6.6.2008 | 18:17
Búin að rústa eldhúsinu, kúka á gólfið, en er samt kúl!
2.6.2008 | 09:05
Sumarið er tíminn....
Í fyrsta skipti í 14 mánuði er ég bara ein..Katla fór á Bubbakot í morgun, ýldi aðeins þegar mamman skildi hana eftir enda fékk ég sting í hjartað og fannst ég ekki góð mamma. Fór heim og setti í vél og hengdi upp úr annarri, moppaði yfir gólfið, fór í ljós og er núna á leið í sturtu áður en ég fer í klippingu, þetta er svolítið næs. Er nefnilega að fara á kvöldvakt í kvöld þannig að morguninn er minn. Snilldar veður 15° á mínum mæli allavega.
Brynja sefur og Rakel gisti í tjaldi með vinkonum sínum, Eyþór fór að æfa sig og ég er hér. Ætla að fara að skokka í fyrramálið þar sem ég hef ekki planað neitt annað, verð samt að fara að komast í litun og plokkun er að verða frekar andlitslaus.
Langar svo í ný gleraugu mín eru öll skökk og ömurleg eftir að ég fékk högg á þau í vinnunni en ég ætla að sjá hversu vel ég fæ útborgað aldrei að vita nema maður splæsi, annars ætlum við að kaupa kerru handa Kötlu í dag þannig að maður sér bara til:)
Þriðja verknámsvikan mín að byrja, líður svo hratt, finnst alltaf jafn frábært í vinnunni, gamla fólkið yndislegt upp til hópa og samstarfsfólkið frábært. Gæti vel hugsað mér að vinna þarna en það hentar svo vel að vera í heimahjúkrun þar sem maður getur verið svolítið laus við þegar maður er með svona stubb. Búin að fá að standa lyfjavakt eiginlega alveg ein, taka til lyf, gefa B-12 sprautur, setja upp þvaglegg og þetta aðeins á tveimur vikum ekki allir sem fá að gera þetta mikið skilst mér hmmmm. Er svo á fyrstu kvöldvaktinni minni í kvöld á s..s lyfjavakt með hjúkrunarfræðingi. Var verið að gefa það út núna að við sem erum sérhæfðir sjúkraliðar megum standa sjálfstæðar lyfjavaktir án þess að hafa hjúkrunarfræðing á bakvakt, þetta gaf lögfræðingur sjúkraliðafélagsins út eftir að trúnaðarmaður sjúkraliða á Hlíð gekk í málið FRÁBÆRT.
Fórum í gær við Katla að horfa á Brynjuna okkar spila fyrsta leik sumarins á Íslandsmótinu og kepptu þær þar við Keflavík og tóku þær algerlega í rass....ljótt að segja svona en þær unnu 5-0 bara glæsileg byrjun og vonandi bara gefur fyrirheit um komandi leiki. Katla kúkkti nú á sig þegar 20 mín voru eftir af leiknum og angaði Boginn veggja á milli greyið skinnið, búin að vera með niðurgang og ergelsi í nokkra daga, fer vonandi að batna.
Svipað að frétta af mömmu, gengur ALLT of hægt, hitti svo vinkonu mömmu þegar við vorum að flytja og sagði hún mér að einkadóttir sín og frænka mín hefði greinst með Bráðahvítblæði. Sorglegt finnst vera svo mikið um alvarleg veikindi allsstaðar núna, gamall kunningi Eyþórs mikið veikur og einn vinur hans liggur einnig inni á spítala veikur hvað er að ske. Kemur í bylgjum bara. Krossa putta fyrir alla.
Best að fara í sturtu áður en ég úldna hérna ekki viss um að Íris hárkonan mín yrði sátt...*æl*
Sjúlli kveður sætur að vanda.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2008 | 20:54
Flutningar...
Jæja loksins er búið að ganga frá íbúðamálum hjá mömmu, við systur fórum í gær og gengum frá peningamálunum og fengum lykla afhenta. Síðan í morgun var vaknað snemma og Már og co komu og við vorum búin að tæma íbúðina og þrífa og skila kl 15.30. Dugleg þegar við leggjumst öll á eitt. Elín sys er fyrir sunnan og færir okkur fréttir af mömmu ásamt því að Hildur talar við gjörgæsluna á kvöldin. Smá bakslag í gær, mamma þoldi ekki að svæfingin væri minnkuð og fékk hita, hjartsláttarrugl og þurfti að fá blóðgjöf. Þeir svæfðu hana aftur djúpum svefni þannig að nú er staðan eins og upphaflega. Lungnamyndin sýndi enga breytingu á milli daga eins og hún hefur verið að gera, þannig að nú virðist bati hafa hægt á sér sem er ekki gott. En við höldum áfram að krossa putta.
Hilla sys og co buðu okkur og pabba í hangikjet og með því til að halda upp á þann áfanga að búið er að flytja fyrir mömmu og skila hinni íbúðinni enda þvílíkur léttir að það sé frá.
Fór aðeins á Glerártorg í dag og keypti mér eina skó í Focus býsna flottir, ég fékk mér silfurlita og Brynja fékk sér alveg eins bara svarta. Langar svo að fara að fjárfesta í fötum en langar samt ekki að kaupa mér svona "stór föt" er alltaf að bíða eftir að ég léttist en eitthvað gerist lítið í því, maður þarf nefnilega að gera eitthvað til þess en orkan er lítil þessa dagana, kannski ég fari og kaupi mér bara vítamínskot niður í Átaki skildist það á einni sem ég vinn með að það sé algert dúndur, skoða það:) Annars á ég klippingu á mánudag og mig hlakkar svo til ég lít út eins og asni komin þvílík skil og læti.
Er að fara á kvöldvakt á mánudag og kvíði smá fyrir en hlakka samt til. Kvíði fyrir vegna þess að Katla er svo óhugnanlega háð mér á kvöldin en hlakka til að fara að vinna. Ekki það að ég efast ekkert um að þetta gengur vel hjá feðginum maður er bara svona.
Best að fara að horfa aðeins á Tv.
Sjúlli kveður glerfínn á nýju skónum.
29.5.2008 | 07:08
Fullorðið fólk...
Fyrsta frétt sem ég sá þegar ég opnaði tölvuna á mbl var yngstu og elstu í fóstureyðingu. Konur um og yfir fertugt og svo konur í kringum tvítugt eru þær sem frekast láta eyða fóstri. Ég er svo mótfallin fóstureyðingum aðeins eitt undantekningartilfelli og það er ef óléttan er eftir nauðgun. Konur komnar á þennan aldur ættu að vita betur og passa sig kom reyndar fram í greininni að konur á þessum aldri væru yfirleitt búnar að fylla þann kvóta sem þær ákváðu í upphafi, en hvað með það geta þær þá ekki bara passað sig, við erum nefnilega að tala um lítil falleg líf hérna.....Ojbjakk
Annarri verknámsvikunni að ljúka, mjög gaman, byrjaði í aðlögun á lyfjavöktum í gær. Held það hafi gengið fínt bara, var látin gefa rappið í hádeginu og svo við vaktaskipti, veit ekki hvort ég gaf það svona extra hratt, extra illa eða hvað en það voru einhverjar augnagotur tja..maður spyr sig. Hef alltaf verið á móti löngum rapportum, sérstaklega ef ekkert er um að tala.
Mamma er greinilega núna að hamast við að vinna á lungasýkingunni, vísar allt í rétta átt í þeim efnum, haldið sofandi enn samt, en hjartað hennar er ekki að funkera eins og það á að gera. Með svona mikil veikindi verður þetta oft svona eitt leiðir af öðru. Hildur kom heim í gær, Elín fer suður í dag og verður fram á mánudag en þá fer Mási og verður í hátt í viku held ég. Síðan verður að endurskoða. Býst við að þá sé komin röðin að mér, verð að reyna að fá mér eitthvað frí í verknáminu, sé til með það enda auðvitað sjálfsagt mál þannig séð.
Allt klárt í íbúðinni hennar mömmu, verður gengið frá kaupunum á morgun, lyklar afhentir annaðkvöld og þá ætlar Már að koma á laugardagsmorgun og við hjálpumst að við að skutla þessu á milli íbúða, þarf að skila leiguíbúðinni sem mamma er í á laugardagskvöld. Krossa putta að ekki verði rigning
Annars ekkert títt meira held ég, ekki markvert allavega. Vaknaði kl 5.26 er eitthvað í lagi á mínu heimili...uhhhh NEI en ég fór samt ekki á fætur fyrr en 6.30 ætlaði út að hlaupa en mig vantar einhverja aukaorku þessa dagana, þarf á allri minni að halda í þessu daglega dóti.
Best að knúsa Kötlu heyri að hún er farin að derrast inni í rúmi
Sjúlli kveður ofsalega frægur
26.5.2008 | 21:28
Fyrirsögn
Stundum er gott að blogga, fæ útrás við það.
Fór suður og kom í gærkvöldi. Hilla sys sótti mig á fluvöllinn og við brunuðum beint til litlu svefnpurkunnar minnar hennar mömmu. Var ofsalega slök og greinilega hvílist vel sem er fyrir öllu núna. Fannst mjög gott að sjá hana en mikið ofsalega fannst mér erfitt að fara frá henni en svona er þetta. Fengum fund með svæfingalækni og hann fór yfir þetta allt með okkur. Núna eru þeir búnir að gera það sem þeir geta þannig að nú er boltinn hjá henni. Bið bara til Guðs á hverju kvöldi spurning hverju það skilar. Er alveg við það að punktera, kemur allt á sama tíma hún veikist, ég byrja í verknámi og til að bæta gráu ofan á svart fer Katla alltaf að gráta þegar hún er skilin eftir hjá dagmömmu þannig að þetta er allt í stíl svona er þetta.
Fórum og fengum okkur hambó á Fridays í Smáralind *æl* aldrei fengið eins ógeðslega vondan og hráan borgara, fer aldrei þangað aftur. Settist líka aðeins á te og kaffi á meðan Hilla fór að sækja familinuna sína og fékk mér Swiss mokka og hafraklatta og þeir hér í te og kaffi kunna að gera hlutina, allavega miðað við þetta. Ætla ekki að drulla yfir meira í borginni nóg komið.
Við Eyþor og Katla fórum í dag og pökkuðum eiginlega öllu í íbúðinni hjá mömmu þannig að nú er bara að vona að við (hún) fái íbúðina á föstudag því þá verður tekið á því öllu skutlað á mettíma yfir og hallelúja.
Vinnan greit eins og áður, þvagleggur á morgun jibbí
Sjúlli kveður dasaður
25.5.2008 | 08:05
Sólin maður
Helgin að verða búin vildi að hún hefði verið lengur jahérna. Hrikalega þreytt, svaf illa í nótt svona eiginlega ekki neitt. Sef bara seinna.
Mömmu haldið sofnandi í öndunarvél núna var alveg búin á því. Hildur sys og co fyrir sunnan. Ég fer um 11 leytið og kem aftur kl 18. Manni líður held ég betur að fara aðeins til hennar. Ásmundur bara bestur við ömmu sína og um leið okkur, mikils virði að eiga góða að þegar svona er.
Svo er bara áframhaldandi verknám á morgun já, hlakka til að fara í vinnuna, gott að dreifa huganum þar. Nóg að læra og nóg að gera.
Fór á Glerártorg í gær ætlaði að kaupa mér eitthvað fyrir fatapeninginn úr heimahjúkrun, var ekki á listanum í Sportver, sendi Dísu sms og hún bara reddaði því strax, fann samt ekkert, hugsa ég kaupi mér bara hjólahjálm væri það ekki gott, það er nefnilega töff að vera með hjálm þó svo að maður líti út eins og fáviti með þetta á hausnum:)
Júróvísion var jafn leiðinleg og vanalega, Sigmar var bara bestur, flissaði yfir honum, "gubbaðu þessu út úr þér maður" "ég skal éta hattinn minn upp á..... ég á bara engan hatt en ég kaupi mér þá hatt og ét hann bara" þessi drengur er svo fyndinn. Horfði reyndar bara á keppnina með öðru auganum.
Erum að passa lítinn kisustrák sem heitir Kristín haha, hann er 4 vikna og agalega sætur, Brynja er bara með hann inni hjá sér og svo kallar hún ef hann skítur á gólfið haha sem hann er búinn að gera nokkrum sinnum, ekki nema von hefur enga mömmu til að kenna sér það. Ætluðum að kíkja bara á hann annaðslagið heima hjá Hildi en hann var eitthvað svo einmana þegar við komum þangað svo við tókum hann bara:)
Best að fara í sturtu áður en ég fer í flug, þoli ekki flug
Sjúlli kveður
24.5.2008 | 07:38
Tíminn líður ofsa hratt
Enn einu sinni komin helgi. Merkilegt hvað tíminn flýgur áfram. Sem er bara líka ágætt, held samt að tíminn fari að líða hraðar þegar maður eldist, þegar ég var 16 ára fannst mér tíminn bara ekki líða neitt var auðvitað að bíða þá eftir bílprófinu. Svo hélt þetta áfram svona, gat ekki beðið eftir að komast í ríkið til að kaupa brenns, en þá auðvitað leið tíminn ekkert skiljiði.
En svo núna líður allt svo hratt, mér finnst svo stutt síðan að ég var ólétt af Kötlu en það eru nú sko barasta 14 mánuðir síðan hún fæddist sko, finnst eins og það hafi gerst í gær. Merkilegt.
Við mæðgur vorum vaknaðar eldsnemma í morgun eða 6.45 og fórum bara á fætur, hvorug okkar svaf vel í nótt, vorum báðar alltaf að vakna en svona eru sumar nætur. Er að spá í að renna í útskriftarveisluna hans Bjarts í dag, ætlaði ekki að fara en held maður hefði gott af því að hitta liðið, sé til hverjir fara með mér, kannski fer ég bara ein á mömmu bíl sé til.
Fallegt veður í gær, skildi hjólið eftir í vinnunni þar sem Anna Guðný lögfr. hringdi og vildi hitta mig út af þessu hálsa máli mínu, Eyþór og Katla sóttu mig. Svo labbaði ég mér í 16°stiga upp á Hlíð rétt fyrir kl 20 og hjólaði heim og sótti svo Brynju á æfingu. Bara yndislegt eitthvað. Frábært að geta farið að hjóla aftur, á bara eftir að fjárfesta mér í hjálm, þó svo ég þoli ekki að vera með hjálm, neyðist maður til að vera fyrirmynd barnanna sinna ekki satt.
Svo júró í kvöld, flott hjá þeim Friðriki og Regínu, finnst Regína Ósk svo stórglæsileg stelpa, og Friðrik glæsilegur strákur líka og syngja æðislega vel. Verðum nr 11 í röðinni og ætli maður góni bara ekki, horfði ekki í fyrra enda við ekki með eða var það nokkuð?
Vinnan í gær stórskemmtileg, er virkilega farin að kunna vel við mig á þessari deild. Gæti vel hugsað mér að komast inn þarna í eina og eina helgi næsta vetur. Bara til að halda tengingu við deild, allt öðruvísi heldur en vinna í heimahjúkrun, bara svo hentugt að vera í heimahjúkrun þegar maður er með svona kríli.
Best að fara að einbeita sér að stubbunum
Sjúlli kveður *
22.5.2008 | 21:22
3. verknámsdagur liðinn
Bara frábært í vinnunni í dag, hrikalega skemmtilegt fólk að vinna og ég öll að koma til í að þekkja gengið á deildinni s.s. skjólstæðingana. Fæ kannski að setja upp þvaglegg á mánudag jibbí skibbí:)
En Ísland komst áfram í júró eru það ekki tíðindi tja ég myndi segja það. Enda alveg ágætis lag bara.
Hilla sys kom norður seinnipartinn og ætlar að fara aftur suður á morgun, Ási frændi stendur vaktina þangað til. Allar góðar vættir eru beðnar um aðstoð þessa dagana.
Ætla að fara að sofa, súperviðkvæm og þreytt núna
Sjúlli kveður dapur
21.5.2008 | 22:20
2. verknámsdagur á enda runninn
Og þetta er fínt, haha ekki alveg í takt við það sem ég sagði í gær:) Auðvitað er alltaf svolítið strembið að byrja á nýjum stað. En í dag var þetta bara fínt við vorum að vísu mjög margar á vakt þar sem við erum mjög margar að byrja:) Þekki mjög marga á deildinni sem ég var að sinna í heimahjúkrun og það hjálpar. Gat meira að segja reddað helginni 6-8 júní þegar Eyþór verður úti og Brynja í Reykjavík og skipti hún Ragnheiður samnemandi við mig á helgi þannig að þetta er allt í ljómanum
Hilla sys flaug suður í morgun og verður þangað til á föstudag allavega, Elín kemur heim á morgun til að vinna og svo er hún að fara að halda útskriftarveislu fyrir Bjart en hann er að útskrifast sem stúdent drengurinn Á að koma út úr lungnasýnum sem tekin voru í dag s.s. á föstudag og þá skýrist vonandi eitthvað hvað er í gangi hjá henni múttu minni. Gott að hún hefur einhvern til að hafa hjá sér, þó svo að reyndar heimsóknarreglur séu strangari á Borgarspítalanum heldur en hér á FSA.
Katla litla búin að vera eitthvað rellin í dag, fór samt á Bubbakot í morgun og pabbi hennar sótti hana aðeins fyrr en venjulega. Svo datt hún ræfillinn hérna úti og fékk hálfgert glóðarauga og rispu á nebbann þannig að eins og ég hef áður sagt þá er ekki alltaf auðvelt að vera lítill. En hún ætlar á Bubbakot á morgun og næsta og næsta og þá er komið helgarfrí:)
Eyþór og pabbi fóru í dag og náðu í skít og settu í garðinn, svo var verið að slá garðinn og svona bara skettilegt, ég reyndar kom ekki nálægt því þar sem ég sat hérna með Brynju að horfa á Man.United og Chelsea og að sjálfsögðu unnu Man.U og Brynja fór hérna flikk og flakk og gargaði sem óð væri:)
Best að hafa þetta ekki lengra að sinni, var að tala við stóru systir svona fyrir nóttina..
Sjúlli kveður sjúkur