Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
19.8.2008 | 13:56
Mér finnst ég dugleg
Fórum við mæðgur upp í Kjarna í gær og þetta var það sem litla barninu fannst mest spennandi vatnsbrunnurinn, ekki til að drekka heldur til að reyna að stífla draslið. Fínt veður í gær og vorum töluverða stund að eltast við kanínur og slíkt í kjarnanum í gær.
Búin að vera nokkuð dugleg í dag, byrjaði á ræktinni, fór síðan í langt og heitt bað og las nokkrar blaðsíður í bókinni sem ég er að lesa. Gerðum svo nokkra reikninga á útistandandi skuldara sem Eyþór var búinn að spila fyrir og sendi svo litla frænda mínum honum Magnúsi Atla pakka, svo þegar ég var búin að setja hann á pósthúsið fattaði ég að Brynja er að fara að keppa á Húsavík í dag ég er skýr og skýrari en það. Skellti mér svo á fasteignasöluna og skrifaði undir sölusamning á íbúðinni hennar mömmu þannig að það er frá og renndum svo mæðgur aðeins upp í íbúð til að flokka draslið sem fer á haugana á morgun. Endaði á Bónus og rauk svo heim til að borða og síðan hljóp ég og sótti stubbinn minn á Bubbakot og er svo hér í chilli.
Finnst þetta nú ágætis árangur sko. Eyþór er í Skálholti að kenna á einhverju námskeiði í blíðskaparveðri, hita og sól. Var nú líka alveg hiti og sól hérna líka en það er nú ekki lengur frekar kalt fannst mér þegar ég sótti Kötlu.
Síðan bara fer dagurinn í að halda litla kút selskap, spurning hvað við finnum okkur til dundurs, kíki kannski á pabba ef hann er ekki í berjamó, held hann sé fluttur þangað þessa dagana, sem er bara gott leiðist ekki á meðan.
Best að hengja upp úr einni vél áður en krílus vaknar.
Sjúlli kveður aktívur
14.8.2008 | 17:20
flott er það
Var á labbinu í gær og ákvað að setja inn þetta roknaskip, sést kannski ekkert almennilega var bara með símann minn þannig að myndin er ekkert spes:)
Þreytt eitthvað í dag, búin samt að vera rosalega dugleg, en svo margt sem þarf að gera og allt í einu bara varð ég orkulaus, var svo orkumikil í gær en smáhlutir geta sett allt úr sambandi.
Ætlum að fara með bílinn hennar ma á morgun og láta meta hvað það kosti að gera við hann, ef það kostar eitthvað hjúts þá veit ég ekki hvort það verður kostnaðarins virði. Sé til með það samt.
Labbaði í rúman klukkutíma í morgun og hélt ég væri að fara í hjartastopp á leiðinni upp brekkuna hjá skautahöllinn en það slapp til haha. Vorum svo núna við Katla að koma inn frá því að versla og leika okkur úti hjá skautahöll hún vildi helst vera ofaní pollinum sem endurnar eru á þannig að ég entist ekkert mjög lengi, fórum bara með íspinna hérna út í garð og lékum okkur þar. Pabbi, Hildur og systur komu svo aðeins áðan með bakkelsi og ég svo stolt fékk mér bara lítinn bita svona aðeins til að fá bragð DUGLEG
Jæja ætla að fara að elda plokkarann minn.
Sjúlli kveður orkuminni en í gær
13.8.2008 | 13:37
Nýr sími getur það verið
Hvað haldið þið annað en að ég hafi fjárfest í nýjum síma í gær, tja var búin að eiga hinn í 3 mánuði og fannst hann ógeð og þá bara kaupir maður annan, Brynja mín fékk ógeðið. Gaf kallnum líka nýjan Black Berry síma jájá geislar af mér gjafmildin. Katla fékk nýjan Rolls ógeðslega flottan og fengum með honum göngubakpoka ekkert smá góður, hinn var að verða eiginlega of lítill fyrir hana.
Búin að vera rosalega dugleg í þrjá daga (er á meðan er) fór tæpa 5 km í morgun og eitthvað svipað á mánudag og þriðjudag. Hjóluðum reyndar hjónin á mánudaginn og ég ætla ekki að lýsa lærunum á mér þegar ég lak hérna inn um dyrnar. Finn að bakið er að lagast af þessu sem er fínt því ég var farin að fá andstyggðar verki í það. Labba eiginlega allt þessa dagana, löbbum með Kötlu á morgnana, Eyþór fer svo í vinnuna og ég reykspóla af stað, labba svo og sæki hana á Bubbakot og svo spássari jafnvel eftir hádegið þegar hún er búin að sofa. Borða bara ógeðslega hollt og fæ mér bara einu sinni á diskinn, finn að mér liður betur, losna vonandi við bumbuna, andinn verður líka léttari. Kíkti aðeins við í garðinum hjá ma í morgunrúntinum bara til að segja henni hvað ég væri dugleg Varð að monta mig við einhvern hvort sem hún heyrði það nú eður ei.
Katla var ekki sofnuð þegar ég kom að sækja hana áðan heldur sat í fanginu á Svenna og um leið oghún sá mig leit hún á hann, veifaði og sagði bæ. Ekkert verið að treina tímann neitt.
Brynja var að keppa við Aftureldingu með Þórsurum í gær og unnu 2.0 það var ljúft, komst samt ekki til að horfa þar sem Eyþór var í upptöku og Katla orðin svo pirruð en fer bara næst. Held þær séu að keppa við Völsung á sunnudag...
Strákarnir okkar eru ekkert smá að standa sig vel í handboltanum, fúl samt yfir því á hvaða tímum leikirnir eru sýndir, tími ekki að fórna nætursvefni fyrir þetta, ætla samt að sjá til með þann næsta sem r held ég í nótt.
Ekkert meira að segja ætla að fara að laga meira til hérna, tók helling af fötum af Kötlu áðan og fór með í söfnun, skúffurnar tómar næstum eftir það þannig að ég í Haggarann og fjárfesti í nokkrum tuskum.
Sjúlli kveður ofvirkur í dag
11.8.2008 | 11:32
Langþráð sumarfrí
Loksins rann sá dagur upp að ég er komin í sumarfrí, búin þokkalega að bíða eftir þessu. Verð í fríi til 25 ágúst og er alveg sæl með það bara, tek svo fullt frí næsta sumar. Byrjaði fríið á því að rölta með Kötlu á Bubbakot, síðan í ljóst og síðan fórum við hjónin og hjóluðum í 1 klst og ég ætla ekki að lýsa lærunum á mér þegar ég kom heim, titrandi og skjálfandi. Maður er greinilega í arfaslakri þjálfun, en ætla að vera dugleg þessa daga sem ég á í frí og hlaupa, hjóla og eitthvað svona skettilegt
Brynja var fyrir sunnan á landsliðsæfingum á Laugarvatni um helgina, gekk ágætlega held ég. Fór á föstudagskvöld og gisti hjá Ása frænda og hann skutlaði henni svo upp á KSÍ á laugardeginum og hún kom svo heim í gærkvöldi. Eru svo að fara að keppa við Aftureldingu á morgun spennó.
Eyþór er farinn til Húsavíkur núna að spila í jarðarför, ætlaði svo í mat til Mása. Litli nýji frændinn minn fékk nafnið sitt í gær en hann heitir Magnús Atli og er flott venjulegt nafn, ánægð með liðið.
Er að panta kerru handa Kötlu algeran rolls og fæ gefins með henni bílstól jájá bara snilld, er reyndar í dýrari kantinum þessi kerra en rollsinn er nú aldrei gefins. Ætlum að losa okkur þá við vagninn og litlu kerruna. Fékk lánaða svona kerru hjá hillu í gær og hún er bara æði, ég þorði ekki að panta áður en ég hefði prófað þannig að ég lét hana taka sénsinn fyrst og fékk svo að prófa hana. Góður
Vorum að skipta um símafyrirtæki, fórum yfir til Vodafone var komin með nóg af símanum, endalaus dónaskapur sem ég hef mætt hér í búðinni, er kannski bara svona leiðinleg sjálf, finnst það nú samt ólíklegt. Höldum okkar símarnúmer en hættum alveg með heimasímann, notum hann ALDREI þannig að ef einhver vill ná í okkur þá eru gsm málið. Reyndar erum við komin með ný netföng, mitt er ernahauks@internet.is og Eyþórs er eythoringi@internet.is jájá og senda svo mail:)
Styttist i að síðasta önnin í skólanum fari að byrja, er orðin svaka spennt að klára, veit ekki hvort það kemur samt til með að skila mér neinu í vinnunni nema bara hærri launum, efast um að ég fái að gera eitthvað meira, voru allir voða jákvæðir fyrst þegar ég fór í þetta en svo núna er ekki eins mikið um jákvæðni finnst mér. Kemur í ljós.
Best að fara að fá sér eitthvað að borða, komin í nammibindindi og þeir sem þekkja mig þá er það mjög erfitt þar sem ég fékk mér nammi í öll mál ekki skrýtið þó svo maður sé með risarass og bumbu nei kemur ekki á óvart DAMN ég verð samt alltaf jafn hissa þegar ég lít í spegil og sé þessi óhræsis rassa og bumbu skvap en svona er lífið. Verður gaman að sjá hversu lengi ég held þetta út, jájá ekki lengi hugsa ég, ælta að grýta af mér 10 kg en kemur í ljós.
Sjúlli kveður með smartis í huga......
4.8.2008 | 22:26
Ein með öllu og allt undir eða hvað......
Jæja þá eru hlutirnir að færast aftur í fastar skorður hér á Munkanum, minnsta barnið er að fara á dagheimilið sitt aftur á morgun eftir mánaðarfrí verður eflaust kát að komast aftur til Svenna síns og Önnu.
Garðinum okkar var breytt í tjaldsvæði um helgina en Már og co settu tjaldvagninn sinn hérna í garðinn og höfðu það bara huggó held ég. Slógum svo upp allsherjargrillveislu hérna á laugardagskvöldið, skreyttum garðinn og grilluðum, við munkar, einhyltingar, tengdó og mágsurnar mínar tvær, og tjaldbúar og pabbi að sjálfsögðu. Lilja og Fannar komu svo með fallega frumburðinn sinn og eins kom Guðný með stubbana sína tvo þannig að hér var stuð.
Vorum töluvert í bænum á föstudaginn og eins á laugardaginn, horfðum á jane fonda leikfimi sem er bara hallærislegt fyrirbæri en hver veit nema maður eigi eftir að skella sér í þessa leikfimi einhvern tímann og geri hundaæfinguna ótt og títt jaha.
Fórum alla morgnana eldsnemma eitthvað út fyrir bæinn, í kjarna í 2 skipti og litli gormur fékk að hlaupa til að minnka aðeins orkuna hjá sér. Skruppum svo aðeins hjónin með krílið upp í kirkjugarð í gærmorgun og settum rósir á leiðið hjá ma, eins og ég geri reyndar alla sunnudaga. Vökvaði og svona í leiðinni veitti ekki af þar sem allt var að skrælna.
Margrét og Gunný eru hérna enn, Gunný reyndar fer í fyrramálið en Magga verður hér út vikuna er í starfsþjálfun hérna hjá Samkaupum.
Hef ekkert að segja, ætla fljótlega að fara að sofa í hausinn á mér vinna í fyrramálið þannig að málið er dautt.
Sjúlli kveður sáttur
31.7.2008 | 13:57
Nú er ég léttur orðinn nokkuð þéttur tralallala
Þvílíkt veður maður minn og ég er inni. Málið er bara að ég er að verða eins og gamla fólkið þoli mjög illa hita haha. Var að þrífa hjá mér búin að vera að slá því á frest undanfarna daga eða vikur vegna veðurs en núna bara gekk þetta ekki lengur en núna angar allt af hreinlætislykt....
Komin í 4 daga helgarfrí jibbí, og svo vinn ég 4 daga og fer í 2 vikna frí, er reyndar að spá í að fá að geyma eins og þrjá daga þar sem við systur og Brynja ætlum að bregða okkur til Köben í nóvember og slaka á. Verður svona mæðgna, móðu, systraferð hihi. Gaman að því, getum fjárfest í jólagjöfum og klárað það af í H&M s.s. núna vita allir að þeir fá eitthvað frá þeirri búllu. Verður gaman, Hilla sys búið í Danaveldi og talar baunlensku eins og innfædd (yeah right) og svo hefur hún líka verið í Köben þannig að ekkert slor að hafa svona veraldarvanan ferðalang með í liði.
Bakaði kleinur hérna eitt kvöldið í brjáluðum hita, urðu frekar mislukkaðar veit ekki afhverju, en ég á eftir að gera aftur fljótlega, voru svo góðar síðast en eitthvað ekki eins magnaðar núna en þær hafa nú étist samt, Eyþór þorir ekki öðru en að svæla þeim niður haha..
Hef ekki margt meira að segja bara lífið er ágætt, er reyndar drulluslæm í hálsinum og hver hreyfing er mjög slæm, en ég er að byrja í ræktinni næstu mánaðarmót þannig að vonandi næ ég að halda þessu þokkalegu. Heimahjúkrun þar sem ég vinn er nefnilega komin með starfsstöð fyrir ofan Vaxtarræktina og þess vegna verður nú magnað að henda sér í ræktina og rölta svo upp í vinnuna bara flott, gæti náð þessu svona ca 3x í viku. Ætla reyndar að byrja að hlaupa aðeins núna í fríinu mínu á meðan Katla fer á Bubbakot lítill annar tími þar sem litla dúfan þarf alveg sinn tíma. Annars er hún búin að vera eins og engill vill bara vera úti og leika og getur dundað sér alveg lon og don, bætist stöðugt í orðaforðann og nýjasta nýtt er að kalla mig Enu og vera með tyggjó sem hún reyndar bara tyggur og er ekkert að troða í hárið eða neitt bara fyndið:)
Best að fara að henda í mig smá nammi ég á það skilið eftir dugnaðinn
Sjúlli kveður með ósk um nýjan háls "takk"
27.7.2008 | 22:42
Góðir dagar á klakanum heita
"Sumarið er komið" eins og hann Bubbi stórvinur minn komst svo skemmtilega að orði eitt sinn. Bara þvílík bongóblíða á norðausturlandi sem er í þessum rituðu orðum "Ísland". Fyndið um daginn þegar Siggi stormur var að segja frá því að eftir að það hafði verið alger blíða í marga marga daga fyrir sunnan "að nú væri bara að kólna í kortunum" en minntist ekkert sérstaklega á að það reyndar væri bara spáð algerri bongó á norðurlandi, það var þá sem ég komst að því að Ísland er suðurlandið í augum þeirra og því bara er norðausturlandið Ísland í mínum augum og hafið þið það. Hvað er þetta með okkur landsbyggðarfólkið erum við annað land en Reykvíkingar tja maður spyr sig...en að allt öðru eða eins og maður segir "nú vendum við okkar kvæði í kross"
Fínn dagur í dag, var að vinna til rúmlega 11 og kom þá hingað heim í tæplega 20°C og voru systkini Brynju í heimsókn þau Unnur og Einar. Katla var alveg í skýjunum yfir athyglinni sem hún fékk frá litla sjarmör. Brynja fór svo að vinna og þau systkin fóru með Diddu frænku sinni heim. Lét mig svo hafa það að baka pönnsur en náði svo ekki í neinn til að borða þær með mér, fór því bara í fílu og fór upp í Kjarna með Kötlu með viðkomu í kirkjugarðinum, settum fallegar hvítar rósir á leiðið hennar mömmu. Kíktum svo aðeins í kaffisnabba i Einholtið og síðan barasta heim.
Eyþór var með tónleika í dag og fór síðan út að borða með einhverju liði og svo í kveðjukaffi séra Óskars sem því miður er að yfirgefa okkur í HEILT ár ásamt fjölskyldu. Hlakka til að ári jibbí skibbí... Á meðan sit ég hér kl 22.37 og steiki fiskibollur jaha skal segja ykkur það, ákvað að hakka slurk af fiski og gera bollur en svei mér þá ef þetta eru ekki meira svona skopparabollur, setti held ég of mikið kartöflumjöl en sem betur fer gerði ég nú bara úr helmingnum núna, en þær eru líka ýmist brunnar eða of ljósar en hvað með það...isssss
Hef nú alls ekkert mikið að segja, bíð spennt eftir skattinum skyldi maður borga eða fá tilbaka, verð alltaf voða spennt á þessum árstíma en líklega þarf ég að borga. Enn 18°C úti og ég er að steikja er í lagi með mig hmmm NEI. Ætlaði nú að baka kleinur þessa helgina en ein gömul svona ca 94 ára sagði við mig þegar ég sagði henni það " nei vina mín í svona veðri bakar ENGINN kleinur" ég hætti snarlega við
Best að hætta að rugla og hemja bollukvikindin áður en þær stinga af
Sjúlli kveður boppandi kátur
22.7.2008 | 16:11
Afmæli, verknámslok, heimahjúkrun og stórkostleg blíða
Í gær hefði hún mamma mín átt afmæli, fór í súkkulaðiköku og kaffi til Hillu pillu og þar var pabbi mættur líka í kökuna, renndum við systur svo með dæturnar okkar fjórar svo upp í kirkjugarð með blóm og kerti, 18°C hiti og mígandi rigning, bara dásamlegt veður.
Búin með verknámið kláraði það sunnudaginn 13 júlí og fékk mjög gott fyrir það og stóð það að sjálfsögðu. Byrjaði svo í heimahjúkrun þann 14 júlí, engin miskunn hjá Magnúsi. Er svo að vinna núna um helgina og ætti því að eiga 4 daga helgarfrí um versló en nei sá ekki betur en ég sé sett í vinnu líka um versló og ég er alls ekki sátt við að það sé ekki allavega talað fyrst við mig. Svona er þetta, kemur í ljós.
Vorum að koma úr bænum við Katla en við reykspóluðum þangað til Hillu og dætra sem voru á torginu að spóka sig í 19°C og sólarlausu svona því sem næst, fórum svo aðeins í sandkassann og erum svo bara inni núna svona aðeins að chilla. Eyþór er að vinna til kl 17 og Brynja til kl 21.30 er að vinna alla daga núna ekkert smá dugleg, er að hugsa um að hætta í unglingavinnunni þar sem búlluvinnan er að verða eiginlega meira og minna alla daga og henni veitir ekki af að eiga smá frí líka.
Við systkinin búin að vera að dunda okkur við að fara í gegnum dótið hennar mömmu og nú s.s. megum við setja íbúðina á sölu samkvæmt lögfræðingi sem sér um dánarbúið. Hef ekki enn haft mig í það að gera það en verð að drullast í það í vikunni, þarf líklega að þrífa íbúðina og snyrta áður en það er hægt reyndar. Vígði saumavélina og lagaði hitapokann minn sem rifnaði eiginlega í tvennt og já ég bara elska þessa saumavél, kann svo vel á hana og það er eitthvað svo gott að setjast við hana ekki sjaldan sem maður var búinn að sauma á hana, allar gardínur og allt fékk maður að renna í gegnum þessa elsku.
Bíllinn hennar mömmu búinn að vera á verkstæði og er enn alls ekki nógu sölulegur, heggur eins og honum sé borgað fyrir það en ekkert hægt að gera við því allavega ekki sem svarar kostnaði, er að spá í að kaupa hann af þeim og nota hann í vinnuna, svolítið happaglappa þar sem sjálfskiptingin gæti farið til fjandans en allt er þetta tilviljunum háð, reyndar líka ótrúlega fyndið þá lokaðist mamma oft inni í honum á veturnar, allt fraus bara fast og í eitt skipti skaust hún á pósthúsið og þá þurfti einhver maður að bjarga henni því hún komst ekki út, haha sé mig í anda, hjálp viljiði toga mig út um gluggann takk.....mu´hahahha
Best að hætta þessu bulli og fara að spjalla við Kötluna mína fallegu sem er að rústa öllum geisladiskum pabba síns núna, *hóst* verður líklega ekki mjög happy með það
Sjúlli kveður orkutæpur
10.7.2008 | 21:16
Gleði:)
Alltaf gleðilegt þegar lítil börn fæðast, en það fjölgaði s.s. í ættinni minni í morgun þegar Lilja Hrund og Fannar eignuðust yndislega fallegan dreng, til lukku með það krílin mín. Ég auðvitað þeyttist upp á FSA eftir vinnu með Brynju til að bera drenginn augum og my gad hvað hann var lítill, sléttur og fallegur, vel heppnaður og heilbrigður Verð að gera mér ferð austur til að skoða krílið þegar hann er aðeins búinn að venjast heiminum.
Eyþór og Mási fóru í veiði og komu heim í gær með slurk af silungi *slurp* fengum okkur silung með kartöflusalati í kvöldmat alveg eðal. En Eyþór brann svo hrottalega að þegar hann kom heim í gær, skalf hann bara og nötraði og svo var hann veikur í nótt og ælandi í dag allt út af því að hann bar ekki nógu vel á sig sólarvörn, kennir honum kannski að hann verður bara að taka kellinguna með næst til að passa upp á þetta. Var s.s. brjáluð sól hjá þeim á meðan var rigning eða svona dumbungur hér. Svo sá ég mynd af þeim félögum áðan sem lét hárin rísa á mér og hrollur fór um hrygginn, ætla ekkert að lýsa þessari mynd nánar en almáttugur þvílík kyntröll einu er ég gift og hitt er bróðir minn tja maður á bara ekki til orðMási góð mynd og verður kannski stækkuð og sett á striga.
Var að vinna í dag og það var fínt á núna bara eftir 3 vaktir jibbí ekki samt komið á hreint held ég hvenær ég á að byrja aftur í heimahjúkrun, vona að ég fái þó ekki sé nema einn dag í frí ekki að það breyti mig neinu máli í sjálfu sér. Var að panta mér ógisslega flottar töskur úr Marimekko pantaði mér svarta en bleika handa Brynju, frekar dýrar en ógisslega flottar eins og fyrr segir.
Búin að vera að dunda mér við að horfa á friends og þvílíkir snillingar, keyptum okkur við Brynja 3 fyrstu serírunar og svo bættum við seríu 9 við því4-5-6-7-8 voru ekki til en ég ætla að tékka á amazone.com eða ebay hvort ég fái þær ekki þar, miklu ódýrara líka að panta þær þar heldur en að kaupa hérna heima munar næstum helming minnir mig.
Katla sefur, Brynja og Rakel eru á vinnuskólaballi og Eyþór brá sér niður í kirkju því hann og Pétur Halldórs eru að fara að vinna eitthvað inni í eldhúsi og á meðan hangi ég í töllunni en ætla svo að glápa á eins og 1-2 friends þætti
Sjúlli kveður orðin afasystir í 4 skipti(how old am I)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 13:31
Ekki bara í Reykjavík
Þetta er nú einnig mjög algengt hér á Akureyri, löbbum mikið með barnið okkar í kerru og það er mjög algengt að við þurfum að fara út á götuna vegna þess að bíl er lagt upp á gangstétt.
Sjúlli kveður á leið upp á gangstétt
Gangstéttir eru ekki ætlaðar fyrir bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |