8.7.2008 | 22:32
Í upphafi skal endinn lofa
Eða var það ekki eitthvað á þá leiðina tja man ekki alveg. Var í lokamatinu í verknáminu í dag og fékk þvílíkt magnaða umsögn og að sjálfsögðu "staðið" í pappírana. Á eftir að vinna fjórar vaktir og þá er ég búin með verknámið en eins og ég sagði áður er aldrei að vita nema ég troði mér þarna inn á einhverjar lyfjavaktir með heimahjúkrun, væri fínt að fá eina helgi í mánuði eða svo.
Frekar kalt búið að vera hér á eyrinni í dag og hitinn svona væflast í kringum 10°C en ekki að það skipti mig miklu var að vinna til kl 16 og þá kom smá sólarglenna. Eyþór fór með Mása bró að veiða einhversstaðar er ekki alveg klár hvar og ætla þeir að koma aftur heim á morgun og ótrúlegt en satt þá flaut fullur kassi af mat með frá þessu heimili og kæmi ekki á óvart þó svo að annað eins kæmi með Mása. Þeir hafa gott af þessu blessaðir kallarnir mínir, eiga ótrúlega margt sameiginlegt fyrir utan að vera báðir doldið skrýtnir haha ....þeir eru magnaðir.
Var að panta okkur Brynju Marimekko töskur í dag úr búðinni fyrir sunnan, ég fæ svarta og Brynja bleika, ég skemmdi nefnilega tösku sem Brynja fékk frá frænku sinni í jólagjöf, get samt líklega lagað hana í saumavélinni minni, ég erfði nefnilega saumavélina hennar mömmu og mig hlakkar svo til að fara að sauma, kann á hana og þekki alla dyntina í henni er alveg hrikalega gömul áföst borði en hún er svo góð og svo er ég algert fan á allt sem er gamalt og á sér sögu, er líklega rétt að ég sé gömul sál í ungum likama (ekki reyndar svo ungur lengur en ungur samt). Hef alltaf fílað mig rosalega vel innan um aldraða og gamla muni þannig að líklega er þetta bara rétt hjá mér.
Katla steinsefur, nýbúin að læra nöfn foreldra sinna og snarhætti að kalla okkur mömmu og pabba, núna er það bara Eyhó og Ena jájá skal segja ykkur það. Líka farin að syngja lagið um hann Kalla könguló og gerir allar hreyfingar kannski ekki alveg á réttum stöðum en reynir, og Litlu andarungarnir eru líka í miklu uppáhaldi. Ótrúlega sem henni fer hratt fram, er líka mjög heltekin af maganum á sér og öðrum líka, rífur upp bolinn i tíma og ótíma og segir "bumma" og rífur svo upp bolinn hjá mömmu og það er "bumma líka" lemur svo í þetta eins og þetta sé tromma. Fyndin.
Brynja er að chilla í tölvunni núna, búin að vera að vinna á Hamborgarabúllunni töluvert síðustu viku og ánægð með það og finnst gaman, vantar vinnu með skólanum í vetur ef einhver veit um einhvern stað endilega látið mig vita. Rakel er að horfa á sjónvarpið niðri með vinkonu sinni, fer á sunnudag eða mánudag í Borgarnes held ég ekki alveg búið að ákveða það og svo fer hún út, búið að líða mjög hratt enda kom hún akkúrat í verknáminu mínu og því lítið sem við höfum getað gert.
Best að hætta þessu og horfa pínu á tv borgar sig samt ekki að gera það of lengi þar sem stubbur vaknar yfirleitt á milli 6-7 á morgnana, en ég er í fríi á morgun svo þetta er í lagi
Sjúlli kveður með sérlega heillandi framkomu
7.7.2008 | 13:22
Hvað skal blogga
Er orðin alveg ferlega löt eitthvað á þessu blessaða bloggi mínu, en það kemur nú allt saman aftur. Ekki margt skeð svo sem síðan síðast.
Er að fara á kvöldvakt í kvöld og eftir hana á ég einungis eftir 5 vaktir, er reyndar að díla um að fá að vera eina helgi í mánuði á Hlíð ekki víst að ég fái á þessari deild en þá bara einhverri annarri. Er að verða nokkuð húsvön þarna, líkar reyndar svakalega vel á Víðihlíð en sé til. Hlakka líka til í des þegar ég útskrifast en er reyndar jafnvel að spá í að skella mér þá í geðhjúkrun aldraðra er það ekki bara spennandi, líkur fyrir því að það verði boðið upp á þetta og ég fer ef það verður í boði. Get þá kannski stutt eitthvað við hann Eyþór minn því hann hlýtur að fara að verða geðveikur á þessu skólabrölti mínu þar sem ég er heldur ekki hin skapbesta þegar ég hef ekki tíma til að læra.
Höfum verið dugleg að fara í morgunlabbitúra núna um helgina enda bæði í fríi og Kötlu finnst það voða sport, fórum í langan túr í morgun og var hún á bakinu á pabba sínum en reyndar fékk að labba smávegis. Svo hefur hún voða gaman af að sitja í sandkassanum og bablar þar heil ósköpin öll.
Fórum líka eitt kvöldið og löguðum til á leiðinu hennar mömmu minnar, hentum dauðum blómum og löguðum aðeins til og var Katla mjög spekingsleg þegar hún labbaði að leiði ömmu sinnar, varð mjög alvarleg og stóð þar þögul um stund og svo var eins og hún signdi yfir og trítlaði svo í burtu og fékk víðáttubrjálæði og hljóp um allt. Við Brynja fórum svo í gærkvöldi og settum blóm og kerti á leiðið hennar, ósköp friðsælt að koma þangað en erfitt, finnst þetta svo óhemju sárt allt saman. Hef eiginlega ekki haft neinn tíma til að meðtaka að hún sé farin frá okkur, búið að vera mikið að gera og svo kem ég heim og þá sér Katla um að maður hafi nóg að gera. Var ein heima einn morguninn og þá gjörsamlega hrundi ég saman, þetta er mjög ósanngjarnt finnst mér, ég hefði átt að hafa hana í töluverðan tíma í viðbót. Vantar svo að spjalla við hana, vorum ekkert alltaf sammála og höfðum báðar mjög sterkar skoðanir en mig vantar hana samt svo mikið en svona er þetta bara.
Er að kíkja eftir tveimur íbúðum hér og einum ketti, þar sem Hildur og co og pabbi fóru til Súðavíkur í bústað, ég fer og kíki á Kristínu litlu kisu einu sinni á dag og leik við hana og gef henni að borða, kíki svo til pabba 1-2 sinnum á meðan hann er fyrir vestan.
Best að hætta þessu bulli og fara að taka mig til fyrir vinnuna. Þessi vinna er eins og heimahjúkrun mig hlakkar til að fara í hana yndislegt. Bendir til að manni líki vel í vinnunni ekki satt. Fer svo í lokamatsviðtalið á morgun með henni Hörpu sem er leiðbeinandinn minn og algerlega frábær sem og allir.
Sjúlli kveður gríðarlega jákvæður
3.7.2008 | 22:51
ZZZzzZZZzz
Kominn tími til að bulla aðeins hérna held ég bara.
Ekkert margt að gerast samt hérna, vinna, skíta og sofa aðllega svo einfalt er það bara. Á bara eftir 7 vaktir af verknáminu mínu klára það þarnæsta sunnudagskvöld og byrja svo á mánudagsmorgun í heimahjúkrun aftur jibbí skibbí verður gaman. Svo styttist óðfluga í að skólinn byrji já allt gengur sinn vanagang þrátt fyrir allt.
Brynja búin að vera rosalega dugleg í dag, var að vinna fyrst frá 8-11.30 í vinnuskólanum og frá kl 12-21 á hamborgarabúllunni s.s. 13 klst. Dugleg stelpa sem betur fer en var nú pínu þreytt í fótunum sínum í kvöld, fer að vinna aftur á hamborgarabúllunni á morgun.
Vorum töluvert úti í dag enda veðrið til þess, sól og 18 stiga hiti er alls ekki slæmt. Fór til pabba með Kötlu í morgun og svo kom kallinn hingað áðan til að kveðja en hann og Hildur og co eru að fara til Súðavíkur í sumarhús öfunda þau, ljótt að öfunda en ég geri það samt. Bíllinn hennar mömmu er enn á verkstæði eru ekki að finna út úr þessu veseni með sjálfskiptinguna, er enn að íhuga hvort ég ætti ekki bara að kaupa hann og keyra hann út, fínt að nota hann í vinnunni eyðir engu, annars langar okkur að hækka okkur upp um nokkur ár í bíl en sjáum nú til með það, ýmislegt sem er komið á tíma hér í íbúðinni líka, gólfin aðallega samt.
Eyþór sefur hérna við hliðina á mér(hrýtur), alveg útkeyrður eftir einn badmintonleik á móti Óskari haha þessir kallar, myndu nú ekki biðja mig um að spila aftur ef ég tæki leik við þá sem ég á eftir að gera, verð bara að vera ögn hressari til þess er í einhverri DOWN sveiflu.
Nú fer að styttast í að litla frænka mín hún Lilja Hrund verði mamma, hlakka mikið til þetta er alltaf svo yndislegt og hún verður góð mamma alveg viss um það. Held hún sé með lítið stelpuskott jájá svei mér ef það er ekki bara rétt hjá mér. Hún ætlar að reyna að halda í sér fram til 21 júlí en það er afmælisdagurinn hennar mömmu en ég held nú reyndar að hún verði búin að eiga fyrr vona það hennar vegna, hræðilegar síðustu vikurnar
Nenni ekki að blogga meira, er að fara að vinna í fyrramálið og svo helgarfrí og þá á ég bara eftir að vinna held ég 6 vaktir og þá er ég búin með verknámið mitt.
Sjúlli kveður með hellur í eyrum
1.7.2008 | 16:25
Myndasíða munkanna
http://www.flickr.com/photos/munkar/
27.6.2008 | 20:04
lífið er skrýtið
Í dag eru 3 vikur síðan elskuleg mamma mín kvaddi okkur á Gjörgæsludeildinni í Fossvogi, þyrmdi yfir mig í dag og einhvern veginn upplifði ég stríðið hennar aftur en það á eftir eflaust að gerast oft..
Fórum í íbúðina hennar á miðvikudaginn og fórum í gegnum dót og skoðuðum gamlar myndir og skiptum á milli okkar hlutum. Ég fékk ofsalega fallegan gullhring eftir hana sem mér þótti mjög vænt um því ég fékk hann mjög oft lánaðan hjá henni og hún sjálf gekk oft með, ætla að láta stækka hann aðeins og gæta hans vel.
Fengum nýju myndavélina okkar frá USA á miðvikudag líka fór aðeins framúr kostnaði en hún kostaði hingað komin 250.000 en núna verða sko teknar myndir enda eðalvél hér á ferð. Reyndar er einhver blettur á linsunni sem næst ekki af hér, þurfum að láta kanna það fyrir sunnan hvað þetta er. Núna eiga Mási, Guðmundur og Eyþór allir roknavélar og geta farið í myndaferð saman já skal segja ykkur það. Sátum hjónin í gærkvöldi og stúderuðum, Eyþór hitti svo í dag ljósmyndara sem hann þekkir sem sagði honum bara að hafa samband ef hann vildi spyrja eitthvað út í ljósmyndun, tja menn fara bara út í bisssssnessss. Hahaha
Var að vinna í morgun, kom svo heim og Katla var þá búin að vera með um og yfir 39°hita og er enn hundlasin, rosalega slöpp og hangir bara á öxlinni á manni, með útbrot út um allan líkama, en steinsefur núna greyið, og matarboð sem við Eyþór ætluðum í þangað fór kallinn bara einn. Hann er í slúðurklúbbi með Pálma lækni, Pétri á efri hæðinni, Óskari séra, og einhverjum einum manni enn:) Hvað ætli sé rætt í þessum klúbbi, veit það eitt að þar er haft viskí um hönd *æl* Í fyrramálið ætlaði hann svo á Egilsstaði sem hann sjálfsagt fer að spila í brúðkaupi hjá frænku sinni, ætlaði með Kötlu með sér en hún fer nú líklega ekki langt svona slök og þó svo að hún verði hitalaus vil ég helst að hún sé heima í einn dag, en ég er að vinna og get ekki tekið mér frí þannig að hann verður að redda þessu einhvern veginn.
Annars er svo sem ekkert rosalega mikið að frétta, var bara að blaðra eitthvað.
Hugsa að ég fari fljótlega að leggja mig hjá Kötlu og lesa bara er að lesa gríðarlega spennandi spennusögu sem heitir "Sjortarinn" haha og í upphafi er það sjortari sem leiðir til morðs....spennó
Sjúlli kveður sætur sætari alger draumur
Vinir og fjölskylda | Breytt 29.6.2008 kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 08:59
Það er nebbilega það....
Ekkert brjálað sem gerist þessa dagana, yfirleitt þetta venjulega bara, finnst ég vera eiginlega alltaf að vinna en samt ég er í fríi í dag. Fer að styttast í verknáminu mínu á held ég síðustu vakt 12 júlí. Búið að vera skemmtilegt mjög og ég hef fengið að standa algerlega sjálfstæðar lyfjavaktir og það er spennandi, finnst ég hafa öðlast töluvert sjálfstraust við að fá að sinna þessu.
Ágúst og Lára vinafólk okkar eignaðist í gærkvöldi litinn Ágúst Ísleif sem var tæpar 12 merkur litli stubbur. Yndislegt bara til lukku með það, þau búa í Danaveldi þannig að líklega líður einhver tími þar til maður sér stubbinn life:)Aldrei að vita samt nema maður bjóði kallinum að fara til þeirra í heimsókn, mig langar nebbilega svo að fara í stelpuferð með Brynju til Köben yfir helgi og jafnvel plata Hillu pillu með svona t.d. þegar dregur að jólum fínt að fara í jólainnkaupaferð, aldrei að vita.
Ég er Bubba aðdáandi nr. 1 eins og kannski einhverjir vita, svo fór Katla á Bubbakot og mamma mín dó á afmælisdegi goðsins 6. júní, tilviljanir held ekki. Var að kaupa mér nýjan diskinn hans, og það er svo gott að hlusta á hann í ró og spekt, er í rólegri kantinum og heitir 4 naglar.
Langar í nýja diskinn með söngvaranum í Hjálmum var að gefa út disk með gömlum lögum og svona svokölluðum stofuhljóm og ég held að hann sé gríðarflottur, held reyndar að hann sé ekki kominn út en á leiðinni.
Erum að fara systkinin í dag í íbúðina hennar mömmu, gott að byrja, en er samt kvíðin.
Sjúlli kveður....skrýtinn
19.6.2008 | 20:36
Og lífið heldur áfram
Enda ekkert við öðru að búast. Tíminn stoppar ekkert þó einhver deyi þannig að maður verður að taka sig saman í smettinu og reyna að fylgja honum.
Lífið gengur sinn vanagang þannig lagað, byrjaði að vinna aftur á þriðjudaginn, voru samt búnar að skrá mig í frí fram að helgi en mér fannst það bara gott að henda mér í þetta enda var voða gott að koma aftur í vinnuna. Fer á kvöldvakt annaðkvöld og svo á ég eingöngu eftir að ganga lyfjavaktir held ég.
Fór í dag að hitta lögfræðing vegna dánarbúsins, fólki finnst við kannski fara fullhratt í hlutina en það er svo sem ekki eftir neinu að bíða, verður ekkert auðveldara að ganga í þetta þegar frá líður. Ætlum að hittast systkinin á miðvikudag og vonandi eiga góða stund saman.
Er stútfull af kvefi, hausinn alveg farinn að tútna út, dásamlegt og ég sem þoli ekki kvef. Katla líka alveg haugkvefuð en þetta rýkur úr manni. Snýtum bara mikið.
Buðum pabba í mat í gær, uppáhaldsmat þeirra Eyþórs, grófhökkuð bjúgu, ég endaði með brjóstssviða dýrðlegt.
Brynja var beðin í gær um að fara suður með 2 flokki að keppa og fór hún, ég svaf svo í hennar herbergi til 2.30 í nótt en þá hringdi hún var komin i Hamar, ég brunaði og sótti djelluna og steinsofnaði svo til strax aftur í mínu rúmi. Vildi ekki að Katla myndi vakna þegar hún hringdi :)
Svo komu systur í dag (sólar) og mamman þeirra með þeim, og Una og Óskar Snorri komu líka þegar þær voru rétt farnar, gott að hitta þau. Fara bráðum af landi brott, ætla að flytja til Kanada í eitt ár, við erum að plana ferð til þeirra, komum til með að sakna þeirra allra...
Fór upp í Hrisalund í gær, að kaupa í matinn, ákvað að kíkja á neðri hæðina sá garn sem mig langaði svo í í kjól á Kötlu, var að spá í hvað ég þyrfi nú mikið, reif upp símann, ætlaði að hringja í mömmu til að tékka á þessu. Svona er þetta, ýmis smáatriði sem eiga eftir að rugla mann. Fór heim í rusli fannst þetta svo ömurlegt.
Best að hætta að rausa um ekki neitt.
Sjúllli kveður dapur í bragði
16.6.2008 | 21:32
Nú legg ég augun aftur....
Mamman mín var jarðsungin í kyrrþey í dag og var það ósköp fallegt allt saman en eðlilega ofsalega sárt og erfitt. Sr Óskar Hafsteinn sá um athöfnina sem hann gerði á sinn einstaka frábæra hátt, Óskar Pé söng lögin Liljan og Þú styrkir mig og gerði það svo vel, og síðan en ekki síst var það organistinn Sigrún og kórinn Hymnodia sem voru stórkostleg.
Síðan hittist hennar nánast hérna heima hjá mér og fengum okkur kaffi og meðlæti.
Takk allir sem hafa sýnt okkur samúð, við höfum fengið svo mikið af fallegum blómum og gjöfum svo ekki sé minnst á öll faðmlögin sem er svo gott að fá á svona tímum.
Ég sakna hennar mömmu minnar alveg óendanlega mikið og líklega er það þannig að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur en ég s.s. veit það núna og það er svo erfitt. Ég sakna þess að geta ekki hringt í hana ef eitthvað er eins og maður gerði svo oft, eða þá að hún sendi manni sms "ég er heima og á kaffi" Við hefðum átt að hafa hana hjá okkur svo miklu lengur en veikindi gera ekki boð á undan sér.
Guð geymi þig elsku hjartað mitt og vonandi fylgistu með dætrunum mínum að ofan. Katla litla fær því miður ekki að kynnast ömmu sinni svo hún muni en ég mun reyna að vera duglega að segja henni sögur af ömmu Lilju.
Sjúlli kveður í sorg
12.6.2008 | 08:55
Ég sakna þín elskan mín.
Ég veit, að það besta, sem í mér er
í arfleið ég tók frá þér.
Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund,
sem getur brosað um vorfagra stund,
og strengina mín, sem stundum titra,
er stráin af náttköldum daggperlum glitra
stemmdi þín móðurlund
Ég veit það af reynslunni, móðir mín
hve mjúk hún er höndin þín,
þín umhyggja er fögur sem himininn hár,
ég hef ekki skoðað þau grátsöltu tár,
sem þú hefur kysst burt af kinnunum mínum
og klappað í burtu með höndunum þínum
í fjöldamörg umliðin ár.
Ég vildi að hvert tárið mitt væri orðinn steinn
sem vatnsperla silfurhreinn,
þá skyldi ég flétta þér fagran krans,
fegurri en kórónu nokkurs manns.
Hann skyldi ég hnýta í hárið þitt svarta
og horfa á þá fegurð, er vorsólin bjarta
léti sín geislabörn leika þar dans
(Jóhann Sigjurjónsson)
8.6.2008 | 00:05
Mamma mín...
Elsku mamma mín lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þann 6 júní sl eftir mjög erfið veikindi. Guð geymi þig elskan mín.
Erna
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)