Þreyta

Er hálfsofandi hér, get samt ekki sofið. Svaf illa í nótt koma alveg þannig nætur stundum. Þarf að gera svo margt í dag sem ég nenni ekki en verð samt að gera. Fer í það þegar ég verð búin með eins og 10 bolla af kaffi, einn búinn níu eftir.

Katla fór í fyrsta skipti í viku á Bubbakot áðan. Gott að fá smá rólegheit út af fyrir sig. Líður ágætlega þegar ég er ein, það þurfa allir að vera einir stundum. Fer að vinna á mánudaginn vona að fæturnir geri sig. Var verið að bjóða mér nýtt starf í heimahjúkrun sem þýðir að ég þarf ekki að ferðast um allan bæinn heldur tek að mér að sjá um tvær öldrunarblokkir hér í bæ, verð þar með viðveru og baða þá sem þess þurfa þar og skipti á sárum og bara allt mögulegt, gæti verið gaman. Missi reyndar bílastyrkinn og munar nú um hann á mánuði en mér býðst kannski hærra vinnuhlutfall í haust þegar Katla fer á leikskólann þannig að það verður fínt. Ætla allavega að prófa þetta, fer á deildarfund á föstudag þar sem þetta verður rætt betur.

Mikið að gerast í kollinum á mér, svolítið fárviðri en hver hefur ekki gott af því stundum, allavega ef það lægir fyrir rest. Sumir eru alltaf með fárviðri, svo eru sumir sem geta aldrei sætt sig við neitt og vilja alltaf eitthvað annað, meira og betra. Þeir vita ekki hvað málshátturinn "enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur" þýðir. Ég veit hvað hann þýðir og það er mikið til í honum.

Áttaði mig á því í gær að ég hef ekki farið upp að leiðinu hennar mömmu síðan á aðfangadag. Ég skammast mín fyrir það, ætla að fara í dag kannski.  Búið að dreyma hana af og til síðustu vikurnar, einn draumur sem mig langar til að fá útskýringu á, svolítið skrýtinn.....

Ætla að hætta í bili og fara að hvíla mig smá

O-sjúlli kveður í draumaheimi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég get ekki farinn enn upp að leiðinu, bara of erfitt og ég er í mauki svo lengi á eftir. En það stytta öll él upp um síðir, mundu það. Komdu í kaffi í dag og smá spjall, þarf að segja þér ýmislegt. kv Systeren

hildur (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband