Því ekki það...

Dagur að kveldi kominn sem er ágætt, finnst kvöldin svo góður tími, sérstaklega þegar Katla er sofnuð og slappa bara af og gera ekkert, er reyndar frekar sjaldgæft að ég geri ekkert á kvöldin því yfirleitt bíður lærdómurinn eftir mér en s.s. í kvöld ætla ég ekkert að læra bara slappa af og gera ekkert.

Var að dunda mér við að setja myndir inn á barnaland en ég get engan veginn minnkað þær skil ekki afhverju, tók þær á Brynju vél þar sem mín er biluð en það á nú að virka nokkurn veginn eins, en allavega eins og er eru þær risastórar og hægt að sjá hverja hrukku í andlitinu á mérErrm

Góður dagur búinn að vera, vöknuðum snemma eins og venjulega ég og litla lús eftir frekar svefnlitla nótt, síðan fórum við Brynja í ljós og þvældumst um og gerðum eiginlega ekkert vorum aðeins að kíkja í búðir og ég fór og keypti hjörtu og lifur og ég vissi ekki hvert mín dóttir ætlaði "hvort ég virkilega væri svona mikið kríp að ætla að borða innyfli" haha mér fannst það fyndið en hún tók það loforð af mér að ég myndi ekki reyna að plata þessum mat ofaní hana dulbúnum sem hakki eða einhverju slíku.Sickþekkir greinilega mömmu sína vel.

Síðan fórum við heim og hún í sturtu og fórum svo öll familian á Nings og þar var hægt að fá svona fínan DDV rétt allt klárt fínn matur. Síðan fórum við mæðgur saman á kaffihús og skönnuðum búðir og mátuðum föt og keyptum okkur eyrnalokka og skyrtu á kallinn :) Fínt bara og gott að eiga smá stund með henni. Síðan er hún í afmæli hjá Öldu fótboltavinkonu sinni, gaman að því.

Sá mikið af flottum fötum sem ég stefni á að kaupa þegar ég verð lítil:::)

Merkilegt að hér í bæ er hvergi hægt að láta brýna hnífa í hakkavél, Hildur sys er með vélina mína og ætlaði að láta brýna þá í húsasmiðjunni frekar en byko og þar voru henni bara boðnir nýir hnífar til sölu, hvað er málið er þetta orðið einnota. Ætla sko ekki að kaupa mér alltaf nýja hnífa ca 1 á ári já nei takk frekar finn ég mér upp tækni til að gera þetta sjálf þvílíkur asnaskapur.

Óskar og Eyþór voru að klára að leggja drögin að tónleikunum sínum sem verða á fimmtudaginn í safnaðarheimili Akureyrarkirkju (allir að koma) og tók ég að mér að mynda guttana á morgun og kaupa síðan kaffi og með því þetta verður æði, fyrstu tónleikarnir verða ástar- og saknaðarsöngvar, kósý stemming, kertaljós, kaffi og konfekt. Hlakka til ætla að fara, Brynja ætlar að passa verður bara að koma í ljós hvernig litlan mín verður nú ég þýt þá bara heim ekki eins og ég sé langt frá:)

Best að fara og halda áfram að gera ekkert fá mér eitthvað gott í gogginn t.d. fyrst

Sjúlli kveður hæstánægður með lífið í dag:) 


Eigum við að ræða það eitthvað nánar....nei hélt ekki

Bara snilld þessir þættir á stöð 2 næturvaktin, þoli nú yfirleitt ekki Jón Gnarr en hann er alveg að brillera jájá sæll félagi.

Skil ekkert í mér það eru liðnir tveir dagar frá síðasta bloggi veit ekki hvað er í gangi á þessu heimili. Hef reyndar lítið gert undanfarna daga nema að hugsa um mat, lærdóm, og Kötluna sem er alveg á mörkum þess að fá tönn, mamman bíður spennt og er alltaf með teskeið á lofti til að berja í góminn,litlan ekkert mjög hrifin af mömmunni sem í tíma og ótíma lemur góminn haha. Kom svo með nýtt trix í dag til að ver viss lét hana bíta í tyggjóið mitt og kannaði svo hvort það væru tannaför hihi klikkuð kelling hér á ferð jaherna.

Ætlaði að þrífa hjá mér í dag nennti því ekki, ætlaði að fara og versla í dag nennti því ekki heldur, ætlaði að læra rosalega mikið nennti því ekki = ég er letingi og ætti að skammast mínLoL Kannski ekki skrýtið þar sem maður verður latur af því að borða eins mikið og maður þarf að gera á þessum blessaða danska kúr hef aldrei átt í erfiðleikum með að borða en vá ég svona eiginlega kúgast í restina.

Borðaðu þig grannan er slagorðið og jú maður þarf að borða en "grannan" trúi ég nú ekki fyrr en ég sé það. Farin að halda að ég sé eitthvað að misskilja þetta og sé að borða eitthvað vitlaust en það kemur í ljós á þriðjudag í vigtun bara einn galli og hann er að mig langar svo í NAMMI en ég er svo viljasterk að það gerist ekki allavega ekki straxErrm Svava er djössss dugnaðar forkur en hún eiginlega smitaði mig smá eitthvað svo smitandi þegar ég vissi að hún væri í þessu:) og ég ætla sko að verða eins dugleg og hún og hananú....Crying Húrra fyrir oss

Rölti mér til Sollu í gær í morgunkaffi ár og dagur síðan ég hef farið til hennar enda vantar mig allavega 10 klst í sólarhringinn finnst ég ekki hafa neinn tíma til annars en að læra, hugsa um heimilið, börnin, kallinn (þarf mikla umönnun:::) og svo auðvitað MAT. En samt er ég eitthvað svo löt og kem engu í verk...hætt að væla.

Fallegt veður búið að vera hér í dag og ekki enn komið þetta leiðinda veður sem átti að vera hér seinnipartinn kemur kannski bara ekkert Akureyri er svo veðursæll bær eða er það ekki? Hildur kom áðan ætlaði að fara að búa til hakk en þá voru hnífarnir í vélinni hjá henni bitlausir þannig að hún kom og fékk mína hakkavél en þeir voru bitlausir líka haha varð að salta þessar aðgerðir til morguns. Gott á hana.

Mæðgnadagur á morgunLoL Ætlum að byrja á því að fara saman í ljós, ætlaði að panta í eitthvað svona dekur fyrir okkur ekki nudd heldur andlitssnyrtingu en þá vinna þær ekki á Arona eða Vitaliberata á laugardögum og við förum bara þangað. En ætlum svo á kaffihús að spjalla og fá okkur kaffi og með því eða hún fær sér með því ég fæ mér bara gulrót og kaffiDevil Síðan ætlum við að kíkja í búðir og svo reyndar ætlar hún í afmæli þannig að bíóferðin okkar datt uppfyrir en við eigum hana bara inni þangað til seinna. Höfum ekkert getað gert svona síðan Katla fæddist en núna er Eyþór alveg í fríi á morgun og við ætlum að láta vaða gaman að því. 

Best að fara að gera eitthvað af viti hvað svo sem að það gæti verið

Sjúlli kveður alveg tómur ekki í maga þó. 


Danskur eða íslenskur

Kominn tími til að blogga smá, algjört kæruleysi í manni. Fínt að frétta héðan af munkanum, allir frekar kvefaðir reyndar, Brynja byrjaði og smitaði systur sína sem er gríðarlega viðkvæm sökum bakflæðisins svo er karlkvölin að fá kvefið og er frekar slappur en húsmóðirin s.s hún ég (ef einhver vissi ekki) stend eins og klettur. Er svo eitruð að kvef vill ekki einu sinni nálgast mig.LoL

Búin að vera á hvolfi í náminu og þá meina ég hvolfi. Rétt náði að skila sálfræðiverkefninu á réttum tíma var mjög ánægð og grobbin fékk mér nammi og allt í tilefni af því, en fékk það svo tilbaka með orðsendingu að ég mætti nú alveg klára það, ég sauðurinn hafði bara svarað annarri spurningunni. Svona getur þetta verið. Er svo núna að rembast við að klára LOL og gera glósulista og svo á ég eftir að henda upp einni vefsíðu og ég veit ekki hvað og hvað brjálað að gera.....pjúffDevil

Annars var sláturgerð um helgina og gerðum við úr 10 slátrum og fengum 28 keppi hvor familia, alveg eðal. Var hrikalega gaman að þessu og á ég eflaust eftir að setja inn einhverjar myndir við tækifæri. Borðuðum svo saman hér um kvöldið soðið slátur og hakkbuff alveg brillíant eins og hún Vala vinkona Matt segir. Katla sat hin glaðasta í hókus pókus stólnum sínum á meðan lifrarpylsan var hrærð og þegar mamman leit á hana var hún öll í sláturslettum en hamingjusöm engu að síður hahahaha...smá gusugangur.

Gerði nokkuð í dag sem ég hef ætlað að gera lengi en ekki haft mig í, búin að vera að hlaupa og boxa en aldrei getað tekið almennilega matarræðið hjá mér í gegn og lifi því voðalega mikið á nammi sem er auðvitað alls ekki hollt og festist bara á rassgatið og lærin á manni. En ég s.s. fór á fund hjá íslensku viktarráðgjöfunum s.s. danski kúrinn og leist vel á og skráði mig í hann og ætla að byrja á morgun. Þegar ég sá hvað ég var þung þá leið næstum yfir mig hélt ég væri léttari hahaha svona getur maður blekkt sjálfan sig. En s.s. svo maður opinberi þetta þá er prinsessan 108 kg hahaha grín ætla sko ekkert að segja hvað ég er þung ekki strax, kannski þegar ég sé hvort þetta virkar, hef nú aldrei verið feimin við að segja hvað ég er þung en ég hef heldur ekki verið of þung í mörg ár alltaf í kjörþyngd eða jafnvel undir þannig að.......

Elín systir datt hér inn í kvöld með skeinara sem Bjartur frændi minn er að selja fyrir útskriftarferðinni sinni og ég keypti 48 rúllur á 3000 kr heillast alltaf af skeinara kaupi hann alltaf merkilegt, gott að eiga nóg.

Hef svo sem ekki meira að tuða í bili er að drepast aftan í hálsinum eins og venjulega, vildi geta spólað til baka og komið í veg fyrir þennan andskotans árekstur um árið, damn en svona er lífið.

Sjúlli kveður farinn að æfa sig í dönsku, snakker du dansk min ven.... 


Veiðimyndir

Ég henti inn nokkrum myndum úr veiðiferð okkar Mása í Ölvesvatn á Skaga í sumar.  Frábær ferð veiddum slatta en það sem stóð upp úr, auk góðs félagsskapar, var nestið sem mágur minn tók með.  Sviðakjammar og sigin grásleppa.

Sigin grásleppa étin kl. 3 að nóttu

Slátur, þindahakksbollur, sigin grásleppa og hnísa - Almennilegur matur!

Undirritaður nýtur þess mjög að vera í helgarfríi.  Það var unaðslegt að heyra kirkjuklukkurnar hringja í morgun og geta slappað af heima, vitandi að tónlistin væri í góðum höndum Sigrúnar.

Í gær komu Óskar og Una ásamt Óskari jr. og Helgu Margréti og saman gerðum við slátur.  Þetta var frábær dagur, skemmtilegt að gera slátur í góðra vina hópi.  Nokkrar þindar voru hakkaðar og í gærkvöld borðuðum við svo öll saman, blóðmör, lifrapylsu og þindahakksbollur.  Maturinn var æðislegur og slátrið var það besta sem ég hef smakkað, það þrátt fyrir að mörinn hafi verið afar fínhakkaður (ég sakna stóru mörbitanna í slátri)

Núna sit ég við eldavélina og bíð eftir því að grásleppan sem Lilja tengdamamma gaf mér í sumar verði soðin.  Ég bauð tengdó í mat, því Brynja og Erna eru ekki hrfinar af góðgæti þessu.  Í kvöld ætlum við svo að steikja hnísukjöt.

Eru ekki fríhelgar æðislegar?

Eyþór 


FREUD fretur

Pirruð, pirruð og endalaust pirruð. Er bara ekki að höndla sálfræðiverkefnið núna bara engan veginn þetta snýst allt í hausnumá mér og ég skil ekki neitt, einn af þessum dögum. Brynja kom með sleikipinna handa mömmunni til að reyna að mýkja hana í skapvonskunni þannig að núna er ég skapvond og kinnfiskasogin eftir að sjúga sleikjóinn. 

Verð mjög ill þegar illa gengur en það gengur yfir, er líka svo hrikalega þreytt eitthvað og þá næ ég enn síður einhverju samhengi. Gæti leitað á náðir Pétur sálfræðings sem býr hér fyrir ofan mig tja það væri það:)

Eyþór skrapp á örstuttan fund upp í Glerárkirkju sem reyndar er núna orðinn að 2 tíma fundi skal segja ykkur það en svona vill þetta nú oft verða. Ekkert að kvarta undan þér kallinn minn bara smá að PIRRAST haha

6 október er dagurinn okkar Brynju en þá ætlar Eyþór að vera alveg í fríi og við að fara í ljós og á kaffihús og í bíó og eitthvað svona mæðgnastúss höfum ekki getað það síðan Katla fæddist en nú eigum við það skilið kjellurnar. Lit og plokk og eitthvað svona skemmtilegt.

Sláturgerð á morgun ja er komin með nettan hnút í magann en Una er líklega í þessum skrifuðu orðum að rogast með 10 slátur heim til sín, ætlum samt að mauka þetta hér þar sem okkar eldhús er ögn stærra en þeirra, verður byrjað kl 10 í fyrramálið stundvíslega takk fyrir og góðan dag, maður er nú ekki alinn upp í sveit fyrir ekki neitt. Get æft mig í LOL á meðan á sláturgerð stendur rifjað upp eitthvað um blóðið og svona múhahhaahaSick

Katla sefur úti núna eitthvað ergelsi í henni búið að vera og svaf frekar lítið í morgun en mamman náði nú að treina það töluvert og las sálfræði af miklum móð á meðan.

Ofsalega fallegt veður og 14 stiga hiti. Langar nú smá út en ég ætla ekki að láta það eftir mér onei skal draugast til að læra. Get reyndar lært mikið í næstu viku þar sem Eyþór verður meira og minna í fríi þar sem aðstoðarorganistinn er að koma beina leið frá Köben þannig að hann þarf bara að vera með stúlknakórsæfingar sem eru 2 þá vikuna, en líklega verður Óskar Pé hér meira og minna að æfa þar sem fer að styttast í tónleikana þeirra.

Hef ekkert að segja varð bara aðeins að leiða hugann frá sálinni og hvar er betra að detta niður en í bloggheimum þar sem maður getur röflað eins og mann lystir og eins mikið og mann lystir. Já lífið er ljúft.  

Sjúlli kveður dauðleiður á Freud......og öllu sem endar á fræðiDevil


Ég er svo illa upp alin en þessi er góður

of=50,330,442Ég held að þú hafir snúið sundbolnum öfugt.......hahahahha nei heldurðu það félagi....eins og í næturvaktinni Sæll félagi.

 

Sjúlli kveður eigum við eitthvað að ræða það meir 


Dagurinn í dag

Ef ég væri ekki með litað hár sæist allt það gráa núna því það er pottþétt orðið grátt þarna undir eftir tölvuhöfuðleggíbleyti í dag. Þar sem ég er með makka þá heitir forritið sem ég er með Iwork og er eins og office pakkinn í PC. En forritin eru auðvitað ekki eins í raun miklu skemmtilegri en office en þegar maður er ekki búinn að læra alveg á þau áður en maður fer í skólann lendir maður í þvílíku brasi. En ég s.s. er búin samt að senda PPT verkefnin mín en þau virkuðu ekki alveg eins og þau áttu að gera en svona er þetta baraLoL Svo þar fyrir utan var WebCt bara alls ekki að virka í makkanum mínum fyrr en ég hrærði í einhverju ekki alveg klár hverju og allt í einu fór þetta í fína virkni eða svona næstum því. Gaman að þessu og maður verður bara að redda sér.

Tók mér smá pásu núna ætla svo að henda mér í sálfræðina eða Lol á eftir. Gaman að því Crying

Annars hefur dagurinn í dag bara verið spakur, vaknaði í morgun og var sko alveg viss um að ég væri komin með botnlangakast og fór því í bað til að vera klár í að leggjast inn og undir hnífinn, var án gríns alveg að drepast og það aðallega hægra megin. Sendi Svövu minni sms þar sem ég vissi að hún fór undir hnífinn ekki alls fyrir löngu í botnlangatöku  og lýsti hún einkennum fyrir mér og sá ég þá að líklega væri ég ekkert á leið undir hnífinn. Lagði svo hausinn í bleyti og mundi þá eftir því að hafa fengið svona áður, laumaði mér í ísskápinn þar sem Eyþór á Aloe vera safa og fékk mér röskan slurk (þvílíkur viðbjóður) en viti menn stuttu seinna var ég fín. Ég er með magabólgur og ekki í fyrsta skipti námið alveg að fara með mann haha nei segi nú svona á þetta til að fá þennan fjanda....

Ætlum að henda okkur í sláturgerð kl 10 á laugardagsmorgun og verðum hér. Verður endalaust stuð bara tókum 10 slátur eftir að Una hafði skeggrætt við konuna í Hrísalundi dágóða stund um hvað við þyrfum mikið, konan var hin almennilegast og fengum við fína þjónustu. Verður gaman höfum aldrei gert slátur sjálfar. Óskar Hafsteinn þarf að vísu að brenna og henda nafni á eitt krakkakríli en við tökum bara pásu á meðan hahahaha nei segi svona.

Brynja verður í fjáröflun fyrir Þór er að fara í vörutalningu í Byko óheppin missir af sláturgerðinni tja eins og henni sé ekki sama ábyggilega guðs lifandi fegin. 

Er að fara til Halla kuta Haukssonar á morgun til að láta hann meta hvort við ættum ekki að skera á eins og nokkrar æðar, fékk nokkra sæta hnúta meðan ég gekk með Kötlu og langar óskaplega til að láta laga þá og eins sprauta í smá slit. Hef látið gera það áður og það virkar enn þann dag í dag einhver ár síðan.

Hef ósköp lítið að segja núna reyni að tuða eitthvað bara til að þurfa ekki að fara að læra, eins og það bitni á einhverjum öðrum en mér jahérna.

Sjúlli kveður bólginn að innanW00t


Yfirvigt

Það hlaut að koma að því að ég myndi nú sjá að mér og fara að hreyfa á mér rassgatið sem er löngu komið í yfirstærð. Kominn tími til að reyna að losa sig við kílóin sem ég jú át á mig með mikilli gleði á meðgöngunni og ætla mér að losna við líka með mikilli gleði haha most likely. Hef alltaf fundið eitthvað upp til að sleppa því að hreyfa mig en núna loksins er komið að því, finn að ég er tilbúin í þetta og bara verð skrokksins vegna. Bakið fer til fjandans aftur ef ég fer ekki að hreyfa mig reglubundið. Hvatningin hefur líklega aðallega komið frá videoinu í síðustu færslu haha. En ég s.s. dreif mig þegar Brynja kom úr skólanum og henti mér á hlaupabrettið mitt og hljóp rúma 2 km og svo drap ég boxpúðann í dálitla stund. Leið svona hrikalega vel á eftir og ætla til að byrja með að reyna að hreyfa mig 3-4 í viku og bæta svo matarræðinu inn í. 

Mér finnst mjög gaman að hreyfa mig og pældi alltaf mikið í því hvað ég borðaði datt inn í svona hollustudæmi alltaf annaðslagið en svo nottlega missti ég mig í gleðinni þegar ég var ólétt og ætla s.s. núna að missa 10 kg takk og góðan dag:)

Nóg um mig og minn mörLoL

Í gær var lokahóf Þórsara kvennaflokka og kom Brynja Dögg heim með jákvæðniverðlaun yfir alla kvennaflokka og farandbikar. Já þessi elska svo jákvæð *hóst* hefur það frá mömmunni..haha Var sjálf voða ánægð með þetta sérstalega þegar hún gerði þá uppgötvun að allar sem höfðu áður fengið þessi verðlaun höfðu endað í meistaraflokki Tounge

Ligg hér eins og klessa upp í rúmi, Katla alltaf að vakna var í sprautu í morgun og hún er að ergja hana þannig að ég ákvað að fara að læra lagðist hér með tvær bækur en síðan er meira en klukkutími og ég hef ekkert lesið hvað er eiginlega að mér. Alger auli. Eyþór er að vinna og Brynja fór út í þorp til vinkonu sinnar. 

Helv....myndavélin okkar er ónýt eða allavega virkar hún ekki og ég nenni ekki að fara með hana í viðgerð til að borga jafn mikið fyrir það eins og að kaupa sér einhvern ræfil. Ætla að sjá til, Brynja á mjög góða vél sem hún fékk í fermingargjöf en ég kann ekki að minnka myndirnar úr henni þannig að það er alltaf tómt vesen. Ohh  ekki að þola þetta.

Elíns sys og Viðar komu aðeins við hér í dag, Elín var að vinna og Viðar s.s. kom inneftir að sækja hana þar sem bensinn þeirra var í einhverju skrolli. Svo kom Hildur sys og dætur líka jájá

Erum að fara í sláturgerð um helgina haldiði það verði gáfulegt haha Una ætlar að koma á morgun og við að spá í hvað þarf að kaupa. Hvað þýðir eitt slátur t.d. hvað er í því....já maður er nú alinn upp í sveit en samt veit maður ekki svona grundvallaratriði skamm.

Best að fara að lesa aðeins áður en ég sofna, besta leiðin fyrir mig til að sofna er að opna bók þannig að ég verð líklega sofnuð innan nokkurra mínútna.

Hafið það sem allra best í dag lömbin mín ja þau ykkar sem ekki verða í slátrínu mínu um helgina

Sjúlli kveður útvaxin á ýmsum stöðumW00t


Þetta er hrikalega fyndið:::)

Ég bara varð að setja þetta hérna inn ég pissaði næstum í mig úr hlátri en hún Anna Ruth samnemandi sendi mér þetta.LoL

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband