Upp, upp mín sál og allt mitt geð

Snjóar og snjóar hér, ég sem hélt að nú færi bara að vora. Greinilega eitthvað misskiliðWink Feðgin fóru í langan göngutúr í morgun og enduðu í kaffi hjá Pétri, Jóhönnu og co, tók á móti litlum köldum snjókalli um kl 12 en ofsalega svöngum snjókalli. Sefur núna, er svolítið slöpp af sýklalyfjunum en vonandi ber þetta þann árangur sem það á að bera. Á meðan náði ég að gera við einar buxur af pabba, setja í og hengja upp úr einni vél og setja í eins og einn þurrkara. Hanga á netinu og borða töluvert sleppi því nú ekki, hef borðað óhemju magn af sælgæti sl. daga líklega bara sökum leiðinda, en núna verður ekki einu sinni keypt nammi, enda hef ég verið eins og geðsjúklingur i morgun hlaupið í alla skápa og reynt að þefa upp súkkulaði, en eina sem ég fann voru loftkökur sem ég by the way ÁT:)

Já lífið er ljúf skal ég segja ykkur. Fer að vinna á morgun, hlakka til að komast aftur út, verð bara að hafa band yfir eyranu þar sem það er flakandi sár frekar ljótt:) Brynja er að keppa með meistaraflokk í þessum töluðu orðum á móti 3 flokki karla hjá KA, vona að þær vinni, skýtur egóinu hjá minni svolítið upp sem er bara gott. 

Katla náði að lemja makkann aðeins í gær og við það rugluðust allir litir í tölvunni, er með mann í borginni hjá apple þar í að redda þessu en að virðist ekki ganga sem skildi þar sem enginn skilur hvað gerðist, þetta á víst ekki að geta gerst skildist mér..

Ætlum hjúin að elda okkur kjöt og kjötsúpu í kvöld, getur ekki verið betra í snjókomunni *slurp* 

Ætla að leggjast hjá lillunni minni og lesa smá rómantík:)

O-sjúlli kveður  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

gott að það er að birta  bestu kveðjur

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 20.1.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband