Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

dugleg.is

Já mér finnst ég dugleg:) Eftir að hafa lesið pistil hjá skólasystur minni henni Ragnheiði um hreyfingu, ákvað ég kl 20.30 að hendast á hlaupabrettið mitt og hlaupa eins og 5 km og jösss hafði það af, henti mér í sturtu, setti í vél, hengdi upp úr henni, kláraði eitt verkefni í Inngangi að kennslufræði, fór langt með annað í stjórnun og já ég á alveg skilið viðurnefnið dugleg.is *más* er meira að segja að drepast í löppunum hljóp svo hratt vííííí.

Stóra genið mitt er komið heim og mikið ofsalega var gott að sjá hana þessa elsku detta út úr rútunni. Ég var voða hissa þegar ég sá að hún var bara með sömu töskuna og þegar hún fór út ekkert auka, en þegar ég greip í hana hætti ég að vera hissa og komst að því að lengi er hægt að troða haha. Hún keypti sér helling en kom samt heim með helling af pening sem ég ætla að fara að skipta í íslenska aura á morgun. Keypti voða fallegt sett á systir sína og svo man. united baby bol á hana ógeðslega flottan. Þær systur hafa svo verið að eyða deginum í að slást og fannst litla stubb það ekki leiðinlegt enda var hún verulega fljót að sofna. Svo keypti hún helling handa sér, var að minna mig á að hún ætti nú afmæli eftir viku, svo hringdi pabbi hennar og við vorum að spá i að gefa henni saman Cintamani úlpu en nei hún vill það nú ekki finnst við vera búin að gefa sér nóg, en langar samt í gervigrasskó þannig að líklega gefum við henni þá bara og eitthvað smotterí með. Ragna og Maggi gáfu henni í afmælisgjöf sem hún valdi úti geggjaðan kjól og belti og er hún ekki lítið flott í honum enda á ég svo fallega stelpu:) En allavega ljómaði hún eins og sól þegar hún kom eftir ferðina og að sjálfsögðu stóð upp úr að fara og sjá Man United á heimavelli. Bara allt frábært í alla staði. Rauk svo á opið hús eftir kvöldmat.

Systur og Hillus komu svo aðeins í dag sprækar að vanda, eru alltaf svo mikil krútt þessar litlu frænkur mínar, knúsa þær í botn og Hillu sys líka barasta, svona risaknúsa dagur hjá mér í dag:)

Sakna hennar mömmu minnar helling þessa dagana, jólin voru hennar tími, og um leið og var farið að týna skrautið upp í búðunum var hún dottin inn með jólakerti, jólaengil eða eitthvað, allavega sakna hennar bara...Frown

Eyþór fer að skoða síðasta orgelið á morgun, fannst hann nú vera þreyttur en hann var á rölti um einhverja borg í Þýskalandi held Berlín með myndavélina á lofti en er líklega sofnaður núna I hope. Leggur svo af stað heim um hádegi á fimmtudag.

Fékk svo að vita að það kostar marga marga peninga að gera við hurðina á Passat, en það verður að gerast svo maður komist inn og út úr honum, ætla að setja viðgerðina á Polo á hold framyfir áramót, fer að safna mér fyrir þeirri viðgerð, pjúff óþolandi þegar bílarnir fara að bila.

En farin að lúlla mér hafið það gott allir og verið góð við hvert annað, þýðir ekki annað á þessum tímum. 

Sjúlli kveður á ljúfu nótunum 


Nú er ég þéttur....

Helgin barasta að verða búin, ég var að enda við að míga næstum á mig úr hlátri yfir honum Gogga í Dagvaktinni haha þvílíkur snillingur, finn alltaf svo til með aumingja ÓlaLoL

Við mæðgur búnar að bralla ýmsilegt, farið út og rólað og göngutúra, held samt að hún sé að verða komin með leið á mér greyið enda ekki marga séð um helgina nema mig og afa sinn, jú og frænkur sínar. En þær voru veikar í dag þannig að við hittum þær ekkert nema Hillu pillu sem skutlaði okkur með Passat á verkstæði.

Það er að verða býsna jólalegt um að litast úti allt orðið hvítt, enda kom pabbi á hárréttum tíma og setti vetrardekkin undir bílinn sinn hérna úti, þegar hann kom inn fékk sér kaffi og fór þá var allt orðið hvítt þvílík tímasetning hjá kallinumLoL 

Talaði bæði við Brynju og Eyþór í dag, bæði svona ánægð hann með öll þessi orgel og bara komment sem hann er að fá fyrir sitt, og hún svona ánægð með verðlagið í MAnchester og auðvitað það að hennar menn unnu 4-0, var að skoða Old Trafford og ætlaði svo að eyða meiri pening á morgun í verslunargötu gátu bara farið hana hálfa í dag, samt búin að kaupa sér boli, nærföt, buxur, skó, peysur, man united föt í einhverjum tonnum og guð minn ef hún verður ekki með yfirvigt amen svo erum við að fara til Dublin tja hérna.... 

Enduðum daginn ég og litla genið á að fara saman í bað og drekkja hvor annarri, hefur lítið viljað borða nema eitthvað óhollt í dag í stíl við mömmuna, breytist allt þegar rútínan kemur sterk inn. Hef ekki hreyft mig í viku en það breytist á morgun, passað matarræðið þokkalega en missti mig um helgina í sætindi DAMN, en er samt komin niður fyrir 70 kg og þá eru ca 4,5 kg eftir eða voru það fyrir helgi, spurning um að maður sé að nálgast 80 kg eftir helgina miðað við það sem dottið hefur inn fyrir varirnar. Best að henda í eins og eina vél og taka til föt fyrir Bubbakotið á morgun

Best að setja eina mynd hér inn og nákvæmlega svona verð ég ef ég fer ekki að hugsa minn gang...

bollsSjúlli kveður þéttur


Ginganggúllígúlli

Best að blogga smá fyrir svefninn. Settist hérna niður mjög spekingsleg og vissi ekkert hvernig ég ætti að gera verkefni í stjórnun 2 bls sem ég átti að skrifa. Svo allt í einu kom svona brainstorm og ég skrifaði helling á 10 mínútum, en klára á morgun nenni ekki meiru;)

Eyþór fór suður í gærkvöldi og er kominn út núna. Brynja er komin á Krókinn og fer suður í fyrramálið:) Dagurinn byrjaði öfugsnúinn hjá mér, ákvað að fara á PAssat í vinnuna í morgun, hvíla mig aðeins á Polo, var búin að setja litla gorm í stólinn, opnaði bílstjórahurðina settist inn og skelltist nema hvað hún bara lokaðist engan veginn, var eins og væri eitthvað fyrir. Ég öskuill með barnið yfir í Polo sem enn var fullur af sumardekkjum og spólaði af stað. Fór svo með Passat á Höldur og þar gat Ari frændi reddað þessu þannig að ég gat allavega lokað hurðinni en hann á að koma í viðgerð á mánudag, eitthvað losnað í hurðinni sem veldur þessu. Svo hringir Eyþór og segir að skrokkur sem við keyptum af bónda inni í sveit komi með flutningabíl um hádegi og ég verði að ná í hann og saga hann niðurí þokkabót, ekki varð þetta nú til að bæta skapið í konunni, þannig að ég þeyttist heim henti sumardekkjum af Polo niður í geymslu, og ákvað að taka sénsinn og fara á Passat svo nóg væri nú plassið fyrir skrokkkvikindið, var búin að taka sögin til og pappa á eldhúsborðið og ætlaði að saga kvikindið áður en Brynja færi svo ég væri ekki að brasa með Kötlu í þessu með mér. Loksins þegar ég fann gáminn sem skrokkurinn var í þá var hann mjög snyrtilega niðursagðaður og bara klár í kistuna, ætla ekki að lýsa því hvað ég var fegin þegar ég sá það:)

Ekki allt búið enn, fór inn á heimabankann og ætlaði að kanna hvort ég ætti ekki böns af pening, heyrðu enn og aftur er greiðsluþjónustan búin að taka, hætt að skilja, var búin að borga það sem borga átti í hana um mánaðarmótin svo vildu þeir fá 100 þús til að rétta hann eitthvað af vegna klúðurs sem þeir höfðu gert og svo núna höfðu þeir tekið 40 þús aukalega en tilhvers hef ég ekki hugmynd um. Hélt að greiðsluþjónusta væri bara greidd mánaðargreiðsla og svo ekkert meira en ég er að lenda í þessu trekk í trekk, náði svo í þjónustufulltrúann sem afsakaði sig með því að þeir hefðu gleymt að gera ráð fyrir einhverju helvíti og þá bara taka þeir pening án þess að spyrja hvort það sé í lagi, ég meina fólk þarf að lifa, greinilegt að bankarnir ætla að ná sér í aura, held þeir ættu að fara í reikningana hjá þessum ræflum sem komu landinu á hvínandi kúpuna en ekki láglaunafólki sem lifir á því sem það aflar sér á heiðarlegan hátt og hananú. Var svo æst yfir þessu öllu í dag að pabbi sagðist nú hefði boðið mér í mat ef hann hefði vitað af þessu fyrr, heldur ábyggilega að ég sé blönk haha.

En já við Katla fórum með Brynju á samskip en hún fór með flutningabíl á Krókinn og renndum svo til pabba í kaffi en þar voru mæðgur úr Einholtinu. Síðan fór ég að sækja fermingaralbúmin hennar Brynju ekki seinna vænna eru að verða 2 ár í vor síðan hún fermdist...ótrúlegur seinagangur

Brynja er að fara á fótboltaleik á laugardaginn og Maggi afi hennar hótar því segir hún að fara með landsbankahúfu og íslandstrefil, finnst það fyndið haha vona að þau verði á góðum hlaupaskóm til að stinga bullurnar af.  

Best að fara að sofa, vinna í fyrramálið og svo helgarfrí, komum til með að dunda okkur eitthvað hérna mæðgur, eyddum kvöldinu í kvöld í að slást svolítið þannig að það var þreytt lítil stelpa sem sofnaði á methraða hér um kl 20.30

Sjúlli kveður með ræpu 

 


Ég er röflari röflaranna...ætti ég að reyna að komast í seðlabankann

Núna einmitt þegar ég á að vera að læra þá bara dett ég hérna inn og bara get ekki meir. Er að velta fyrir mér Gnattritum og verkefni sem ég á að gera í Stjórnun og ég er bara ekki alveg í gírnum, spurning hvort ég komist í gírinn. Veit allavega svona aðeins í hvað ég er að fara en á eftir að byrja baraDevil

Drullaðist loksins til að klára umsókn um endurgreiðslu skólagjalda og ferðakostnaðs til Sjúkraliðafélagsins og verð að reyna að koma því í póst á morgun, skyldi ég muna það er nefnilega með ótrúlega mikið en samt lítið gullfiskaminni þessa dagana, finnst ég þurfa að gera svo margt og ég er ekki að komast yfir að. Sá mér svo til mikils hryllings að það á að fara að snjóa á laugardaginn þannig að ég þarf að henda vetrardekkjum undir, ok ekki ég heldur kallinn á Höldur ég þarf samt að fara með dekkin og bílinn ekki sattWizard

Allur gjaldeyrir að verða uppurinn hér Norðanlands, Siggi hringdi í dag og þá var orðið erfitt með gjaldeyri á Króknum þannig að ég ætla að drífa mig á morgun og athuga hvort þeir aumki sig yfir mér, Ragna búin að senda mér farseðil á maili þannig að ég get veifað honum niður í Kb á morgun. Jahérna skal segja ykkur það, ætli við mæðgur og Hildur fáum nokkurn gjaldeyri í nóv þegar við förum til Dublin tja maður spyr sig, verð að bjalla í Dabba Odds og athuga hvort hann geti ekki reddað mér nokkrum evrumW00terum nefnilega svo náin ég og Dabbi Odds NOT hahahahha trúðuð þið mér kannski.

Best að hætta núna finn ég er að komast í all verulegt röfl stuð og það verður ekki boðið í mig þá skal ég segja ykkur, ætla halda áfram að skoða Gnatt rit hvað sem í ósköpunum það er en eitt er víst og það er að ég kemst ekki að því ef ég hangi áfram hér

Sjúlli kveður verðandi stjórandi tja kannski í banka allra seðlanna....... 


Lífið er ljúft

thumb_88113_633595690976007058Sá þetta á netinu og fannst þetta alveg brillíant haha, vandamálin bara leyst með þessari pillu. Maður verður að hafa húmor fyrir hlutunum ekki satt. Fínt að frétta hér, ég er með litlu mini me hangandi í mér allan daginn og má ekki snúa mér við án þess að hún lafi einhversstaðar i mér.

Fórum og bökuðum okkur heilar 4 vöfflur áðan, deigið varð svolítið abstrakt, erfitt að gera allt með annarri hendi, og svo varð það of lítið í þokkabót og of þunnt og eitthvað bragðlaust, mundi ekkert hvað átti að vera í vöfflum tja sem ég segi lífi er ljúft.

Var að vinna i morgun og gekk það eins og alltaf sinn vanagang, gefandi sem aldrei fyrr, gott að hitta gamla fólkið sem er svo jákvætt í öllum þessum hamagangi í þjóðfélaginu enda man það nú tímana tvenna alla vega sumir.

Á eftir að druslast í bankann og redda gjaldeyri fyrir Brynju vona að ég fái nokkur bresk pund án þess að hafa farseðilinn hennar, nú annars hendi ég því bara inn á kortið hennar og hún fær þau í Leifsstöð vonandi, kortið hennar er reyndar ekki komið, týndi sínu nefnilega og þurfti að sækja um nýtt, vona samt að það nái annars verður hún bara að fá að fara með kortið mitt aumingja hún lítið inni á því haha

Best að hætta að bulla um allt og ekki neitt

Ein góð mynd hér að lokum hafið það gott þar til næst

thumb_88113_633595952704576806 Sjúlli kveðurW00t


Allt á leið til fjandans

Ekki hér enn sem komið er allavega. Orðin leið á því að heyra kalla sem eru búnir að koma sér vel fyrir með böns af peningum undir koddanum væla um að allir verði að standa saman, þeir ættu kannski að moka undan koddahelvítinu og hætta þessu rugli, er þetta ekki þessum köllum að kenna sem hafa fengið fleiri tugi milljóna í laun á mánuði og fjárfest eins og andskotinn væri á hælunum á þeim. Hef ekkert vit á þessu bara gaman að tuða. En Steingrímur Joð er alger snillingur samt sem áður og sá eini sem virkilega þorir að segja þessu liði til syndanna.

Var á læknafundum í vinnunni í morgun, verða á þriðjudögum liggur við út nóvember, förum á heimilislæknalínuna og förum yfir alla sjúklinga sem við erum að sinna ekki mjög gaman en nauðsynlegt samt. Var með mjög mikið í dag 3 böð og 3 ADL og lyfjaskutl tja hvað maður er duglegur og þetta hafði ég af með naumindum frá 9-13 seisei já

Var að lesa í stjórnun áðan jahérna komst að ýmsu mjög fróðlegu, ákvað að lesa þetta yfir aftur frá upphafi og ég skildi þetta einhvern veginn betur núna eftir að hafa verið í lotunni fyrir sunnan, stelpur ég held ég sé að komast í gang svei mér þá.

Skil ekki tilhvers maður er í greiðsluþjónustu, komst að því í dag að þeir höfðu bara ekki greitt námslánin hjá eiginmanninum og ég nottlega heyrði í þeim og nei þá höfðu þeir rétt af greiðslureikninginn í apríl og tekið til þess peninginn sem átti að koma inn til að borga reikninga þannig að nú kom út eins og ég skuldaði hluta af einum mánuði, og ekkert verið að láta mann vita, fæ aldrei send yfirlit eða neitt varðandi þessa blessuðu greiðsluþjónustu DAMN varð reið. En svona er lifið alltaf að koma manni á óvart, svo tjáði hún mér að afborganir hefðu hækkað svo mikið eins og ég hafi ekki tekið eftir því. Ekki lítið sem matur hefur hækkað fór áðan að versla, verslaði í 2 poka og það kostaði rúmar 8 þús díses.

Ætla að taka slátur kannski um helgina og gera fullt af því og borða svo bara slátur í alla mata, slátur á brauð, slátur steikt, slátur soðið, slátur með graut, erum líka búin að redda okkur 2 skrokkum hjá bónda hérna inni í sveit og það verður saltað og soðið og bara á allan mögulegan hátt og hananú. Svo er það nottlega gamli góði hafragrauturinn sem kemur sterkur inní svona hremmingum.

Best að hætta þessu rugli og fara að sofa er ákveðin í að lesa Pollyönnu fljótlega athuga hvort maður verður ekki svífandi jákvæður

Sjúlli kveður á barmi neikvæðninnar.W00t


Snilldar Reykjavíkurlotu lokið...

Alltaf er jafn gott að koma heim eftir að vera að heiman. Fór s.s. suður í gærmorgun og beint upp í skóla þar sem var klístrað alveg hellings lærdómi á heilann til 15.30. Þá fórum ég, Anna R, Elísabet og Hulda F á kaffihús og önduðum aðeins áður en við geystumst upp í Sjúkraliðafélag þar sem var haldin kynning á fagdeild öldrunarsjúkraliða og snittur og læti á eftir, mjög fínt. Var komin upp á hótel um kl 19.

Síðan í dag var maður mættur í skólann kl. 09 og setið svo til stöðugt við til kl 13 og það var svo skemmtilegur fyrirlesari að maður hreinlega veltist um af hlátri á köflum. En þetta var um gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu mjög gaman. Fórum þá og fengum okkur að borða aftur hin heilaga ferning á cafe Mílanó og reykspóluðum svo upp á Landakot þar sem við fengum að skoða t.d. líknardeildina og alzheimerdeildina. Allt mjög fróðlegt og skemmtilegt.

Þessi ferð var mjög skemmtileg í alla staði og þessar konur sem eru í þessu námi með mér eru bara snillingar frá A-Ö. Sakna þess bara að hitta þær ekki oftarGrin Anna R á þvílíku þakkir skyldar fyrir allt skutlið, bara frábær:)

Hildur systir sótti mig svo á flugvöllinn og ég laumaðist hérna inn og þá kom litla krílið mitt hoppandi á móti mér en var eins og smá feimin fyrst en knúsaði svo mömmsluna sína, ekkert smá gott að sjá hana, ótrúlegt hvað maður getur orðið háður þessum elskum. 

Ætlaði svo að fara að prenta út alveg helling af glærum þegar ég kom heim, gat prentað út 30 stk þá var fjandans blekið búið og mín verulega skapvond yfir því:( neyðist til að fara að kaupa prenthylki á morgun svei mér...

Eyþór er svo að fara í gæsir með Mása bró í nótt, Brynja er farin í Garðinn á samféslandsfund, þannig að ég og litli gullmolinn verðum hérna tvær að krúsast á morgun. Farið að haugsnjóa hérna, verð nú að viðurkenna að mér lýst ekki mikið á að kallinn sé að fara á bílnum á sumardekkjum en þeir eru alltaf svo góðir bílstjórar að eigin áliti þannig að mér skilst að ég þurfi engar áhyggjur að hafa.

Búið að vera óglatt síðan ég kom heim, líklega bland af hraðáti í dag og svo flugferð, er alveg svakalega flughrædd og flugvélin hristist aðeins og ég þurfti að halda niður í mér ælunni...húff var voða fegin þegar vélin var lent.

Svona var þetta, svo tekur núna bara við lærdómur á lærdóm ofan, verð að fara að komast í gang, svakalegt efni sem á eftir að lesa og læra, best að fara að byrja á einhverju af þessu.

Góða nótt 

Sjúlli kveður svakalega ánægður með lotuferðina sína 


Dabbi Odds og félagar að meika það

Þvílík læti hjá Dabba Odds maður minn, hann ætlar ekki að gefast upp á því að knésetja Bónusfeðga. Já sumir eru með horn og hala jeddúda mía. Þvílíkt vald sem einn maður hefur, er sammála því sem var sagt í útvarpinu áðan að landinu er ekki stjórnað frá neinum stað nema Seðlabankanum. Sem betur fer hef ég verið með það mikla vitglóru að hafa ALDREI kosið sjálfstæðisflokkinn enda þeir menn sem hafa verið í framvarðarlínu þar aldrei verið mjög frýnilegir.

Ég styð Jón Ásgeir og vona að hlutirnir eigi nú eftir að snúast honum og Jóhannesi í hag. Þessir menn hafa ekki lítið gert fyrir okkur Íslendinga. Spurning að fá annan sem forsætisráðherra og hinn sem seðlabankastjóra LoL

En annars allt fínt að frétta, búið að snjóa smávegis hér í dag og bara stemning í því, ætlaði að fara í dag og kaupa mér einhverja hlýja og góða Cintamani peysu en viti menn úrvalið bara ekkert og ef eitthvað úrval var þá var ekki til nema dvergastærðir og þar sem ég er stór dvergur passaði ekkert á mig, get svo svarið það DAMN. Ætla að athuga á morgun aftur átti víst að koma ný sending í dag eða morgun í Sportver skildist mér á gaurnum sem sýndi mér lítinn sem engan áhuga þrátt fyrir tilraunir til að fá hann til að leiðbeina mér DÖH

En hvað um það hljóp í dag aftur rúma 5 km á meðan ég horfði á Tomraider eða hvernig sem það er skrifað með Angelinu Júllu og fleiri góðum. Röltum okkur hjúin niður í bæ í kuldanum með Kötlu sofandi og það var kaldur göngutúr enda er maður ekki alveg að átta sig á því að það er víst að koma vetur merkilegt nokk.

Fékk útborgað og ég fékk lítið útborgað ferlega er þetta lélegt kaup sem ég er á, er reyndar bara í 60% vinnu en mér er sama, ferlega úldið, fer einu sinni í Bónus og málið er dautt, miðað við allt í dag, þarf ekkert að hlaupa horast bara afþví ég fæ svo lítið útborgað haha stemmari í að koma með svona smá væl í restina ekki satt.....Kaupa Cintamani en á ekki fyrir mat, ætti að skammast mín og þakka fyrir að búa ekki í Eþjópíu (hvernig sem það er skrifað)

Sjúlli kveður horfallandi 


Dojng

Drullaðist loksins til þess í dag að bóka flugið suður, ætla að taka fyrstu vél á fimmtudagsmorgun og lending er 8.30 og ég á að vera mætt upp í skóla kl 9.00 eins gott að leigubílar Reykjavíkur séu snöggir þoli ekki að vera sein, mæta eins og auli síðust, skeður aldrei vegna þess að mér finnst það ömurlegt en kannski næ ég þessu barasta, farin að hlakka til að hitta hina ofursjúllana ekki oft sem maður umgengst svoleiðis fólk haha við erum bestar:) Kem heim á föstudagskvöldið býst fastlega við að minn eðalmaður verði tilbúinn með steik og með því til að fagna komu frúarinnar víííííí, kannski les hann þetta :)

Var í fríi í dag, byrjaði daginn á að skokka rúma 5 km agalega dugleg, fór síðan í sturtu og keyrði frumburðinn í skólann, síðan í lit og plokk og bara að hanga í bænum:) Brynja er að fara á Samfés landsfund eða eitthvað svoleiðis um helgina, nokkrir krakkar sem hafa unnið mest í félagsmiðstöðvunum fá að fara gaman að því, verður haldið í Garði. Brjálað að gera hjá dömunni var í vörutalningu í dag á vegum Þórs, taldi skrúfur í Byko af miklum móð.

Eyþór sést eitthvað lítið, dettur inn þegar hann fer að verða svangur og svo *púff* farinn aftur. Svona er nú lífið, er svona pínu grasekkja á köflum.

Katla fór í sprautu í dag og sparkaði í punginn á lækninum, ég hefði gert það sama ef hann hefði ætlað að sprauta mig, átti þetta skilið. Ef hann fann til (sem hann hlýtur að hafa gert þetta var fast) þá lét hann ekkert í ljós, *fliss* mér fannst þetta ógeðslega fyndiðLoL Stelpan stækkar meira en þyngist en það er barra hið besta mál, er alls engin horrengla bara temmilega enda orkuskott af bestu gerð. 

Hvað get ég röflað meira, jú Hilla sys keypti sér gellujeppa í dag, svartan Terrano með topplúgu og leðri alger buddubíll, *öfund* til lukku með gripinn átt hann svo sannarlega skilið gæskan.

Okkur langar að skipta um hús, ekki mjög hagstætt þessa dagana sýnist manni, ekki nema einhver vildi hafa makaskipti (hverslags orð er það um húsaskipti) en jújú makaskipti er það kallað. Tja ætlum samt að skoða möguleikana á því, þreytt á að vera í svona sambýli.

Jæja best að læra eitthvað er ég ekki í skóla til þess,,,hélt það

Sjúlli kveður bara sætur 


Fish and chips

Enn veikindi í litla stubb, með ólíkindum, hugsa ég fari nú í dag og láti tékka á þessu, ómöglegt að moka í hana hitalækkandi dag eftir dag án þess að láta kíkja á hana, hrædd um líka að hún fari að þorna upp greyið litla.

Bjartur frændi datt hérna inní gær og fékk sér eðal expresso í sterkari kantinum hugsa að hann hafi alveg slegið met í hraða til Húsavíkur haha. Var á leiðinni heim til að læra en hann er í borginni að nema lögfræði, eins gott að einhver er að læra eitthvað af viti...kem til með að nota mér þetta eflaust einhverntímann, fæ kannski 5% fjölskylduafslátt hahahhaha

Lítið getað lært síðustu tvo daga, var líka að fatta að ég á eftir að kaupa eina bók, betra seint en aldrei, hélt ég væri komin með allt en eitthvað leit ég skakkt á hlutina:) Fer í það á morgun er nefnilega komin í 4 daga helgarfrí jájá sei. Alger lúxus. Var eins og tuska í morgun, blóðþrýstingur 95/50 og púls 120 sá allt í einhverju rugli og svo fékk ég eitthvað tak fyrir brjóstið, held það hafi nú reyndar bara verið millirifjagigt. Þetta leið hjá eftir að ég hafði drukkið um 1 líter af vatni en eftir sat ofsa hausverkur, kannski er maður að fyllast af einhverri helv....pest ekki í fyrsta skipti sem ég eyði langri helgi í slíkt. Ekkert hreyft mig síðan á sunnudag og er að verða ógeðslega pirruð en hreyfi mig af krafti þegar þar að kemur, er svo að fara suður á fimmtudag en kem á föstudag aftur og þá getur maður virkilega farið að láta sig hlakka til Dublinarferðar jájá engin spurning það verður snilld

Best að laga aðeins til hérna á meðan krílið sefur, allt í rúst og ekkert verið tekið til né þvottur þveginn hér lengi lengi og angar allt af skít held ég...kveiki á reykelsi og þá lagast sá vandi haha:) Best að gera eitthvað

Sjúlli kveður algjör fiskur 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband