Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
21.11.2007 | 12:16
Já er það ekki bara
Mjög líklegar tölur eða þannig. Maður hlær nú bara að þessu..ekkert mark takandi á þessu.
Sjúlli kveður með sínar "7 rjúpur" haha
386 rjúpur veiddar á fyrstu 4 veiðidögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2007 | 10:24
Fræga fólkið með tóman heila....
Hvað er málið með fræga fólkið, var að lesa fréttablaðið í morgun og að sjálfsögðu datt ég í dálkinn "Fréttir af fólki" . Þar var þessi grein.
Söngkonan Britney Spears þykir ekki sú vænlegasta til að gefa uppeldisráð en ofurfyrirsætan Heidi Klum segist hafa lært margt nytsamlegt af Britney þegar hún hafi dúkkar upp óboðin í hrekkjavökupartý Heidiar. "Hún kenndi mér helling um bleyjur. Ég hafði ekki hugmynd um til hvers límmiðarnir á hliðunum voru. Til að loka bleyjunni að framan! Ég batt alltaf band utan um. " Segir þriggja barna móðirin Heidi Klum
ÉG er svo hneyksluð hlýtur að vera grín.
Sjúlli kveður ætlar að taka bandið utan af sinni...DÖHHHHH
16.11.2007 | 10:11
Föstudagur til þrifa og úr mér allur vindur segir kallinn:::)
Veit ekki hvað er að gerast hérna á munkanum, ekkert blogg í þrjá daga, iss bæti úr því. Ekki svo sem eins og það sé eitthvað brjálað að gera, er núna að þrífa hjá mér og rakst á tölvuna mína í ruslinu og sá að ekki veitti nú af að pússa kvikindið, pússaði kvikindið og fór svo að þvælast um internetið. Svona þarf lítið til að trufla mig við þrifin
Þegar ég kom inn í eldhús áðan frá því að stinga Kötlu í vagninn var þar stór og feitur, gulur köttur, sem by the way heitir "Grettir" að borða úr matardalli minna svölu högna, og það merkilega var að hann haggaðist ekki þó ég kæmi heldur hélt bara áfram að éta. Þannig að ég greip hann upp og skjögraði með svínið út og setti á tröppurnar og þar situr hann enn í von um að komast inn. Greinilega gott kattarfóður hér í munka.
Eyþór skaust aðeins í vinnuna verður til 12 en er þá kominn í frí til kvölds, og svo á hann frí á morgun. Brynja er að fara á Lauga að keppa í fótbolta og ætluðu þær að gista en var hætt við vegna slæmrar veðurspár á morgun. Þannig að hún kemur aftur í kvöld. Ætla að læra mikið í kvöld fyrst ég verð ein heima, margt sem liggur fyrir, ætla á morgun að taka eitt Excel próf og svo ætla ég að lesa fyrir sálfræðina en í kvöld ætlar Lolið að eiga allan minn huga jájá, skal nú segja ykkur það.
Er búin að kaupa EINA jólagjöf ég veit rosalega hörð, búin að ákveða hvað allir eiga að fá. Rauk svo af stað í gær og ætlaði nú að klára einhvern hluta af þessu en svo ótrúlega vildi til að það var ekkert til af þvi sem ég ætlaði að kaupa DÖH. Finnst svo mikið vanta í búðirnar núna, sem er alltaf til. Vissu ekki búðareigendur að jólin eru að koma og gerðu ráð fyrir því í innkaupum sínum. Ég er frekja og vil hafa hlutina til í búðum. HANaNú.
Best að fara að henda sér í þrifin, skíturinn bíður bara spakur og býr til meiri skít á meðan ég hangi hér. Afhverju er ekki til sjálfþrífandi íbúðir ég meina það....BUTLER óskast á munkann fær engin laun bara ánægjuna...íha
Sjúlli kveður skítugur
13.11.2007 | 10:26
Þriðjudagur til þreytu
Er það ekki þannig, ótrúlega þreytt allavega í dag og finnst að það ætti að vera lögboðinn frídagur. Kaffið bjargar þessu hef aldrei drukkið á ævi minni eins sterkt kaffi og núna, ákvað að prófa expresso úr kaffivélinni minni flottu og það er bara gott sterkt en gott. Hlýt að vakna.
Er ekki komin lengra en að horfa á námsefnið í Lol er nú ekkert heillandi fyrirsögnin, Þvagkerfið, vökva- saltvægi, sýrubasavægi. Kannski ekkert skrýtið að maður sé þreyttur.
Katla komin í vagninn og ég var að henda nokkrum myndum inn á síðuna hennar. Hún er svo mikill gullmoli þessi elska. Sönglaði í allan morgun mamamamamam og ég er nú að vonast til að það þýði mamma. En ég er s.s. búin með morgunleikfimina því það var eltingarleikur hún í göngugrindinni en ég á fjórum fótum lafmóð:) haha yndislegt.
Við systur erum að fara í blóðprufu í fyrramálið þar sem sjúkdómurinn Hemochromatosis var að greinast í familiunni en þá safnast járn upp í líkamanum. Þannig að maður verður að láta taka úr sér blóð í fyrramálið og ég sem hata nálar eftir að ég átti Kötlu var nefnilega eins og nálapúði eftir það jakk en ég er hörð.
Eitt svona videó í lokin er það ekki svona sem karlmenn vilja hafa okkur...tja hvað haldið þþið
Sjúlli kveður....nöldrandi
12.11.2007 | 10:52
Jólamaturinn kominn í hús
Eyþór fór s.s. í rjúpur í gær með Mása bró og fengu þeir samtals 11 rjúpur. Þannig að núna má Eyþór í raun bara skjóta 2-3 í viðbót og þá er hans kvóti búinn. Kom heim um 8 leytið í gærkvöldi eftir að hafa kíkt í kaffi til pabba í leiðinni og fengið eðal fiskisúpu hjá Mása og co
Við Katla tókum okkur til í gær og fórum í að fara í gegnum gömul jólakort til að sjá hverjum maður ætti nú að senda og fannst stubbnum nú ekki leiðinlegt að dreifa einum 70 jólakortum í kringum sig. Skemmti sér konunglega og spjallaði mikið. Vissi svo ekkert hvað ég ætti að hafa í kvöldmat þannig að ég bjó til kakósúpu og ég hreinlega veit ekki hvað fór úrskeiðis en hún var alveg snilldarlega, ótrúlega vond meira að segja Katla sem borðar allt spýtti henni út úr sér. En ég gerði eins og Ási frændi gerði með hakkið sem hann klúðraði að ég hegndi sjálfri mér fyrir að búa til vonda kakósúpu og át hana *æl*
Mamma kom hérna í morgunkaffi eftir að hafa verið í blóðprufu og vorum við hér að spjalla í rökkrinu við kertaljós og kaffisopa Get ekki lært í bili þar sem mig vantar bæði blek í prentarann og blöð þannig að ég verð að fara á stúfana á eftir og sækja þetta þegar Katla vaknar. Læri svo bara í kvöld
Sit hér og hlusta á jólalög við kertaljós og það er ekki laust við að sé smá stemmari í mér enda ekki nema rúmar þrjár vikur í aðventuna, en svo verður þetta liðið áður en varir og ég farin að vinna, fæ nú nettan hnút í magann við að hugsa um að fara frá stubbunni minni sem er smá mömmukúkur ekki að það væsi neitt um hana hjá pabbanum en mér finnst ég bara eitthvað svo ómissandi
Fallegt veður hér núna um 7 stiga hiti og hlýtt bara. Ótrúlegar þessar veðrabreytingar ekki skrýtið þó svo að annar hver maður sé með hor og hita. Alltaf sviptingar.
Best að fara að lesa Harðskafl eftir Arnald hún er svo góð, vaknaði meira að segja aðeins í nótt og las einn kafla. Maður er auðvitað ekki alveg í lagi enda held ég að allir viti það nú.
Sjúlli kveður rokkandi út jólin
10.11.2007 | 16:32
Hálka út um allt
Ekkert smá hvað er hált, renndi mér aðeins út í húsasmiðju áðan til að sækja öryggisdót fyrir litla stubb svo hún hætti að klemma sig á eldhússkápunum og rota sig á píanóinu og það var svo hált. En ofsalega fallegt veður samt, höfum hjúin ekkert gert nema ég tók eitt próf og gekk alveg sæmilega miðað við síðast Eyþór er lasinn, Brynja er í fjáröflun og Katla sefur. ÆTla að renna mér til Hildar kannski á eftir mæðgur voru að taka forskot á sæluna og baka smákökur verð að testa þær:)
Annars bara allt í rólegheitunum, fjárfesti í málningarstrigum áðan og ætla að strekkja efni eða veggfóður á þá og prófa að vera smá skapandi, spurning hvort það verði ekki klúður bara. Varð að setja þetta inn þetta er ótrúlega fyndið
Sjúlli kveður með aulahúmor og það fullt af honum
9.11.2007 | 11:08
Ég átti afmæli í gær tralalalalla
Jæja þá er maður formlega orðin hálfsjötug ja hvað getur maður sagt Fékk margar góðar og skemmtilegar kveðjur takk fyrir þær, og líka fékk ég pakka ohh ég elska pakka. Eyþór, Brynja, Rakel og Katla vita hvað ég er mikinn bókaormur og á það við um sakamálasögur helst ekki námsbækur, gáfu mér nýju eftir Arnald og svo tvær aðrar spennubækur og svo eyrnalokka ohhh hlakka svo til að fara að lesa í kvöld ef mér gefst færi á því. Svo kom Hildur og stóra sól og gáfu mér óróann frá Georg Jensen 2007 ótrúlega flottur, en Hildur hefur alltaf gefið mér þá síðustu 7 ár og er fallegasta jólaskrautið mitt og súkkulaði fékk ég líka frá þeim:) Svo kom mamma líka með blóm handa örverpinu sínu og svo gaf Elín mér krem og ég veit ekki hvað og hvað það er svo gaman að fá pakka:)
Ein kveðja var frá henni Lilju frænkunni minni á Egilsst. sem reyndar var hér í gær og ég missti af að hitta af því að ég var með símakvikindið á silent ég er asni. "Hæ krússlan mín til hamingju með 25 árin" haha hvað getur maður gert annað en að gleðjast:) Talaði aðeins við Sigurpál pabba Brynju í morgun en við eigum sama afmælisdag og hann stundi bara þegar ég óskaði honum til hamingju með afmælið og sagðist vera orðinn gamall sem er reyndar rétt hann er 37 ára hahah en þau hjúin voru stödd í London að slappa af. Þurftu að fá uppgefnar stærðir sem dóttirin notaði pjúff bætist í skápinn hennar kannski spurning um að fjárfesta í nýjum skáp:)
Bauð engum í kaffi en ætla að gera það um helgina hafa eitthvað smá, bakaði reyndar pönnsur en endaði á að við Katla sátum og snæddum þær tvær, Brynja þurfti að fara að hitta kærastann enginn tími fyrir þá hálfsjötugu
Fórum svo seinnipartinn og dekkuðum upp salinn en Eyþór og Óskar voru með tónleika aðra af þrem og sungu þeir úr Fjárlögunum ekki spyrja hvað það er einhver svona gömul og góð held ég samt og var bara ágæti mæting mætti segja mér að hefði verið um 80-100 manns minna en síðast en það var líka leiksýning á Óvitunum og margt fleira um að vera enda sá tími að koma að nóg er að gera í menningarlífinu eykst oft þegar fer að nálgast jólin. Ég fór samt ekki á tónleikana þar sem lítið var um svefn nottina áður og reyndar var litið um svefn þangað til rúmlega 3 í nótt að sú stutta sofnaði með ekkasog rífandi í hárið á mömmunni, vona að tennurnar fari nú að drífa sig þetta er að verða gott.
Skutlaði Brynju í skólann í morgun þar sem hún átti að mæta ögn seinna en venjulega vegna þemadaga sem eru í skólanum og var hennar bekkur að sýna á Glerárvision atriði úr Latabæ og átti hún að vera Halla hrekkjusvín og N4 ætlaði að koma og taka þetta upp gaman að því. Þá sá ég að það er búið að skreyta jólahúsið í Áshlíðinni og mikið óskaplega komst ég í mikinn jólafíling gaman að þessu.
Best að glugga aðeins í námsefnið en ég er orðin nokkuð ánægð með mig þar sem ég kláraði prófið í UTN í fyrrakvöld, gerði sálfræðiverkefnið líka þá, er að klára verkefni sem mér finnst frábært en það heitir "virðing og kærleikur í umönnun aldraðra" aldrei of mikið talað um það, og svo fer ég í LOL próf á morgun og þá á ég skilið að lesa Arnald í smá stund eða hvað:)
Sjúlli kveður þreyttur en sáttur við dýr og menn
7.11.2007 | 10:23
Frábært!!
Mér finnst þetta æðislegt. Ekkert að því að lýsa upp skammdegið með fallegum ljósum. Er algert jólabarn en er samt ekki farin að tendra ljósin enn en fer kannski að líða að því. Upp með ljósin allir sem einn
Hef svo oft heyrt fólk segja að þetta sé svo mikil vitleysa að flýta jólunum svona með því að setja upp seríur og skraut snemma en eru jólin ekki eitthvað sem er inni í okkur og hitt bara svona fylgihlutur. Er þá nokkuð vera að flýta jólunum bara stytta skammdegið tja sitt sýnist hverjum.
Sjúlli kveður oní kassa að leita að seríum
Aðventuljós komin út í glugga í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2007 | 21:14
Piparkökur, tennur og nám hvað er málið:)
Búin að sjá að kannski borgar það sig að vorkenna sér temmilega mikið annaðslagið. Ég spýtti bara í lófana eftir að hafa vælt hérna smá og fór í námið af hörku lærði í fyrrakvöld og gærkvöld langt fram eftir og viti menn...tatarrr kláraði allt sem ég átti eftir í LOL og það var mikið, búin með gátlistana og svo er ég núna að skoða Wordið en ætla að taka prófið á morgun Ótrúlega góð tilfinning. Vinn reyndar alltaf mjög vel undir pressu og sérstaklega í verkefnavinnu og fyrir próf en samt er ég líka óþolandi skipulögð á köflum og vil vera á tíma með allt.
Eyþór kominn heim sótti hann á völlinn áðan og hann stoppaði heima í korter en fór þá á kóræfingu ja hvað getur maður sagt annað en bara AMEN.
Viðar og Elín komu líka aðeins við hér í dag, Viðar var að fara á sjó og Elín bara að bruna á Húsó aftur skutlaði sínum ektakalli bara inneftir, hlakka til þegar hann kemur af sjó hann ætlar að færa mér fisk veiiiii er algerlega fisklaus og við borðum mikinn fisk þegar við eigum hann. Kallinn bjargar manni alveg.... Þau færðu mér líka afmælispakka ohhh svo gaman að fá pakka hlakka til á fimmtudaginn trallalalalalala Hildur fékk líka pakka var stödd hérna jibbí skippí
Ragnhildur Sól hringdi í mig í dag mjög sposk og sagði "Móa ég er búin á leikskólanum" Móan ég kveikti strax á perunni að nú væri verið að rukka inn loforð um piparkökumálun og ég sagði já koddu þá og hún grýtti tólinu og kallaði "hún sagði koddu" haha en hún þurfti reyndar að koma með piparkökur með sér þar sem ég hafði gleymt að kaupa þær. Svo var ég búin að kaupa eitthvað krem í túbbum og bjó svo til glassúr í 4 litum og átti pensla síðan í fyrra þannig að við búralegar með kertaljós, jólalög og Kötlu tuðandi ofaní jólalögin byrjuðum að mála. Sé út undan mér að hún er alltaf að lauma skeiðinni upp í sig og færði svo skálarnar til haha þurfti s.s. að smakka alla litina og þeir kláruðust ótrúlega hratt og ekki endilega á kökurnar. Fór svo að útskýra fyrir litla skunknum að hún fengi illt í magann af því að borða svona mikið krem þá kom spekingssvar eins og svo oft áður frá henni "Móa þetta er ekki krem þetta er málning" eins og þá væri bara allt í kei Móa varð kjaftstopp. Alger snillingur en hún entist ekkert mjög lengi í að mála og át alltaf jafnóðum kökurnar:) Laumaði svo nokkrum af mínum í hennar dall en þegar hún var að skoða í dallinn sinn þá sagði hún Móa þú átt þessa og þessa og þessa og.......ég sagði að hún mætti eiga þær en hún vildi það ekki og ég hugsa að það hafi verið vegna lítils glassúrs á þeim snillingur:)
Katla er að hamast við að tala tennur í efri góm og dúndra ég alltaf skeið upp í góminn á morgnana en ekkert komið enn þar allavega en hann er mikið bólginn og hún örg eftir því, sátum hér í morgunsárið og lásum 24 stundir og sungum hástöfum með Birgittu Haukdal Perlur veit ekki hvað nágranninn á efri hæð hefur haldið haha bara snilld.
Best að fara að halda áfram að skoða Wordið og ætla svo að leggjast í smá Suduko finnst það mjög gamam og mjög gott fyrir heilatetrið.
Hafið það sem allra best og njótum nú lífsins með kertaljós og kósýheit
Sjúlli kveður upp og niður í skapi
4.11.2007 | 22:47
Lærdómur
Ég ætla að vorkenna sjálfri mér aðeins hér bara verð að gera það svona aðeins til að létta á mér Mig vantar svo svona eins og 10 klst í sólarhringinn án gríns. Ég hef ekki tíma til að gera allt sem ég þarf að gera, var í raun búin að gleyma hvað það er mikil vinna að vera með kríli kannski afþví að maður hafði svo mikla aðstoð þegar Brynja var kríli, gat eiginlega gert allt sem ég vildi var með mömmu og pabba á efri hæðinni og svo hin amma og afi í húsinu á móti lá við. Ég hef engan tíma til að læra, þegar ég er loksins búin að telja mér trú um að ég hafi tíma og sest niður þá les ég kannski í 1/2 - klst og er rétt að komast í gírinn þá vaknar stubbur og ég læri ekki mikið með hana ekki ef ég ætla að ná að einbeita mér. Svo hef ég ekki getað hreyft mig í nokkra daga og það kemur niður á skrokknum á mér og ástæðan fyrir hreyfingarleysi er að Brynja er á kafi í skóla, og svo félagsstarfi og fótbolta og séest hérna kannski yfir daginn í einn klukkutíma, Eyþór sést hér bara alls ekki. Nóg um þetta það reddast alltaf.
Fórum til Húsavíkur í gærmorgun og hittum pabba og vorum þar að spjalla til um hálf fimm en þá var haldið í afmæli til Viðar þar sem boðið var upp á forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Rækjuforréttur, lambalæri og kjúklingaréttur og svo kökur á eftir *slurp* Brunuðu svo heim um 8 leytið og vorum komin um 9 alltaf gott að koma heim og var þó Katla fegnust af okkur því hún var orðin svo yfir sig þreytt að hún eiginlega grét rúmlega helminginn af leiðinn en stóra systir bjargaði málunum að mestu.
Svo í dag á hún Hildur sys afmæli og varð hún 38 ára en það eru akkúrat 3 ár og 4 dagar á milli okkar systra. Við fórum og fjárfestum í afmælisgjöf og fengum franska súkkulaðitertu með rjóma og kaffi. Stórfínt og frænkur mínar voru í stuði. Ragnhildur Sól ætlar svo að koma til mín á morgun þegar Katla er vöknuð og hún sjálf búin á leikskólanum og við ætlum að mála piparkökur en það er gríðarlega mikið sport, ágætt að gera það núna og jafnvel aftur í des taka smá forskot á sæluna
Eyþór er fyrir sunnan fór í dag og var með tónleika í kvöld sem mér skildist að hefðu verið vel sóttir, var að vísu mjög illa stemmdur í sykri alltof hár sem líklega kemur vegna óreglulegs svefns undanfarið og mikils álags og streitu. Svona er að vera með sykursýki gott fólk svo er maður að kvarta. Svo er hann með tvo fyrirlestra s..s einn á morgun og annan á þriðjudaginn fyrir nemendur í Tónskóla þjóðkirkjunnar, svo kemur hann heim og fer þá eiginlega beint í að æfa fyrir tónleika sem hann og Óskar Pé verða með á fimmtudagskvöldið og svo reyndar á hann frí um helgina en hann ætlar að reyna þá að komast eins og einn dag í rjúpur sem er að hans sögn svona afslöppun...hvað kallast svona vinnufíkn eða... Gott allavega að hann nennir að vinna en mætti samt vera minna og jafnara
Ég er orðin verulega þreytt, náði að klárra að skila af mér sálfræðiverkefni sem var mjög erfitt og ég vona bara að ég fái eitthvað annað í einkunn en 0. Fékk fyrir sálfræðiverkefni í dag sem mér fannst erfitt líka reyndar og fékk hærra en ég bjóst við fyrir það.
Svo liggur fyrir próf í Upplýsinga og tölvutækni og annað í Lol þannig að það er enn nóg eftir. Púff ætla að reyna að taka UTN prófið þegar Eyþór kemur heim var aldrei tími fyrir það í þessari stuttu heimsókn sem hann var í núna en næ því vonandi ámiðvikudag. Og svo stefni ég á Lol prófið um helgina. Skal - get og vil og ætla eða eitthvað á þá leiðina.
Best að fara að sofa því ekki hefur verið meira um svefn en ca 4 tíma síðustu tvær nætur stubbur verið mjög ergileg og tönnslur vonandi að koma niður að ofan, gæti farið að þiggja 4 tíma í heilu lagi en ekki hálftíma og hálftíma.
Best að hætt að kvarta og kveina yfir því sem maður valdi sér sjálfur og ég er mjög glöð með en getur verið erfitt um leið..
Sjúlli kveður bjartsýnn þetta reddast