26.3.2007 | 09:20
Skal nú segja ykkur það
Þá er maður mættur aftur síröflandi, mikið búið að vera að gera hjá manni, eignast eins og eitt stykki barn, og gekk það allt bara nokkuð vel en ég ætla ekki að gera þetta aftur aldrei.....búin að ganga í gegnum eina frábæra fæðingu og eina erfiða fæðingu og þá er málið dautt. En litla prinsessan er æðisleg eins og við er að búast þar sem foreldrarnir eru nú ekki af verri endanum:)
Hef sofið ca 3 tíma að meðaltali síðan ég kom heim og ég er á litinn eins og lík og ég er ekki að grínast, litla krílið er gult og ég er snjóhvít jahérna þessi fjölskylda:)
Eyþór er farinn að vinna og ég er bara ein heima með sætuna litlu doldið skrýtið höfum verið hér þrjú og dáðst að henni síðustu daga en svo er ég allt í einu bara ein sem er fínt því ég verð að drullast til að læra eitthvað styttist í 2 próf, ja annað í dag reyndar en hef tíma til að taka það til 30 mars en svo er annað í næstu viku og svo fer nú bara að styttast í vorprófin. Fljótt að líða maður lifandi.
Annars er mig farið að hlakka svo til að fara út að skralla með vagninn, ljósan sagði að við mættum fara með hana út eftir vikur - 10 daga ef veðrið yrði gott því hún væri svo stór og dugleg stelpa:) Passar að ég verð orðin nokkuð gönguhæf eftir þann tíma, jibbí.
Jæja ætla að fara að lesa aðeins í hjúkrun og reyna að skila eins og einu verkefni...
Sjúlli kveður með minni bumbu en síðast:)
25.3.2007 | 10:50
Fyrstu dagarnir
Síðustu dagar hafa verið alveg yndislegir. Frábært að fá litlu dömuna heim. Þær mæðgur komu heim á föstudag, daginn eftir fæðinguna. Fæðingadeildin er reyndar alveg frábær, en heima er best! Þjónustan við nýbakaða foreldra er frábær. Ljósmóðirin sem tók á móti barninu kemur á hverjum degi í 8 daga. Eftir það kemur hjúkrunarfræðingur vikulega til okkar í 6 vikur. Stelpan dafnar vel, finnst best að sofa á daginn og láta svolítið til sín taka á nóttunni, alveg eins og þegar hún var í maganum á mömmu sinni.
Það er frábært að finna hve vel er fylgst með okkur. Hamingjuóskum rigndi yfir okkur. Ég fæ allan tölvupóst í símann minn og eftir fyrsta daginn hafði ég fengið c.a 70 tölvubréf og sms! Síminn titraði allan daginn. Tengdamamma, Hildur og dætur heimsóttu okkur á deildina ásamt Mása & co. Í gær komu Lilja Hrund og Lilja amma í heimsókn, Þóra og Bergrún úr Stúlknakórnum komu og færðu okkur blóm frá kórnum, yndislegar Stúlknakórsstelpurnar, Svana ljósmóðir kom eftir hádegið. Haukur afi, Elín og Elvar heimsóttu okkur svo seinni partinn.
Núna erum við farin að velta fyrir okkur skírnardegi, viljum skíra sem fyrst. Erum auðvitað búin að ákveða nafnið, það kom bara að sjálfu sér í gær.
Bendi ykkur á Barnalandssíðuna. http://ernuogeythorsbarn.barnaland.is/
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 09:26
Myndir af litlu dóttur og systur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.3.2007 | 01:36
Dóttirin fædd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2007 | 07:18
Myndir
Varð bara að setja inn myndir af okkur mæðgum. Við erum sætar en það er lengi hægt að gera okkur sætari í flottu tölvunni :) Djellutöllunni
Sjúlli kveður ofsa fallegur
22.3.2007 | 07:12
Náðhúsið:)
Eitt merkasta rit og mesta lesna rit allra tíma á mínu heimili allavega er Náðhúsið eftir Gústaf S. Berg hahaha þessa bók eignuðust við hjónin fyrir að verða 2 árum síðan og hefur hún síðan verið í blaðagrindinni á klósettinu enda eins og nafnið gefur til kynna á hún eiginlega heima þar:)
Mikil viska í þessari bók og held ég að allir fjölskyldumeðlimir hafi gluggað í hana á meðan þeir hafa verið á s.s. Náðhúsinu..ætla nú ekkert meira út í þessa sálma fór bara allt í einu að pæla í þessari bók, sumir lesa alltaf reglulega í biblíunni en við lesum reglulega í náðhúsinu :)
En s.s.. í bókinni er ýmis fræðsla og líka kennsla eins og t.d. ef illa gengur á settinu þá geturðu á meðan lært hvernig gera skal svan úr skeinisblaði mjög nytsamlegt, auk þess sem þú getur lesið brandara og verið í spurningaleik við sjálfan þig.
Allavega bók sem allir ættu að eiga engin spurning:)
Svo er speki mikil líka eins og þessi
Svona þekkirðu fertugan karlmann
Hann geymir húslykilinn á Jagúarlyklahring.
Hann klæðist of þröngum buxum enda ekki búinn að viðurkenna tilvist ístrunnar
Hann lætur sér vaxa skegg-það er eina hárið sem vex almennilega
Hann reynir sífellt við tvítugar konur - án árangurs
Hann les þessa brandara og hlær ekki
Svona þekkirðu fertuga konu
Bestu vinirnir eru hárgreiðslukonan hennar og snyrtifræðingurinn
Hún lætur eins og tíu ára, klæðir sig eins og tvítug og lítur út fyrir að vera fimmtug
Hún hefur sérstaka tösku fyrir hrukkukremin
Hún á fulla hillu af bókum um megrun og líkamsrækt
Hún hlær sig máttlausa að þessum bröndurum
ÞEIR lýsa vinkonum hennar fullkomlega:)
Svo mörg voru þau orð
Sjúlli kveður nýkominn af náhúsinu
20.3.2007 | 09:11
Djellan
Skal segja ykkur það, búin að vera að kveljast síðustu vikur....ja ok mánuði af ljótunni sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema þetta er búið að há mér svolítið, helst ekki viljað fara út úr húsi og klætt mig í föt frá seglagerðinni Ægi, sem eru alls ekkert slæm föt:)
En s.s. svo ég komi nú að aðalmálinu þá sem sagt líður mér núna eins og hevy buddu þrátt fyrir að vera enn nokkrum númerum of stór og í tjaldi en ég fékk Makka buddu gellu skvísu töllu í gær, ég veit er alveg hasar djella núna með litlu hvítu makka tölluna mína....á varla til orð yfir þetta.....svo þegar ég verð orðin falleg aftur því ég verð það auðvitað hef alltaf verið það, þá verð ég svakaleg........
Ok þá er það útrætt mál, ég er DJELLA.
Annað er nú svo sem ekki mikið títt, Brynja var að fara upp í fjall á bretti með skólanum en það er svona útivistardagur í dag, og ætlar hún að koma heim seinnipartinn þannig að ég er eiginlega bara alein heima, Eyþor að vinna og ég á nú reyndar að vera að læra en stundum verður maður að fá pásu sérstaklega þegar maður á svona flotta tölvu....
Var vöknuð ofsalega fersk kl 6 og stökk hér fram og fór að LÆRA og ég er ekki að grínast ég var að læra....lærði meira að segja bara dálítið mikið. Hef ekki matarlyst þessa dagana en þyngist samt, mikill bjúgur á minni enda löngu orðin eins og blaðra, vökvinn í mér myndi líklega nægja risastóra grenitrénu mínu í nokkra daga. En þetta er allt liður í ljótunni, smellti nú pínu brúnkukremi framaní mig í morgun en ljótan minnkaði ekkert varð bara aðeins dekkri haha það sem maður gerir ekki til að líta út fyrir að vera mennskur.
Fermingarkertið og gestabókin komu í gær frá Reykjavík og bara þvílíkt flott, þannig að það er frágengið allt saman jájá eins og maður sé ekki svakalegur veisluskipuleggjandi. Búin að öllu eiginlega haha eða þannig, fermingagjöfin komin, búið að redda mat, myndatöku, sal já eiginlega allt að verða klárt hvað annað:)
Well ætla að reyna að hoppa aðeins og fá mér nokkurra mínútna göngu á göngubrettinu athuga hvort Marteinn leki ekki bara út ......
Sjúlli kveður með eðal makka og brúnku...
19.3.2007 | 10:01
Diggilú diggilei tralalalal
Snjóar og ég hélt að sommerið væri að koma bara nákvæmlega í dag. Svona gengur þetta og bendir hreinlega allt til þess að ég eigi ekki heima í veðurklúbbnum á Dalvík hvorki nú né síðar, spurning hvort þeir taki mig inn í nýja veðurklúbbinn sem verið var að stofna fyrir sunnan með Þór veðurfræðing sem heiðursfélaga, gæti kannski fengið að vera heiðursfélagi 2
Allt gott að frétta vonandi hjá ykkur ÖLLUM sem lesið þetta röfl í hvalnum. Jónas í hvalnum er löngu orðinn úreltur nú er það bara sagan um Ernu hval. En ég segi ykkur hana seinna ekki í stuði til þess núna. Svaf eins og engill í alla nótt, stökk fram úr beddinu kl 7:30 fann enga verki ekkert bara eins og ég væri ofsa feit, svolítið svona sein á mér en engir verkir takið eftir því og hananú. Eyþóri greyinu ofbauð og spurði hvaða orkuskoti ég væri á, þar sem ég hringsnerist og tók óhrein föt af gólfinu og sveif niður í þvottahús, grýtti í eina vél og braut saman úr annarri. Ekki séð frúna vera svona aktíva ja allavega ekki síðustu dagana. Veit ekki hvað er í gangi. Tja svei......hann vonar að þetta bendi nú til að ég fari að kreista mig síðar í dag, veit ekki hvort það verði nú að veruleika hef eiginlega bara enga trú á því. Og það sem meira er mér er eiginlega sama Marteinn kemur þegar hann kemur og hananú. Ja það er allavega nokkuð ljóst að það getur ekki brugðist
Elín og Viddi mágsi komu hér í gær, náðu okkur í bælinu ekki það að það var allt í lagi, stoppuðu hér í eina 2 tíma en svo þegar þau ætluðu að leggja í hann var Víkurskarð lokað vegna slyss þannig að þau reykspóluðu bara Dalsmynnið í staðinn á sínum fjallajeppa. Gaman að fá þau í heimsókn hef ekki séð hann mág minn síðan á nýjársdag vegna þess að hann er sjómaður dáðadrengur en ekki drabbari
Fórum svo í vöfflukaffi í Smárann til mömmu og það var auðvitað eðal og át ég mikið eins og hvalir eiga að gera á þessum árstíma. Haha held ég hafi borðað einar ........nei almáttugur ætla ekki að láta það út á netið einu sinni einhverjum gæti ofboðið, en jafnframt skilið stærðina á hvalnum haha ég hlakka svo til að verða ýsa aftur
Eyþór fór að klára að redda síðustu pappírunum fyrir feðraorlofið sitt, vantaði eitthvað upp á hjá honum þannig að hann svífur um allan bæ og leitar að pappírum varðandi það. Annars er hann að mestu heima þessa dagana og passar upp á hlunkinn sinn, góður kall sem ég náði í svei attan ég á hann tralalal. Erum svo að fara á eftir og kaupa fermingargjafirnar handa dætrunum og kallinn ætlar að gefa kellu sinni fermingargjöf líka og mig hlakkar svo til verð ógisslega mikil djella Er það fyrir eða sko já ræðum það bara seinna.
Best að fara að hundskast til að læra eitthvað svona smotterís......um að sjálfsögðu heilann, yeah eins og minn er nú upp á marga fiska. Förum í mæðraskoðun á eftir hipp hipp fyrir því.......nýjar myndir á síðunni hans Marteins undir bumbumyndir 2 allt að gerast
Sjúlli kveður alveg snaróður
17.3.2007 | 20:50
Geðveik eða bara geðveikari
17 mars kominn og bráðum verður komið sumar, hversu dásamlegt verður það. Er nú búið að snjóa samt hér í dag en það eru svona restarnar af vetrinum eða það held ég Laugardagskvöld og ég sit fyrir framan tölvuna eins og svo oft áður, Eyþór fór að spila í afmæli á KEA og Brynja í bíó með vinkonum sínum.
Rukum öll upp á spítala ímorgun fullviss um að nú væri sko einhver alvara í Marteini með þetta verkjastand sitt, nei engir verkir þegar þangað var komið og Marteinn bara farinn að sofa eftir að hafa haldið móðurinni vakandi alla nóttina. Skemmtilegt eða hitt þó heldur, María ljósa lét mig hafa tvær verkjatöflur og sagði mér að reyna að slaka vel á og sofa og athuga hvort verkirnir myndu ekki bara koma aftur af krafti. Búin að sofa eiginlega í allan dag en hvað litlir sem engir verkir, smávægilegur seiðingur......jahérna
Vona að nóttin verði samt góð og Marteinn sofi bara en sé ekki með stæla. Er búin að reyna að ræða við hann í dag en hann hefur lítið viljað hlusta og bara verið með takta....en hann má það afþví að hann er hann.
Fengum okkur eðal dinner í gærkvöldi, kótilettur og ábresti og þvílíkt gott, *slef* ábrestir eru eitt af því besta sem ég fæ en hef ekki fengið að smakka í einhver 5 ár fyrr en núna. Eðal. Brynju leist ekki eins vel á það og fékkst ekki til að borða það haha bara betra fyrir okkur fengum meira. Annars var bara leti í kvöld og pöntuð pizza af Greifanum og lukkaðist hún bara ágætlega.
HEf ekkert að segja er frekar þreytt að verða á þessum endalausu verkjum en svona er líf óléttu konunnar. Erum að fara að horfa á nýju James Bond myndina þegar Eyþór kemur heim.
Best að fara að kíkja á tv í smá stund
Sjúlli kveður með auma vömb
15.3.2007 | 13:08
Já því ekki það.....
Þvílíkt veður getur engan veginn ákveðið hvort það ætlar að æla út úr sér snjókomu eða leyfa sólinni að vera. Væri alveg sama þó svo það myndi æla snjókomu sést ekki á meðan hvað það er mikið ryk hjá mér. Ótrúlegt hvað allt verður skítugt í mikilli sólKemur líka alltaf jafn mikið á óvart....
Títt ekkert bara held ég. Búin að vera ógisslega dugleg í morgun, gera tvö verkefni eitt í sál og annað í hjúkrun og skila þeim báðum. Er svo að byrja núna á verkefni í LOL nema ég nenni því ekki fyrr en ég hef drullast niður í Penna og keypt mér eins og eina möppu þar sem hin er orðin full. Ótrúlegt blaðafargan sem maður prentar útAlveg komin með næstum heilan kjarnaskóg í möppu og stefni núna á hallormsstaðarskóg jájá ekki vandamálið. Svona er sá græni ég
Búin að vera með töluverða verki síðustu daga og ákváðum við hjúin ásamt dóttur að trilla okkur upp á fæðingardeild í gærkvöldi eftir skammarlestur frá stóru systir, jújú mér var hent í monitor og Brynja fékk þar að heyra hjartsláttinn í systkini sínu í fyrsta skiptið, og Maríu ljósu fannst nú ekkert vera að ske en ákvað að skoða og viti menn komin í 4 í útvíkkun, mýktur og styttur legháls og fann lítinn koll og bara allt að gerast. Ekki það að krílus gæti alveg látið bíða eftir sér í einhverja daga enn en það er allavega eitthvað að gerast. Verkir annaðslagið í allan dag og svona bara gaman að þessu Fæddist lítið barn á stofunni við hliðina á okkur í gærkvöldi og það var svo krúttarlegt að heyra allt í einu svona krílaorg....
Fórum svo bara heim og leigðum okkur myndina Börn og mikið hrikalega fannst mér hún góð, hún er spes en rosalega góð get ekki beðið eftir hinni myndinni Foreldrar. Mæli alveg með þessari.
Vaknaði kl 03:00 í nótt og gat engan vegið sofnað þannig að ég skrölti fram og fékk mér .............megið giska einu sinni...........nú að borða hvað annaðJógúrt og páskaöl alveg eðal og lærði svo í 1 1/2 tíma í hjúkrunarfræðinni. Laumaðist svo inn í rúm aftur um 5 leytið og steinsofnaði, ótrúlegt hvað námið getur gert mann þreyttan. Var að vísu að rífast við kettina meira og minna þennan tíma þar sem þeir voru alveg klárir á því að fyrst að fóstran þeirra var komin á fætur væri þeirra tími kominn líka og vildu barasta fara út en ónei ég hafði betur og þeir fóru báðir að sofa líka
Erna og kettirnir ómægad
Eyþór er að vinna eins og venjulega. Byrjuðum reyndar daginn á því hjúin að finna alveg svakalega edikslykt þegar við komum fram, sáum svo að það fór að drippla svartur vökvi úr einni skúffunni og viti menn haldið ekki að ein balsamikedik flaskan hafi farið á hliðina og lak út um alla skúffu og út á gólf, yndislegt. Eyþór skúraði allt í gær og gerði það aftur kl rúmlega 8 ímorgun ótrúlega duglegur.
Best að fara að versla eitthvað til að borða þýðir ekkert þessa dagana að eiga ekkert í skápunum, langar alltaf í eitthvað og þá helst melónur eða eitthvað ferskt.
Sjúlli kveður með 4 í víkkun og svaka ferskur