Færsluflokkur: Bloggar

Brúðkaupssagan......

... kemur seinna, en þið getið skoðað myndir sem eru komnar á síðuna

Langt síðan síðast

Halló!

Ekki höfum við munkarnir verið dugleg við að skrifa inn á síðuna undanfarið.  Vonandi lagast það.  Ég kom heim á fimmtudagskvöld eftir 10 daga ferð um Austurríki og Slóveníu með Stúlknakórnum.   Ferðin var frábær og gekk allt saman mjög vel.  Kallinn var heldur lúinn þegar hann kom heim, enda var lítið sofið í ferðinni.  Maður reyndi að fara síðastur að sofa og vakna fyrstur á morgnanna.  Við sváfum svo ekkert (fararstjórarnir) síðustu nóttina, enda komum við seint á gististað og þá átti eftir að hjálpa stelpunum að pakka, pakka sjálfur, og svo undirbúa morgunmat fyrir stelpurnar.  Ítarleg ferðasaga kemur síðar. 

Núna erum við í sumarfríi.  Við erum að dunda okkur við brúðkaupsundirbúning, en erum samt ósköp róleg í þessu.  Við fóum í matarboð til sr. Óskars og Unu í gær.  Fengum dýrindis grillaðan steinbít.  Það var mjög gaman að heimsækja þau.  Það er ekki langt fyrir okkur að heimsækja þau, tekur aðeins ca mínútu að labba. 

Á mánudag ákváðum við Erna að ganga inn Glerárdal í góða veðrinu.  Við hentum kókómjólk og kexi í bakpokann og rukum af stað.  Ég sá einhversstaðar á netinu að leiðin væri 11 km.  Mig minnti að það væri brú í dalnum og við héldum því að hringurinn væri um 11 km.  Við vorum bara á strigaskóm, enda átti túrinn ekki að vera langur.  En þegar við vorum búin að ganga í 1 1/2 tíma og ekkert farið að bóla á brúnni hringdum við í Ingvar Teitsson, ferðafélagsfrömuð.  Ég var nú ekki viss hvar við vorum og gaf honum upp vitlausa staðsetningu.  Hann sagði okkur hvar brúin var og við ákváðum að snúa við þar sem við áttum talsverðan spöl eftir í hana.  Ég sá svo á leiðinni til baka að við vorum kominn mun lengra inn dalinn en ég hafði sagt Ingvari.  Eftir að hafa skoðað kort þegar heim kom, sáum við að við höfðum gengið 18-20 km.  Hringurinn er 23 km, ekki 11 eins og við héldum.  Við vorum nokkuð þreytt í gær.  Við ætlum samt að gera aðra tilraun en í það sinn verðum við betur búin.  Maður var orðinn hundblautur í lappirnar strax í byrjun ferðar.  Þetta var samt mjög skemmtileg ganga.  Veðrið var fínt.  Því miður gerði norðanátt þegar við vorum á leið heim og fengum við alla fýluna af sorphaugunum yfir okkur.  Það er alveg ótrúlegt hvað þessi náttúruparadís sem Glerárdalur er, er eyðilögð með þessum líka ógeðslegu sorphaugum í mynni dalsins.  Það kom okkur mjög á óvart hversu lítið fuglalíf er í dalnum.  Spurning hvort spörfuglavarpið hafi misfarist í kuldakastinu um daginn.  Við sáum auðvitað helling af hettumáf og sílamáf inn allan dal.  Tveir hrafnar, 5 gæsir og 1 hrossagaukur urðu á vegi okkar og þá er það upp talið.  Ég held að kuldakastið hafi haft mjög slæm áhrif á varp.  Þegar við Ágúst Ingi fórum í veiði í Reykjadalinn um daginn, sá ég 5 dauða þúfutittlinga bara í kring um bílinn. 

Jæja, ég er orðinn of duglegur, verð að leggjast í leti

Eyþór


Annaðhvort eða...

Það er komið sumar núna ég bara neita að trúa öðru. Fékk mér göngutúr til Sollu bumbulínu í Heiðarlundinum drukkum slurk af kaffi, spjölluðum og sóluðum okkurSvalur

Brynja er í skólaferðalagi á Húsavík, sendi mér mynd áðan af bátnum hans Hanna frænda heitnum eitthvað lítið um myndefni á Hú greinilega, sendi til baka mynd af bátum hennar Sollu sem er sandkassabátur haha húmorinn alveg að fara með árgang ´72Svalur

Eyþór sagaði niður heilt tré í gær í eldivið þannig að nú ætti maður ekki að þurfa að kveljast úr kulda næsta vetur, ekki það að mér er alltaf kalt á veturnar alveg sama hvort það er kalt úti eða ekki bara orðið vetur veldur mér hrolliÞögull sem gröfin Er núna hætt að leysa af á morgnana fer í það aftur 16. júli og fer þá í 100% vinnu út september. Fer í sumarfrí 19 júní og byrja aftur á kvöldvöktunum 3 júlí.

Eyþór fer út með kórinn sinn á sunnudaginn og við mæðgur druslumst hérna einar þangað til 10 júní en þá kemur stjúpdóttirin hingað íha, verður gaman að hafa hana í sumar, hef ekki séð hana síðan um jólin nema bara í gegnum tölvuna, Eyþór kemur svo til landsins 15 júni aftur og þá fer brúðkaupsundirbúningur í lokaferlið eða eitthvað erum ekkert byrjuð haha ekki enn búin að senda út boðskortSaklaus Þetta kemur allt saman gott fólk.

Best að henda í þurrkarann myndi henda þessu út á snúrur en næ ekki upp í þær og þó er ég enginn dvergurSkömmustulegur Þær voru hannaðar með risa í huga en vona að karlmennirnir í húsinu fari að gera eitthvað í málinu annars verða þeir bara að hengja upp í allt sumar og hugsa að af tvennu illu lækki þeir nú snúrurnar (annar þeirra þarf samt alltaf að hengja upp því hann á enga konu)Þögull sem gröfin

Hætt þessu þvaðri og farin að slást við þvottinn

ErnanSvalur

 


Til vinstri snú:)

Kosningarnar búnar, get nú ekki annað en verið fegin, hefur ekki verið annað undanfarnar vikur í sjónvarpinu en einhver kosningaáróðurGráta Lá samt í sófanum langt fram á nótt og fylgdist með niðurstöðum og fílaði það mikið þegar D listinn féll einhversstaðar eins og t.d. hér á Akureyri....var sko kominn tími til að D listinn færi úr meirihluta hér og mínir menn inn víhaÖskrandi

 Annars allt gott að frétta held ég bara, Eyþór vinnur og vinnur frá sér allt vit, búinn að vinna alla helgina og fer svo í veiði í kvöld og verður langt fram á morgun og skilur ekkert í þessari þreytuSaklaus þessir karlmenn en þeir slappa svo vel af í veiði að þetta er í lagi.

Brynja og vinkonur fóru á Da Vinci code í gærkvöldi og mæla eindregið með henni, ætlaði að fá Eyþór með mér á hana en hugsa að ég dembi mér bara á hana ein í kvöld kannski sé til, býð Brynju kannski með mér í bíó á einhverja aðra mynd, það er aldrei neitt í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum þannig að annað hvort er að fara í bíó eða bara leigja mynd eða horfa ekki á sjónvarp það er auðvitað valkostur líkaKoss

Pétur efrihæðarsambýlingur og pabbi hans voru að fella stóra reynitréð í horninu á garðinum þannig að nú nýtur stóra grenitréð sín alveg mjög vel, skyggir ekkert á það. Fáum hellings eldivið fyrir veturinn við þetta.

