Færsluflokkur: Bloggar
25.10.2008 | 07:02
Engir tónleikar með Bubba kóng:)
Finnst þetta nú bara ömurlegt, var að íhuga að fara á tónleika með honum hérna á Græna hattinum en svona gera föllin ekki boð á undan sér...Fall er fararheill :) Fer bara næst þegar hann kemur vonandi.
Sjúlli kveður gæti sett plástur á kallinn
Bubbi Morthens flaug á hausinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 17:07
Heilræði
Ef fyrirhugað er éta yfir sig af Chili con carne með extra miklum af baunum og grænmeti er gott að hafa tvennt í huga:
1. Ekki belgja þig út af nýbökuðu heimatilbúnu rúgbrauði fyrr um daginn.
2. Ekki skipuleggja neitt næsta dag sem ekki leyfir að þú látir þig hverfa skyndilega í góða stund
Heilræði dagsins er í boði Papco
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2007 | 22:17
Bang!
Eyþór skrifar:
Það liggur nú við að manni sárni föst skot eiginkonunnar úr síðasta bloggi, sérstaklega þegar maður leggur það á sig að sætta sig við að sofa aðeins í 3 tíma og rífa sig svo framúr til að redda jóla- og áramótasteik fjölskyldunnar. Vann við afar erfiðar aðstæður í dag, í gríðarlegum hita, en tókst auðvitað að bjarga jólunum og áramótunum með því að koma með jólamatinn heim. Það þrátt fyrir að nýleg sjálfvirka vinnuvélin hafi bilað.
Jamm byssufjandinn klikkaði einu sinni enn. Keypti þessa byssu fyrir rúmu ári síðan og hún hefur bara verið til vandræða. Ég fór í illsku minni og skilaði henni í dag. Ellingsen tók mjög vel á málinu og ég fæ mun betri og traustari byssu fyrir litla milligjöf.
Tvíhleypan mín góða bjargaði mér í dag. Tók hana með til öryggis. Ég er samt að hugsa um að losa mig við hana, þar sem ég nota hana lítið. Þessi gamli góði ítalski eðalgripur fæst á góðu verði. Gerðin er SGS, Y/U tvíhleypa með 27 1/2" hlaupum og tveimur gikkjum. Skiptanlegar þrengingar, 3 fylgja
Nýlega yfirfarin af byssusmið.
Bloggar | Breytt 6.9.2007 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2007 | 00:26
Nýjar myndir og spurningakeppni
Ég er að dunda mér við að fara í gegn um gamlar ljósmyndir. Ég hef verið að skanna nokkrar inn í tölvuna og setti nokkrar nýjar í myndaalbúmið hér á síðunni.
Hér kemur spurningakeppni:
Hvar er þessi mynd tekin? (Pabbi, það er svindl ef þú svarar, þú varst með mér þarna)
Verðlaunin eru titillinn "Snillingur dagsins í dag" ásamt ársskammti af aðdáun undirritaðs.
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2007 | 00:45
Nokkrar myndir af Kötlu
Skírnardagurinn 1. apríl var meiriháttar. Fékk prinsessan nafnið Katla Eyþórsdóttir. Afarnir voru skírnarvottar, pabbinn hélt á Kötlu undir skírn, Brynja las ritningarlestra og það var snillingurinn og fjölskylduvinurinn Sr. Óskar sem skírði. Óskar rifjaði á gamansaman hátt upp brúðkaupsdag foreldranna sem var akkurat 9 mánuðum fyrr, 1. júlí. Þá var Katla laumufarþegi í frumumynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2007 | 10:50
Fyrstu dagarnir
Síðustu dagar hafa verið alveg yndislegir. Frábært að fá litlu dömuna heim. Þær mæðgur komu heim á föstudag, daginn eftir fæðinguna. Fæðingadeildin er reyndar alveg frábær, en heima er best! Þjónustan við nýbakaða foreldra er frábær. Ljósmóðirin sem tók á móti barninu kemur á hverjum degi í 8 daga. Eftir það kemur hjúkrunarfræðingur vikulega til okkar í 6 vikur. Stelpan dafnar vel, finnst best að sofa á daginn og láta svolítið til sín taka á nóttunni, alveg eins og þegar hún var í maganum á mömmu sinni.
Það er frábært að finna hve vel er fylgst með okkur. Hamingjuóskum rigndi yfir okkur. Ég fæ allan tölvupóst í símann minn og eftir fyrsta daginn hafði ég fengið c.a 70 tölvubréf og sms! Síminn titraði allan daginn. Tengdamamma, Hildur og dætur heimsóttu okkur á deildina ásamt Mása & co. Í gær komu Lilja Hrund og Lilja amma í heimsókn, Þóra og Bergrún úr Stúlknakórnum komu og færðu okkur blóm frá kórnum, yndislegar Stúlknakórsstelpurnar, Svana ljósmóðir kom eftir hádegið. Haukur afi, Elín og Elvar heimsóttu okkur svo seinni partinn.
Núna erum við farin að velta fyrir okkur skírnardegi, viljum skíra sem fyrst. Erum auðvitað búin að ákveða nafnið, það kom bara að sjálfu sér í gær.
Bendi ykkur á Barnalandssíðuna. http://ernuogeythorsbarn.barnaland.is/
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 09:26
Myndir af litlu dóttur og systur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.3.2007 | 01:36
Dóttirin fædd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2007 | 11:55
Undur og stórmerki
Það er eiginlega til skammar að ég skuli alltaf láta konuna mína sjá um að blogga hér. Ég opnaði síðuna og ætlaði að vera ofsa duglegur. En nú kemur ein færsla. Er að fylgjast með Venna Páer í sjónvarpinu. Mér finnst Venni nefnilega fyndinn. Aulahúmorinn er akkurat fyrir mig. Ég hangi sem sagt heima. Er drullu slappur vegna blóðsykursóreglu. Er í fríi um helgina og ætla að taka því rólega. Nú eru bara 8 vikur eftir að meðgöngunni og undirritaður orðinn verulega spenntur. Er að fara á taugum vegna utanlandsferðar sem ég þarf að fara í eftir tæpar 4 vikur. Er að reyna að finna leið til að sleppa við það.
Myrkir Músíkdagar eru búnir hjá Hymnodiu, fyrri tónleikarnir voru í Langholtskirkju og gengu alveg ágætlega og þeir síðari í Laugarborg í Eyjafirði og gengu þeir stórvel.
Mig langar rosalega í veiði. Setti mynd af sjálfum mér þar sem ég sit við Ölvesvatn í miðnætursól á desktoppið á tölvunni minni. Veit að það er mjög mikill egóismi hjá mér, en ég varð að hafa veiðimynd uppi við. Spurning hvort ég fari ekki að æfa fluguköstin úti í skafli eða skjóti á olíubrúsa uppi á heiði :)
ekki vil ég nú blogga of lengi svona fyrsta skiptið eftir hlé. Gæti fengið harðsperrur
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)