Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
23.9.2008 | 20:58
Leiðinda tími
Veikindi og aftur veikindi, rétt rúm vika síðan litla eldfjallið mitt var lasið og svo í gær varð hún aftur lasin með háan hita og búin að vera í dag með 39.4°C og hreint alveg hundlasin, litlu lungun alveg stútfull af kvefi ömurlegt. Eyþór var með hana fram að hádegi í gær og í dag og ég tók svo við þegar ég kom heim og verð heima með hana á morgun. Skyldi þetta engan enda ætla að taka. Skilst að flensan sé komin og greinist bara enn sem komið er í börnum. En s.s. búinn að vera tiltölulega rólegur dagur bara viljað kúra og láta lesa fyrir sig, ekkert borðað og lítið sem ekkert drukkið. Var reyndar búið að segja mér að bakflæðisbörn væru veikari fyrir þannig að það er greinilega að sanna sig bara.
Sit núna og er að velta fyrir mér hvenær ég eigi að panta mér flug suður í næstu viku, hvort ég eigi að taka sénsinn á að fara með morgunflugi á fimmtudaginn og gista bara eina nótt eða hvort ég eigi að taka síðasta flug á miðvikudagskvöldin og gista 2 nætur. Hugsa að ég geri það en ætla að melta það til morgun, ætlaði að leigja mér sjúkraliðaíbúðina afþví að hún er í göngufæri við skólann en hún er í leigu þannig að ég ætla að reyna að troða mér inn á Bjart frænda upp í Breiðholti nema ég verði bara á gistiheimili/hóteli sem eru beint á móti skólanum:) Leik greifa í nokkra daga ekki slæmt það:) Skoða það á morgun.
Búið að vera töluvert að gera í náminu, er búin að skila af mér 3 verkefnum og er strax búin að fá úr einu þeirra jebb fékk 10:) Ekki reyndar strembið verkefni en 10 engu að síður:)
Hef ekkert getað hreyft mig núna í 2 daga og ég er að klikkast finn alveg hvernig hálsinn fer alveg til fjandans um leið eiginlega, ætla að hreyfa mig áður en Eyþór fer í fyrramálið í vinnuna bara verð til að höndla daginn. Er hrikalega svöng núna en að sjálfsögðu fæ ég mér ekkert nema kaffi eða vatn, reyndar 4 döðlur sem tróðu sér upp í mig áðan bölvuð frekja í þessu þornuðu stykkjum.
Þarf að fara með Poloinn í skoðun á föstudaginn, er í fríi þá og Eyþór líka held ég, vorum að spá í að fara í Mývatnssveitina og vera á hótel Reynihlíð yfir helgina en hugsa að við geymum það þar til í október, Katla lasin og ég þarf að læra og Brynja er að fara á Rósaball og ég veit ekki hvað og hvað, sendi kannski kallinn bara á gæs í staðinn, hann tímir bara aldrei að borða það sem hann skýtur......Mási nennirðu ekki að fara með honum hann er að gera mig brjálaða
Best að hætta þessu rausi og fara að læra eins og ég ætlaði mér upphaflega að gera, alger letihaugur svei mér þá, bara kem mér ekki til að lesa um aldurstengdar breytingar á sjón og heyrn...tja hvað getur maður sagt.
Sjúlli kveður latur
16.9.2008 | 22:49
Siggi stormur
Er nú aldeilis réttnefni á karlangann núna, spáir bara stormi hingað og þangað. Orðið býsna hvasst hér á neðri brekkunni en samt ekkert annað en smá rok er nefnilega úr sveit og kalla því ekki allt ömmu mína Ógisslega dugleg var að klára upprifjunarspurningar í hjúkruninni og er bara á góðu róli þar, rifjast nú allt upp hægt og rólega þegar maður fer að glugga í þetta. Eins gott að Hildur sys er ekki langt frá heldur getur alltaf reddað manni þegar allt fer í hönk
Pabbi gamli á afmæli á morgun, var með í hótunum í dag haha við mættum alls ekki koma með neitt, hótaði meira að segja að vera að heiman alltsvo í berjamó, verður nú ekki þar held ég miðað við veðurspá, en honum er meinilla við svona afmælisgjafir en bara ef það snýr að honum s.s. að honum sé gefið. Býst nú samt við að maður fái eitthvað bakkelsi hjá honum ef maður birtist ojájá vantar aldrei upp á það. Tekur sko ekki mark á því ef maður segist vera í aðhaldi, "svona fáðu þér bara"
Katla var eitthvað lasin í dag á Bubbakoti og sofnaði snemma, og svaf í tæpa 3 tíma greyið og steinsofnaði svo kl 20.30 í kvöld, gæti trúað að tönnslurnar væru að hrjá hana sýnist vera einar 4 á leiðinni. Er líka alveg haugkvefuð með mikið oní sér, spurning um að láta hlusta hana greyið. Brynja líka búin að vera að drepast úr kvefi en mætt samt alltaf í skólann enda ekki týpa sem þolir að vera heima lasin onei.
Búin að vera síðustu daga að reddast í dánarbússkiptum hennar mömmu og verða síðustu pappírarnir tilbúnir á morgun til undirskriftar og þá þarf bara að selja íbúðina, enginn sem vill íbúð??? Þakka guði fyrir að hafa fengið lögfræðing til að sjá um þetta, þvílíkt pappírsflóð og vesen jiddúda mía segi nú ekki annað.
Eyþór er að láta kirkjukórinn kyrja sálma og söngla eitthvað, alltaf á mánudagskvöldum og þriðjudagskvöldum, gaman að því fyrir hann ábyggilega, verður svo allan morgundaginn útí á Dalvík að kenna.
Held ég ætli að fara að sofa alltaf vöknuð dálítið vel fyrir 6 hlakka til að fara til Dublin og sofa til 7 haha ætla ekkert að sofa lengur þvi þá verður farið að troða sér í hlaupaskóna og mall here we come. Er líka að æfa mig í útlenskunni sko þannig að þið sem lesið skuluð ekki vera hissa þó svo að ég verði svona nokkurn veginn tvítyngd hér
Sjúlli seis gúddbæ and gúddnæd
15.9.2008 | 11:36
Vinstri gæra eða vinstri grænn bara:)
Aðeins að blogga, hef nottlega ekkert að segja frekar en fyrridaginn en einhverra hluta vegna þá gusast alltaf einhver vitleysa út úr mér þegar ég dett hér inn, næs:)
Loksins búnar að ákveða okkur við mæðgur og Hildur hvert við ætlum að geysast í nóvember, Dublin varð fyrir valinu og hananú, ódýrt að versla og svo held ég að þetta sé bara skemmtileg borg:) Hlakka gríðarlega til að komast aðeins frá öllu amstri og chilla með Hildi og Brynju komum allar til með að hafa gott af því.
Byrjuð í skólanum eins og ég hef áður sagt og búin að skila af mér fyrsta verkefninu og gekk það nú bara vel. Er svo að dunda mér við að lesa í hjúkruninni og gera upprifjunarverkefni veitir ekki af ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma, nema að heilinn í mér sé svona lekur, gæti reyndar verið.
Er að slæpast núna í vinnunni, er heima, varð að fá mér ristað brauð og svo er ræktin kl 13 jájá ekkert slegið slöku við núna, enda bara þéttist ég og þéttist, bumban á hraðri leið norður og niður og sakna ég hennar ekki rassgat. Þetta hefst allt með harðræði, breyttu matarræði og hreyfingu og ENGINN sykur nema á laugardögum. Sæll og fínt
Fer alltaf í vitjun til MS konu á mánudögum og þar er pólitík rædd út í eitt, við erum nefnilega báðar svo grænar í gegn að það liggur við að vaxi gras út um eyrun á okkur. Virkjanir er eitthvað sem okkur hugnast ekki og er aldrei þagað þegar þangað er komið enda líður tíminn hratt.
Ætla að fara að drífa mig í vinnuna og klára tölvuvinnuna þar.
Sjúlli kveður málglaður með meiru
13.9.2008 | 06:46
Það er næstum nótt
Maður kominn á fætur og svona og kl einungis 06.37, og maður aðeins búinn að vaka í klukkutíma. Það er svo gott að eiga svona kríli sem er morgunhresst, hefði samt viljað sjá mig vera frekar að vakna núna en...svona er þetta bara.
Brynjan mín er að fara á Krókinn í dag, ætlar í bústaðinn með pabba sínum og fjölskyldu, kemur svo aftur á morgun. Það er frí í fótboltanum í 3 vikur og er hún voðalega dugleg að fara og hlaupa í staðinn fyrir æfingu.
Skólinn byrjaður og maður strax kominn í verkefnavinnu sem er bara fínt. Ætla að klára að fínisera eitt verkefni í hjúkrun í dag og losa mig við. Keypti mér bók í Eymundsson í gær í áfanga sem heitir "Stjórnun" hún var þunn en kostaði 5000 kr svo fattaði ég að kíkja á bókasafnið og þar fékkst hún auðvitað, þannig að ég rauk með nýju bókina og skilaði og tók hina og ætla að ljósrita hana, bannað eða ekki bannað ætla samt:)
Skrapp til pabba í hádeginu í gær þá voru þar Bjartur og Hildur að snæða saltkjöt, jájá fullt af fólki. Gaman að því. Er með eitthvað vesenis exem í kringum augun og svo þurr í augunum og klæjar endalaust ekki gaman, en eflaust einhver vírus.
Hef ekkert að segja en mér leiðist alveg óendanlega núna, er ekki að nenna því að horfa á Skoppu og Skrítlu í 1000 skipti, þó þær séu sniðugar:)
Komið í ljós að útskriftin mín verður 21 des, Eyþór kemst ekki með mér, hugsa að ég fari bara suður taki við prófskírteininu og fljúgi svo heim aftur, þetta er frekar leiðinlegur tími upp á þetta að gera.
Sjúlli kveður bless
9.9.2008 | 20:39
Jáhá
Brjálað alveg að gera hjá Brynjunni minni það sem eftir lifir árs við að fara til útlanda:) Ragna amma og Maggi afi voru að bjóða henni með sér á Man. United leik 17-20 okt og mín hefur ekki enn hætt að brosa síðan hún fékk þessar fréttir. Þau eru svo góð við hana verður aldrei fullþakkað enda alls ekki sjálfsagt svona. En þessi elska mín á samt allt það besta skilið og þetta búið að vera hennar draumur lengi. Síðan verður hún heima í mánuð og þá fer hún með mömmunni í búðartrylling einhversstaðar ekki alveg komið á hreint. Gæti trúað að Prag og Dublin eða Glasgow komi sterk inn núna, er víst svo dýrt að versla í kóngsins Köben:)
Skólinn byrjar á morgun og fór ég og fjárfesti í prenthylkjum í prentarann fyrir 10 þús krónur jahérna en fékk þó næstum 1000 kr í afslátt út á KEA kortið já borgar sig að vera í KEA. Annars var ég að fá að vita líka að staðbundna lotan er 2 og 3 okt þannig að ég fór í að redda mér sjúkraliðaíbúðinni ekki komið svar reyndar um það.
Var að vinna í morgun, brjálað að gera vægt til orða tekið..pjúff þvílík martröð. En þessi vinna hefur bæði kosti og galla.
Katla svaf svo lengi í dag að ég veit ekki hvenær í ósköpunum hún sofnar, situr núna og horfir á Söngvaborg og dansar og borðar döðlur:) Mamman fær sér alltaf eina döðlu ef hún finnur fyrir sætindaþörf og þá vill Katla líka:)
Hef ekkert að segja skil ekki hvað ég er að þusa hérna, later
Sjúlli kveður næstum mállaus
7.9.2008 | 22:02
Bikarinn í höfn
Þokkalega stolt af stelpunum, rótburstuðu Völsunga 5-0 og mikil gleði sem ríkti með bakkelsi á eftir. Fallegur hópur:)
Helgin verið frekar róleg, ég hætt að vera með beinverki í tánum og allt að koma bara held ég. Hlakka til að geta farið að hreyfa mig aftur, finn ótrúlegan mun þegar ég get ekki hreyft mig í einhverja daga verð öll ótrúlega aum eitthvað. Katla öll að koma til líka, fer á Bubbakot í fyrramálið, er reyndar haugkvefuð ennþá og var ekkert ferlega hress í Kjarnaskógi í morgun en þetta er allt á leið til betri vegar:)
Eyþór er að spila í messu og Brynja fór út með gömlum bekkjarfélögum sínum úr Brekkuskóla í fótbolta, fær aldrei nóg af fótbolta held ég. Sem er bara gott held ég, búin að finna út að Katla má fara í íþróttaskóla eftir áramótin gildir árið sem þau verða 2 ára og ég held að henni veiti ekki af því til að losa um smá orku. Verður þá líklega á laugardögum er það allavega núna. Brynja byrjaði einmitt 2-3 ára í íþróttaskóla og hún er eins og hún er í dag. Ekki að ég vilji endilega að Katla verði önnur Brynja en ég held bara að íþróttir séu nauðsynlegar og bara gott fyrir krakka að hreyfa sig eins og staðan er í dag sérstaklega.
Fékk helling af krækiberjum hjá pabba um helgina og ég er að spá í að safta smá alveg meinhollt. Kannski geri ég krækiberjahlaup sé til hversu aktív ég verð nú annars bara frysti ég eins og í fyrra.
Hræðilega leiðinlegt sjónvarpsefni í kvöld eins og reyndar mjög oft um helgar, horfði reyndar á ágæta mynd í gærkvöldi á stöð 2 en það er samt ekki oft sem maður getur gónt á eitthvað um helgar, enda er ég meira fyrir að lesa þessa dagana en horfa á tv. Komst ekki upp í garð til mömmu í dag en ætla að skjótast í vinnunni í fyrramálið verður að fá ný blóm í vasann sinn einu sinni í viku
Hef verið að pæla í þvi undanfarið hvað ég vildi óska þess að ég væri rithöfundur en mig vantar bara algerlega hugmyndaflug, ætli maður geti lært að vera rithöfundur, væri sko meira en til í að fara til Ítalíu til að skrifa bók eða eitthvað svona, doldið töff er það ekki. En engin skáldagáfa í mínum kolli
Fjandans tölvan að verða straumlaus stopp verð að hætta stopp hafið það gott
Sjúlli kveður over and out
6.9.2008 | 07:56
Lífið er ekki alltaf leikur
Katla búin að vera lasin alla vikuna, fór einn dag á Bubbakot og þá var hún aftur lasin en sýnist hún vera að koma til. Vaknaði þá ekki ég í morgun með þessa helvítis beinverki, hálsbólgu og verki um allt. Ég er veik og ég þoli ekki að vera veik. Finn meira að segja til i tánum.
Dagarnir verið frekar spakir, fórum í viðtal við lögfræðing dánarbúsins við systkinin á fimmtudag og rukum svo í að gera íbúðina skoðunarhæfa ef einhverjum dytti í hug að vilja kaupa hana. Falleg íbúð væri til í að eiga hana ef ég væri bara ein eða bara með kall gengur víst ekki með 5 manna fjölskyldu haha. Enn smá dót samt eftir í íbúðinni, aðallega eitthvað sem þarf að fara með í söfnun og eitthvað sem við vitum ekki hvað við eigum að gera við.
Horfuðum hjónin á mjög góða mynd í gærkvöldi sem heitir P.S I love you, ótrúlega falleg mynd pínu langdregin en æðisleg, kallaði alveg fram tárin nokkrum sinnum:) Keypti hana um daginn og líka myndina Finding Neverland sem fékk svo góða dóma á sínum tíma, ætla að horfa á hana í kvöld kannski ef ég nenni.
Nú fer skólinn að bresta á, búin að borga skólagjöldin og bíð bara eftir að fá lykilorð svo ég komist inn á WebCt stemning fyrir þessu, útskrift í desember, ótrúlegt að þetta sé að verða búið, hélt hreinlega að þetta tæki aldrei enda. Ýmislegt búið að ske á þessum tveimur árum síðan ég byrjaði í náminu, eignaðist barn, skírði krílið, fermdi báðar stórurnar, mamman mín dó, jájá það bæði búin að vera gleði og sorg en svona er lífið okkar í hnotskurn og maður verður að takast á við aðstæðurnar hverju sinni, allt þetta er held ég svona prófsteinn á mann.
Litli gormurinn minn verður stöðugt kraftmeiri, núna er klifur uppáhaldið, klifrar upp á allt, situr núna í ruggustólnum og ruggar ekkert rólega heldur mjög kraftmikið bíð eiginlega eftir að hún hendist út á gólf hreinlega. Hissa á því miðað við hvað hún er mikill glanni að hún hefur ekki þurft neina alvarlega hjálp í viðlögum haha 7-9-13. Á þessum aldri var Brynja búin að fá einn skurð á hökuna sem reyndar var ekki hægt að sauma saman vegna þess að þetta var svo vondur staður, var límt í staðinn, var reyndar bara óhapp en ekki glannaskapur. Svona er þetta.
Best að fara að horfa á barnaefnið og slaka sér aðeins
Sjúlli kveður VEIKUR (vantar samúð)
31.8.2008 | 22:22
Dagurinn í dag
Er s.s. sunnudagur og vinnudagur á morgun sem ég er eiginlega bara alls ekki að nenna. Lyfti svo rösklega í morgun að ég hef hreinlega tognað í hálsinum og er vægt til orða tekið að drepast þar, en svona er þetta þegar maður segir fitupúkanum stríð á hendur þá laskast alltaf eitthvað.
Katla búin að vera með kvef undanfarna daga eins og við foreldrarnir reyndar líka, en hún var svo með hitavellu í dag og núna sefur hún en hlær og volar og spjallar til skiptis upp úr svefni. Fórum aðeins til pabba í morgun og hún fékk nammi og var þvílíkt alsæl en móðgaðist reyndar ferlega líka þegar móðurmyndin var að reyna að plokka hor úr nebbanum, afa leist ekki á blikuna og hafði ekki hugmynd um hvað hafði skeð, eins gott að hann veit ekki að ég var að pína barnið.
Fullt af nýjum myndum á myndasíðunni okkar hef ekki tíma í meira þar sem stubbur er órólegur
Sjúlli kveður teygður og togaður
29.8.2008 | 13:55
Sól, rigning, rok
Kominn tími á eins og eitt gott blogg eller hvad. Já nú talar maður bara dönsku eða slettir henni réttara sagt:) Erum að fara líklega 20-23 nóv til Köben við Brynja og vonandi með Hildi sys með okkur. Verður bara gaman að fara í tívoli og bara á þessum tíma skilst mér að allt sé að verða komið í jólabúning jibbí hlakka til.
Búin að vera ógisslega dugleg að hreyfa mig, hreyfi mig á hverjum degi á meðan Katla sefur en tek mér frí um helgar, er aðeins farin að finna mun á fötunum mínum, ekki nógu mikinn samt, verð greinilega að breyta einhverju í kerfinu hjá mér:)
Fórum við systur í gær með sólirnar með okkur til Húsavíkur, vorum að klára að fara í gegnum dótið hennar mömmu sem var í skúrnum hjá Mása, þá er ekkert eftir nema nokkrir kassar í íbúðinni hennar hér og fara með dót á haugana og söfnun og eitthvað svoleiðis. Já verður gott þegar þetta er frá, þetta er erfitt finnst mér. Keyrðum svo í roki og rigningu með kerruna fulla af dóti en Mási bjó svo vel um þetta að það var allt á sýnum stað þegar við komum heim:) Fengum vöfflur og rjóma þegar á Víkina kom, brósi og Hilmar voru búnir að redda því, og kássu, hvítlauksbrauð og salat. Takk kærlega fyrir oss min ven, afþví ég veit að þú lest þetta alltaf kallinn minn
Nenni ekki að fara að þrífa, geri það bara seinnipartinn þegar ég er búin að skutla Brynjunni minni í Hamar en hún er að fara suður að keppa á Íslandsmótinu, var nú fengin til að keppa með 2 flokki á móti KR í fyrradag seisei já. Hennar líf og yndi bara..Katlan sefur eins og rotuð í roki og rigningu vel varin í nýju fínu kerrunni sinni.
Hef ekkert að segja núna þannig að
Sjúlli kveður með sól í sinni
22.8.2008 | 21:28
Handboltastrákarnir okkar:)
Ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur en í dag my gad ég er hreint út sagt að deyja úr stolti. Ætla ekki að lýsa því hvernig við þrjú vorum hérna í dag á meðan leikurinn var, þetta var bara frábært og ég er ekki að grínast þegar ég segi að hér var hlegið og grátið En mér finnst við ekki mega gleyma því hversu frábær forsetahjónin eru og þá sérstaklega dýrka ég hana Dorrit hvað hún er eitthvað frjálsleg og frábær, reif hljóðnemann af Adolfi Inga í dag og sagði "Ísland er ekki lítið land Ísland er stórasta landið" bara frábær
Brynja er farin suður að keppa og kemur aftur á sunnudag, Eyþór kom heim í gær og fer aftur í fyrramálið suður og kemur líka á sunnudag, þannig að ég og Katla verðum hér að chilla bara tvær ekki að það verði neitt leiðinlegt. Ætlum að horfa á leikinn milli Íslendinga og Frakka á sunnudagsmorgun og tjútjúa. En þegar ég var að fagna þegar Ísland lék á móti Póllandi gólaði ég alltaf og hún greyið fór alltaf að gráta þannig að ég breytti fagninu í tjútjú og það fannst henni bara fyndið og er farin að tengja það við handboltann, tjútjúaði alveg helling yfir fréttatímanum
Nammidagur hjá mér á morgun og ég keypti mér slátur til að borða með hafragrautnum í staðinn fyrir rúsínur, jamm ekki búin að kaupa neitt nammi enda ótrúlegt en satt þá langar mig ekki í það. Vigtin hefur lítið hreyfst á þessum 2 vikum en bumban hefur samt minnkað gaman að því og mér líður mikið betur. Hef hreyft mig alla virka daga en ekkert um helgar og þetta er allt að koma, ætla að verða búin að ná af mér því sem ég ætla að ná þegar ég fer til Köben í nóvember svo ég geti keypt mér helling af fötum, annars ætla ég að verðlauna mig þegar ég er laus við helminginn (5kg) og fá mér Levis gallabuxur útvíðar og ógeðslega flottar kosta reyndar 16 þús en ég á það alveg skilið
Katla steinsefur, var eitthvað pirruð allan seinnipartinn en lagaðist þegar leið á kvöldið, og steinsofnaði á örfáum mínútum. Vaknaði kl 5.30 í morgun og varð auðvitað strax að fara á fætur bara gaman að því. Pabbi kom svo með meiri ber í dag, ég set í litla poka og tek svo einn upp í einu og passar svona akkúrat í tvo skyrdrykki, einn handa mér og annan handa Brynju, fæ mér alltaf svona um kl 10 þegar ég er búin að æfa. Stútfullt af andoxunarefnum og ég veit ekki hvað og hvað. Annars fer skólinn að byrja hjá Brynju, skólasetning í dag og fórum við og verslum dót fyrir 10 þús kr inni í því var reyndar vasatölva sem kostaði böns
Best að fara að lesa, nenni ekki að horfa á tv núna, geri víst nóg af því.
Sjúlli kveður svaka ferskur