Kötlusíða komin í lag

Komst nú að því að enginn komst inn á Kötlusíðu héðan af síðunni, gleymdi að breyta tenglinum hérna úpps en er búin að því núna, endilega kíkja og kvitta var að setja inn myndir af sætunni:)

Allt gott að frétta hér, allir sprækir, Eyþór enn svekktur út af saltkjötinu og hefur varla um annað talað í dag en helv....saltkjötið...haha gott á hann.

Nenni ekki að skrifa eitthvað hef ekkert að segja og því er best að þegja, kúltað þetta rímaði

Sjúlli kveður með bauga


Vonbrigði

Ég held mér hafi liðið eins og barni á aðfangadagskvöld í dag. Tveir tímar þar til opna átti pakkann, pakkinn minn var reyndar saltað hrossakjöt. Ég fór í Nettó í dag og rak augun í hrossakjötið og ég bara varð að fá mér. En bíðið nú við, það voru fleiri tegundir en Kjarnafæðishrossakjötið sem maður hefur oftast keypt. Það voru svo yndislega fallegar sneiðar frá SS í borðinu. Þær voru miklu fallegri að sjá en kjötið frá Kjarnafæði. Svo mátulega feitar og þykkar. Þetta hlaut bara að vera enn betra en annars góða kjötið frá Kjarnafæði. Svo var það líka dýrara. Ekki skemmdi það fyrir að kaupa dýrt og fallegt hrossakjöt. Ég stökk af stað með dýrindis kjötið og flýtti mér svo mikið að ég rauk af stað á bílnum með Ernu í aftursætinu, haldandi á Kötlu litlu. Ernu tókst að róa mig í nokkrar sekúndur svo hún gæti fest barnið í stólinn. Þegar heim var komið flýtti ég mér í eldhúsið og skellti kjötinu í pott. Hófst þá þrautarbiðin. Á 5 mínútna fresti fór ég og athugaði hvort ekki væri allt í lagi með kjötið. Þefaði úr pottinum. Tíminn stóð kyrr. Spennan varð óbærileg og til að drepa tímann sauð ég kartöflur og rófur og var dýrindis kartöflumús gerð. Svo rann stundin upp. Kjötið var fært á diska og loksins gat ég skorið bita af kjötinu dýrlega og borðað yfir mig, enda keypti ég vel á annað kíló. En hnífurinn virtist eitthvað bitlaus, illa gekk að skera kjötið. Helvítis IKEA drasl hugsaði ég. Bitinn fyrsti fór í munninn og þá rann það upp fyrir mér að kjötið var ólseigt. Og ekki nóg með það, það var vont. Ef ég segi að matur sé vondur, þá er hann sko vondur. Þvílík vonbrigði! Þetta var eins og ef mjúki pakkinn var dulbúinn með því að setja hann í skókassa þegar maður var krakki. Fölsuð vara. Ömurlegt! Ég var búinn að hlakka svo til að borða saltað hrossakjöt sem var dýrarar en það venjulega. Núna held ég að SS salti asnakjöt eða flóðhestakjöt. Aldrei skal ég kaupa SS vörur aftur. Ég ætla ekki einu sinni að keyra í gegn um Selfoss aftur. Eða hvar í andskotanum sem SS saltpækilstunnurnar eru. Ég veit ekki einu sinni hvort ég treysti mér í að elda saltað hrossakjöt í framtíðinni, vonbrigðin voru svo hræðileg, ég veit ekki hvort ég get afborið svona brostnar vonir aftur. Fer bara næst í Olís og fæ mér eina með öllu.....

....En bíddu nú við, eru þessar dásamlegu pylsur þeirra í Olís á Tryggvabraut ekki frá SS?.........

Eyþór


Hor og aftur hor

Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það að vakna með nefið og hausinn fullt af hor, enginn undirbúningur ekkert bara allt í einu plaff og það var hor. Þannig dagur hjá mér í dag og ég er sko alls ekki sátt, er alls ekkert lasin bara með hausinn fullan af þið vitið hverju. Best af ofgera ekki orðinu:)

Páskarnir búnir með öllu sínu áti sem reyndar var með minna mótinu hér á þessu heimili allavega ef litið er til kvenpeningsins, við Brynja vorum eins og litlu börnin á páskadagsmorgun vöknuðum snemma til að opna páskaeggin en þegar við vorum búnar að fá málsháttinn þá langaði okkur ekkert í eggin, enda finnst mér þessi egg nú hálfgert prump miðað við það sem var þegar ég var lítil. Núna opnar maður eggið og það er fullt af einhverjum pappír allt nammi er komið í pappír þannig að í raun er eiginlega ekkert nammi inni í egginu frat segi það enn og aftur.

Fórum út í göngutúr í gær að skoða girnileg einbýlishús og láta okkur dreyma, verður ekki nema draumur í bili allavega, eigum okkar góðu íbúð sem við erum ánægð í en er eiginlega að verða heldur lítil núna, fylgir ótrúlega mikið dót henni Kötlu og einhversstaðar þarf það að komast fyrir, kemst ekki meira inn til okkar eiginlega þar er komið skiptiborð og rimlarúm og var nú herbergið enginn salur sko:)
Verð að vinna í Lottó eða eitthvað svoleiðis þá færi ég beina leið og keypti mér einbýlishús, eins og segir í auglýsingingunni "ég hætti ekki fyrr en ég fæ seðil" og minn endir verður "og kaupi svona hús" haha damn er maður ekki bara fyndinn svei mér mætti nú alveg segja mér það.

Ég fór svo í göngutúr í dag með mömmu, Hildi, Brynhildi og Kötlu minni á meðan Brynja og Ragnhildur fóru í bíó, röltum við okkur í bæinn og enduðum á Bláu könnunni í heitu kakó svaka huggó og slúðruðum svolítið alltaf gaman að því:) Vorum svo boðin í mat til Hildar í kvöld og fengum þar dýrindis lambalæri og með því alveg typpikal.

Búin að vera í dag að dunda mér við að gera verkefni í Power Point sem er svolítið flókið í makkanum þar sem allar leiðbeiningar eru eins og maður sé með Pc en ég er samt búin að geta gert 2 verkefni af 4 en þar strandaði ég þar sem ég finn hvergi einn fídus á makkanum alltsvo í Neo office eins og office pakkinn heitir á þessu epli:) En mögnuð talva samt:)

Sótti um í vinnuskólanum fyrir Brynju í dag ætlaði að vera búin að því fyrir löngu en alltaf eitthvað tafið mig, verður frá 10 júní - 27 júlí minnir mig og fyrir hádegi þar fyrir utan, svo er bara spurning hvort hún kemst í Hagkaup eða eitthvað seinni hlutann kemur allt í ljós annars sýnist mér það verða nóg að gera í boltanum í sumar sem er bara af hinu góða:) Svo voru pabbi hennar og Kristín að bjóða henni til Spánar held ég að sé staðurinn og verður það frá 3-10 sept annars kemur það betur í ljós á morgun eða næsta, átti eftir að panta ferðina:)
Bara æðislegt spurning um að gerast laumufarþegi:)

Best að fara að athuga með litla barnið liggur eins og engill í rimlarúminu sínu:)

Sjúlli kveður ofsa hvítur og vel hærður


X-?

Föstudagurinn langi í dag, búinn að vera frekar langur dagur verð nú að viðurkenna það:) Eyþór fór í Mývó kl 10 til að æfa fyrir einhverja tónleika sem eru í þessum skrifuðu orðum. Þannig að við Katla litla erum bara búnar að vera heima í dag. Mamma og Hilla komu reyndar í kaffisopa og svo fengum við Hilla okkur göngutúr með dæturnar og ég verð að segja að það var alveg verulega hressandi. Fann meira að segja fyrir löngun til að elda mér þegar ég kom heim, vorum í 11/2 tíma að spássera.

Sit hér og góni á X-factor og hann Jagvan er bara flottur hlýtur að vinna þessa keppni, samt eru Hara systur líka alveg frábærar. Jagvan er alveg eins og Brad Pitt hefur enginn nema ég tekið eftir þessu...:)

Annars er allt rólegt bara, Brynja er á króknum en kemur á morgun tilbaka, hlakka nú til finnst frekar einmanalegt að hafa gengið mitt ekki hjá mér, stundum fannst mér svona hálfgerð hvíld þegar hún fór til pabba síns og fannst svo æðislegt að hafa smá tíma ein útaf fyrir mig en þetta finnst mér alls ekki lengur nú vil ég hafa þetta lið bara heima hjá mér, eiginhagsmunaseggur:)

Ég var ótrúlega dugleg áðan og svaraði tveimur spurningum í LOL hrikalega dugleg, enda hef ég ekkert lært lengi þannig að þetta er nú afrek, þakka fyrir að þurfa bara að fara í 2 próf en ekki 4 eins og til stóð fyrst.

Ási frændi og familia eru komin norður og eru á Húsavík, fékk sms áðan frá systir um kaffiboð en ég held ég nenni ekki að fara austur á morgun, enda Brynja á leiðinni að vestan þannig að......held við hjúin ætlum að gera árás á Bónus á morgun og reyna að versla eitthvað, fór í Bónus í gær til að kaupa bleyjur og það var ekkert stæði hvergi en loks þegar ég var búin að sólunda þarna fram og tilbaka þá sá ég nú eitt og ætlaði að renna mér inn í það en nei kom ekki Rav æðandi og munaði engu að hann keyrði á mig í æsingi yfir að ná helv....stæðinu sem honum tókst....get svarið það hversu mikil geðveiki er hlaupin í liðið, það var lokað í dag og svo er lokað á sunnudag en það er eins og það sé bara lokað í viku eða eitthvað miðað við þetta kaupæði í liðinu.

Best að halda áfram að glápa á X-factor

Sjúlli kveður


Nokkrar myndir af Kötlu

S5000582

S5000579

Skírnarfólkið

Hvert er nafn barnsins?

Skírnardagurinn 1. apríl var meiriháttar.  Fékk prinsessan nafnið Katla Eyþórsdóttir.  Afarnir voru skírnarvottar, pabbinn hélt á Kötlu undir skírn, Brynja las ritningarlestra og það var snillingurinn og fjölskylduvinurinn Sr. Óskar sem skírði.  Óskar rifjaði á gamansaman hátt upp brúðkaupsdag foreldranna sem var akkurat 9 mánuðum fyrr, 1. júlí.  Þá var Katla laumufarþegi í frumumynd.


Ha

Kominn tími til að reyna að sýna að hér sé eitthvað lífsmark, mætti halda að maður hefði brjálað að gera:) Ekki það að það er alveg nóg að gera, er með ungfrú Kötlu á júllu meira og minna allan daginn og reyni að gera eitthvað gáfulegt inn á milli sem yfirleitt endar með ósköpum. Fór loksins eftir að hafa ætlað það í alveg ægilega marga daga út í garð og náði mér i páskagreinar til að setja í vatn en verð að viðurkenna að þær eru frekar ljótar þannig að það er spurning hvort ég verði að fara aðra ferð, sé til breytir engu þó svo að þær séu kannski bara ljótar hendi hellings skrauti á þær og þá er málið dautt.

Brynja fór á gistikvöld upp í Glerárskóla í gærkvöldi og hringdi svo kl 8 í morgun til að láta sækja sig, málið var á gistikvöldi að það átti að reyna að sofa sem minnst og þeir sem sofnuðu voru vaktir my gad s.s. mín kom frekar þreytt heim og beint í rúmið en svo hringdi pabbi hennar kl 10:30 og bauð henni út að borða og ætlaði hún sko að koma beint heim og í rúmið aftur, þreytan mikla.

Hérna er núna næstum 14 stiga hiti en rok alltaf rok núna þessa dagana hvað er málið getur ekki verið logn bara, tilhvers að hafa svona fínan hita en svo rok. Skal ræða við guðinn um þetta við tækifæri finnst þetta frekar skammarleg framkoma sérstaklega þegar maður er orðin makkadjella og vagndjella veit ekki hvar þetta endar allt:)

Fórum röltandi í bæinn í gær til að skoða fermingarskjóla á Brynju og hún reyndar bara fann einn sem er voða sætur, mamman gleymdi sér alveg í Gallerí sá fullt af flottum fötum og líka í Fargo og get bara ekki beðið eftir að minnka aðeins meira þá verður rokið af stað og keypt föt, ætla nú að fara í eins og einn ljósatíma núna í vikunni með dótturinni og leyfa henni að prófa, ætluðum að fara í brúnkubekkinn s.s. sprautubekkinn en mér finnst stelpurnar vera að koma svo hrikalega flekkóttar úr honum að það er eiginlega bara ekki fyndið, enda held ég að 1-3 ljósatímar geri nú ekki alvarlegan skandal en allavega í ljósin ætlum við:)

Skruppum á Glerártorgið við hjónin í gær aðeins að versla svona eitt og annað sem okkur vantaði, Katla kom auðvitað með og svaf eins og engill eiginlega bara. Keyptum líka páskaegg handa stelpunum spurning hvort ég fari nokkuð næstum alveg strax í fataleiðangur fyrst páskarnir eru á næsta leyti með sín yndislegu páskaegg skal ekki segja.

Ætla að fara að athuga hvað ég geti gert næst, alltsvo hverju ég nenni, hef ekki nennt að læra siðan eitthvað fyrir Krist og ætti virkilega að skammast mín fyrir það sem ég auðvitað geri en samt greinilega ekki nóg til að haga mér eins og námsmaður og læra....skamm Erna

Hætt að bulla

Sjúlli kveður súkkulaðisjúkur


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband