Færsluflokkur: Bloggar
26.7.2006 | 21:36
American next topmodel.....
.... er í sjónvarpinu og ég fyrirlít þessa andskotans þætti. Legg því á flótta úr stofunni niður í kjallaraholuna. Mási og Lilja Hrund komu í kaffi áðan. Lilja er að flytja til Akureyrar frá Húsavík og voru þau að koma með afgang af búslóðinni hennar. Brynja fór til pabba síns í dag og Rakel er í heimsókn hjá vinkonu sinni. Það er s.s. einsemdin sem dregur mig að tölvunni (auk andúðar á American next topmodel). Erna vinnur hvern einasta dag núna, er stundum bæði á morgunvakt og á kvöldvakt. Það hefur svo sem verið mikið að gera hjá okkur báðum undanfarið og verður á næstunni. Eftir næstu helgi verð ég kominn í c.a. 20 athafnir á 10 dögum. Það er svo sem ekkert gasalegt, en þegar maður er farinn að spila 6 sinnum á dag er komið nóg. Þannig var það einmitt síðasta laugardag. Ég hef oft spáð í hvað maður er oft mikið í vinnunni í huganum þótt maður sé heima. Það á nú við flesta sennilega. Erna talar t.d. gjarnan um heilbrigðismál og ég um tónlist. Óskar P sagði mér frá manni sem skírði bílinn sinn sálmanafni. Bíllinn hét sem sagt nafni sálms sem var með sama númer og bílnúmer hans. Bíllinn okkar heitir Lát þitt ríki, ljóssins herra! Heitir þetta ekki að taka vinnuna með sér heim!
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2006 | 11:35
Veiði á Skagaheiði
Í gær fór ég með Hjörleifi vini mínum á Skagaheiðina, nánar tiltekið í Ölvesvatn. Þetta er orðinn árviss viðburður hjá okkur. Þessi ferð var einhver besta veiðiferð sem ég hef farið í! Allt hjálpaðist til að gera daginn að yndislegri upplifun. Góður félagsskapur, góð veiði, frábær náttúra og einstaklega fallegt veður. Þokunni létti þegar við mættum á svæðið rétt fyrir hádegið og eftir það var stöðug barátta sólar og þoku allt í kringum okkur. Það var oft mjög flott sjónarspil. Þegar leið á daginn var komið logn og kvöldsólin speglaðist fallega í vatninu og litaði fjöllin í kring. Þoka var yfir Skagafirðinum og sá maður Tindastólinn og Tröllaskagan tignarlegan blasa við fyrir ofan þokuna. Náttúran var eiginlega með leiksýningu fyrir okkur þennan dag. Við komumst m.a.s í tveggja metra fjarlægð við tvo minka. Ég hefði auðveldlega getað drepið þá með steini en ég fékk mig ekki til þess þarna, ég var eitthvað svo meyr í fegurðinni . Eina hljóðið sem maður heyrði þarna var söngur fuglanna og suðið í flugunum. Og svo auðvitað skvampið í fiskunum. Við veiddum í þremur vötnum, og í á á milli tveggja vatna. Við veiddum vel, hirtum rúmlega 30 fiska en hentum slatta af smáfiski. Dagurinn leið hratt og heimleiðin líka. Ég varð auðvitað miður mín þegar ég áttaði mig á að ég var með bíllykilinn í vasanum, en ég er svo vel giftur að mér er það fyrirgefið.
Þessar veiðiferðir okkar Hjörleifs eru einhverjar bestu afslöppunarstundir sem hægt er að hugsa sér. Maður kemur heim dauðþreyttur á líkama en endurnærður á sál. Það gerir útiveran, íslensk náttúra í sínu fegursta og svo frábær félagsskapur.
Hjörleifur tók nokkrar myndir, ég setti nokkrar inn á albúmið, en þær eru full smáar. Bæti úr því síðar. Þið getið skoðað þær hér: http://picasaweb.google.com/karlinn/VeiditurSkagiJul06?stop=1
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2006 | 22:10
Moskító
Já þá eru allir semsagt komnir heim úr sínum ferðalögum. Ég var í 5 daga í Övertorneå í Svíþjóð. Var að spila á tónleikum á orgelhátíð þar. Með í för voru 4 íslenskir orgelnemar og tveir makar. Hátíðin var nokkuð skemmtileg en hefði verið enn betri ef þáttakendur á námskeiðum hefðu verið aðeins betri. Íslensku nemarnir báru af þarna enda öll hörkuefnileg. Flestir hinna þáttakenda voru eldri konur sem voru afleysingaorganistar í litlum sveitakirkjum. Tónleikarnir mínir voru í lítilli kirkju á stað sem heitir Hietaniemi. Þar er lítið barokkorgel, mjög gott hljóðfæri en svolítið krefjandi á tónleikum. Ég spilaði verk eftir Buxtehude, Muffat, Pál Ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Leifs. Þjóðlagaútsetningar Jóns vöktu nokkra athygli. Tónleikarnir gengu ágætlega, en mér tókst einhvern veginn ekki að ná upp almennilegri stemmningu hjá sjálfum mér. Andrúmsloftið var einhvern veginn of afslappað þarna. Ég náði ekki einu sinni að láta það auka hjartsláttinn að flutningabíll keyrði á 60 fyrir framan mig rétt fyrir tónleika, og þá staðreynd að ég mætti 7 mínútum fyrir tónleika á staðinn. Ég fór svo á nokkra tónleika þar sem aðrir spiluðu. Fyrsta daginn voru útitónleikar og ég aðstoðaði organistann á tónleikunum. Þetta svæði er þekkt fyrir moskítóflugurnar og eftir þessa tónleika var ég kominn með einhver 30-40 bit. Ég gat nefnilega ekki farið að baða út höndunum til að slá burt flugurnar á tónleikunum. Kvöldið áður en ég fór heim hlustaði ég á tónleika með Martin Sander og voru þeir hreint út sagt stórkostlegir. Ég er rosalega kröfuharður á túlkun á Buxtehude, en Sander fór hreinlega á kostum. Áður en ég fór út spilaði ég á Sumartónleikaröðinni í Akureyrarkirkju. Það var mjög gaman, fannst mér amk. Ég var með dansþema og spilaði tónlist frá Miðöldum til barokktímans. Spilaði m.a. með kirkjuklukkunum. Næstu dagar fara bara í jarðarfara- og brúðkaupsspil. Held ég sé kominn með einhverjar 30 bókanir (athafnir og æfingar) næstu vikuna. Mér finnst afskaplega gefandi og gaman að spila við útfarir. Allt í lagi að fá smá törn, en ég vil samt ekki hafa of mikið að gera í því. Þá held ég að maður fari smám saman að gera þetta bara í einhverri rútínu. 1-2 í viku er fínt. Ekki það að ég óski eftir ákveðið mörgum dauðsföllum á viku! Brúkaupin eru yfirleitt stíf og uppskrúfuð. Oft minna þau mig á leiksýningar. Sviðskrekkur er greinilega oft að hrjá aðalleikarana. Kannski vantar bara leikstjóra. Reyndar líst mér ágætlega á þessar athafnir á laugardag. Kannski er viðhorfið í brúðkaupunum að breytast. Ég er amk farinn að sjá fleiri og fleiri brúðhjón horfast í augu í athöfninni og sumir líta m.a.s. á prestinn og virðast hlusta á hann.
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2006 | 14:02
Bull bull bull bull og vitleysa.......
Sökum mikils þrýstings frá aðdáendum síðunnar þá ætla ég að skrifa eitthvað hér. Fatta ekki eitt og það er að síðuna hafa heimsótt ca á dag síðustu daga 30 manns og þetta fólk vil ég spyrja haldiði að gestabókin bíti....smá vangaveltur Það eltir ykkur enginn uppi þó svo þið kvittið fyrir heimsóknina og hananú.
Að öðru....allir búnir að skila sér úr ferðalögum, Brynja var sú síðasta skilaði sér heim kl. 07:30 á sunnudagsmorgun og var þreytt alveg gríðarlega þreytt....en glöð A lið hafði lent í 5-8 sæti af 24 liðum og geri nú aðrir betur...bara vel gert. Annars eru þórsarastelpur ásamt þjálfara með heimasíðu og er ferðasagan komin þar inn
Ég var að fá vinnuplanið mitt fyrir ágúst og ég s.s. vinn 41 vakt á 30 dögum og hananú sagði hænan ekki allt heilar vaktir en vinn yfirleitt bæði morgun og kvöldvaktir. Geðveikt dugleg.... Er að reyna að hætta með niggaragúmmið en það er svo djöf....gott að það gengur ekki en það hefur verið minnkuð notkunin töluvert...extra grár tugginn í staðinn....ekki eins góður.
Eyþór er að vinna eins og skrattinn í sauðalæknum líka, er með einar 6 jarðafarir og 4 giftingar og ég veit ekki hvað og hvað svo er verið að fara að syngja á Gásum Hymnodian hans um helgina verður örugglega snilld hjá þeim eru svo miklir snillingar þar á ferli. Ljótt að segja það en ég les dánarfréttirnar með gróðahugsjón pæla hvað maður er mikið fífl...en eins dauði er annars brauð eins og stendur einhversstaðar í góðu riti
Var að þrífa ísskápinn þar sem ónefndur eiginmaður minn gusaði úr ólífukrukku yfir allt sem í honum var í gærkvöldi og nenntum auðvitað ekki að fara að þrífa þá.....laghentur strákurinn verður nú ekki af honum tekið. Vissi ekki að það væri svona mikill vökvi í ólífukrukku
Farin að bulla út í eitt hérna og finnst það gaman. Ætla að fara að gera eitthvað annað en að bulla hér....SKRIFA svo í gestabókina gott fólk.......KOMA SVO
Kv. Sjúlli á kafi í ólífum
Bloggar | Breytt 19.7.2006 kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2006 | 06:14
Familian að skila sér.
Þá er nú fjölskyldan hægt og rólega að skila sér heim. Eyþór og Rakel komu í gærkvöldi og Brynja kemur í fyrramálið. Fínt bara, núna sofa allir á sínu græna nema ég sem vaknaði kl 5 við sólina og Birtu fugl sem söng eins og hún ætti lífið að leysa já eða Birta sem heitir núna Fífill reyndist vera með dindil
Ofsalega fallegt veður en svolítið hvasst sýnist mér, er nú svo sem alls ekki búin að reka nefið neitt út. Vona að maður geti kannski aðeins rekið nefið út og fengið einhvern smá lit, ekki verið mikið af því í sumar.
Kíkti á Sollu og bumbubúann í fyrradag, fer að styttast hjá stelpunni á eftir um 2 vikur sem er kannski bara nóg:) Var barasta hress og kát....
Hef ekkert að segja veit ekki hvað ég var að spá, ætla að glápa á tv....
Over and out sjúllinn orðinn stjörnuvitlaus
Bloggar | Breytt 19.7.2006 kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2006 | 23:00
Saga fyrir svefninn:)
Tjái mig bara hér þrátt fyrir að bara Hildur skoði síðuna allavega miðað við kvitt.
Var að tala við Eyþór áðan og hann var að kafna úr hita og skordýrabiti...eitthvað annað en við hér með rok og rigningu og 7 stiga hita Gekk vel hjá honum að spila á tónleikunum í morgun þannig að núna er hans hlutverki úti lokið en kemur samt ekki fyrr en á föstudagskvöld.
Við Sóla mín fórum upp í Kjarna í dag að elta kanínur, vorum svo heppnar að sjá eina kanínu sem var alls ekki eins heppin og við því Sólin var ákveðin í að ná henni og elti hana hrópandi og kallandi út um allt túnið í Kjarna og bað svo um liðstyrk þegar hún sá konur koma labbandi, benti þeim að koma og kallaði "krakkar komiði" haha algert met, fórum líka í blómaval og fengum okkur bragðaref svona til að slá á sárasta sultinn...Alger gullmoli þessi krakki enda náskyld mér
Annars bara rólegheita dagur, fór og lyfti nokkrum lóðum og hljóp og lagðist svo í langt og gott bað og er núna að bíða eftir úrslitum úr Rockstar supernova finnst þessi Delana alveg yfirburða best en er ekki eins hrifin af okkar manni en hann var samt miklu betri í gær heldur en síðast vona auðvitað að hann komist sem lengst.
Ekkert heyrt frá Brynju eða þeim í dag en sá að þeim er að ganga alveg ágætlega eru í 2 sæti sýndist mér í sínum milliriðli eða hvað þetta er kallað. Bara gaman....
Ætla að fara núna í smá tásusnyrtingu á meðan ég býð eftir úrslitunum.
Ciao sjúllinn kveður er í fríi
Bloggar | Breytt 19.7.2006 kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2006 | 16:07
Bara eins og Palli var einn í heiminum:)
Mætti halda að það væri alltaf einhverjar fréttir hjá mér svona einni í kotinu en svo er nú ekki, er bara farið að leiðast að vera ein heima held ég þrátt fyrir miklar yfirlýsingar hversu gott það yrði og væri og ég veit ekki hvað og hvað
Vaknaði á nokkuð góðum tíma í morgun miðað við aðra tíma eða um hálftíu, hefði liklega ekki gerst nema ég stillt klukkukvikindið.....mæðgur Sól og Hildur kíktu svo í morgunkaffi sem endaði með því að ég var boðin í mat í kvöld Yössssssss enginn mislukkaður hamborgari á ferð í kvöld, gaf þeim hina borgarana sem ég ekki vildi og fannst ég ferlega góð
Var að leika landslagsarkitektúr hér úti með Pétri nágranna og við ætlum okkur sko stóra hluti næsta sumar spurning hvort úr verður eða ekki, garðurinn hjá okkur er horror hálfgert eilífðarverkefni en ætlum að reyna samt að gera eitthvað sniðugt við hann greyið....Eyþór veit það ekki ennþá en þetta byggir svolítið á karlmannlegri vinnu næsta sumar haha ég skal vera þrælahaldarinn...ójá.
Var að skoða dana-cup síðuna hjá Þórsarastelpum og öll liðin þeirra hafa keppt x 1 í dag s.s. á móti svíum, norðmönnum og bandaríkjamönnum og náðu einungis að vinna norðmenn.....damn hefði verið ljúft að sigra hina alræmdu svíagrýlu En það er einn leikur yfirstandandi í þessum orðum skrifuðum og gaman að sjá hvernig það fer. Áfram Þórsarar.
Ákvað að hlaupa ekkert í gær þar sem táin var með derring og ég var farin að hallast að því að hjartað á mér hefði flust þangað niður miðað við sláttinn í tánni en svo reyndist sem betur fer ekki og hjartað er á réttum stað
Er að fara að vinna syngjandi sæl, minni þá 2 sem á síðuna koma að kvitta eða eitthvað það er nefnilega gestabók á síðunni svona fyrir þá sem ekki vita og koma svo allir 2.
Sjúlli kveður í syngjandi sveiflu á leið í vinnu.
Bloggar | Breytt 19.7.2006 kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2006 | 18:29
Brotnar tær......úff
Helst í fréttum í dag er að Eyþór er farinn til Svíþjóðar að spila á tónleikum fór í gærkvöldi eftir að hafa verið með þessa líka flottu tónleika hér í Akureyrarkirkju og dinner á Rósagarðinum á eftir sem var sko ekkert slor....slefa bara af því að hugsa um það, hann er s.s farinn einn í brúðkaupsferðina
Brynja er í Frederikshavn í Danaveldi að spreyta sig með liðinu sínu Þór á fótboltamóti sem kallast Dana-cup. Fá að keppa við lið frá USA, Finnlandi, Svíþjóð og fleiri löndum Gaman að því bara. Eyddu samt fyrsta deginu s.s. í gær við að slaka á í sundlaugargarði skildist mér og dagurinn í dag átti að fara að versla í Álaborg svo eflaust er stuð á þeim Mótið er svo sett í kvöld s.s. liklega búið að því og hefjast leikirnir á morgun.
Rakel er í Búðardal núna og var í Borgarnesi fram á sunnudag en kemur heim líklega á föstudag ef ekkert breytist.
Þannig að ég er heima ein og finnst það alveg ágætt bara, stundum gott að fá tíma bara fyrir sjálfan sig og þurfa ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig sem í mínu tilfelli getur nú orðið töluvert. Sbr það að í dag druslaðist ég fram úr rúminu kl. 11 og var engan veginn vöknuð og rak litlu tána svona líka rösklega í og auðvitað í minni heppni tókst mér að brjóta hana ekki að þetta þurfi að koma á óvart En ég s.s. lét kíkja á kvikindið og fékk þann úrskurð að mjög líklega væri hún brotin, ekkert hægt að gera við því þannig að til að ná úr mér skapvonskunni fór ég heim og drap boxpúðann allrækilega.
En núna s..s er ég í matarpásu og skrapp heim og steikti mér einn yndislegan hamborgara eða það hélt ég, var búin að hlakka mikið til að borða og fór og keypti mér allt í þetta, en svo reyndist sjálft kjötið bara vont mæli ekki með að kaupa kjöt frá Eðal hef reyndar aldrei heyrt um það fyrr En niður fór hann samt og svo núna hangi ég bara í töllunni þangað til ég þarf í næstu vitjun um kl 18:40.
Best að hætta þessu bulli og drullast áleiðis í vinnuna er búin kl 22 og þá ætla ég að prófa að hlaupa með brotna tá held það geti virkað en efast um að stíllinn verði flottur haha.......
Adios amigos sjúlli kveður á leið til vinnu
Bloggar | Breytt 19.7.2006 kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2006 | 20:55
Stelpurnar lýstu þessu mjög vel í ljóði
Kvíði og stress hefur heltekið þau síðustu daga,
og það er eitthvað sem verður að laga.
En allt hefur þó verið þess virði,
þótt minnstu munaði að ekkert brúðkaup yrði.
Nokkra daga fyrir brúðkaupið,
byrjaði fyrst af öllu kapphlaupið.
Dúka og diska allt þurfti að finna,
allt yrði fullkomið og ekkert minna.
Hvað á að drekka og hvað á að borða,
hvernig á þakkarræðuna að orða.
Tíminn flýgur, tíminn líður,
aldrei nokkurntímann tíminn bíður.
Síðasta daginn þau elda á fullu,
matreiða einhverja fljótsoðna drullu.
En svo á endanum tekst okkur liðið að róa,
og brunasárin sem mega gróa.
Þau bæði mættu hrein og strokin,
þeim tókst þetta þá svona alveg í lokin.
Maturinn góður og veislan æði,
sjá hvað þau eru montin bæði.
En það sem mestu máli skiptir, er að þau elskast afar heitt.
Annars þýddi þetta hjónaband hvort eð er ekki neitt.
höf: Brynja Dögg Ísfjörð
Bloggar | Breytt 19.7.2006 kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2006 | 20:49
Leti og aftur leti
Best að skrifa eitthvað á þessa blessuðu síðu fyrst hún er til. Margt og mikið skeð síðan síðasta almennilega bloggið leit dagsins ljós á þessari síðu. Við hjúin giftum okkur s.s með pomp og prakt þann 1. júlí s.l. Ætla að stikla á stóru varðandi þann dag.....
Veðrið var eins og pantað sól og blíða engin spurning Við stelpurnar drifum okkur í greiðslu til Írisar og förðun til Helgu um 12 leytið eftir að hafa lagt blessun mína yfir skreytingar á borðum og slíkt, en Eyþór var enn kófsveittur við eldamennskuna með múttu sína sér við hlið þegar við stungum af Vorum búnar í snyrtiveseninu um 14:30 og fórum þá heim þar sem svaramaðurinn minn (pabbi) var mættur á svæðið og til í slaginn. Eyþór skrensaði svo inn um dyrnar 14:55 eftir að hafa verið að klára það sem eftir var, átti þá eftir að skutlast í sturtu og við í dressin og síðan var rölt út í Ford Taunus að sjálfsögðu alveg pollróleg og yfirveguð.
Tókum smá prufurúnt og hlustuðum á Sven Ingvars syngja "jeg ringer pa fredag" Taunusinn innheldur nefnilega plötuspilara, þar sem við áttum ekki að mæta í kirkjuna fyrr en 16:03. Þegar við komum að kirkjunni biðu okkar þar sr. Óskar og mæðurnar okkar, Ragnhildur Sól hringaberi og hennar foreldrar. Athöfnin gekk frábærlega fyrir utan að brúðurin var ekki lengur eins pollróleg eins og hún hafði verið áður en hún fór af stað, hjartað hamaðist, hendur og hné skulfu en brúðguminn var nokkuð öruggur með sig fyrir utan að á andlitinu á honum var fast bros sem var hið besta mál.
Brynja og Rakel löbbuðu á undan með Ragnhildi Sól og voru allar svo sætar og krúttaralegar. Ragnhildur neitaði reyndar að afhenda hringana en Brynja sá nú til þess að hringarnir rötuðu í réttar hendur.
Við höfðum yndislegan prest hann sr. Óskar sem gaf okkur saman og sagði margt svo fallegt og gott okkur til handa, hefði enginn gert það á sama hátt og hann, takk fyrir það Óskar okkar
Stelpurnar hans Eyþórs (Stúlknakórinn) söng í athöfninni og voru hreint út sagt yndislegar, fékk hroll þegar þær byrjuðu að syngja í bljúgri bæn það var svo frábært. Þær sungu líka í veislunni og fóru á kostum þar líka. Þrefalt húrra fyrir þeim og takk kærlega stelpur þið voruð æðislegar.
Síðan fórum við með Mása bróður (Ernu) upp í Kjarnaskóg þar sem við löbbuðum um stóran hluta skógarins til að finna "réttu staðina" , hann tók um 260 myndir af fjölskyldunni en brúðurin á við myndavélafobíu að stríða þannig að það verður spennandi að vita hvort einhver finnst sem er nokkuð eðlileg, smá sýnishorn komið á netið
Loks var brunað í veisluna sem var í safnaðarheimilinu og þar fengum við helling af hrísgrjónum yfir okkur og húrrahróp sem Lúlli veislugúru hafði æft og í lokin bravóhróp sem stúlknakórinn og Tobbi höfðu æft af stakri snilld. Svo var knúsað og kysst í góða stund.
Við hjúin höfðum mallað veisluna alveg sjálf og vorum að sjálfsögðu mjög sátt við útkomuna nema að við elduðum ca helmingi meira en borðað var...hmm en erum núna komin í góða æfingu fyrir næstu veislu sem verður haldin vonandi bara mjög fljótlega Nokkrar kórstelpur sáum um að ekkert vantaði á hlaðborðið og stóðu sig vel í því eins og allt sem þessar elskulegu stelpur gera, það er jú þeim að þakka að stóru leyti hversu vel allt tókst til
Síðan söng Hafdís Þorbjörns fyrir okkur við undirleik Arnórs og það var ÆÐISLEGT í einu orði sagt eigum það á dvd til að ylja okkur við í ellinni sem og reyndar alla athöfnina og veisluna en um það sá Guðmundur mágur Ernu. Dæturnar okkar fóru einnig með tvö ljóð sem Brynja samdi og var alveg snilld líka komu okkur algerlega á óvart með því
Flestir gestir voru farnir heim um kl. 21 og við nýbökuðu hjónin einnig, nokkrar kórstelpur sáu um að ganga frá fyrir okkur þannig að við fórum bara heim með dætrunum og áttu ljúft kvöld heima við...þannig var þetta í mjög stórum dráttum...
Bara æðislegur dagur og allir boðnir og búnir að gera okkur hann sem yndislegastan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)