Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
20.4.2008 | 22:43
Djöfull er ég flottur..megaháttar báðu megin
Vá hvað ég er orðin eitthvað þreytt á þessum endalaus verkefnum eitthvað, alltaf nóg að gera á öllum vígstöðvum sýnist mér. Búin að læra í allt kvöld og í morgun náði ég að læra slurk en mikið verk enn óunnið.
Pabbi kom í dag með Moltutunnu handa mér þannig að nú getur maður farið að búa til sína eigin mold, já já maður er nú ekki vinstri grænn fyrir ekki neitt. Svo arfleiddi hann Brynju og Eyþór af harmonikkunni sinni og sá síðarnefndi gekk hér um gólf og trallaði á nikkuna, fer líklega að leggja orgelið á hilluna og spilar á gömludansaböllum í Lóni á næstunni tja hvað segiði um það.
Fórum í morgun við hjónin með örverpið út að hjóla rúmlega 8 urðum að prófa fína stólinn sem Hilla móa og co gáfu henni í jólagjöf og þetta var svo gaman, gott veður, og verulega glatt barn fannst þetta sko ekki leiðinlegt. Eyþór fór svo að vinna en við dunduðum hér heima fyrripartinn en fórum svo til ömmu Lilju og Hildar líka seinnipartinn. Snilldar veður búið að vera og ætlaði ég reyndar að vera gríðarlega dugleg að rölta með lilluna mína í bæinn en svo bara nennti ég því ekki. Leti já eiginlega
Núna er mín tónlist hrotur frá karlinum, enda þreyttur eftir mikla vinnu síðustu daga, var í allan dag að æfa með Hymnodiu en þau eru að fara að taka upp plötu í vikunni og verður vinur Eyþór hérna frá Finnlandi en ég held að hann sé að taka upp fyrir þau. Já verður maður ekki bara orðinn mellufær í finnsku tja ekki tjái ég mig mikið á enskunni þó svo að ég sé alveg mellufær í henni samt og skilji hana alveg. Verð geðveikt upptekin bara:)
Frikki snigill er glaður kominn í eigið húsnæði alltsvo eigið eigið húsnæði, því hann bröltir jú um með húsið á bakinu, en við settum mold og kál og ýmislegt góðgæti í box og núna bara tjillar hann og hefur það huggó, nennir nú samt ekki að vakna nema þriðja hvern dag en ég myndi nú líka gera það ef ég væri snigill.
Best að hætta að röfla þetta og fara að læra smá meira já eða sofa kannski bara þar sem það festist ekkert í hausnum á mér þegar ég er orðin svona þreytt. Hver vill vita hvað Kalsíumgangalokar eru já eða ANgiótensín II blokkar tja ég á að vita hvað þetta er en hef samt ekki hugmynd. Merki um að ég eigi bara að fara að sofa og njóta þess að hrjóta eins og eiginmaðurinn gerir svo snilldarvel í stofunni, svei mér ef hann hrýtur ekki einhverja sónötu já eða eitthvað fúga eða bara popplag í G.
Sjúlli kveður með fullt af aukaverkunum......
17.4.2008 | 19:45
Snigillinn Friðrik
Já það er s.s. komið nýtt gæludýr á heimilið og er snigill sem hlaut það skemmtilega nafn Friðrik, án þess þó að gengið hafi verið úr skugga um að hann sé kk Hann er s.s. franskur að uppruna og kom hingað á heimilið með vínberjaklasa sem keyptur var í ónefndum stórmarkaði hér á bæ. Ég sem er ljóska eins og flestir vita, ætlaði að fara að henda pokanum undan vínberjunum þegar ég sé þennan líka flotta kuðung og var dágóða stund að velta fyrir mér hvernig kuðungur gat lent í vínberjapoka, því aldrei hafði ég séð svona ekta snigil með hart hús á bakinu:) En Brynja sem þó er ljóska líka, vissi nú strax hvað þetta var og var verulega hneyksluð á mömmunni að halda að þetta væri kuðungur. Þannig er það nú og núna býr hann í herbalife hristiglasi en á eftir að fá betra húsnæði Eyþór fór auðvitað að slefa um leið og hann vissi að þetta væri snigill og sagði "étum hann" eins og við færum að borða Ronaldo eða Snúð, halló þetta er einn af heimilisdýrunum núna
En að öðru, nei ég er ekki búin að vera dugleg að læra, en reyni þó, sofnaði í gærkvöldi þegar ég byrjaði að lesa, eitt kvöldið var One Tree Hill og ég bara varð að sjá það, er reyndar aldrei upplögð að læra á kvöldin en það er samt eini tíminn sem ég hef, æi nenni ekki að tala um lærdóm.
Fórum í labbitúr í bæinn ég, Brynja og Katla í góða veðrinu, 10 stiga hiti og þvílík stemning í miðbænum, allir að fá sér ís og svona, Kötlu fannst mjög gaman og röflaði heil ósköp allan tímann, liklega verið að segja okkur Brynju eitthvað merkilegt en við vorum á kafi í að slúðra sjálfar og vissum ekkert hvað hún var að rausa. Fórum á hótel KEA og sóttum atvinnuumsókn fyrir Brynju en hana langar alls ekki að vera í vinnuskólanum þannig að nú verður sótt um allt, ætlar að sækja um í Kristjáns niður í miðbæ fær vonandi eitthvað annað en unglingavinnuna.
Kíktum svo aðeins í Bónus og á mömmu seinnipartinn og fórum svo heim að dansa Bumm bumm dansinn say no more.
Eyþóri gengur vel með dæluna og vonandi verður svo bara áfram, er að vísu að myrða sig í vinnu en hver gerir það ekki á þessum síðustu og verstu tímum.
Best að fara að kíkja á hvað hinir eru að gera
Sjúlli kveður sætastur
9.4.2008 | 21:16
Klárlega að læra
Ég er að LÆRA jahá en varð að taka smá pásu þar sem hugurinn var kominn á flug og hættur að fylgja eftir lungnasjúkdómum og lyfjum jahér. Finnst eins og allir séu hættir að blogga, búin að fara á fullt af síðum í dag en hvergi neitt nýtt, hvað er þetta ekkert að frétta
Var að skoða íbúð í dag með mömmu, alveg prýðilega íbúð bara, kemur í ljós hvað verður um að gera að íhuga málin í rólegheitunum bara. Elín sys kom hérna kl 7.30 í morgun með fullan bíl af kössum frá Húsavík sem fór í sameignina hja mér þar til mamma verður komin með íbúð. Ætlum að renna svo austur á laugardag, við öll hér og Hildur og fjölsk og reyna að klára það sem þarf að klára, pakka með pabba því sem eftir er og svona bera dót hingað og þangað:) Ætlaði reyndar að fara að horfa á Þrekmeistarann á laugardagsmorgun þar sem deildarstjórinn mín hún Dísa er að keppa í einstaklings en ég verð að gera það seinna bara, get ekki verið á mörgum stöðum.
Fór í klippingu í dag er ekki lengur bara sæt heldur rosalega sæt, maður verður nú að vera ánægður með sig eða hvað. Hef ekki hlegið lengi eins og ég gerði í klippingunni, er nefnilega með svo klikkaða hárgreiðslukonu haha alger snillingur.
Á ég ekki bara að halda áfram að læra eða hvað jú svei mér, er í fríi á morgun og föstudag þar sem Eyþór er að fara suður og vonandi get ég verið ógeðslega dugleg. Svava mín við rúllum þessu upp gæskan
Sjúlli kveður agalegt rassgat
5.4.2008 | 22:22
Rosalegt
Ekkert sérstakt sem er rosalegt, gafst bara upp á að finna fyrisögn eins og svo oft áður Vorum að koma úr fermingarveislu, ofsalega góður matur og temmilega margir, þekkti samt ekki nema kannski svona 10 varla mikið meira en það. Hitti þar systur sem hétu Erna og Katla okkur fannst þetta ofsalega fyndið öllum Bróðir tengdamömmu var s.s. að ferma og var veislan í Lundarskóla, fórum að vísu áður en kakan var borin fram þar sem Eyþór var að fara að spila með Óskari upp í Mývó og Katla er enn og aftur í tanntökuveseni jibbí. Komum við í Strax á leiðinni heim og fjáfestum í sætindum í stað tertunnar, má ekki sleppa því sæta ÓNEI.
Var svo að enda við að taka Brynju í næstum hálftíma fótsnyrtingu með lökkun og öllum pakkanum, agalega góð mamma sko. Hún er að fara að keppa á morgun við KA og ætlum við Katla að reyna að mæta og sjá allavega fyrri hálfleikinn, síðan ætlar Brynja að fara og selja inn á tónleikana hans Eyþórs en hann er með óskalagatónleika kl 17 á morgun og spilar t.d. Queen og fleira skemmtilegt. Hún ætlar svo að koma heim og passa Kötlu á meðan ég fer og hlusta á kallinn jájá.
Tengdó voru að fara ásamt Möggu mágsu og börnum. Helga ætlar að vera hérna fram á mánudag og meira að segja redda okkur og passa fyrir okkur þann dag. Eyþór er svo að fara á fimmtudag og föstudag að láta setja upp dæluna fyrir sunnan þannig að ég fékk bara frí í vinnunni. Annars auglýstum við á miðvikudag og það er ein kona sem við ætlum að tala betur við kannski eftir helgi. Veit ekki alveg hvað verður langt í að mamma verði hress, var útskrifuð í gær og verður tíma að vinna upp þrek, kemur allt í ljós bara.
Keypti mér nýjan síma á þriðjudag og fór svo með hann í dag og fékk nýjan þar sem hinn var gallaður, slökkti á sér í tíma og ótíma og ég ekki með þolinmæði fyrir svoleiðis dæmi, jeddúda mía. Hinn dæmdur ónýtur enda át Katla hann því sem næst, fullur af slefi og veseni haha...
Fór með kettina mína í hina árlegu kattarfárssprautu á mánudag og endaði með því að þeir komu heim nauðasköllóttir á þriðjudag, búnir að vera í svo miklu hárlosi og með mikla flösu í feldinum að það eina sem hægt var að gera var að snoða greyin, eru frekar ljótir en verða það bara í eins og eina viku eða svo allavega engin hár á heimilinu núna sem er nú aldeilis munur.
Húsið á Húsavík er selt jibbí og pabbi búinn að fjárfesta í íbúð hér á Akureyri í þjónustukjarna sem er bara snilld. Þannig að nú eru þau bæði hér á Akureyri sem er nú gott.
Hef ekkert getað lært en það er nú eiginlega bara að verða gömul lumma, blogga um ef ég læri bara það er kannski betra....
Jæja búin að tuða helling og ætla að láta nægja að sinni barasta og fara fljótlega að sofa held ég barasta.
Sjúlli kveður sætur eins og alltaf
30.3.2008 | 14:54
Þúsund sinnum segðu já
Ég er tossi, meina það. Ég hef ekki lært svo lengi, reyndar alltaf eitthvað sem kemur í veg fyrir það en ég náði að gera 1/2 verkefni í LHF í morgun, nenni ekki að byrja að læra ef ég veit að ég hef kannski korter eða hálftíma, rétt að komast í gírinn og þá er málið dautt. Er að hlusta núna á námsskeið sem ég skráði mig á í gegnum WebCt á vegum Framvegis en þeir ætla að fara að bjóða upp á námskeið sem við sjúkraliðar höfum hingað til þurft að sækja suður í gegnum netið alveg brilliant. En þetta er s.s. tilraunanámskeið um samskipti á vinnustöðum, og gerir maður verkefni og umræður og svona eitt og annað skettilegt og sérstaklega þar sem ég hafði EKKERT við tímann að gera. En gaman að þessu.
Tengdó voru hjá okkur um helgina, voru á harmonikufélagsárshátíð. Svo komu Elín og Viðar í gærkvöldi og bauð ég upp á steiktar pylsur á pönnu með kartöflum huggó:) Þau voru svo hin rólegustu bara og buðu Brynju með sér í leikhús kl 22 í gærkvöldi.
