Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

??????

Komin snemma heim í dag bara, Eyþór þurfti að vera mættur í vinnuna þannig að ég kláraði bara mitt og fór svo heim. Katla sefur eins og steinn og þá að sjálfsögðu fer maður ekki að ryksuga eða eitthvað svoleiðis (þó svo að þess þurfti) nei maður fer í tölvuna og röflarCrying

Mamman mín er lasin og ætlum við Katla að fara með hana á sjúkrahúsið kl 13.30 vonandi að þeir geri eitthvað fyrir hana, leggi hana kannski bara inn held að þess þurfi hreinlega. Vonandi bara að þetta gangi allt vel.

Ég er eitthvað voðalega krumpuð í dag svei mér þá, svaf samt eins og engill í nótt með smá rumski þar sem dóttirin litla er svolítið fyrirferðarmikil í rúmi, minnir mig hreinlega á Brynju sem ævinlega var með fæturnar upp í mér eða í eyrunum á mér eða eitthvað þegar hún var uppí á sínum yngri árum.

Katlan að vakna best að fara að koma henni inn.

Photo 116Sjúlli kveður krumpaður sem aldrei fyrr


Bloggedí blogg

Sit hérna núna á neðri hæðinni og prenta út einhverja tugi eða hundruð blaðsíðna í náminu mínu. Ótrúlegt magn enda engar bækur í þessum áfanga:) Gaman að því, var að skoða heimasíðu Fjölbrautarskólans í Ármúla og þar eru bara böns af myndum af okkur staðlotugellum og líka dagskólagellum ef ykkur langar gríðarlega til að skoða það þá er það hér

http://fa.is

 En verðið að copy og paste bara í gluggann:)

Mikið að gera í vinnunni sem aldrei fyrr skal ég segja ykkur, fór í tja hverju á ég að ljúga fór í 6 vitjanir í morgun og þar af voru 3 böð en var samt búin á fínum tíma. Mikið álag núna í heimahjúkrun margir sem þurfa aukna aðstoð en til þess erum við einmitt.

Búin að fá að vita hvar ég verð í verknámi, ég verð á Víðihlíð hjá henni Hörpu KRistjáns sem er bara snilld, ætla að hringja í hana á morgun og fá að vita hvenær ég megi byrja vonandi bara sem fyrst eftir próf.

Brynja er á fullu að æfa fyrir árshátíð en þau ætla að setja á svið Emil í kattholti og eru miklar æfingar fyrir það, allir dagar nýttir núna enda fer að styttast í þessu. Barcelona eftir 8 daga hjá henni, farið að bera á smá spenning hjá henni annað væri nú skrýtið

Mamma kom og passaði Kötlu fyrir okkur í gær og gekk að sjálfsögðu svona líka ljómandi vel hjá þeim, Katla hin sperrtasta og amman líka, gott að gekk vel, efaðist svo sem ekkert um það en mömmur eru til að vera stressaðar.

Eyþór byrjaður að vinna á fullu og hefur tekið Kötlu aðeins með sér í vinnuna og það gengið líka fínt, Katla voðalega hrifin af Óskari Hafsteini og þau miklir vinir. Spurning hvort maður ráði hann sem aupairW00t nei segi svona. 

Allir sprækir að öllu leyti, fer að styttast í að Rakel komi heim en hún er að spá í að koma í maí fyrr en venjulega. Greinilega gott að vera á Íslandi hef svo sem aldrei efast um það.

Best að hætta að tala um ekki neitt

Sjúlli kveður á leið í bjúgnaveislu:) 

 


9 mánaða fæðingarorlof og börnin sjálfala eftir það

ER að verða frekar þreytt á þessari þjónustu hjá símanum. Vorum familian búin að koma okkur fyrir og ætluðum að fara að horfa á Harry Potter nýjustu myndna en nei þá fraus allt draslið þegar nokkrar mínútur voru liðnar þoli ekki svona, einhver bilun hjá þeim var sagt þegar Eyþór hringdi, finnst það nú vera ansi oft. Þannig að við horfðum ekki meir á mr. Potter.

Ætluðum að fara á gönguskíði hjúin í dag en nenntum ekki þar sem við þurftum að gera svo margt annað, fórum á kaffihús og með Brynju að finna sér árshátíðarkjól sem hún fann, rosalega flottur. En árshátíðin er hjá henni daginn áður en hún fer til Spánar.

Fórum svo og fjárfestum í nýrri ryksugu þar sem sú gamla (sem var ekki gömul) dó. Hræðilegt að vera með ketti og enga ryksugu. Þarf alveg að ryksuga einu sinni á dag þannig að nú fer ástandið batnandi hér á bæ, var reyndar búin að ræna mömmu sugu en nú getur hún fengið hana afturLoL

Hef ekki verið dugleg að læra um helgina, ekki litið í bók og ég sem ætlaði sko að klára alla verkefnavinnu, verð að drullast í það á morgun að gera eitthvað, geri ekki mikið eftir að ég kem heim eftir vinnu nema þá helst á kvöldin. Var reyndar mjög dugleg á fimmtudaginn og kláraði 2 verkefni. En enn nokkur sem bíða og fullt til að lesa.

Eyþór er að fara að vinna á mánudag, ætlar reyndar að vera laus við þessa viku þar sem pössun er eitthvað ekki alveg á hreinu, vantar góða konu til að passa frá 10-13 veit einhver um konu? Eru 50 börn á biðlista hér á Akureyri eftir að komast að hjá dagmömmu og samt auglýsir bærinn "lífsins gæði". Finnst alltaf jafn fáránlegt að fæðingarorlof er 9 mánuðir s.s. 3 sem konan á, 3 sem maðurinn á og svo 3 sem annaðhvort má taka s.s. 9 mánuðir. En eftir það verður fólk að vera annaðhvort launalaust eða fara að vinna sem flestir bara þurfa að gera en hvað á að gera við börnin þegar leikskólar taka ekki svona ung börn og dagmömmur vantar. Fáránlegt kerfi. En svona er þetta nú bara, vantar svona ungbarnaleikskóla.

Hef ekkert að segja, ætla að fara að skríða upp í hjá litlunni minni henni Kötlu, Brynja er að fara að vinna kl 8 á Goðamóti brjálað að gera fyrir Spánarferð:)

Sjúlli kveður þreyttur 


Hann Andrés er sætur

skolamyndir_og_fl_389Hérna er staðlotusjúllahópurinn minn ásamt kennara með hann Andrés brúðu sem þjáðist af einhverjum kvilla í skjaldkirtil. Kostulegur karakter þessi brúða, gleymdi reyndar mjög mikilvægu í sambandi við hann og það var að athuga hvort hann væri karl eða kona á neðri hæðinniLoL Var búin að skanna hina tvo sem fengu þann heiður að vera sjúklingar hjá okkur og þeir voru báðir s.s. komnir úr kynskiptiaðgerð. Já svona er tæknin í dag. Stal þessari mynd frá henni Önnu Ruth þar sem maður var svo mikill sauður að taka ekki með sér myndavél í borg, Villa, Dags nei Villa nei Ólafs, pjúff er alveg rugluð í þessuWink

Er búin að vera að berjast við tölvuna í kvöld, skil ekki hvað hún getur verið vitlaus á köflum, ég er ekki vitlaus, neibb það er sko tölluskrattinn. Var að klára að koma glósum helgarinnar inn og svo á morgun ætla ég að hendast í að lesa LHF veldur mér höfuðverki bara tilhugsunin um það. En þetta verður maður jú að gera ætli maður sér að ná þessum prófum.

Búin að fá verknámspláss, endaði í Hlíð og er mjög sátt við það, koma tvær úr náminu og verða í heimahjúkrun, þær hrikalega heppnar, ekki sviknar af því allavega.

Er á leiðinni í rúmið eiginlega, komin með höfuðverk, eiginlega búin að vera hálf slöpp af þreytu bara í dag, tekur á að sitja í henglum í aftursætinu með ssvona stuttu millibili fram og tilbaka Reykjavík - Akureyri og svo sat maður auðvitað töluvert meira en maður er vanur og það getur greinilega verið þreytandi líka.

Helga Margrét og Óskar Snorri komu í smá pössun í dag, gekk eins og í sögu, voru hress og kát og náðum við Óskar Snorri að slást aðeins, kannski þessvegna sem honum lá svona á að komast heim, ég vann nefnilega haha.

Ætla að skríða í bælið, verð að vera rosalega dugleg á morgun, sakna lúmskt Sæmundínu og Andrésar en svona er lífið múhahah hversu mikill auli getur maður orðið, tja ég get nú bara orðið töluverður auli.

Sjúlli kveður með augun um allt 


Útrás

Fyrir blaðrið í mér. Eins gott að það er eitthvað til sem heitir blogg, veit ekki hvernig þetta yrði annars. Ekki að það sé neitt mikið að frétta alls ekki en samt einhver þörf til að blaðra, nenni nefnilega ekki að læra en það er nú gamalt vandamál.

Alltaf jafn gaman í vinnunni minni, alltaf að kynnast nýju fólki, og eins og þær í vinnunni segja þá eru sumir sem maður fer til þannig að það er mannbætandi að fara þangað. Fór til einnar svo yndislegrar í gær að ég er enn mjög svo jákvæð eftir að hafa verið hjá henni. Hún er blind en samt svo jákvæð og klár og skemmtileg.  Svona er þetta nú

Styttist í að maður fari suður, spennandi en samt kvíðir mig svolítið fyrir því. Ekki beint því að fara í skólann heldur meira því að keyra með litla orminn suður því henni finnst ekkert æðislegt í bíl en maður lætur sig hafa það.

Brynja mín er að fara suður  á föstudaginn að spila úrtakslandsliðsleik með U-16 við einhverja Norsara, vonandi að þær snýti þeim bara. Þórsara þjálfarinn hennar fer með þeim og ætlar að sjá um þær, en svo er leikur í innanhúsmóti á laugardag og svo æfingarleikur á sunnudag. 

Best að fara að hætta þessu hangsi og fara að gera eitthvað eins og t.d. að skoða blöðin mjög efnilegt

Sjúlli kveður bless 


Miklar hetjur þessir feðgar

Sýnir manni hvað er nauðsynlegt að kunna þetta:)

Húrra fyrir Bjössa og Tomma :) Magnaðir enda eiga þeir ættir að rekja í Norður Þingeyjarsýslu, hefði nú haldið það og reyndar þau öll:)

Sjúlli kveður ánægður með sveitunga sína:)


mbl.is Bjargaði eiginkonu í hjartastoppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíu dagar hvað er málið

Já ekkert bloggað í heila 10 daga, og ég sem er þekkt fyrir munnræpu, greinilegt að maður er byrjaður að vinnaLoL Búin að vera að vinna í heimahjúkrun í heila viku og ég elska það hreinlega. Mikið er gott að vera þar og ég er búin að fá fastráðningu upp á 60% og fæ að bæta við mig ef ég vill kvöldvöktum sé til með það, sýnist þetta vera nóg með skólanum og öllu hinu. Búið að vera heilmikið í skólanum, dálítið af verkefnum og mikið lesefni þrátt fyrir að þetta séu bara 2 fög. Er svo að fara suður á miðvikudaginn í næstu viku og kem aftur heim á sunnudag jibbí skibbí. Hélt þetta yrði ferlega næs nei takk bara 8-17 skóli takk fyrir Gasp

Búin að vera veikindasería hérna á þessu heimili s.l. barasta held ég 2 vikur, Katla byrjaði á mislingabróðir og ég með kvef, hita og hálsbólgu, svo þegar Katla var búin að ljúka mislingadæminu þá fékk hún þetta ferlega kvef og fékk líka 1 tönn og önnur á leiðinniBlush Brynja fékk líka þetta yndislega kvef en þær eru á seinni sprettinum í því sem betur fer.

Fengum fullt af heimsóknum um helgina, Ágúst kom að sunnan og var um helgina, svo komu Lilja, Kiddi og Þóra og jú Fannar datt aðeins inn líka, svo gaman að sjá allt þetta gengi, Liljan mín komin með litla og fallega kúlu og lítur svo vel út eins og við gerum jú alltaf við frænkur ekki sattLoLÉg er nefnilega svo sæt (handarhreyfing yfir andlit) jájá maður getur verið ruglaður endalaust. Þóra og Kiddi eru að flytja hingað á Eyrina næsta sumar og verða í skóla hérna skemmtilegt, sér kannski liðið eitthvað oftar, ekki nenni ég austur hahaha.

Sá í dag að það er verið að fara að bjóða upp á enn meira framhaldsnám sjúkraliða á háskólastigi og verður það geðhjúkrun mjög spennandi diplóma nám sem á að vera held ég 2 ára nám. Verð ég í skóla þangað til ég dey, tja svei mér þetta er svo gaman en samt tekur þetta á:)

Best að fara að gera eitthvað af viti, var að klára 25 spurningaverkefni um sykursýki, haha kallinn með sykursýki þannig að ég snýtti þessu á augabragði tja svona næstum og lét hann fræða mig um það sem ég var ekki alveg klár á. Húrra fyrir mér.

Sjúlli kveður sykursæturKissing


Taktu til við að blogga, teygja eitthvað and so on

Allt gott af munkum að frétta eins og alltaf. Hálf svefnlaus hjúin þar sem Katla ákvað að vera í selskapsstuði sl nótt bara gaman að því:) Rólegheit búin að vera í dag, verða líklega ekki eins mikil rólegheit þegar nær dregur kvöldi, Svíar og Íslendingar að spila kl 19 jibbí get varla beðið.

Þarf að bregða mér suður á bóginn á þriðjudaginn, fer um hádegi og kem aftur um kvöldið, gaman að því, alltaf bara fyrir sunnan þarf að fara aftur í febrúar en þá í skólann ójájá og þá fer hele familien með verður stuð.

Hef ekkert að segja eins og sést kannski, var að koma úr göngutúr og er dofin í andlitinu af kulda brrrrr ætla að þýða mig upp og fá mér að borða.

Sjúlli kveður ögn ruglaðri en venjulega. 


Rólegheit

Kominn tími á blogg á þessu leiðinda laugardagskvöldi. Ekkert í sjónvarpinu af viti, er löngu hætt að nenna að horfa á þessi leiðinda laugardagslög bara leiðinlegt sjónvarpsefni. Eyþór skrapp aðeins út með Óskari Pé og Brynja er með vini í heimsókn að spila teiknispilið, heyrist þau skemmta sér konunglegaLoL Katla steinsofnuð og sefur vonandi eins og stjarna. Er orðin svo dugleg stelpan, farin að skríða, standa upp og labba með allt eiginlega á einni viku. Farin svo að monta sig við að standa ein og klappar alveg út í eitt fyrir sér, mikið líður þetta allt hratt.

Skruppum aðeins við Brynja í dag til Hildar og dætra og voru þær sprækar eins og alltaf. Fórum þaðan með gallabuxur og skokk á Kötlu alger pæja þegar hún verður komin í það.

Styttist í að skólinn byrji. Fyrsti dagurinn er held ég 22 janúar gaman að því. Svo þarf ég að fara suður í skólann í 3 daga 21-24 febrúar og ætlum við að fara öll, búin að fá sjúkraliðaíbúðina á leigu, verður bara fínt. Veit ekki alveg hvað felst í þessari staðlotu eins og mig minnir að þetta kallist.

Svo á ég bara eftir að vinna 8 vaktir minnir mig á Hlíð fæ þá 6 daga frí og Heimahjúkrun here I comeLoL Verð aðallega í vinnu hér á Brekkunni sem er fínt því þá er ég bara 10 mín að labba í vinnuna. Stendur svo til að þessi stöð flytji í Vaxtarræktina og verður það ábyggilega fínt, kannski maður drullist þá til að fara að hreyfa sig af einhverju viti svona í leiðinni aldrei  að vita. Verð að fara að hreyfa mig svo skrokkurinn á mér endist eitthvað. Ætla að hlaupa á morgun og reyna svo að gera það minnst 3 í viku. Verður allt annað líf, gafst upp á þeim Danska alltof mikill matur fyrir mig, gat aldrei klárað. En kannski hef hann svona aðeins til hliðsjónar aldrei að vita.

Eyþór er hin mesta húsmóðir, bakar alveg eins og óður sé og alltaf að prófa eitthvað nýtt, kem hérna heim á daginn liggur við alltaf í nýbakað og hugguleg heit. Skora á fólk að kíkja til hans í kaffi og nýbakað. Þau feðgin fíla sig alveg í þessu leyfi saman og eru voðalega dugleg að hlusta á tónlist, lesa og skemmta sér bara saman. Krúttleg. Karlinn ætlar að bregða sér til Frakklans, Sviss og Þýskalands á meðan ég verð í þessu 6 daga fríi meikum ekki að sjást of mikið hahaTounge

Best að fara bara að leggjast inn í rúm með bók og lesa svolítið svona áður en ég sofna hérna yfir sjónvarpinu eins og í gærkvöldi en þá hraut ég frá 22 til miðnættis og fékk líka að sofa út í morgun alveg til 10, enda vel útsofin en samt svona nett þreytt.

Sjúlli kveður fullur tilhlökkunar í nýja starfið. 


Hvað var hann að derra sig

Fékk smá hláturskast þegar ég las þessa frétt. Hvað var málið með að maðurinn varð fúll yfir því að sjá konuna afla aukatekna.....Hvað var hann að gera á vændishús giftur maðurinn. Bráðfyndin frétt.

Sjúlli kveður flissandi 


mbl.is Hitti konuna í vændishúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband