8.7.2007 | 21:17
Kallar
Kalli litli könguló klifraði upp á vegg....ja hvað getur maður sagt, þetta syng ég hægri vinstri fyrir Kötlu þessa dagana, ég hata köngulær og hef alltaf gert en samt syng ég lög um þær. Ég er nottlega ekki í lagi, ætlar að verða mikið af Köllum í ár eru hérna úti hjá mér í hrönnum, hræðilegt, kvíði haustinu þegar þær fara að bjóða sér inn til mín í kaffi og með því....eins gott að byrgja sig upp af BANA 1.
Veðrið í dag búin að vera tær snilld, fórum í langan og góðan göngutúr í morgun við hjónin með Rollsinn og auðvitað Kötlu í honum:) og þegar við komum heim steinsvaf Katla í rúman klukkutíma úti já eðal barn. Fór svo og þvoði sætin á bílnum þar sem einhver hafði missti súkkulaði í sætið og það orðið að stórri og vinalegri klessu og leit út eins og kúkaklessa í sætinu. Renndi svo áðan og þvoði drossíuna því ég stefni á að bóna hann á morgun já maður er duglegur. Búin að vera óvenju orkumikil í dag og mikið langað að gera og hef varla mikið stoppað sem er ágætt stundum, verð að hreyfa mig því annars bara stirna ég upp og verð eins og spýtukall veit ekki hvað er að ske með mig.
Horfðum á rosagóða mynd í gærkvöldi sem heitir Holiday og var jólamyndin 2006 ég mæli alveg með henni hún er svona klassísk mynd sem mann langar til að eiga ja allavega mig. Ég meira að segja hafði það af að horfa á hana alveg til rúmlega 1 já maður er allur að koma til....
Stelpurnar eru búnar að vera mest bara heima um helgina, Brynja reyndar fór á Old boys leikinn í gærkvöldi og Rakel í bíó og svo núna er Rakel með vinkonu í heimsókn en Brynja brá sér út í fótbolta bara gaman að því.
Ætla að fara að gefa Kötlunni minni júllu
Sjúlla júlla kveður......
5.7.2007 | 23:24
Pirrandi helvíti
Djösss sem ég þoli ekki þegar netið ákveður að fara í verkfall og það sérstaklega þegar ég er að gera eitthvað merkilegt eins og að reyna að gera síðuna hennar Kötlu upp á nýtt en þá er allt frosið á barnalandi, er nú að verða nett pirruð á þeirri síðu fannst hún einu sinni mjög sniðug en ekki lengur *arg*
Allt að verða vitlaust í fótboltanum ég get svarið það en ég styð nú Skagamenn og hananú. Ok markið var löglegt en siðlaust, en óþarfi fyrir Keflvíkinga að haga sér eins og þeir gera tralallalaalal ...... mitt álit, mín skoðun þarf alls ekki að endurspegla skoðun þjóðarinnar eða var það ekki eitthvað á þá leiðina.
Búið að rigna mikið hér í dag sem er mjög gott, jörðin var farin að grátbiðja um vatn enda er allt eitthvað svo hreint og fallegt núna, vorkenni reyndar þeim sem eru á N1 mótinu en þetta fylgir bara partur af programmet
Eyþór glápir á sjónvarpið á meðan 3 af 4 kerlum hans hanga í tölvum en sú minnsta og sú 4 s.s. sefur og það er nú bara nákvæmlega það sem hún á að gera þessi elska.
Fórum að sækja bílinn í Einholtið í morgun og ég þvoði hann svo ekkert smá dugleg, ekki vel reyndar þarf að tjöruhreinsa kvikindið. Geri það við tækifæri. Fór svo í lit og plokk og er þó ég segi sjálf frá ógeðslega sæt....get ekkert að því gert vil ekki skrökva.
Eldaði hérna eðal rétt sem Bubbi vinur minn gaf mér uppskrift af, var kartöflumús með rauðlauk, gulrótum og beikoni, gufusoðnu grænmeti og nýbökuðum speltbollum. Já við Bubbi erum mögnuð þegar við leggjum saman
Ætla að fara aftur að slást við barnalandið ....
Sjúlli kveður alveg foxillur.....
4.7.2007 | 11:19
Hversu mikill töffari er maður....!!!!!!
Jæja kominn tími til að verði eitthvað skrifað af viti hér inná...haha og rétta manneskjan til þess er ég mmmm. Allt gott að frétta héðan, var að koma frá því að sækja um nýtt ökuskírteini, mitt var búið að vera týnt í 2 ár og á þeim tíma er búið að taka mig einu sinni, og ég að lenda í árekstri tvisvar sinnum en aldrei fengið sekt fyrir að vera ekki með ökuskírteini, vona að löggan lesi ekki bloggið mitt múhahhah.....er samt yfirleitt góður ökumaður bara tilfallandi jájá
Fór svo og skipti um sjúkraþjálfara og var svo heppin að ég fékk minn gamla góða Einar aftur. Var orðin frekar pirruð á þessari sem ég var hjá hún gerði ekkert, þegar hún var að "nudda" mig þá var hún ýmist í tölvunni með annarri hendi, borða, geispa og það svona 20 sinnum á þessum hálftíma og þetta gerði ekkert gagn, ég er enn með jafnvægisrugl og svima og allt það skal segja ykkur það en hann Einar er bestur í hálsvandamálum jájá svona er það að kunna ekki að keyra og lenda í áreksti en endurtek aftur ég er yfirleitt góður bílstjóri....
Óskar Hafsteinn kíkti í gærkvöldi, ég ætlaði að svæfa sem snöggvast en steinsofnaði með Kötluna á júllu og vaknaði kl 1 fór á klóið og í þeim aðgerðum fór Óskarinn jahér og hér ekki það að ég hefði líklega ekki látið sjá mig í stofunni þar sem hárið var úti um allt, maskari niður á tær og fleira ógirnilegt jakk....þannig að í beddann fór ég aftur og svaf til morguns já lífið er ljúft. Mamma kom svo um 10 leytið þvi hún þurfti líka að fá nýtt ökuskírteini fórum saman kjellurnar og verðum rosa beib með ný skírteini löggan ætti að vara sig því við brosum okkar blíðasta á myndunum sem by the way við fórum saman í að láta taka jahér og hér já erum svo sætar á myndunum okkar
Kalt veður hér í dag en flott veður til að hreyfa sig í ... ætla held ég samt að hreyfa mig inni í dag já og kannski eitthvað í bíl.
Best að fara að gá til veðurs og fá sér í svanginn og jafnvel að hæ... sér nei segi svona......
Sjúlli kveður .........
3.7.2007 | 20:03
Arnkötludalsvegur
Frábært að nú skuli vera hafin vegagerð um Arnkötludal. Svæðið þekki ég vel, Tröllatunguheiði, sem er núverandi fjallvegur á milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar, er stórkostleg heiði, ekta íslensk heiði með stöðuvötnum og heiðalandslagi. Vegurinn þar heillar mig, en er ekki skemmtilegur ef maður þarf að flýta sér á milli staða. Einnig er heiðin lokuð á veturna. Nýja leiðin mun eflaust efla samskipti Reykhólasveitar og Dalabyggðar við Strandamenn. Einnig er þetta mikil samgöngubót.
Eyþór
![]() |
Binda miklar vonir við heilsársveg um Tröllatunguheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2007 | 23:22
Strikið prikið út með rykið
Orðið að þaga er eitthvað sem ég veit held ég ekki hvað þýðir þar sem ég kann allavega ekki að þegjafinnst ofsalega gaman að tala og er alveg sátt við það sjálf en held að mörgum finnist ég tala og tjá mig meira en góðu hófu gegnir allavega kannski ef miðað er við karlinn minn sem er frekar orðvar og prúður maður
En allavega í dag er hann búinn að vera giftur mér í heilt ár og á hann alveg mikið hrós skilið því mér skilst að ég sé frekar erfið í sambúð enda erum við hjónin frekar ólík sem er alls ekki verra, myndi nú ekki halda að það væri eitthvað betra að við værum svo lík að við myndum kúka sama kúknum næstum því *glorr* Ef þið lásuð teiknamyndasögurnar um Gorm þá munið þið líka eftir þessu *glorr* fannst það frekar fyndið en nú er ég komin út fyrir efnið.
Ætla ekki að tjá mig meira um það.
Fórum svo seinnipartinn hjúin niður í te og kaffi og ég fékk með Swiss mokka og súkkulaðiköku og Eyþor Coke light og dökkt súkkulaði er svo duglegur núna að passa sig í sykrinum á alveg hrós skilið fyrir það. Ég var með samviskubit og fór því og bræddi úr brettinu ok skal segja satt frá brettið bræddi úr mér jók mig og skokkaði 2.5 km núna og svo drap ég boxpúðann aðeins, hugsaði um hamborgarann og bara trylltist snilld.
Katla mín búin að vera yndisleg í dag ekkert mallavesen bara gleði hjá henni þessari elsku, búin að hjala og tralla og drekka þess á milli, ég endurtek EKKERT í maganum í dag Var svo slæm í gær greyið að það var ferlegt en í dag bara tóm gleði.....sofnaði kl 21 og steinsefur enn....best að fara að halla sér hjá henni svo maður nái að hrjóta smá áður en hún vill snabbann sinn...
Sjúlli Tyson kveður
Vinir og fjölskylda | Breytt 15.11.2008 kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 14:26
oooooooo
Við mælum EKKI með.... | Breytt 15.11.2008 kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2007 | 11:27
Furðulegur texti...ja eiginlega bara ógeðslegur
Brá mér í ljós í morgun sem er alls ekki í frásögu færandi svo sem. Nema ég er rétt búin að bera á mig eðal krem sem á að gera mig brúna á no time og ligg svo í bekknum eða meira svona vell um bekkinn en allavega ég set upp heyrnartólin og bý mig undir að hlusta á einhverja eðaltónlist.......og jú fínt lag fyrst en svo kemur annað sem fékk eiginlega húðina á mér til að brenna ég þessi hálfbleika (feministi) og hálfgræna (vinstri græn) varð svört á no time og bara eiginlega vissi ekki hvorri rasskinninni ég átti að lyfta......textinn við lagið sem kom var " Raip me raip me my friend, raip me raip me again" Fyrirgefið en mér ofbauð alveg agalega. Svo næsta lag á eftir þessum hryllingi var hið fallegasta lag sem fjallaði um einhvern gaur sem var svo sár því hann þurfi að yfirgefa kærustuna. Ég er líklega orðin gömul en vá.....eru skilaboðin ekki þau að það sé æðislegt að láta nauðga sér......hmmmm hræðilegt.....
Ekki það að þegar við vorum á Landsbankamótinu á Króknum voru Brynja og co að hita upp við lag sem við Eyþór alveg bara settum upp svipinn "við erum gömul og skiljum ekkert" og þær voru heldur betur æstar við að hita upp við þetta lag enda þéttur og flottur taktur í því en svo spurði ég þær hvort þær vissu um hvað textinn fjallaði jú eitthvað "horny" var svarið og svo rokið af stað.....jaha andlitið datt af mér þarna....jeddúda mía...svo er ég að hlusta núna á Bonnie Tyler með lagið Turn around sem var mitt uppáhaldslag þegar ég var á þessum aldri.....og Scorpions með lagið Still loving you sem var líka mitt uppáhalds.....Vor æska...
Við hjónin þessi gömlu eigum 1 árs brúðkaupsafmæli í dag. Ótrúlegt að það sé ár síðan við gengum inn kirkjugólfið og ég næstum liðin út af og ég veit ekki hvað og hvað.....ætlum að fara út að borða á Strikinu í tilefni dagsins með Kötlu og Rakel því Brynja er í Reykjavík að hita upp við eitthvað horny lag.......
Sjúlli kveður brúnn á báðum kinnum og eldgamall