Röltum niður í miðbæ í gær og fengum okkur kaffi í te og kaffi settumst svo í sólina og horfðum á fólkið, var nú samt frekar kalt hér í gær þó svo að sólin skyni skært, vorum þá að íhuga hvað væri frábært að prufa að búa á Ítalíu eftir 4 ár og að vera í eitt ár, Brynja búin með 10 bekk og gæti verið í tungumálaskóla eða bara verið eftir heima ef hún vill ekki koma meðSaklaus Hugsunin um að vera í hlýju landi í eitt ár yljaði en þetta eru bara draumar, en maður getur alltaf látið draumana rætast ef maður villUllandi Sjáum til margt getur breyst á 4 árum.

Hef lítið að segja, þarf að fara að sækja Brynju á fótboltaæfingu, Hildur skutlaði henni þangað eftir kaffisopa og spjall í morgun.

Kveð að sinni

Erna


Snjókorn falla og svo allir með:)

Svo maður byrji á að nefna skandal allra tíma Júróvísíón Silvía úti..reyndar átti hún alls ekki skilið að fara áfram, söng illa, var stíf og ekkert eins flott á sviði og maður bjóst við EN sleppti fuck orðinu. Reyndar er ég búin að vera svolítið hneyksluð á henni undanfarið finnst hún vera búin að fara yfir strikið en samt FLOTT....Núna er bara að vona að Finnar taki þetta með trompi held með þeimUllandi

Leggjum í Mývatnssveitina um hálfsex þá er Brynja búin á æfingu og við keyrum hana til Rakelar vinkonu sinnar en hún verður nú með annan fótinn hérna, ætla að horfa saman á Evróvísion hérna annaðkvöld nokkrar vinkonur og ég treysti þeim sko alveg mjög vel eru allt frábærar stelpurKoss

Það snjóar hér, frekar asnalegt dæmi og ógeðslega kalt, en ég brá mér í "krabbameinsbekk" ljósabekk til að fá smá hita í kroppinn og það virkaði bara í smá stundSvalur

Döggin er komin með spangir á tvær tennur, verið að reyna að losa hana undan þeirri neyð að fá spangir en þeir vona að þeir geti lagað hluta af hennar bitskekkju svona, er með teygju á milli tannanna sem hún sviptir af þegar hún borðar...vona að þetta dugi annars verður hálfgert stríð vill auðvitað og skiljanlega ekki spangir er líka á viðkvæmum aldri hvað það varðar.

Þvottavélin búin og ætla því að skjóta því í þurrkarann svo ég fari ekki nakin í Mývatnssveit þó þeir séu ýmsu vanir eru þeir held ég ekki undirbúnir fyrir það greyin. Svo er spurning hvort þurfi að henda Passat á keðjur fyrir ferðina haha nei segi svona hann fer alltSaklaus

Kveð að sinni og eigiði góða helgiKoss

Erna ferna


Við mælum með....

Við árbakkan, Bláa húsið á Blönduósi.

Gleymið vegasjoppunum á milli Reykjavíkur og Akureyrar.  Farið í bláa húsið sem er við Kaupfélagið á Blönduósi og smakkið á snilldarsúpum og salati þeirra.   Aldrei meir pylsa í Staðarskála og samloka í Esso á Blönduósi!

Súpur í hádeginu á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Miklu betri en súpurnar á Bláu könnunni.  Namm!


Helgin í snjó?

Eftir að hafa búið í Svíþjóð í 4 ár fór mér að finnast veðrið skemmtilegra á Íslandi.  Amk hér á Akureyri.  Tilbreytingaleysið í Svíþjóð var farið að fara í taugarnar á mér.  veðrið var t.d. eins vikum saman, í desember til mars var logn, 20-30 stiga frost og sól 6 daga af 7.  Aldrei skafrenningur, aldrei neinn kraftur í veðráttunni.  En ég verð að viðurkenna að núna vil ég bara fá sumarið.  Vorið kom yfirleitt mjög skyndilega í Svíþjóð og það var bara allt í einu hlýtt og þannig hélst það.  Mér sýnist að ég þurfi að taka með mér lopapeysuna og snjógallann fyrir Mývatnshelgina, því veðurspáin er köld.  Við erum s.s. að fara á Hótel Reynihlíð um helgina ásamt Hymnodiu og mökum.  Brynja ætlar í "pössun" til Rakelar vinkonu sinnar hér á Akureyri.  Við erum sennilega 18 sem förum í heimsókn til Ernu Þórarins og Péturs í Reynihlíð um helgina.  Það verður gaman að kynnast mökum þessa góða fólks sem maður hefur umgengst svo mikið í vetur.  Þetta er fyrst og fremst hugsað sem afslöppunar- og skemmtiferð.  Góð veislumáltíð á laugardagskvöld, Júróvísíon, Jarðböðin og gönguferðir um þessa náttúruparadís.  Ekki leiðinlegt að vera þar núna þegar náttúran er öll að lifna við.

Starf mitt mun taka miklum breytingum í haust.  Ég veit í raun ekki alveg hvernig næsti vetur verður en það er ljóst að ég mun vera talsvert bundinn hér.  Ég þarf að fara að semja við vinnuveitendur mína um fyrirkomulagið.  Satt best að segja kvíði ég því svolítið, því mér hefur liðið afar vel í vinnunni en það er svo sem ekkert sem segir að hlutirnir munu versna.  Starfið í Akureyrarkirkju er afar gefandi og skemmtilegt.  Hápunkarnir eru kórarnir mínir, Stúlknakórinn og Hymnodía.  Þeir eru pínulítið sem börnin mín.  Einnig hef ég haft mikið frjálsræði til að fara og halda tónleika um allar trissur.  Ef ég þyrfti að fórna einhverju af þessu yrði starf mitt um leið svo mikið leiðinlegra.

Ég fór í hádeginu á Amtsbókasafnið með Sr. Óskari.  Það er hægt að kaupa sér snilldarsúpur þar í hádeginu.  Frábærlega góð súpa með heimabökuðu brauði.  Það var mjög gott að setjast niður með Óskari og spjalla.  Hann er sérlega vandaður maður og við erum að mörgu leyti líkir. 

Á morgun fara nemendur mínir í próf.  Þetta er yfirleitt svolítið stressmoment fyrir mig.  Ég reyni að leggja allan metnað í að nemendur mínir standi sig vel.  Mér finnst mjög gefandi og gaman að kenna og þá sérstaklega þegar kennslan verður gagnvirk, þ.e. þegar umræður skapast um tónlistina og annað sem tengist náminu.  Ég er pínulítið stressaður fyrir hönd nemenda minna, þrátt fyrir að ég viti að þau eru mjög vel undirbúin og munu standa sig vel í prófum.  Ég er svo að dæma 3 kórstjórnarpróf á morgun.  Það finnst mér spennandi. 

Ég fór eitt kvöldið á afvikinn stað með byssurnar mínar og fékk mikla útrás með þær.  Skaut einhverjum 25 skotum úr sjálvirku byssunni, svona rétt til að kynnast henni betur Brosandi og svo skaut ég 50-60 skotum úr rifflinum.  Náði að stilla kíkinn nokkuð vel.  Var farinn að hitta innan 5 cm ramma á 50 metrum og innan 10 cm á 80-90 metrum.  Það var svolítið breytilegur vindur sem hafði smá áhrif.  Ég var ekki með tvífót á rifflinum eða sandpoka þannig að ég skaut bara haldandi á honum.  Ég er bara ánægður með það og ég vona að ég geti eitthvað notað báðar byssurnar í haust.  Ég er búinn að redda mér smá gæsaveiði og svo fer maður að sjálfsögðu á rjúpu.  Mig langar mikið til að veiða Heiðagæs en ég hef aldrei veitt þær.  Einnig hef ég lítið farið á andaveiðar. maður þarf helst að vera með góðan veiðihund á andaveiðum.  Stöngunum mínum næ ég eitthvað að sveifla í sumar.  Ég var að áðan heyra í mínum góða vini, Ágústi. Við ætlum að fara eina nótt núna í lok maí.  Svo verður maður nú að komast í Ölvesvatn með Hjörleifi í sumar.  Það er bara möst!  Einnig langar mig mikið í veiði með pabba.

Við Erna byrjuðum í gær á að semja boðskort fyrir brúðkaupið.  Úr því varð eitt alsherjar grín.  Þetta gengur ekki alveg nógu vel hjá okkur.  Við erum kannski full afslöppuð.   Já eða kærulaus.  Við erum ekkert farin að spá í matinn að ráði.  Ætlum bara að hafa einhvern grodda, almennilegan grillmat og bjór.  Það er meira okkar stíll en fín hlaðborð.  

Jæja mín kæru, ég er farinn að sofa.

Eyþór

 


Undarlegar lífverur

Hér í Munkanum er mikið líf og mikið gaman. Fyrir utan familiuna og fuglana 6 og kettina 2 þá hafa tekið sér hér bólfestu litlar brúnar púpur ójá og það í eldhúsinnréttingunni okkar. Búin að sjá þessi kvikindi annaðslagið og drepið þau jafnharðan en svo áðan týndi ég þau hér og þar undan innréttingunni og út úr henni þá bað ég húsbóndann vinsamlegast að hringja á meindýraeyði.......þannig að nú sit ég og bíð eftir pöddumanninum *hrollur*

En að öðru við gamla settið erum að fara í Mývatnssveit um helgina með kórnum Hymnodiu já eða hluta af honum í afslöppun og át og smá dýfingu í jarðböðunum þeirra....við Eyþór ætlum að reyna að ganga á Hrafntinnuhrygg höfum lengi ætlað að gera það en aldrei orðið neitt úr því þannig að stefnan er sett á hana góð byrjun fyrir göngusumarið mikla sem líklega verður eins og síðasta sumar ekki mikið gengið af því sem átti að ganga allavega ekki égSvalur

 Svo Silvía Night á fimmtudaginn get ekki beðið því mér finnst hún í einu orði sagt SNILLD, hvaða máli breytir það svo sem þó að hún komist ekki inn í aðalkeppnina, verður nú ekki fyrst til að missa af því en verður samt líklega sú eftirminnilegasta ja kannski fyrir utan DJ Pál Óskar sem auðvitað brilleraði á sínum tímaKoss

Vorum í gær aðeins að huga að brúðkaupi fer nú að líða að því að fólk fái boðbréf svona þegar við gefum okkur tíma í að smyrja því saman, endar með því að það verður hringt í alla erum svolítið sunnan við okkur, vorum líka að planera salinn í kirkjunni erum hrædd við veðrið og endum líklega á að vera bara með veisluna þar, hægt líka að vera þar úti ef veðrið verður gott....nenni ekki að plana þetta enda bara gaman að vera ekki með allt of skipulagt......svolítið kaos gerir þetta bara spennandi.

Best að fara að athuga hvort pöddumaðurinn hafi drukknað á leiðinni eða fallið fyrir ormi eða eitthvað.....

Erna 


lukkulegur á laugardegi

Nú var ég að spretta inn inn í kirkjuna og sé að ég hef 10 mínútur, sem duga ekki til neins af viti, þess vegna blogga ég bara.  Brosandi Það er búið að vera nokkuð líflegt undanfarið hjá okkur öllum.  Brynja er í prófum og verður næstu vikurnar.  Það gengur rosalega vel hjá henni og hún fékk þrjár tíur og eina 9,5 einkunn úr síðustu 4 prófum.  Í gær fór hún á fótboltaæfingu, þrátt fyrir að hún sé bólgin og hölt.  Hún spilaði reyndar ekki, fylgdist bara með.  Eftir það fór hún í grillpartý hjá þjálfaranum.  Jónsi, þjálfari þeirra, er alger snillingur og nær frábærum tökum á stelpunum.  Erna er í helgarfríi þessa helgi.  Ég er búinn að vera að spila hér og þar þessa vikuna, 3 jarðarfarir, afmæli, skemmtanir og núna í hádeginu stjórnaði ég, spilaði með og söng með Kór Glerárkirkju á tónleikum.  Ég er svo að fara á tónleika með mínum gömlu félögum í Grundartangakórnum.  Grundartangakórinn var fyrsti kórinn sem ég stjórnaði.

Í gær elduðum við okkur löngu í fyrsta skipti.  Ég hef aldrei smakkað löngu fyrr en hún er rosalega góð.  Þéttur og góður fiskur.  Ég gerði sósu úr hvítvíni, lauk, gúrkubitum, sýrðum rjóma, dilli o.fl. og þetta rann ljúflega niður.  Það er svo rosalega gott að borða fisk, maður verður ekki eins þungt saddur af honum.  Við eigum svolítið eftir af löngunni og einnig lúðu.  Mig langar svolítið til að komast yfir skötusel.  Hef aldrei eldað hann sjálfur en mér er sagt að það sé svolítið erfitt.

Rokinn á tónleika,

Eyþór


Kórgalinn

Jæja þá er maður kominn heim af einni kóræfingunni enn.  Í kvöld var það kirkjukórinn.  Þau sungu Mozart Requiem og sænska síðrómantík.  Í gær hitti ég Hymnodiu, var eiginlega kominn með fráhvarfseinkenni því ég hafði ekki hitt þau í tvær vikur.  Við sungum Arvo Pärt og Hildigunni Rúnars.  Góð blanda.  Það er margt spennandi framundan hjá okkur og við vöðum eiginlega í tilboðum um tónleika og annan söng. 

Brynja fór til læknis í gær vegna bólgu og kvala í ristinni.  Það er ekki komið á hreint hvað er að hrjá hana, líklegast er það eitthvað sem heitir álagsbrot eða þá sýking.  Hvort tveggja er slæmt, sérstaklega núna þegar hún er sem öflugust á fótboltaæfingum.  Enda er hún hundfúl yfir þessu.  Þær stelpurnar í Þór eru nefnilega að fara í keppnisferð til Danmerkur í júlí.

Við Erna erum búin að vera dugleg við að hugsa um að fara að taka til í garðinum en það hefur lítið orðið úr verki hjá okkur.  Á morgun..... segir sá lati.  Við erum samt að spá í að fella eitt reynitréð, enda er það orðið frekar ljótt og tekur bara næringu frá öðrum gróðri.  Með því reddum við eldivið í kamínuna fyrir næstu árin Brosandi.  Ætli maður verði ekki svo að fara að ná sér í skít í beðin.  

Það hefur gengið illa hjá mér að komast í orgelið til að æfa mig.  Mikið hefur verið að gerast í kirkjunni og ég hef verið upptekinn þegar orgelið hefur verið laust.  Þetta er farið að pirra mig svolítið.  Það fer að styttast í alla tónleikana og ég verð að fara að æfa mig meira.  Svo er útvarpsmessa í beinni á sunnudag og ég verð að finna eitthvað gott til að spila þar.

Karrýið var skrambi gott, át yfir mig eins og venjulega.  Annars hefur sykursýkin verið í mjög góðu lagi undanfarið.  Þökk sé aukinni hreyfingu (skokkaði 5 km í dag) og bættu mataræði.  Einnig sef ég aðeins meira núna en oft áður.

Jæja, beddinn bíður

Eyþór


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband