Ha

Kominn tími til að reyna að sýna að hér sé eitthvað lífsmark, mætti halda að maður hefði brjálað að gera:) Ekki það að það er alveg nóg að gera, er með ungfrú Kötlu á júllu meira og minna allan daginn og reyni að gera eitthvað gáfulegt inn á milli sem yfirleitt endar með ósköpum. Fór loksins eftir að hafa ætlað það í alveg ægilega marga daga út í garð og náði mér i páskagreinar til að setja í vatn en verð að viðurkenna að þær eru frekar ljótar þannig að það er spurning hvort ég verði að fara aðra ferð, sé til breytir engu þó svo að þær séu kannski bara ljótar hendi hellings skrauti á þær og þá er málið dautt.

Brynja fór á gistikvöld upp í Glerárskóla í gærkvöldi og hringdi svo kl 8 í morgun til að láta sækja sig, málið var á gistikvöldi að það átti að reyna að sofa sem minnst og þeir sem sofnuðu voru vaktir my gad s.s. mín kom frekar þreytt heim og beint í rúmið en svo hringdi pabbi hennar kl 10:30 og bauð henni út að borða og ætlaði hún sko að koma beint heim og í rúmið aftur, þreytan mikla.

Hérna er núna næstum 14 stiga hiti en rok alltaf rok núna þessa dagana hvað er málið getur ekki verið logn bara, tilhvers að hafa svona fínan hita en svo rok. Skal ræða við guðinn um þetta við tækifæri finnst þetta frekar skammarleg framkoma sérstaklega þegar maður er orðin makkadjella og vagndjella veit ekki hvar þetta endar allt:)

Fórum röltandi í bæinn í gær til að skoða fermingarskjóla á Brynju og hún reyndar bara fann einn sem er voða sætur, mamman gleymdi sér alveg í Gallerí sá fullt af flottum fötum og líka í Fargo og get bara ekki beðið eftir að minnka aðeins meira þá verður rokið af stað og keypt föt, ætla nú að fara í eins og einn ljósatíma núna í vikunni með dótturinni og leyfa henni að prófa, ætluðum að fara í brúnkubekkinn s.s. sprautubekkinn en mér finnst stelpurnar vera að koma svo hrikalega flekkóttar úr honum að það er eiginlega bara ekki fyndið, enda held ég að 1-3 ljósatímar geri nú ekki alvarlegan skandal en allavega í ljósin ætlum við:)

Skruppum á Glerártorgið við hjónin í gær aðeins að versla svona eitt og annað sem okkur vantaði, Katla kom auðvitað með og svaf eins og engill eiginlega bara. Keyptum líka páskaegg handa stelpunum spurning hvort ég fari nokkuð næstum alveg strax í fataleiðangur fyrst páskarnir eru á næsta leyti með sín yndislegu páskaegg skal ekki segja.

Ætla að fara að athuga hvað ég geti gert næst, alltsvo hverju ég nenni, hef ekki nennt að læra siðan eitthvað fyrir Krist og ætti virkilega að skammast mín fyrir það sem ég auðvitað geri en samt greinilega ekki nóg til að haga mér eins og námsmaður og læra....skamm Erna

Hætt að bulla

Sjúlli kveður súkkulaðisjúkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband