Hugsum jákvætt og allt verður jákvætt.....

Stend mig engan veginn hérna í bloggheimum, ætti skilið reisupassann bara. En núna er ég öll að koma til og fer að blaðra hér á hverjum degi já og jafnvel oft á dag.

Búin að vera með gistigesti hér um helgina en þau Már, Lilja og Magnús Atli komu í gær, Lilja og sonur drifu sig reyndar heim í dag því veðurspáin var svo vond en Mási verður hér til morguns þar sem sonurinn er að keppa á morgun líka:) Gaman að því. Brynja lánaði mæðginum herbergið sitt og gisti hjá vinkonu sinni gott mál það. Litli stubbur orðinn þvílíkt stæltur og flottur með risaaugun hennar mömmu sinnar og bara algert yndi. Katla var pínu abbó svona fyrst en það var betra í dag, held henni hafi fundist mamman sýna þessum litla dreng fullmikla athygli:) Síðan þegar þau voru farin fór hún að banka á herbergishurðina hjá Brynju og kalla Mahknús Akli..bara fyndið:)

Brynja var í góðgerðarverkefni á vegum félagsmiðstöðvarinnar og fór í að skafa bíla einn daginn og skildi svo eftir miða á rúðum, svo á föstudaginn fór hún niður á Glerártorg og gaf fólki ókeypis knús og flestir tóku held ég vel í það. Knúsaði Sigmund Erni kannski þess vegna sem honum gekk svona vel í prófkjörinuW00t Gaman að þessu, búin að vera frekar neikvæð umræða um félagsmiðstöðvarnar hérna í bænum en ég held að fólk átti sig alls ekki á hversu mikil forvörn þetta er. Allavega í félagsmiðstöðinni í Glerárskóla starfar frábært lið sem hefur verið að gera mjög góða hluti. Vonandi verður þetta til að lyfta þessari umræðu upp á hærra plan.

Búið að snjóa með óhemju hérna um helgina er reyndar hætt núna en spáir ekki fallega, er samt ótrúlega fallegt veður hérna og frekar kalt.  Skrapp aðeins til Hildar sys í morgun á meðan feðgin fóru út að labba og hitti pabba í leiðinni s.s. sló tvær flugur í einu höggi, agalega sniðug:)

Katla búin að vera eins og ljós í dag, var eitthvað ergileg í morgun og ég ákvað að prófa að gefa henni eina litla teskeið af hunangi og hún varð bara eins og ljós. Mundi allt í einu eftir því að mamma gaf Brynju alltaf svona ef henni leið eitthvað illa var pirruð eða ergileg, eða jafnvel ef hún var lasin og það var ótrúlegt en hún einhvern veginn slakaði á og róaðist. Er sjálf núna að dúndra í mig te sem samanstendur af 1/2 tsk af kanil og 1 tsk af hunangi (pure honning) og drekk þetta kvölds og morgna og þetta á að styrkja ónæmiskerfið...tja skal ekki segja hvort það er satt en allt í lagi að prófa og svo er þetta eðal með ristuðu brauði:)

Már og Eyþór skoða hérna landakort og kortleggja eitthvað sem ég veit ekki hvað er, drekka páskakalda og eru bara svalir:) Enda eðalkallar hér á ferð...Wizard

Brynjan mín er í afmæli hjá vinkonu sinni og kemur líklega frekar seint heim, var boðið í s.s. mat og læti bara. Minnir mig reglulega á að hún má fara að læra á bíl á þessu ári, verður gaman þegar ég get farið að láta hana rúnta með mig:) Spurning hvort hún megi læra á sjálfskiptan eins og ég á eða hvort það verður að vera beinskiptur hmmm skoða það þegar þar að kemur, veit ekki um neinn sem á beinskiptan en ætla nú ekki að fara að hafa áhyggjur af því.

Breytingar að fara að gerast hér á heimilinu, er samt bara jákvætt til lengri tíma litið held ég.....kemur allt í ljós. 

O-sjúlli kveður sætur eða ekki......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Sæl og blessuð Erna mín  Það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt og fínt ef hægt verður að treysta á að fá skammt á hverjum degi.  ég er að fara á kvöldvakt og ég veit svei mér ekki hvort það er hægt að fara á bíl  ég er ekki svo sérstaklega lagin í sköflum.  Jóhanna mín má líka fara að hefja ökunámið á þessu ári finnst þér ekki ótrúlegt hvað tíminn líður börnin eru bara allt í einu orðin fullorðin Tóta er til dæmis orðin 43 í dag og ég man allt eins og gerst hafi í gær.  Bestu kveðjur til þín og þinna

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 8.3.2009 kl. 12:53

2 identicon

Kvitt kvitt, alltaf gaman að lesa bloggið þitt Erna.

Stórhríðarkveðja úr Steinahlíðinni.

Erla Björk (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:21

3 identicon

Positive thinking honey.....positive thinking er það sem blívur. Sletti ekkert þaddna!

Hildur (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband