9.2.2009 | 20:32
Skítur á skít ofan
Styttist í að ég ætli að búa mér til nýtt blogg, afhverju? Svar: Bara...Fullt af fólki sem les hér alltaf en kvittar aldrei. Veit af kjarna sem kemur alltaf hingað og þeim er fyrirgefið fyrir að kvitta ekki en svo kemur fólk hér sem ég þekki lítið sem ekkert og getur ekki einu sinni kvittað fyrir sig, en virðist vita allt hvað er að gerast og er jafnvel að ræða það við Eyþór. En nóg um það..
Fór með Kötlu til læknis og þurfti að bíða í 1 1/2 tíma þokkalega sem mín litla með háa hitann sinn var orðin pirruð. Hilmir doktor greindi hana með mjög slæma hálsbólgu og ekkert skrýtið þó svo að ég hafi þurft að sofa með hana sitjandi í alla nótt greyið litla, þannig að enn og aftur er hún komin á sýklalyf eða svo sem ekkert enn og aftur en í annað skipti á einum mánuði. Vona að þetta fari að taka enda er að vera ofsalega þreytt sjálf enda búin að vera með hana alein hérna hundlasna núna í 5 daga og er ekkert sjálf orðin góð í fótunum mínum, stanslausir verkir..en svona er lífið.
Skaust aðeins til Elínar sys í vinnuna áðan og þá var hún búin að prjóna svo fallegan ullarskokk á Kötlu alger dúlla. Set hana í hann strax á morgun. Sjálf ætla ég að fara að prjóna mér ermar þægilegt svona á kvöldin og eins þegar maður er á kvöldvöktum sem ég hugsa að ég fari á aftur í framtíðinni einhvern tímann allavega.
Viss þáttaskil að verða hér á heimilinu sem verða auglýst síðar þeim sem það koma við. Deyið bara ekki úr forvitni þeim verður tilkynnt það sem við kemur.
Lítið að segja svo sem, ætla ekki að skrifa meira núna læt þetta nægja en skrifa líklega á öðrum vettvangi næst og mun senda þeim sem ég þekki og vil að lesi slóðina að þeirri síðu, en aldrei að vita nema ég setji hérna inn eitthvað aftur sé til með það.
O-sjúlli kveður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ósköp er þetta strembinn vetur hjá okkur, vonandi rífur frænka mín þetta úr sér með fúkkalyfjunum, og fari svo að hressast í kjölfarið, kominn tími á að klára þessi veikindi vetrarins. kv Móða gamla
Hildur (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:29
Fyrirgefðu Erna mín hvað ég er léleg að láta heyra frá mér en ég les bloggið þitt daglega og fylgist með öllum veikindunum og leiðindunum. ég vona svo sannarlega að þetta fari að ganga yfir það er komið nóg. Svo segi ég bara aftur sorry
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 10.2.2009 kl. 14:25
Haha blessuð Ragnheiður:) Alltaf gaman að sjá þegar þú kvittar enda með þeim duglegri. Var bara í skapvonskukasti þegar ég skrifaði þetta blogg og þetta átti alls ekki við þig:) Er nokkuð að losna á Hlíð eitthvað spennandi:::)
Erna (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 16:02
Ég kem með á Hlíð!!!! Hvenær.......taktu mig með........ha....taktu mig með.....ha.......kem núna strax...eða á morgun....ha....
heheheh kv Systan þín
Hildur (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:35
Úff þar fékk maður á baukinn, kem oft hérna inn og les bloggið þitt en kvitta aldrei:( er bara almennt MJÖG léleg við að kvítta. Skil alveg að það sé óþolandi því mér leiðist hrikalega sjálfri þegar enginn kvittar á barnalandssíðun. Hef gaman af að fylgjast með ykkur og blogginu þínu og hef oft skemmt mér vel yfir skemmtilegum færslum, góður penni:) Vona bara að þú fyrirgefir mér.
Kv Erla Björk
Erla Björk (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:55
Jú endilega förum báðar.....:) Virðist allavega vera töluvert margt líkt með okkur þessa dagana.....þannig að við skulum vera samfó upp á Hlíð
erna (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:31
Allt í góðu Erla mín ekkert mál::) skil málið sjálf með að nenna ekki að kvitta nenni því ekki sjálf, finnst bara ömurlegt þegar fólk er að ræða sérstaklega við eyþór það sem ég skrifa á blogginu::) En gaman að vita að þú lest ruglið í mér::)
erna (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:33
Ég kem þá út úr skápnum núna úr því að þetta er síðasti séns. Ég kíki hér inn af og til en les bara það sem mér er ætlað að sjá. Ástæðan fyrir kvitttregðu minni er sú að ég er svo hrikalega kaldhæðin að ég skrifa alltaf eitthvað sem ég ætla mér ekki og sé svo eftir því síðar. Ég er eiginlega alveg frosthæðin. Sko þarna gerðist eitthvað. Verð að hætta áður en ég skrifa eitthvað sem ég sé svo eftir. Góðar stundir og takk fyrir mjög skemmtileg skrif. Nema það er auðvitað ekkert skemmtilegt þegar einhver er lasinn. En gott blogg engu að síður.
Sigrún Magna (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 18:53
úff mér léttir stórlega að þú skulir ekki vera að skamma mig. Það eru farnar að streyma inn umsóknir um sumarvinnu. ég veit ekki hvernig er með ráðningar en alltaf eru einhverjar breytingar konur verða ófrískar og svona eins og gengur og hætta þess vegna og stundum fyrirvaralítið. Blessuð sæktu bara um það væri ekki amalegt að fá þig
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 10.2.2009 kl. 20:05
Ps. og taktu hana systur þína með eins og segir í kvæðinu.
Heyrðu annars fórstu í enskuna í FÁ ?
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 10.2.2009 kl. 20:07
Ég kíki stundum hér við líka... laumulesandi eins og margir aðrir... ;o)
Valborg Helguvinkona (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:56
Viðurkenndu það bara Sigrún að þér finnst ógeðslega gaman að lesa um það þegar aðrir eru lasnir En voðalega gengur illa með heilsufarið á ykkur mæðgum, ég vona að þetta fari nú að lagast, stuðkveðja frá Danmerkurbúum
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:56
haha góður Lára:) Gaman samt að sjá hvað margir kvitta þegar maður beitir leiðindum....haha þið megið lesa elskurnar mínar allar, kaldhæðni .... hmm Sigrún ég hef nú heyrt að ég sé meistari í kaldhæðni þannig að ég truflast ekki við það:) Allt að koma Lára allt að koma núna....verðum fljótlega óþolandi sprækar mæðgur:)
Móðir, kona, sporðdreki:), 10.2.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.