Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
2.11.2007 | 23:50
Föstudagur til fjár ekki satt
Ótrúlega dugleg að eigin áliti er að læra en til að hvíla heilann smá ákvað ég aðeins að skella inn eins og einu rugl bloggi. Ligg hér inni í rúmi hjá stubbs sem hrýtur, karlinn að undirbúa námskeiðin sem hann er með í Reykjavík mánudag og þriðjudag og gelgjan á heimilinu er á balli. Já það er af sem áður var að maður sjálfur væri á djamminu núna er það unglingurinn sem er tekinn við. Gott mál.
Erum að fara til Húsavíkur á morgun í afmælið hjá Viðari og fór ég í dag og fjárfesti í gjöf jájá, ætlum að renna um hádegi svona þegar Katla er búin að sofa og ætlar vinkona Brynju að fá far og heimsækja kærastann sem er gamall bekkjarfélagi og vinur Brynju gaman að því. Ætlum nú ekkert að vera lengi því Eyþór er svo að fljúga suður á sunnudag er með tónleika þá og svo námskeiðin. Brjálað að gera á stóru heimili.
Már og Hilmar kíktu aðeins við í gærkvöldi voru að bíða eftir að Erla kæmi með flugi en það var seinkun á flugi vegna veðurs í Reykjavík um allavega 2-3 tíma þannig að þeir komu í pepsi max og spjall. Sem fyrr alltaf gaman að sjá þá.
Eyþór fór í dag og henti vetrardekkjum undir bílinn hjá mömmu ómöglegt að vera með bílinn á sumardekkjum í svona færi, svo þegar hann tók dekkin undan þá sneru þau öll öfugt og voru hálflaus undir bílgreyinu damn hefði getað átt við lagið "eitt hjól undir bílnum" en hann ætlar að sjá um þetta fyrir hana framvegis þegar hann skiptir hjá okkur skiptir hann hjá henni líka jájá og ég drekk kaffi út á það því hann er svo bissí kallinn.
Skruppum aðeins mæðgur í bæinn með mömmu í morgun og enduðum svo á Glerártorgi í crepes og Katla fékk sér krukku alveg eðal skríkti og hló voða gaman var reyndar orðin smá þreytt í restina.
Best að fara að koma sér í að klára sálfræðiverkefnið fer ekki að sofa fyrr þannig að það má líklega þakka fyrir ef ég sofna eitthvað finnst þetta svo ERFITT
Sjúlli kveður í neikvæðri styrkingu eða var hún jákvæð!!!!!!!!!!
2.11.2007 | 07:40
Hneyksli þessi TR
Gæti ekki verið þessum manni meira sammála með að leggja ætti Tryggingastofnun niður, tómt klúður þessi stofnun. Niður með TR og reyndar fæðingarorlofssjóð lika bara svona í leiðinni Finnst nú illa farið með mann sem er öryrki en alveg í takt við hvernig TR er.
Sjúlli kveður stórhneykslaður
Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2007 | 22:17
Hann Jón er kominn heim:)
Reyndar heitir þessi svokallaði Jón bara Eyþór en tengdó heitir Jón já og pabbi líka þannig að ég er alveg save
Kallinn s.s. var endurheimtur í morgun kom með fyrsta flugi gott að sjá hann, Katla varð hálfhissa fyrst að sjá þennan skeggjaða jólasvein en svo breiddist út glottið á henni. Hann kom færandi hendi handa litlu stelpunni sinni með 3 æðislega kjóla úr H&M og tvo boli þannig að ég hef lítið gert annað í dag en að skipta um föt á henni haha. Ekki alveg svo slæm. Brynja fékk böns af sleikjó og tyggjó heppin.
Hann þurfti svo að rjúka á fund seinnipartinn og tók sig svo til og setti vetrardekkin undir drauminn til að þóknast kellu sinni allt gert til að hún sé nú góð. Síðan bara hefur hann verið að dunda með dótturinni litlu sem er komin í draumalandið en sú eldri er að horfa á einhverja gaura í handbolta.
Ég búin að vera töluvert dugleg að læra, rauk auðvitað til um leið og hann kom inn um dyrnar og tók tölvuna hans traustataki og kláraði tvö seinni verkefnin í Excel sem gekk svona líka ljómandi ætla að reyna að taka prófið kannski annaðkvöld sé til hverjir verða heima til að grípa inn í ef stubbur vaknar. Kláraði líka gátlistann um öndunarkerfi og öldrun en er ekki byrjuð á námsefninu um meltingarfæri en skelli mér í eitthvað smá á eftir. Stefni á að klára það á morgun og byrja á gátlistanum.Síðan verður sálfræðin tekin föstum tökum á föstudag því ekki geri ég mikið á laugardaginn þar sem við ætlum að brenna austur og fara í afmæli til Viðars mágs míns sem varð 60 ára þann 25 október lítur nú ekki aldeilis út fyrir að vera eldri en 50 ára......*smjaður*
Annars bara allt gott nema andskotann hálsinn er með stæla og er ég slæm núna líklega vegna mikils lærdóms í dag þarf aðeins að passa mig, sleppti þvi líka að hlaupa og boxa en það getur nú alveg bjargað að gera það á milli þess að læra.
Var að ganga frá vinnumálum í dag og fer ég á Hlíð aftur eftir áramót. Fæ 80% morgunvaktir eins og ég vildi og eina og eina næturvakt ef til fellur og svo aðra hverja helgi er mjög sátt við það. Hef verið að þrjóskast og bíða eftir að eitthvað losnaði í heimahjúkrun en ég get ekki beðið endalaust og finnst mér líka of lítið að vera í 50% en ég myndi samt alveg skoða það ef mér yrði boðið það. En er samt mjög sátt og hlakka mikið til að byrja að vinna.Hitti ekki svo mikið af fólki að það verður gaman að fara að kljást við vinina mína á Eini/Grenihlíð spennandi.Svo fer maður suður í staðbundna lotu 21-23 feb og hlakka ég til að hitta samnemendur mína, okkur er að vísu skipt upp í 2 hópa þannig að ég hitti bara helminginn en ég er með hvorugri héðan frá Akureyri
Skrýtin þessi fíkn ég hætti að reykja fyrir að verða 5 árum en svo núna síðustu daga hef ég fundið fyrir löngun þannig að ég fékk mér tyggjó og hef verið að fá mér ca 2 tyggjó á dag. Maður losnar líklega aldrei við þetta samt langar mig ekki í sígarrettuna sjálfa bara einhver þörf. Damn ætla sko aldrei að reykja aftur og ekki drekk ég heldur. Tygg bara nikótíntyggjó og drekk pepsimax já svona er þetta
Best að halda áfram að læra eða fara að spjalla við karlinn sem situr inni í stofu og les bók á sænsku núna. Ekkert spennandi í sjónvarpinu þannig að ekki tekur það tímann frá manni.
Sjúlli kveður ánægður með lífið
27.10.2007 | 21:55
Jólin koma en ekkihvað....
Var að horfa á laugardagslögin og þvílíkt og annað eins, hvert leiðinlega lagið á fætur öðru langaði að gráta yfir laginu "lífsins leið" horfi sjaldan á þetta en ákvað að horfa núna og hreinlega sé eftir að hafa eytt annars mínum gríðarlega dýrmæta tíma í þetta
Bauð mömmu í snitsel í gærkvöldi og kaldan búðing á eftir gamaldags og gott, skrýtið hvað Royal búðingurinn er ekki næstum eins góður og hann var allavega ekki karamellubúðingurinn allt annað bragð en karamella af honum. Svo kom Mási bró og Hilmar í heimsókn, voru búnir að vera hjá Hildi að laga einhverja hurð og komu við hjá mér á heimleið. Hressir að vanda alltaf svo gott að hitta þá, Brynja fór á fund hjá Þórsurum en Fríða Rún næringarfræðingur var fengin til að fræða krakkana um hollt matarræði og mikilvægi þess að borða nóg og auðvitað rétt. Allavega kom hún sigrihrósandi heim og sagði að ef pissið mitt væri mjög gult þýddi það að ég ætti að drekka meira vatn takk fyrir og góðan dag. Er sjálf mjög dugleg í vatninu og ég reyndar líka er alltaf með vatnsflösku í seilingarfjarlægð
Svo eftir fundinn fór hún á ball, jájá "litla" stóra barnið farið að fara á böllin. Verður 14 ára á morgun, ég fór uppeftir nákvæmlega kl 8 en þá fór vatnið, fór að fá verki upp úr 13 og kl 17 nákvæmlega fæddist hún þessi elska. Trúi varla að það séu 14 ár liðin hmm og þá var ég 20 ára og fann ekki fyrir meðgöngunni eða neinu, og var komin í sömu fötin og áður en ég varð ólétt bara nokkrum dögum seinna lá við, en þetta gengur nú eitthvað öðruvísi núna haha. En nóg af þessu.....
Ég kláraði sálfræðiverkefnið og sendi því ég vissi að ef ég færi að skoða færi ég að breyta og það myndi enda með ósköpum þannig að þetta kemur bara í ljós.
Við mæðgur vorum komnar á fætur kl 6.30 í morgun , stubburinn svo árrisull. Ég hljóp svo á meðan hún svaf í vagninum og síðan fórum við allar kellingarnar í bæinn að leita að úlpu handa Brynju en ótrúlegt en satt þá vantaði alltaf hennar stærð, sá nokkrar úlpur en því miður þá var small bara ekki til. En erum að voka yfir nike úlpu sem kemur ínæstu viku þannig að ..... spennandi. Fengum okkur svo að borða á glerártorgi og Katla skemmti sér konunglega reif munn alveg hægri vinstri, enduðum svo á að kaupa afmæliskökuna hennar Brynju af sundfélaginu hér í bæ sem var með kökubasar og vinkonur Brynju voru að selja þannig að þetta small svona flott allt saman. Ætlar að bjóða ömmu sinni og Hildi og co í kaffi á morgun. Núna er liðin tíð að þurfa að halda afmælisveislur nú er bara farið í bíó eða eitthvað, en þar er hún einmitt núna með einhverju liði.
Eyþór er á fullu að æfa sig og sagði það ganga vel, gisti hjá organistanum sem vinnur í kirkjunni þar sem hann er með tónleikana en flutti sig svo núna á gistiheimilið þar sem Ágúst vinur hans er líka. Búinn að kaupa slurk af fötum á Kötluna sína rakst á H&M verslun úti og að sjálfsögðu sleppir maður ekki svoleiðis.
Katla gaf Brynju pakkann í morgun og innihélt hann svona kvöldfatnað, jogginsbuxur bleikar og bol við, var ánægð með þetta enda að verða náttfatalaus, fékk að opna hann strax. Fékk pening frá pabba sínum og co 15 þús, Magga og Rögnu 5 þús, systkinum sínum 5 þús, þannig að hún er öll í gróða:)
Best að fara að borða meira og horfa meira á tv ætla nefnilega ekkert að læra í kvöld, laugardagskvöldin í fríi.
Sjúlli kveður jórtrandi
25.10.2007 | 21:16
karl, karl,kona, kona, karl, kona en öll erum við menn ekki satt.
Skapi næst að segja mig úr þjóðkirkjunni. Afhverju í ósköpunum þarf að mismuna fólki svona, við erum öll menn og hananú. Samkynhneigð eða gagnkynhneigð erum við öll jöfn fyrir guði en ekki kirkjunni sem á þó að teljast vera guðshús. Jahérna skal nú aldeilis og sérdeilis vera bit þar til það verður bara samþykkt að báðar hneigðir megi GIFTAST. Gleðst samt yfir einu og það er hvað unglingum finnst sjálfsagt mál þó svo að einhver vinur þeirra komi út úr skápnum, frábært veit um einn jafngamlan Brynju og öllum finnst það bara frábært og svo sem ekkert tiltökumál bara svona "já ok er hann hommi magnað" og málið er dautt. Jákvætt
En hvað um það ég er að læra um skilyrt og óskilyrt áreiti og svo óskilyrta og skilyrta svörun og ég er bara hringlandi rugla öllu saman og er ekki að skilja. Líklega myndi kirkjan vera Óskilyrt áreiti gagnvart samkynhneigðum eða hvað höldum við um það.
Óskar Pé kom yfir áðan aðeins að kíkja á Kötlu og spjalla er soddan öðlingur kallinn. Var líka að bóka kallinn minn með þeim Álftagerðisbræðrum í eins og eina útför á Egilsstöðum, fíla mig eins og umboðsmann haha hugsa bara um aurinn og lofa kallinum út um allt En Eyþór er bara á fullu að æfa sig í Gautaborg og gengur þokkalega held ég, var nú eitthvað slæmur í skrokknum en það vonandi kemur allt saman, er nú með lækninn vin sinn hjá sér á morgun en þá fer hann út. Verður bara að passa upp á kallinn engin hætta á öðru svo sem.
Katla hrútbólgin í efri góm og pirringur og bara viljað kúra og svona í dag, skelltum okkur samt í eðal fína heimsókn til Lilju ömmu og vorum hjá henni í tæpa 2 tíma jájá. Ætlum svo að skella okkur í Bónerinn í fyrramálið og hala inn mat fyrir helgina. Er svo með smá vandræðagang hvað ég á að kaupa handa Brynju í afmælisgjöf frá Kötlunni, verður að fá pakka á afmælisdaginn, hún er ekki enn búin að finna úlpu sem við ætlum að gefa henni finnur hana vonandi fljótlega farið að verða svo kalt.
Hljóp eins og skrattinn væri á hælunum á mér í morgun til að reyna að losna við skömm gærdagsins en svo þegar ég var búin fannst mér ég hafa verið svo dugleg að ég varð að fá einn súkkulaðibita með kaffinu ok þeir voru reyndar 4:) En 77% súkkulaði er það ekki "HOLLT" já ég hélt það En hreyfingin er góð engu að síður.
Best að fara að læra sálfræðina
Sjúlli kveður ofsalega skilyrtur
25.10.2007 | 08:18
Málið er hvað.....
Alger draumavinna barasta:) Auglýsi hér með eftir að fá að sitja í fyrsta flokks nefndum. Ótrúlegt svo er fólk sem vinnur baki brotnu mjög langan vinnudag og er með miklu minna kaup. Þetta kallast nú eiginlega að vera áskrifandi að kaupinu sínu myndi ég segja. Eflaust eitthvað merkilegt og mikil ábyrgð sem felst í þessari fundarsetu en my gad.
Sjúlli kveður alveg klumsa
Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2007 | 22:00
lakkrísfíkill og muffinsbytta betra reyndar en fyllibytta:)
Ekki get ég nú látið líða langt á milli blogga, en svona er það þegar kallinn er ekki heima og ég hef engan til að suða í þá er nú gott að eiga moggablogg fyrir vin. Ég er svo hræðilega ótrúlega reið við mig núna ég hef enga sjálfstjórn og það ætti hreinlega að flengja mig. Missti mig auðvitað í ands...lakkrísinn og mér er illt eftir það og óglatt og það er sko gott á mig og hananú.
Bakaði fullt af muffins í dag, bekkjarkvöld hjá Brynju og átti hver krakki að koma með eitthvað gúmmulaði þannig að við fórum í að baka helling af muffins tvöfalda uppskrift og það er MIKIÐ til. Verið velkomin í muffins ef þið viljið. Brynja fór samt með stóran dall af þessu og auðvitað lenti líka slurkur í görnunum á mér hvað annað og er ég líka ótrúlega reið við mig út af því enda skal ég sko fá að svitna á morgun
Annars er bara allt rólegt, svolítið hvasst búið að vera hér í dag en ekkert sem maður getur svo sem kvartað yfir.
Loksins þegar ergelsið var búið hjá litlu minni og tvær svona fallegar tönnslur komnar upp bjóst ég nú við að nú væri kominn tími værðar og svefns, en mér skjátlaðist auðvitað, litla tröllabarnið mitt búin að vera svolítið ýlin seinnipartinn og skellti mamman lúku upp í hana áðan og er þá ekki efri gómurinn orðinn svona helbólginn, verður orðin altennt með jaxla og allt um 9 mánaða aldurinn með þessu áframhaldi tja hérna Ekki það að ég er þeim hæfileika gædd að þurfa ekki nema 6 tíma á sólarhring og kemur það sér vel núna og hefur gert síðustu 7 mánuðiÞetta er svo stuttur tími og tekur enda fyrr en varir.
Hef ekkert meira að segja eiginlega, fékk tvær heimsóknir í dag mamma kom aðeins við og svo datt Una lögfræðinemi hér inn á leið heim úr skólanum. Gaman að því. Ég er búin að læra dálítið, kláraði fyrri helming gátlistans, byrjaði að lesa öndunardæmið (er aðeins á eftir) og svo las ég aðeins í sálfræðinni líka og finnst ég bara nokkuð góð. Já maður getur þetta allt með skipulagi, var t.d. svo djúpt sokkin í sálfræðilestur að ég fattaði ekki að dóttir mín var að naga á mér ristina haha litla greyið var næstum komin í gegn og ekki kveikti mamman á að gæti verið pirringur, spurning hvort maður hafi rétt til að kalla sig mömmu hahahhahaha æi þessi yndi.
Best að hætta að rugla svona og röfla í hringi um allt og ekki neitt.
Sjúlli kveður á leið í hegningarhúsið....
23.10.2007 | 21:39
Hvað á ég að setja hér!!$#&!
Á alltaf í vandræðum með fyrirsögnina, finnst að það mætti ráða hvort maður hefur fyrirsögn eða ekki. Hef samt alltaf skilið það sem svo að fyrirsögnina eigi t.d. að vísa í um hvað verið er að fjalla í textanum en þar sem ég skrifa svo oft bara eitthvað rugl þá er þetta svolítið erfitt en nóg um það, finn eitthvað í restina til að skrifa þar
Dagarnir líða mjög hratt finnst mér núna, finnst mjög stutt síðan að 1 okt kom en það er að koma 1 nóv og mér finnst ég lítið annað gera en að læra, sofa og sinna Kötlu, fer voðalega lítið enda býð ég ekki í ef ég myndi ekki nýta allan þann tíma sem ég get til að læra, þessi önn er töluvert meira krefjandi en sú síðasta sem er auðvitað alls ekki leiðinlegt en maður þarf tíma þar sem þetta er töluvert mikið að læra. Mér finnst þetta samt mjög gaman. Var t.d. áðan að taka sálfræðipróf og ég ákvað að læra ekkert sérstaklega undir það bara til að sjá hversu vel ég hefði lært það sem af er vetrar og ég fékk 8.5 og var mjög ánægð með það var reyndar alls ekkert erfitt.
Eyþór er að fara til Gautaborgar í fyrramálið að halda tónleika og verður í 5 daga eða kemur aftur 29 október. Vonum að allt gangi vel hjá honum þar, vinur hans hann Ágúst ætlar að fara út á föstudaginn til að vera á tónleikunum og verða þeir svo samferða heim, ekkert smá næs vinur sko Verðum að hringla hérna mæðgur á meðan, ætlum að vísu að kíkja kannski á Húsavík ef veður leyfir á laugardaginn og kíkja á systkinin mín og pabba. Sé til sýnist nú veðurspáin ekkert spes en sjáum til.
Mási bróðir, Erla og Hilmar tóku mig á hlaupum í dag haha algerlega, ég var rétt að byrja að hlaupa þegar þau kíktu við, ég rauk af brettinu, seldi þeim lakkrís og spjallaði og byrjaði svo að hlaupa en var bara búin að hlaupa í 5 mínútur þá kom Elín systir til að sækja lakkrís haha Bjartur frændi keypti nefnilega og hún líka þannig að ég losnaði við 3 kg þangað. Ætla svo að senda Rakel Ýr stjúpkrílinu mínu slurk til Svíþjóðar alltaf gott að fá íslenskt nammi eða það hlýtur að veranammi bara yfirleitt. haha
Þarf að fara í foreldraviðtal í fyrramálið kl 9 með Brynju og auðvitað fer Katla með, svo er eitthvað annaðkvöld svona kaffihúsastemming og á hver krakki að koma með eina köku og svo foreldrar að mæta og fá sér kaffi, hittir alltaf á að Eyþór er einhversstaðar í burtu þegar svona er þannig að ég kemst ábyggilega ekki, Katlan er svolítið strembin á kvöldin enn sem komið er en ég sé til.
Jæja ætla að sjá Kompás finnst það afspyrnuskemmtilegir þættir.
Sjúlli kveður á hlaupum
21.10.2007 | 10:29
hvaða hvaða
Sit hérna eins og teiknimyndafígúran Tommi (Tommi og Jenni) með tannstöngla til að halda uppi augnlokunum og reyni að svara gátlistanum í Lollinu. Katla svaf kannski 2 tíma í nótt og ástæðan jú foreldrarnir áttu að prófa að minnka bakflæðislyfið Losec mups til að kanna hvort bakflæðið væri á undanhaldi en nei nei held að það sé komið í ljós að svo er ekki og lyfið fékk hún aftur í morgun DAMN. En sefur eins og engill núna þrátt fyrir mjög mikla riginingu. Sefur kannski þess vegna svona vel tja maður spyr sig.
Var dálítið dugleg í gærkvöldi byrjaði á gátlistanum og svo núna er ég að hringla eitthvað í honum aðallega bara horfa á hann, skil minna en finnst ég eitthvað svo dugleg að sitja hér við bækurnar þrátt fyrir að gera eitthvað lítið haha, get svo montað mig já ég lærði í allan morgun ahhahahaha right
Katla vöknuð og ég líka
Sjúlli kveður
18.10.2007 | 17:03
Dugnaður:)
Er nokkuð ánægð með mig í dag. Var langt fram á kvöld í gær að gera UTN og sendi ég s.s. vefsíðuna sem ég var löngu búin með og svo gerði ég tvö verkefni í Excel og byrjaði á því þriðja en þá var ég bara orðin svo þreytt að ég varð að fara að sofa. Svo í morgun var andinn verulega yfir mér og ég las allt LOlið og prófaði svo að nýta mér minnisaðferðir úr Sálfræðinni sem byggjast upp á að búa til teningar yfir í efnið á sem litríkasta máta og ég skal nú bara segja ykkur að sá hluti sem ég gerði þannig man ég mjög vel en þetta tekur smá langan tíma. Ég er nefnilega ferleg með að muna og verð einmitt til að skilja hlutina að geta tengt en þetta er mjög mögnuð leið Sé fram á að geta klórað mig í gegnum Lolið jája um að gera að vera bjartsýnn.
Helga mágkona mín er hérna hjá okkur og ætlar að vera fram yfir helgi gaman að því, ætlar að rifja upp takta í stúlknakórnum hjá bróður sínum og skella sér á eins og eina kóræfingu í dag. Við Katla brenndum í Nettó að sækja okkur eitthvað að snæða og svo höfum við eiginlega bara verið að spjalla og slást í morgun. Smá ergelsi í gellunni en ekkert sem er alvarlegt tönnsla nr. 2 að brjótast upp.
Var rosa dugleg í gær og hljóp 3,5 km verð að viðurkenna að ég var nær dauða en lífi en rosalega hressandi, ætla að hlaupa í dag líka þegar Brynjan mín kemur heim úr skólanum engin æfing hjá henni í dag þannig að hún passar krúttlið sitt. Annars er hún þessa dagana að selja eins og 12 kg af lakkrís eru reyndar ekki nema 7 eftir og það án þess að hún hafi gengið í hús mjög auðseljanlegt og voru meira að segja pantanir inni ef hún færi að selja svona lakkrís aftur. 1000 kr 1 kg alveg gefið. Og mjög góður ójá var með magaverki í fyrra af þessu en ekkert núna enda nammidagur ekki fyrr en á laugardag maður er nefnilega svo gríðarlega stapíll.
Ætla að halda áfram að setja Lol í minnið og það alla leið í langtímaminnið
Sjúlli kveður mjög minnugur