Fyrstu dagarnir

Síðustu dagar hafa verið alveg yndislegir.  Frábært að fá litlu dömuna heim.  Þær mæðgur komu heim á föstudag, daginn eftir fæðinguna.  Fæðingadeildin er reyndar alveg frábær, en heima er best!  Þjónustan við nýbakaða foreldra er frábær.  Ljósmóðirin sem tók á móti barninu kemur á hverjum degi í 8 daga.  Eftir það kemur hjúkrunarfræðingur vikulega til okkar í 6 vikur.  Stelpan dafnar vel, finnst best að sofa á daginn og láta svolítið til sín taka á nóttunni, alveg eins og þegar hún var í maganum á mömmu sinni. 

Það er frábært að finna hve vel er fylgst með okkur. Hamingjuóskum rigndi yfir okkur.  Ég fæ allan tölvupóst í símann minn og eftir fyrsta daginn hafði ég fengið c.a 70 tölvubréf og sms!  Síminn titraði allan daginn.  Tengdamamma, Hildur og dætur heimsóttu okkur á deildina ásamt Mása & co. Í gær komu Lilja Hrund og Lilja amma í heimsókn, Þóra og Bergrún úr Stúlknakórnum komu og færðu okkur blóm frá kórnum, yndislegar Stúlknakórsstelpurnar, Svana ljósmóðir kom eftir hádegið.  Haukur afi, Elín og Elvar heimsóttu okkur svo seinni partinn. 

Núna erum við farin að velta fyrir okkur skírnardegi, viljum skíra sem fyrst.  Erum auðvitað búin að ákveða nafnið, það kom bara að sjálfu sér í gær. 

Bendi ykkur á Barnalandssíðuna. http://ernuogeythorsbarn.barnaland.is/

Eyþór

S5000524


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband