfur í ræðu sinni í gær.  Ef ég einfalda málið verulega, þá talaði hann um að friðarhorfur í heiminum væru eiginlega ógn við atvinnulífið á Suðurnesjum, þ.e. herinn fer, og náttúrvernd ógnar uppbyggingu á iðnaðarstarfsemi og virkjunarhugleiðingum.  Náttúruvernd og friður eru s.s. frekar neikvæðir faktorar í augum margra.  Þvílík hræsni!   Við erum auðvitað að vera búin að glata öllu séríslensku í menningu okkar og þjóðfélagi og við hömumst jafnvel meir við að herma eftir og taka upp siði frá USA og Evrópu, við erum meira að segja farin að líta niður á hin Norðurlöndin.  Séríslensk náttúra er á undanhaldi og þar sem við erum farin að líta á okkur sem stórveldi og hömumst við að vera "vel upplýst" þá eru meira að segja séríslenskir karakterar að hverfa.  Og þar sem við viljum jú ekki lengur halda neinu sem minnir á Ísland, þá heita öll helstu fyrirtækin Group nöfn eins og Íslandsbanki eru lögð niður með hraði.  Búnaðarbankinn skipti um nafn og sáðmaðurinn rifinn niður af bönkunum.  Ég er reyndar með tillögu:  Samasemmerki hefur jú lengi verið á milli Framsóknarflokksins og gamla Búnaðarbankans. Í ljósi skiljanlegs hruns þess flokks ætti hann kannski að upp nafnið FF Group og fá lánaðann gamla sáðmanninn úr merki Búnaðarbankans og í stað þess að láta hann strá fræjum getur sáðmaðurinn verið með dínamíttúpur í höndum og dreift í kring um sig.   Já eða önnur stíflugerðarefni.  Við þetta myndu kannski frambjóðendur flokksins þora að nota nafn flokksins í kosningaráróðri. 

 Jæja ég ætla að nýta þennan frídag minn í annað en að röfla um pólítík. 

Eyþór


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband