21.9.2007 | 10:23
Dóp og rugl
Vá hvað lögreglan á mikið hrós skilið fyrir aðgerðir gærdagsins. Ekkert smá magn sem þeir eru að uppræta og margir fíklar sem urðu af sínum skammti. En ætli sé ekki nóg dóp í umferð samt þó svo að þetta hafi náðst er nú heldur betur hrædd um það.
Er frekar ljót í dag, allavega ljótari en venjulega, svaf mjög lítið í nótt, dóttlan mín var ómögleg fram undir miðnætti og sofnaði þá og ég fór að þykjast læra. Stóra dóttlan mín var á svokölluðu Rósaballi í Glerárskóla og ég sótti hana um miðnætti akkúrat þegar ég var að þykjast vera að læra En já sofnaði ekki fyrr en að verða 2 og var mín rumskandi í alla nótt. Já svona er nú að vera mamma skal ég segja ykkur og ekkert að því nema þetta með ljótuna, langar svo að vera sæt
Ætla að henda inn einni mynd hérna sem ég fann á netinu og finnst smá sniðug en á henni sjá ungir krakkar 9 höfrunga ég hef ekki séð 9 enn en ég er enn að leita en er kannski orðin of gömul til að sjá
Þetta er s.s. myndin og skoðið nú ég er farin að læra haha
Sjúlli kveður langar að verða lögga
21.9.2007 | 10:06
Lausn á jákvæðnifærslunni
Tja hvað getur maður sagt. Lausnir segið þið ja nú eiginlega bara er komið upp svona "klóra sér í hausnum" ástand. Hmmm...*hugs*
Nr 1 Sýna makkagreyinu þolinmæði get lítið annað gert jú og svo auðvitað farið og látið kíkja á greyið kannski eitthvað veikur.
Nr 2 Á nú eiginlega vð bara sama svar og í 1 held ég fer bara til eplakallanna í Haftækni og bið þá a kíkja á gripinn eins og ég segi eitthvað veikur greyið
Nr 3 Já væri ekki bagalegt að eiga eins og einn svona til að hjálpa sér og vera með aðstoð alltaf og núna og bara sí og æ
já eða þennan apa bara, manni yrði aldrei neitt úr verki með hinn gaurinn nálægt sér hahahha
Sjúlli kveður alveg snar
19.9.2007 | 21:59
Jákvæðnin
Það sem pirrar mig mest er ............ hvíti flotti makkinn minn í augnablikinu
Það væri sniðugt ef til væri ............. hvítur flottur makki sem virkaði
Afhverju er ekki boðið upp á ............ aðstoð núna
Sjúlli kveður alveg búinn á taugum
19.9.2007 | 21:51
Skólafærsla en ekki hvað:)
Vorum á Húsavík í dag, fórum um hálfellefu í morgun og komum til baka um 5 leytið. Pabbi var bara sprækur og var búinn að sjóða hangikjet þegar við komum þannig að ég sletti mér í að búa til jafning og svo var snætt. Fórum svo í bíltúr upp á Húsavíkurfjall og út um allt í nágrenni Húsavíkur var virkilega flott veður og svona sól en kalt. Katla var í banastuði alveg hreint og mikið kát enda afi hennar alltaf að glenna sig eitthvað framan í hana.
Pabbi fann gamlan olíulampa niður í geymslu sem amma Þuríður hafði átt og aldrei verið notaður og ég sem er svolítið hrifin af gömlum stíl svo ég tali nú ekki um ef ég veit að einhver amma mín eða afi hafi átt eitthvað. En s.s. hann gaf mér þennan fallega gamla lampa til að hengja á vegg og er ég núna að leita að stað til að setja hann upp.
Lærði s.s. ekkert í dag en hefði virkilega þurft að gera það en svo þegar ég ætlaði að fara að senda verkefni í gegnum WebCt þá auðvitað virkaði það ekki þannig að ég ætla nú að fara og hitta vini mína í Haftækni á morgun og biðja þá að setja inn þær stillingar sem eiga að vera í tölvunni er alltaf að lenda í brasi.
Jæja á að gera smá verkefni í UTN hér þannig að ég ætla að henda því inn í aðra bloggfærslu.
Sjúlli kveður kátur að vanda
18.9.2007 | 17:07
Hún er komin
Já stóran mín er komin heim. Verð nú að segja að mér létti haha ótrúlegt en satt hugsa að ég sé háðari henni en hún mér En allavega komin heim sólbrún og sætari, fékk að vísu sólarofnæmi en það er á miklu undanhaldi, hendi henni bara út í rigninguna hér og athuga hvort þetta skolist ekki burt. Var svo fegin að koma heim en fannst alveg ofsalega gaman og skemmti sér mjög vel og er mjög kát. Keypti sér mikið, og auðvitað keypti hún bol handa systir sinni merktur katla 10 en uppáhaldsfótboltamaðurinn hennar er nr 10 þannig að auðvitað valdi hún það handa stubbu litlu:) Gaf okkur Eyþór ofsalega flottar myndir sem einhver maður málaði á meðan hún beið, tvær í fjólubláu og svörtu og mjög flottar þarf að finna ramma undir þær svo að sjálfsögðu keypti hún nammi handa nammigrísnum, nei ekki Eyþóri vissi að ykkur dytti hann fyrst í hug nei handa mér
Svo tyggjó og meira tyggjó og ég veit ekki hvað og hvað. En aðalmálið að það er gott að fá hana heim.
Er búin að vera að reyna að læra í dag gekk svona ágætlega þangað til að mér datt í hug að taka tölvuna inn í sama herbergi og ég var að læra í nema hvað ég datt á netið og gleymdi mér og heyri allt í einu að sú stutta er bara vöknuð og skildi hreinlega ekki hvert tíminn hafði farið já svona getur maður verið klikk.
Eyþór er að vinna og vinna og vinna og verður að vinna til allavega 10 í kvöld. Við ættum ekki að fá leið á hvort öðru eða hvað. Erum kannski að spá í að renna á Húsavík á morgun pabbi gamli átti afmæli í gær og ætluðum við að fara á sunnudag en það var svo fúlt veður þannig að við ætlum að skoða það á morgun. Annars bara fínt að frétta held ég. Svefn var í minni kantinum í nótt þar sem Katla heldur að á milli 3 og 5 eigi hún að vera með skemmtiatriði og spjalla og toga í mann og svona en er svo voðalega hissa þegar hún heyrir vekjaraklukkuna hringja kl 7 og vill sofa meira:) Tja svona er þetta.
Ætla að fara að spjalla við þessa brúnu stelpu hérna við hliðina á mér
Sjúlli kveður hvítur sem apaskítur
16.9.2007 | 20:02
Heili.....
Fingurnir á mér eru eins og nýsmurðir og ég hendist hérna yfir lyklaborðið og finnst ég hafa gríðarlega mikið og merkilegt að segja en ég hef það auðvitað ekki Snjóaði í dag og við Katla fórum út til að kanna áferðina á þessum hvítu tutlum henni fannst það mjög merkilegt og mömmunni líka haha. Fórum svo til ömmu kl 12 og vorum svo heppnar að hún var að elda súpu ótrúlega heppnar var auðvitað með þetta planað að detta inn á matartíma nei segi svona. Fleiri höfðu látið sér detta þetta í hug því Hillus og co voru þarna líka. En s.s. við borðuðum og fórum svo heim því okkar beið kaffiboð í nágrenninu. Fórum til Unu,Óskars og barna og fengum eðal pönnukökur, Eyþór fékk gulrætur, súkkulaði og kex heppinn strákur:) Eftir mikið spjall og mikinn hlátur eins og alltaf fengum við egg með okkur heim tja ekki veitir af að hressa mann aðeins við
Foreldrar Unu búa í sveit og með hænur þannig að hún átti birgðir.
Svo kom Skari Pé og söng hérna í eins og klukkutíma á meðan Eyþór djöflaðist á píanóinu og Katla söng með í nokkrum lögum fannst þetta mjög gaman. Mamman trallaði svona með reyndi að láta það ekki heyrast mjög fölsk að vanda en finnst engu að síður gaman að syngja.
Byrjuð í skólanum og hef verið að lesa aðeins í dag, opnaði LOL bókina og fékk eiginlega höfuðverk fljótlega en svo hef ég verið að lesa í dag og meira að segja skilið smá. Kötlu fannst nú ekki mjög gaman að mamman væri að lesa þannig að ég hætti bara. Les meira á morgun þegar Katla fer í vagninn fínn tími að nýta hann í það. Eigum að vera með bloggsíðu í upplýsinga og tækni faginu og ef við ekki eigum áttum við að stofna eitt slíkt company og nú eru flestar skólasystur mínar byrjaðar að blogga, húrra fyrir þeim::) Mér finnst mjög gaman að blogga, burtséð frá því hvort einhver les það eða ekki skittir nú engu enda ekki mikil viska í mínu bloggi. Samt sko ég veit hvað Plasma og Serum er sko þarna það vitið þið ekki nema auðvitað þið sem eruð sjúllar, hjúkkur eða meiri sjúllar eins og við Ármúlagellurnar Segið svo ekki að viskan sé að fara með mig.....
Æi er með hausverk ætla að fara að reyna að ná honum burt kem aftur síðar
Sjúlli kveður blóðrauður í framan
15.9.2007 | 21:06
Dauðinn kemur alltaf við mann
Í dag var gömul skólasystir mín borin til grafar 38 ára að aldri og lætur eftir sig þrjú börn á aldrinum 5-18 ára er lífið sanngjarnt ekki finnst mér það. Setningin "þeir deyja ungir sem guðirnir elska" finnst mér bara alls ekki eiga við jú eflaust elskar guð þá en hann elskar alla ekki satt. Fyndist hann mega aðeins slaka á þá í að elska allt þetta unga fólk því það deyr allt of mikið af fólki langt um aldur fram.
En þetta hefur setið svolítið í mér eftir að ég frétti að hún væri látin og ég hef mikið hugsað um hversu fljótt allt getur breyst. Maður getur aldrei verið viss um það að vakna á morgun eða að lífið verði á morgun eins og það var í dag. Þetta er allt spurning um hver sé næstur og það getur alveg eins verið ég eða þú sem lest þetta. Ef ég á að segja eins og er þá er ég pínu hrædd við dauðann bæði vegna mín og eins vegna þeirra sem eftir verða. KAnnski vegna þess að ég veit ekki hvað bíður mín þarna hinumegin og svo vil ég ekki láta fólk verið sorgbitið vegna mín. Söknuður er alltaf sár og sérstaklega fyrir lítil börn sem fá aldrei að sjá mömmu sína aftur. Vá hvað lífið er ósanngjarnt.
Blessuð sé minning Helgu Línu
Sjúlli kveður með tárin í augunum
12.9.2007 | 22:26
Glorr
Ég er mætt hvað annað læt nú ekki fréttast að það heyrist ekkert frá mér í langan langan tíma
Ég hef ekkert að segja en einhverra hluta vegna þá er ég hingað komin. Einhver köllun svei mér þá. Við sitjum hérna hjónin og okkur finnst hvort annað greinilega mjög leiðinlegt því við erum bæði í tölvunni og ræðumst ekki við. Spurning að kveikja á msn og daðra smá Nei svona er þetta bara ég var að skoða fyrstu sendinguna af námsefni og hann er að vinna eitthvað í sinni töllu.
Ég hafði stór orð um vini mína í Haftækni í síðasta bloggi. En ætla að leiðrétta núna að þeir eru bara alveg fínir bara. Fór niður í búðina með alla fjölskylduna mér til halds og trausts og tölvuna, ætlaði nú aldeilis að derra mig út af batteríinu og ekki kaupa neitt þar fyrir utan. En góð þjónusta varð til þess að ég fór heim með ekkert batterí en 7000 kr fátækari já hversu heppinn getur maður nú verið.
Svei mér það verður ekki manni út sigandi á morgun og snjókoma á hálendinu svei mér þá ég skal segja ykkur það, mikið vildi ég að ég og Jóhannes værum vinir alltsvo Bóner maðurinn því þá myndi ég díla við hann að hendast með mér já eða bara lána mér einkavélina sína og skella mér á erlenda strönd, tja gæti verið gaman.
Ég ætla að fara að leika mér í tölvunni, hef hvort eð er ekkert að segja.
Una aldrei að vita nema ég komi í kaffi þegar veðrinu slotar kannski á föstudag svo þurfum við nú að fara að ræða sláturgerð skilst að karlarnir viilji taka alla helgina í þetta:)
Sjúlli kveður hætt við að breyta makka í mann:)
9.9.2007 | 20:52
Ég bý í sveit á sauðfé á beit..nei segi svona
Allt prýðilegt að frétta like always svo ég sletti nú svona smávegis, er eitthvað svo heimsborgaraleg núna í kvöld, sit hér ein í þögn og drekk kaffi og hef það huggó og að sjálfsögðu er ég í töllunni minn hvað annað Eyþór er á leið úr Húnavatnssýslu þar sem hann var með kórinn sinn Hymnodiu eitthvað að söngla og verður kominn heim tja svona bráðum ef allt gengur að óskum.
Brynja er farin til Spánar og ég get svarið að mér líður liggur við eins og þegar hún fór til Mallorca með pabba sínum og Kristínu þegar hún var minnir mig 5 ára vá mér leið svo illa var á límingunum haha en pabbinn greinilega man hvað móðirin var viðkvæm þá því hann sagði áðan já svo heyrirðu frá henni allavega 1-2 sinnum í ferðinni...já svona móðursjúk kelling gleymist ekki haha en hún var svo spennt og hlakkaði svo til að ég hef aldrei séð hana eins og hún var í dag en s.s. hún er farin og flýgur út á morgun kl 14.55 minnir mig og kemur heim á afmælisdag afa Hauks þann 17 sept.
Katla hrýtur inni í rúmi vona að hún geri það bara sem lengst finnst svo gott að eiga kvöldin svona í slökun því þegar hún sefur á daginn þá gerir maður eiginlega ekkert fyrir sjálfan sig, það þarf að setja í vél, og hengja upp og laga til og svona því ég þoli ekki að hafa íbúðina mína algerlega á hvolfi bara alls ekki enda á það ekki að þurfa. Er farin að hlakka til að sumu leyti til að vinna í jan og feb og fá frí frá því að hengja upp þvott, elda, og svona það sem þarf að gera daglega og maður nýtir tímann í á meðan barnið sefur því svo þess á milli er maður að sjálfsögðu að sinna barninu þó svo að hún endist alveg í grindinni sinni eða teppinu þá lætur maður hana ekki vera þar heillengi aleina onei allavega ekki ég:) Finnst nú eiignlega það að vera heimavinnandi húsmóðir ætti að vera launað starf ekki bara 80% af launum heldur bara 100% því þetta er finnst mér allavega alveg full vinna og ég er oft þreyttari á kvöldin núna heldur en þegar ég var að vinna tvöfaldar vaktir. En ég skal hætta að kvarta það má víst ekki.
Þoli ekki fólk sem getur ekki komið hreint fram eins og t.d. ef ég þoli ekki samknhneigða þá bara segi ég það og því ætti ég að vera að segja eitt en meina annað. En málið er að ég þoli þá og er ófeimin við að segja það, en ég veit um fólk sem er svo miklir hræsnarar að það veit ekki hvað snýr út eða inn á sjálfum sér það er svo tvöfalt. Þetta fólk ætti að skammast sín og loka sig einhversstaðar inni og íhuga sálarkimann á sjálfum sér. Ég þoli nefnilega ekki rasista og rasismi getur komið fram í margri mynd ójájá.
Eins og flestir vita þá á ég epla tölvu s.s. apple...og um daginn dó hún og ég að sjálfsögðu rauk með hana niður í Haftækni þar sem allir eru alltaf glaðir NOT. Þá kom í ljós að batteríið var ónýtt og gaurinn glaði ætlaði að panta nýtt. Ég hringdi svo foxill á föstudaginn til að kanna málið þar sem það voru nú að verða liðnar 2 vikur og þá höfðu gleðipinnarnir þurft að panta það að utan...DÖH samt sagði hann að þetta væri þekkt vandamál í eplinu en eiga þetta samt ekki á lager ég skal nú aldeilis segja ykkur það..þannig að í fílu minni (smitaðist af garunum) þá er ég núna að reyna að troða PC forritum í eplið mitt til að fá allavega eitthvað jákvætt í gripinn sem er nú eiginlega ekki lengur flottasta tölva í heimi eins og ég hélt fram nú langar mig í Dell. Ég veit ég er alger api og ætti að loka mig inni með þeim sem eru tvöfaldir í roðinu bara til að halda þeim félagsskap.
Best að fara að reyna að breyta makka í mann
Sjúlli kveður glaður glaður og endalaust glaður
5.9.2007 | 22:17
Bang!
Eyþór skrifar:
Það liggur nú við að manni sárni föst skot eiginkonunnar úr síðasta bloggi, sérstaklega þegar maður leggur það á sig að sætta sig við að sofa aðeins í 3 tíma og rífa sig svo framúr til að redda jóla- og áramótasteik fjölskyldunnar. Vann við afar erfiðar aðstæður í dag, í gríðarlegum hita, en tókst auðvitað að bjarga jólunum og áramótunum með því að koma með jólamatinn heim. Það þrátt fyrir að nýleg sjálfvirka vinnuvélin hafi bilað.
Jamm byssufjandinn klikkaði einu sinni enn. Keypti þessa byssu fyrir rúmu ári síðan og hún hefur bara verið til vandræða. Ég fór í illsku minni og skilaði henni í dag. Ellingsen tók mjög vel á málinu og ég fæ mun betri og traustari byssu fyrir litla milligjöf.
Tvíhleypan mín góða bjargaði mér í dag. Tók hana með til öryggis. Ég er samt að hugsa um að losa mig við hana, þar sem ég nota hana lítið. Þessi gamli góði ítalski eðalgripur fæst á góðu verði. Gerðin er SGS, Y/U tvíhleypa með 27 1/2" hlaupum og tveimur gikkjum. Skiptanlegar þrengingar, 3 fylgja
Nýlega yfirfarin af byssusmið.
Bloggar | Breytt 6.9.2007 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)