Pabbi og mamma loksins búin að selja húsið á Húsavík glæsilegt bara, þannig að nú er bara fyrir þau að leita sér að íbúðum til kaups jájá allt að gerast, verða að losa húsið einmitt í kringum prófin hjá mér, eins gott að ég er vön að lesa með annarri og gera eitthvað allt annað í hinni Mamma er enn á sjúkrahúsinu og ekkert á leið þaðan í bráðina, vonandi að þetta fari eitthvað að gera sig.
Feðgin sofa inni í rúmi og Brynja gerðist bókaormur og ég er að búa mig undir að læra, gleypti í mig eins og eina ibufen í von um að hálsinn haldi í smá tíma á meðan ég geri eins og eitt verkefni í hjúkrunarfræðinni. Púslvika að byrja, Eyþór með jarðarför á hverjum einasta degi þannig að þetta verður bras, en gengur efast ekki um það. Ég á að fara í starfsmannaviðtal hjá Dísu á þriðjudag kl 12.15 spennó hef aldrei farið í svoleiðis. Búin að hitta verknámshjúkkuna mína hana Hörpu, byrja 19 maí á 8 vikna verknámi 100% vinna, bara gaman, kem til með að taka blóðprufur, setja upp þvagleggi og sprauta alveg hægri vinstri og búa um sár og bara fullt. Geng lyfjavaktir þannig að ég verð yfir á vaktinni skettilegt, ætla að vera ferlegur harðstjóri haha nei segi svona
Best að halda áfram því sem ég á að vera að gera
Sjúlli kveður, á límingunum
24.3.2008 | 09:54
Second day of peisk
Já tungumálin hafa alltaf verið mín sérgrein og ekki er dóttir mín síðri á þeim vettvanginum. Var s.s. að koma úr ferð frá Barcelona þar sem auðvitað var hrikalega gaman. Svo voru alltaf skráð niður svona comment sem stelpurnar gáfu frá sér og í eitt skiptið þá villtist bílstjórinn þeirra á Spáni og mín svona þolinmóð eða hitt þó heldur fannst þetta orðið gott og kallaði til hans "bílstjóri are we wild" haha mér fannst þetta snilld hefur þessa enskukunnáttu klárlega frá mömmunni
En nóg um það páskarnir á seinna hundraðinu, þessi hátíð búin og var einkennilega fljót að líða. Fékk páskaegg í gær sem ég reyndar þurfti að fjárfesta í sjálf, var frekar vont, þannig ég borðaði bara Brynju egg enda keypti ég það líka Fékk málshátt, man hann ekki þannig að við skulum ekki velta því meira fyrir okkur.
Katlan litla hélt upp á afmælis sitt á laugardag eða hélt og ekki hélt, komu nokkrir í kaffi og með því. 1 árs daman. Fékk margt skemmtilegt og fallegt. Vöknuðum snemma í gærmorgun, Eyþór var að fara að spila í messu og vaknaði 5.20 við Katla líka Síðan skreið ég inn í rúm um hálf elleftu í gærkvöldi eftir að hafa unnið Brynju alltaf í spilum haha gott á hana (ok hún vann oftar enda svindlaði hún) og ég gafst upp á að hlusta á eiginmanninn hrjóta í takt við tónlistina í Little trip to heaven sem hann var búinn að bíða lengi eftir að sjá, skal segja ykkur það ZZZzzzzz.
Vinna á morgun, spurning hvar Kötlu verður troðið held samt að Brynja sé í fríi hún reddar okkur þessi elska hmmm ekki satt.
Er að prenta út fullt af vísdómi til að lesa og ætla að hætta þessu bulli hér og framkvæma það
Sjúlli kveður stútfullur af súkkulaði
18.3.2008 | 13:54
Gleðin tekur öll völd eða hvað.........
Enn á ný er hiti frændi kominn í heimsókn. Vaknaði í nótt við lítinn heitan búk sem reyndi að troða sér inn í mömmuna, var komin með þennan líka mikla hita. Ég fór í vinnuna, fékk að losna við eina vitjun og fór svo heim s.s. um rúmlega 10 en þá var Óskar Pé að hampa henni en hún er eitthvað lasin litla greyið ekki kvefuð samt af neinu viti. Alltaf bara hiti. Varð að fresta því að hitta verknámshjúkkuna mína hana Hörpu leiðinlegt, en ætla að reyna að svindla mér til hennar á morgun ef Katla verður spræk tek ég hana bara með mér.
Brynjan mín er í sælunni á Barcelona, ekki mikil sól þar en hiti á bilinu 17-23°sem verður nú að teljast bara fínt. Töpuðu fyrsta leiknum sínum 3-1 en unnu seinni 7-3 minnir mig og svo eru þær að keppa í dag en veit ekki hvernig það hefur farið enn. Þær eru svo heppnar stelpurnar að það eru yndislegir fararstjórar með þeim og líður mér mun betur með það að vita af svoleiðis, maður hættir líklega aldrei að hafa áhyggjur af þessum börnum sínum:) Brynja á 15 ári og ég er alltaf eitthvað með áhyggjur af henni ekki að þess þurfi alls ekki en svona eru þessar mömmur.
Hef lítið svo sem segja, er að fara að gera skattaskýrsluna fyrir hana mömmu mína, bíð alltaf með það fram á síðustu stundu liggur við, merkilegur ávani en ég er skotfljót þegar ég byrja. Mín fer til endurskoðanda ásamt Eyþórs skýrslu þannig að ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því.
Best að fara að gera eitthvað meðan krílus sefur
Sjúlli kveður "skárri en síðast"
15.3.2008 | 21:31
Sjálfstæðismenn tja eigum við eitthvað að ræða það
Hvað er ríkisstjórnin að spá í þessu einkavæðingarbrölti sínu. Verður þetta ekki bara til þess að þeir sem kúka peningum fá betri heilbrigðisþjónustu en við sem kúkum bara brúnum, ég held það og ég er ekki aðdáandi heilbrigðisráðherra. Ég er bara mjög hissa á öllum þessum breytingum sem mér finnst ekki til batnaðar held ég, skítalykt af þessu svei mér þá.
Svo ég haldi áfram að tuða, landsliðið OKKAR og þá meina ég stelpurnar búnar að vinna alla sína leiki og standa sig eins og sannar hetjur á meðan landslið kalla skítur upp á bak og hittir ekki á boltann alveg sama í hversu góð færi þeir komast þeir eru liggur við hylltir og talað um þá í hverjum íþróttafréttatíma þrátt fyrir að þeir hafi skitið upp á bak, en OKKAR landslið varla á það minnst. Horfði á fréttirnar eftir að þær unnu Portúgal og Margrét Lára skoraði það mark, stutt og snubbótt hikstandi frétt hjá stöð 2 en Rúv stendur sig reyndar ögn betur þeirra frétt var 5 sekúndum lengri en hjá stöð 2 s.s. 10 sekúndur sem var eytt í að ræða þann sigur og ekki var það skárra eftir að þær höfðu snýtt Finnum þar sem Rakel Hönnu (Þórsari sko) skoraði eitt mark:) Held að það sé kominn tími til að fara að taka eftir því að KONUR eru að standa sig vel í fótboltanum.
En nóg af suði, laugardagskvöld og ég er búin að vera ein heima í allan dag, Katla búin að vera að taka tennur með tilheyrandi pirringi og hendurnar á mér dottnar af við háls. Eyþór vinnur 29 klst á sólarhring tja sko ef hann gæti en lætur sér nægja 24 og sefur reyndar kannski 4 klst af því þannig að þið sjáið að ég er stórlega að ýkja. Skrapp aðeins til Hillu og co eftir hádegi aðeins til að létta á skapvonskunni, bæði hjá mér og barninu, skrapp svo til mútter seinnipartinn og þar varð Katla snar þannig að ég fór með hana heim enda hefði okkur ábyggilega annars verið hent út af FSA Fórum og keyptum okkur ís og rifumst alla leiðina þangað hún bablaði og ég tuðaði dýrlegar mæðgur, svo þegar upp var staðið vildi hún ekki ísinn sem annars var keyptur til að reyna að kæla þennan blessaða góm, ekki það að mamman getur alltaf étið og át ísfjandann með fílu Hitti líka Sollu Tr í þeirri ferð og ætla að kíkja á hana á handlækningu á morgun og fá heitasta slúðrið kætir mig vonandi.
Svo er ég að reyna að læra, komin í rassgat með eiginlega allt, næ að skila verkefnum á réttum tíma, svo byrja ég að reyna að lesa en hálfdotta yfir því og man ekki neitt sem ég hef lesið. Ætla bara að hætta að tuða áður en ég spring í loft upp. Yrði mikið sem dytti til jarðar ef svo færi
Sjúlli kveður pissvondur
12.3.2008 | 14:28
Brosum:)
Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin og hrygg að hún ákvað að binda endi á þetta allt og fyrirfara sér með því að stökkva í höfnina. Hún stóð á hafnarbakkanum og þegar hún ætlaði að stökkva kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers vegna hún væri að gráta. Hún sagðist ætla að fyrirfara sér. Honum fannst það synd og sagði við hana að hún hefði mikið að lifa fyrir. "Skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með. " Hann færði sig nær stúlkunni og tók utan um hana og hvíslaði að henni," ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig".
"Já" sagði stúlkan "hverju hef ég að tapa? " Um nóttina laumaði hann henni um borð í skipið og faldi hana í einum björgunarbátnum. Hann færði henni annar slagið mat og drykk og í hvert skipti elskuðust þau heitt og innilega.
Þrem vikum seinna var skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð og fann hana í björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna. Hún sagði honum eins og var að sjómaðurinn væri að lauma henni til Ameríku en í staðinn svæfi hún hjá honum. Þá sagði skipstjórinn:
"Þú hefur verið plötuð laglega núna, þetta er Herjólfur."
Sjúlli kveður á leið í lærdóminn
10.3.2008 | 14:01
Drungi um drunga frá drunga til drunga!!!
Var heima í dag með litla krílið mitt, hún búin að vera ýlin líklega tönnslur að koma, ekkert viljað borða nema kalda gúrku og spænir hana í sig
Mamma veiktist á laugardagsmorgun og Hildur brunaði með hana upp á FSA kl 7.30, leit allt vel út en kom svo bakslag í nótt og er verið að bíða eftir rannsóknum núna. Við Katla heimsóttum hana í gærdag og var hún nokkuð spræk bara, Kötlu fannst voða gaman og þurfti að grandskoða rúmin enda heyrist sko vel í þeim þegar þau eru hrist
Í dag er verið að jarða fyrrverandi samstarfskonu mína , var fyrst að vinna með henni á Selinu og svo á Hlíð, endalaust sorglegt þegar fólk á besta aldri kveður þennan heim en svona er nú bara lífið. Finn til með öllu hennar fólki
Annars lítið að frétta, er frekar orkulaus eitthvað í dag, mikið að læra en ég er svona ca hálfnuð með verkefni um þarfir heilabilaðra. Hef endalausan áhuga á þessum sjúkdómi. Búin að vinna með mörgum Alzheimersjúklingum en hef í raun kannski aldrei vitað almennilega hvernig maður á að koma fram við þá og sinna þeim, finnst svolítið vanta upp á fræðslu um þennan sjúkdóm inni á stofnunum sem og á öðrum þeim stöðum þar sem þeim er sinnt. Mikið sem hægt er að gera til að láta þeim líða vel og halda reisn áfram þrátt fyrir þverrandi minni og skapgerðarbresti. Nóg um það.
Katla sefur núna, svo ég ætla að fara að læra smá, þarf svo að fara með stóra barnið mitt til læknis kl 17 þar sem munnurinn á henni er allur í rauðum flekkjum og tungan með mikilli skán, líklega bara sveppasýking hér á ferð en eins gott að fá eitthvað við henni þar sem hún er líka að fara út á föstudaginn:)
Minni á að við erum með eðallakkrís hér til sölu, 1 kg á 1000 kr til styrktar 3 fl kvk þór, fengum bara 15 kg þannig að hver fer að verða síðastur, mjúkur og ógeðslega góður er langt komin með 2 poka ekki ein samt
Sjúlli kveður fullur af visku