Skal nú segja ykkur það

Þá er maður mættur aftur síröflandi, mikið búið að vera að gera hjá manni, eignast eins og eitt stykki barn, og gekk það allt bara nokkuð vel en ég ætla ekki að gera þetta aftur aldrei.....búin að ganga í gegnum eina frábæra fæðingu og eina erfiða fæðingu og þá er málið dautt. En litla prinsessan er æðisleg eins og við er að búast þar sem foreldrarnir eru nú ekki af verri endanum:)

Hef sofið ca 3 tíma að meðaltali síðan ég kom heim og ég er á litinn eins og lík og ég er ekki að grínast, litla krílið er gult og ég er snjóhvít jahérna þessi fjölskylda:)

Eyþór er farinn að vinna og ég er bara ein heima með sætuna litlu doldið skrýtið höfum verið hér þrjú og dáðst að henni síðustu daga en svo er ég allt í einu bara ein sem er fínt því ég verð að drullast til að læra eitthvað styttist í 2 próf, ja annað í dag reyndar en hef tíma til að taka það til 30 mars en svo er annað í næstu viku og svo fer nú bara að styttast í vorprófin. Fljótt að líða maður lifandi.

Annars er mig farið að hlakka svo til að fara út að skralla með vagninn, ljósan sagði að við mættum fara með hana út eftir vikur - 10 daga ef veðrið yrði gott því hún væri svo stór og dugleg stelpa:) Passar að ég verð orðin nokkuð gönguhæf eftir þann tíma, jibbí.

Jæja ætla að fara að lesa aðeins í hjúkrun og reyna að skila eins og einu verkefni...

Sjúlli kveður með minni bumbu en síðast:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband