X-?

Föstudagurinn langi í dag, búinn að vera frekar langur dagur verð nú að viðurkenna það:) Eyþór fór í Mývó kl 10 til að æfa fyrir einhverja tónleika sem eru í þessum skrifuðu orðum. Þannig að við Katla litla erum bara búnar að vera heima í dag. Mamma og Hilla komu reyndar í kaffisopa og svo fengum við Hilla okkur göngutúr með dæturnar og ég verð að segja að það var alveg verulega hressandi. Fann meira að segja fyrir löngun til að elda mér þegar ég kom heim, vorum í 11/2 tíma að spássera.

Sit hér og góni á X-factor og hann Jagvan er bara flottur hlýtur að vinna þessa keppni, samt eru Hara systur líka alveg frábærar. Jagvan er alveg eins og Brad Pitt hefur enginn nema ég tekið eftir þessu...:)

Annars er allt rólegt bara, Brynja er á króknum en kemur á morgun tilbaka, hlakka nú til finnst frekar einmanalegt að hafa gengið mitt ekki hjá mér, stundum fannst mér svona hálfgerð hvíld þegar hún fór til pabba síns og fannst svo æðislegt að hafa smá tíma ein útaf fyrir mig en þetta finnst mér alls ekki lengur nú vil ég hafa þetta lið bara heima hjá mér, eiginhagsmunaseggur:)

Ég var ótrúlega dugleg áðan og svaraði tveimur spurningum í LOL hrikalega dugleg, enda hef ég ekkert lært lengi þannig að þetta er nú afrek, þakka fyrir að þurfa bara að fara í 2 próf en ekki 4 eins og til stóð fyrst.

Ási frændi og familia eru komin norður og eru á Húsavík, fékk sms áðan frá systir um kaffiboð en ég held ég nenni ekki að fara austur á morgun, enda Brynja á leiðinni að vestan þannig að......held við hjúin ætlum að gera árás á Bónus á morgun og reyna að versla eitthvað, fór í Bónus í gær til að kaupa bleyjur og það var ekkert stæði hvergi en loks þegar ég var búin að sólunda þarna fram og tilbaka þá sá ég nú eitt og ætlaði að renna mér inn í það en nei kom ekki Rav æðandi og munaði engu að hann keyrði á mig í æsingi yfir að ná helv....stæðinu sem honum tókst....get svarið það hversu mikil geðveiki er hlaupin í liðið, það var lokað í dag og svo er lokað á sunnudag en það er eins og það sé bara lokað í viku eða eitthvað miðað við þetta kaupæði í liðinu.

Best að halda áfram að glápa á X-factor

Sjúlli kveður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband