Færsluflokkur: Menning og listir
9.7.2006 | 20:55
Stelpurnar lýstu þessu mjög vel í ljóði
Kvíði og stress hefur heltekið þau síðustu daga,
og það er eitthvað sem verður að laga.
En allt hefur þó verið þess virði,
þótt minnstu munaði að ekkert brúðkaup yrði.
Nokkra daga fyrir brúðkaupið,
byrjaði fyrst af öllu kapphlaupið.
Dúka og diska allt þurfti að finna,
allt yrði fullkomið og ekkert minna.
Hvað á að drekka og hvað á að borða,
hvernig á þakkarræðuna að orða.
Tíminn flýgur, tíminn líður,
aldrei nokkurntímann tíminn bíður.
Síðasta daginn þau elda á fullu,
matreiða einhverja fljótsoðna drullu.
En svo á endanum tekst okkur liðið að róa,
og brunasárin sem mega gróa.
Þau bæði mættu hrein og strokin,
þeim tókst þetta þá svona alveg í lokin.
Maturinn góður og veislan æði,
sjá hvað þau eru montin bæði.
En það sem mestu máli skiptir, er að þau elskast afar heitt.
Annars þýddi þetta hjónaband hvort eð er ekki neitt.
höf: Brynja Dögg Ísfjörð
Menning og listir | Breytt 19.7.2006 kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2006 | 20:49
Leti og aftur leti
Best að skrifa eitthvað á þessa blessuðu síðu fyrst hún er til. Margt og mikið skeð síðan síðasta almennilega bloggið leit dagsins ljós á þessari síðu. Við hjúin giftum okkur s.s með pomp og prakt þann 1. júlí s.l. Ætla að stikla á stóru varðandi þann dag.....
Veðrið var eins og pantað sól og blíða engin spurning Við stelpurnar drifum okkur í greiðslu til Írisar og förðun til Helgu um 12 leytið eftir að hafa lagt blessun mína yfir skreytingar á borðum og slíkt, en Eyþór var enn kófsveittur við eldamennskuna með múttu sína sér við hlið þegar við stungum af Vorum búnar í snyrtiveseninu um 14:30 og fórum þá heim þar sem svaramaðurinn minn (pabbi) var mættur á svæðið og til í slaginn. Eyþór skrensaði svo inn um dyrnar 14:55 eftir að hafa verið að klára það sem eftir var, átti þá eftir að skutlast í sturtu og við í dressin og síðan var rölt út í Ford Taunus að sjálfsögðu alveg pollróleg og yfirveguð.
Tókum smá prufurúnt og hlustuðum á Sven Ingvars syngja "jeg ringer pa fredag" Taunusinn innheldur nefnilega plötuspilara, þar sem við áttum ekki að mæta í kirkjuna fyrr en 16:03. Þegar við komum að kirkjunni biðu okkar þar sr. Óskar og mæðurnar okkar, Ragnhildur Sól hringaberi og hennar foreldrar. Athöfnin gekk frábærlega fyrir utan að brúðurin var ekki lengur eins pollróleg eins og hún hafði verið áður en hún fór af stað, hjartað hamaðist, hendur og hné skulfu en brúðguminn var nokkuð öruggur með sig fyrir utan að á andlitinu á honum var fast bros sem var hið besta mál.
Brynja og Rakel löbbuðu á undan með Ragnhildi Sól og voru allar svo sætar og krúttaralegar. Ragnhildur neitaði reyndar að afhenda hringana en Brynja sá nú til þess að hringarnir rötuðu í réttar hendur.
Við höfðum yndislegan prest hann sr. Óskar sem gaf okkur saman og sagði margt svo fallegt og gott okkur til handa, hefði enginn gert það á sama hátt og hann, takk fyrir það Óskar okkar
Stelpurnar hans Eyþórs (Stúlknakórinn) söng í athöfninni og voru hreint út sagt yndislegar, fékk hroll þegar þær byrjuðu að syngja í bljúgri bæn það var svo frábært. Þær sungu líka í veislunni og fóru á kostum þar líka. Þrefalt húrra fyrir þeim og takk kærlega stelpur þið voruð æðislegar.
Síðan fórum við með Mása bróður (Ernu) upp í Kjarnaskóg þar sem við löbbuðum um stóran hluta skógarins til að finna "réttu staðina" , hann tók um 260 myndir af fjölskyldunni en brúðurin á við myndavélafobíu að stríða þannig að það verður spennandi að vita hvort einhver finnst sem er nokkuð eðlileg, smá sýnishorn komið á netið
Loks var brunað í veisluna sem var í safnaðarheimilinu og þar fengum við helling af hrísgrjónum yfir okkur og húrrahróp sem Lúlli veislugúru hafði æft og í lokin bravóhróp sem stúlknakórinn og Tobbi höfðu æft af stakri snilld. Svo var knúsað og kysst í góða stund.
Við hjúin höfðum mallað veisluna alveg sjálf og vorum að sjálfsögðu mjög sátt við útkomuna nema að við elduðum ca helmingi meira en borðað var...hmm en erum núna komin í góða æfingu fyrir næstu veislu sem verður haldin vonandi bara mjög fljótlega Nokkrar kórstelpur sáum um að ekkert vantaði á hlaðborðið og stóðu sig vel í því eins og allt sem þessar elskulegu stelpur gera, það er jú þeim að þakka að stóru leyti hversu vel allt tókst til
Síðan söng Hafdís Þorbjörns fyrir okkur við undirleik Arnórs og það var ÆÐISLEGT í einu orði sagt eigum það á dvd til að ylja okkur við í ellinni sem og reyndar alla athöfnina og veisluna en um það sá Guðmundur mágur Ernu. Dæturnar okkar fóru einnig með tvö ljóð sem Brynja samdi og var alveg snilld líka komu okkur algerlega á óvart með því
Flestir gestir voru farnir heim um kl. 21 og við nýbökuðu hjónin einnig, nokkrar kórstelpur sáu um að ganga frá fyrir okkur þannig að við fórum bara heim með dætrunum og áttu ljúft kvöld heima við...þannig var þetta í mjög stórum dráttum...
Bara æðislegur dagur og allir boðnir og búnir að gera okkur hann sem yndislegastan
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 15:31
Langt síðan síðast
Halló!
Ekki höfum við munkarnir verið dugleg við að skrifa inn á síðuna undanfarið. Vonandi lagast það. Ég kom heim á fimmtudagskvöld eftir 10 daga ferð um Austurríki og Slóveníu með Stúlknakórnum. Ferðin var frábær og gekk allt saman mjög vel. Kallinn var heldur lúinn þegar hann kom heim, enda var lítið sofið í ferðinni. Maður reyndi að fara síðastur að sofa og vakna fyrstur á morgnanna. Við sváfum svo ekkert (fararstjórarnir) síðustu nóttina, enda komum við seint á gististað og þá átti eftir að hjálpa stelpunum að pakka, pakka sjálfur, og svo undirbúa morgunmat fyrir stelpurnar. Ítarleg ferðasaga kemur síðar.
Núna erum við í sumarfríi. Við erum að dunda okkur við brúðkaupsundirbúning, en erum samt ósköp róleg í þessu. Við fóum í matarboð til sr. Óskars og Unu í gær. Fengum dýrindis grillaðan steinbít. Það var mjög gaman að heimsækja þau. Það er ekki langt fyrir okkur að heimsækja þau, tekur aðeins ca mínútu að labba.
Á mánudag ákváðum við Erna að ganga inn Glerárdal í góða veðrinu. Við hentum kókómjólk og kexi í bakpokann og rukum af stað. Ég sá einhversstaðar á netinu að leiðin væri 11 km. Mig minnti að það væri brú í dalnum og við héldum því að hringurinn væri um 11 km. Við vorum bara á strigaskóm, enda átti túrinn ekki að vera langur. En þegar við vorum búin að ganga í 1 1/2 tíma og ekkert farið að bóla á brúnni hringdum við í Ingvar Teitsson, ferðafélagsfrömuð. Ég var nú ekki viss hvar við vorum og gaf honum upp vitlausa staðsetningu. Hann sagði okkur hvar brúin var og við ákváðum að snúa við þar sem við áttum talsverðan spöl eftir í hana. Ég sá svo á leiðinni til baka að við vorum kominn mun lengra inn dalinn en ég hafði sagt Ingvari. Eftir að hafa skoðað kort þegar heim kom, sáum við að við höfðum gengið 18-20 km. Hringurinn er 23 km, ekki 11 eins og við héldum. Við vorum nokkuð þreytt í gær. Við ætlum samt að gera aðra tilraun en í það sinn verðum við betur búin. Maður var orðinn hundblautur í lappirnar strax í byrjun ferðar. Þetta var samt mjög skemmtileg ganga. Veðrið var fínt. Því miður gerði norðanátt þegar við vorum á leið heim og fengum við alla fýluna af sorphaugunum yfir okkur. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi náttúruparadís sem Glerárdalur er, er eyðilögð með þessum líka ógeðslegu sorphaugum í mynni dalsins. Það kom okkur mjög á óvart hversu lítið fuglalíf er í dalnum. Spurning hvort spörfuglavarpið hafi misfarist í kuldakastinu um daginn. Við sáum auðvitað helling af hettumáf og sílamáf inn allan dal. Tveir hrafnar, 5 gæsir og 1 hrossagaukur urðu á vegi okkar og þá er það upp talið. Ég held að kuldakastið hafi haft mjög slæm áhrif á varp. Þegar við Ágúst Ingi fórum í veiði í Reykjadalinn um daginn, sá ég 5 dauða þúfutittlinga bara í kring um bílinn.
Jæja, ég er orðinn of duglegur, verð að leggjast í leti
Eyþór
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.6.2006 | 12:44
Grasekkja:)
Kominn tími til að tjá sig eitthvað á þessari síðu, mætti halda að það væri brjálað að gera hjá manni Brynja er búin í skólanum og stóð sig rosalega vel, kláraði 7 bekk með meðaleinkunn 9.4 og var með sjö 10 sem ég segi, hefur þetta frá mér Síðan er bara harkan sex hjá henni vaknar kl. 7.30 alla virka morgna og drífur sig á æfingu og svo yfirleitt í sund til að slaka á. Verður rosalega mikið að gera í boltanum hjá henni í júlí en þá spila þær 20 leiki með þeim sem verða spilaðir á Dana cup, ágúst verður notaður í afslöppun.
Rakel kom á laugardaginn hæstánægð með lífið og tilveruna og búin að vera í miklu stuði og fannst gott að koma "heim" ljúft að heyra, henni gekk mjög vel í skólanum líka en í Svíþjóð eru ekki gefnar einkunnir þannig að Hefur verið á fullu að leika við vinkonu sína hér þá einu sem er á Akureyri því pabbi hennar stakk af til Slóveníu með allar hinar vinkonurnar þannig að hana hlakkar mikið til á morgun þegar liðið kemur.
Karl minn er s.s úti í Slóveníu og fílar sig fínt er að vísu orðinn vel brunninn og svona en ég vildi alveg vera það líka, rjóð af sól en ekki rjóð af roki en svona er þessu misskipt. Vona bara að hann kaupi eitthvað fallegt handa mér ´
Ég hef verið að vinna dálítið auka núna síðustu daga og er það fínt, þess á milli hefur maður verið að sinna stelpunum, slást við Sólina mína og slá garðinn, þakka fyrir að ég rauk í það í gær því veðrið var fínt hérna nema frekar kalt en allavega sól.
Sólin og foreldrar buðu okkur svo í mat í gærkvöldi, sjávarréttasúpu og kalt pastasalat og var það ljúft, Sólin færði móðu sinni og Eyþóri voða fallegan hringapúða með nöfnunum okkar á og dagsetningu...RISAKNÚS fyrir það Gaman að eiga svona til minningar um þetta allt saman.
Svo hringdi Sr. Óskar áðan og var að bjóða í grill á mánudaginn ekkert smá gaman að því, þekki þau ekki svo mikið en hlakka til að kynnast þeim, hann ætlar svo að gifta okkur þann 1. júlí.
Er að verða svolítið stressuð á enn eftir að láta græja kjólinn og finna dót í skreytingar og svona en þetta kemur allt þegar ég fæ hinn helminginn heim fer allt í gang. Á enn eftir að finna kjól á Brynju erum að vísu búnar að fara og skoða og fundum rosalega flottan rauðan og þar sem henni fer engan veginn að vera í ljósu þá verður hún að vera í lit, þannig að það verður flott ef hún ákveður sig.
Jæja ætla að fara að lesa smá stund í kuldanum, ákvað í gær að lesa allar bækurnar hans Arnalds upp á nýtt og er á annarri núna, vakna nefnilega svo snemma á morgnana núna stundum kl. 5 gerði það í gær og fór og setti í vél og þvoði mér um hárið er ekki eðlileg og verð það ekki úr þessu.
Tuðari kveður og eigið góðan dag.
8.6.2006 | 20:55
Vínarborg
Hae
Ég er staddur í Vínarborg eftir langa og stranga ferd sídustu daga med Stúlknakórnum. Allt hefur samt gengid vel og héldum vid fína tónleika í gaer. Á morgun er mikid um ad vera og hápunkturinn midnaeturtónleikar í hinni stórkostlegu Peterskirche á midnaetti annad kvöld. Thad verdur án efa mikil upplifun. Á laugardag verdur svo haldid til Slóveníu.
Thid getid fylgst med ferdinni á sídu kórsins www.blog.central.is/stulknakor
Ég aetla aftur á móti ad hringja í mína heittelskudu og fara svo ad sofa.
Eythor
30.5.2006 | 11:53
Annaðhvort eða...
Það er komið sumar núna ég bara neita að trúa öðru. Fékk mér göngutúr til Sollu bumbulínu í Heiðarlundinum drukkum slurk af kaffi, spjölluðum og sóluðum okkur
Brynja er í skólaferðalagi á Húsavík, sendi mér mynd áðan af bátnum hans Hanna frænda heitnum eitthvað lítið um myndefni á Hú greinilega, sendi til baka mynd af bátum hennar Sollu sem er sandkassabátur haha húmorinn alveg að fara með árgang ´72
Eyþór sagaði niður heilt tré í gær í eldivið þannig að nú ætti maður ekki að þurfa að kveljast úr kulda næsta vetur, ekki það að mér er alltaf kalt á veturnar alveg sama hvort það er kalt úti eða ekki bara orðið vetur veldur mér hrolli Er núna hætt að leysa af á morgnana fer í það aftur 16. júli og fer þá í 100% vinnu út september. Fer í sumarfrí 19 júní og byrja aftur á kvöldvöktunum 3 júlí.
Eyþór fer út með kórinn sinn á sunnudaginn og við mæðgur druslumst hérna einar þangað til 10 júní en þá kemur stjúpdóttirin hingað íha, verður gaman að hafa hana í sumar, hef ekki séð hana síðan um jólin nema bara í gegnum tölvuna, Eyþór kemur svo til landsins 15 júni aftur og þá fer brúðkaupsundirbúningur í lokaferlið eða eitthvað erum ekkert byrjuð haha ekki enn búin að senda út boðskort Þetta kemur allt saman gott fólk.
Best að henda í þurrkarann myndi henda þessu út á snúrur en næ ekki upp í þær og þó er ég enginn dvergur Þær voru hannaðar með risa í huga en vona að karlmennirnir í húsinu fari að gera eitthvað í málinu annars verða þeir bara að hengja upp í allt sumar og hugsa að af tvennu illu lækki þeir nú snúrurnar (annar þeirra þarf samt alltaf að hengja upp því hann á enga konu)
Hætt þessu þvaðri og farin að slást við þvottinn
Ernan
Menning og listir | Breytt 31.5.2006 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2006 | 13:03
Til vinstri snú:)
Kosningarnar búnar, get nú ekki annað en verið fegin, hefur ekki verið annað undanfarnar vikur í sjónvarpinu en einhver kosningaáróður Lá samt í sófanum langt fram á nótt og fylgdist með niðurstöðum og fílaði það mikið þegar D listinn féll einhversstaðar eins og t.d. hér á Akureyri....var sko kominn tími til að D listinn færi úr meirihluta hér og mínir menn inn víha
Annars allt gott að frétta held ég bara, Eyþór vinnur og vinnur frá sér allt vit, búinn að vinna alla helgina og fer svo í veiði í kvöld og verður langt fram á morgun og skilur ekkert í þessari þreytu þessir karlmenn en þeir slappa svo vel af í veiði að þetta er í lagi.
Brynja og vinkonur fóru á Da Vinci code í gærkvöldi og mæla eindregið með henni, ætlaði að fá Eyþór með mér á hana en hugsa að ég dembi mér bara á hana ein í kvöld kannski sé til, býð Brynju kannski með mér í bíó á einhverja aðra mynd, það er aldrei neitt í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum þannig að annað hvort er að fara í bíó eða bara leigja mynd eða horfa ekki á sjónvarp það er auðvitað valkostur líka
Pétur efrihæðarsambýlingur og pabbi hans voru að fella stóra reynitréð í horninu á garðinum þannig að nú nýtur stóra grenitréð sín alveg mjög vel, skyggir ekkert á það. Fáum hellings eldivið fyrir veturinn við þetta.
Röltum niður í miðbæ í gær og fengum okkur kaffi í te og kaffi settumst svo í sólina og horfðum á fólkið, var nú samt frekar kalt hér í gær þó svo að sólin skyni skært, vorum þá að íhuga hvað væri frábært að prufa að búa á Ítalíu eftir 4 ár og að vera í eitt ár, Brynja búin með 10 bekk og gæti verið í tungumálaskóla eða bara verið eftir heima ef hún vill ekki koma með Hugsunin um að vera í hlýju landi í eitt ár yljaði en þetta eru bara draumar, en maður getur alltaf látið draumana rætast ef maður vill Sjáum til margt getur breyst á 4 árum.
Hef lítið að segja, þarf að fara að sækja Brynju á fótboltaæfingu, Hildur skutlaði henni þangað eftir kaffisopa og spjall í morgun.
Kveð að sinni
Erna
Menning og listir | Breytt 31.5.2006 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)