Hér sé stuð

Kominn tími til að blogga, eða hvað. Ekki eins og ég hafi eitthvað annað að gera en að leggja mitt af mörkunum til röflsamfélagsins:)

Allt gott að frétta héðan, vorum að koma inn frá því að kaupa skírnartertuna, skutla Brynju á æfingu og að sjálfsögðu renndum við í sjoppu og fengum okkur pylsu nema hvað þær voru vondar, er kannski komin með nóg af pylsum fyrir lífstíð, borðaði pylsu á hverjum degi síðustu vikur meðgöngunnar skal nú segja ykkur það:)

Hilla og Guðmundur komu í hádeginu með dæturnar sínar tvær, Hilla var að fá sjá makka langaði að vera svona makka djellu mamma eins og ég my gad:) Verð nú alltaf flottust samt sko.

Er búin að vera með þvílíkasta helvítis hausverkinn í dag sem by the way orsakast af vöðvabólgu og gömlum hálsmeiðslum, ætla að reyna að komast að í þjálfun eftir helgi, allavega nálar til að byrja með.

Er að bíða eftir að Eyþór klári einhvern fund sem hann er á því þá ætlum við að fara í brjálæðið í Bónus og reyna að ná okkur í einhvern matarbita, ekki það að lystin er ekki upp á mjög marga fiska hjá mér allavega, hef bara eiginlega enga matarlyst, helst í ávexti ef eitthvað er, merkilegt.

X-factor í kvöld ætla að horfa þó svo að ég þoli ekki Ellý guð minn góður hvað hún á eitthvað bágt eða ekki bágt:) En vil sjá Guðbjörgu fara út í kvöld, hefði viljað sjá hana fara síðast en mér varð ekki að ósk minni damn, fer í kvöld trúii ekki öðru, annars skal ég hundur heita já t.d. snati:)

Röflari af guðs náð..

Sjúlli kveður já og ekkert meir um það að segja


opið blogg

Held mér hafi tekist núna að opna fyrir bloggið hennar litlunnar okkar á barnalandi. Ætti að vera opið núna en ef ekki verðið þið bara að henda á okkur mail og láta okkur vita:)

Allt fínt að frétta, rólegheit bara, sitjum hérna fjölskyldan og horfum á dramaþætti í sjónvarpinu, húsbóndinn nýbúinn að ganga frá tveimur vélum af þvotti á meðan ég lét prinsessuna éta á mér júllurnar er ofsa dugleg við það búin að vera í dag:) Sem betur fer því þá fer gulan fyrr.

Gunný og co komu við hér í dag á leið til Rvík og Búðardals, kemur svo hluti af þeim aftur um helgina þegar verður skírt.

Búin að vera með þvílíkasta hausverkinn í dag, þoli ekki hausverk ekki fengið hausverk síðan ég varð ólétt en kemur núna aftur gleðilegt. Langar að fara út og fá lit í vangana, leið á að líta úr eins og vampíra föl og aumingjaleg.

Nenni ekki að segja neitt meira enda ekkert að segja, andi röflsins ekki yfir mér.

Lilla amma er 80 ára í dag hipp hipp húrra fyrir henni allir saman nú, spræk konan.

Sjúlli kveður andlaus


Ekkert.

Þarf ekki alltaf að troða einhverri fyrirsögn eins og ég hef reyndar svo oft sagt:)
Var að lesa fréttablaðið áðan sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema enn er kallinn þarna Kristján sem tuðaði hvað mest út af laginu hennar Silvíu Nætur í fyrra byrjaður að tuða út af textanum við lagið sem Eiríkur syngur, afþví að hann samdi íslenska textann gerði hann líka texta á ensku ef ske kynni og nú er hann brjál af því að annar var fenginn til að gera textann sem er reyndar finnst mér mikið flottari en þessa Kristjans sítuðandi.....Skal segja ykkur það sumir þurfa að tuða yfir öllu og hann er greinilega einn af þeim.

En svona er þetta bara. Var að draugast á lappir vaknaði reyndar kl 7 en þá vildi litla mín fá sopann sinn og svo hef ég legið og dáðst bara að henni en er s.s. komin á skankana og byrjuð að tölvast, sit hér með allt skóladótið fyrir framan mig og langar ekkert til að fara að læra en geri það nú fyrir rest. Er samt svo þreytt eitthvað og eins og lík í framan og það breytist ekkert:)

Elín sys droppaði aðeins hér inn í gær og færði mér svona heklað ullarvesti hrikalega flott auk þess sem það kemur til með að verma júllurnar á mér svo þær frjósi nú ekki....alltaf svo hugulsöm þessi elska.

Annars er ofsalega fallegt veður hér, rigning og bara hlýtt nokkuð 5 stiga hiti held ég bara. Ætlaði að fara út í smá göngu en ég er ekki viss um að ég geri það alveg strax svona. Segir mér svo hugur að ég ætti að bíða í nokkra daga:)

Búið að ákveða skírnardag s.s. á sunnudag kl 15 í kapellunni í Akureyrarkirkju og að sjálfsögðu verður það s. Óskar Hafsteinn vinur vors og blóma sem sér um að skíra litla gullið okkar kemur enginn annar til greina:) Hún á að heita.......kemur í ljós á sunnudaginn ekki þessa forvitni alltaf:)

Best að láta hér staðar numið og fara að blogga um fallegasta barn allra tíma á barnalandi......

Sjúlli kveður þreyttur


Skal nú segja ykkur það

Þá er maður mættur aftur síröflandi, mikið búið að vera að gera hjá manni, eignast eins og eitt stykki barn, og gekk það allt bara nokkuð vel en ég ætla ekki að gera þetta aftur aldrei.....búin að ganga í gegnum eina frábæra fæðingu og eina erfiða fæðingu og þá er málið dautt. En litla prinsessan er æðisleg eins og við er að búast þar sem foreldrarnir eru nú ekki af verri endanum:)

Hef sofið ca 3 tíma að meðaltali síðan ég kom heim og ég er á litinn eins og lík og ég er ekki að grínast, litla krílið er gult og ég er snjóhvít jahérna þessi fjölskylda:)

Eyþór er farinn að vinna og ég er bara ein heima með sætuna litlu doldið skrýtið höfum verið hér þrjú og dáðst að henni síðustu daga en svo er ég allt í einu bara ein sem er fínt því ég verð að drullast til að læra eitthvað styttist í 2 próf, ja annað í dag reyndar en hef tíma til að taka það til 30 mars en svo er annað í næstu viku og svo fer nú bara að styttast í vorprófin. Fljótt að líða maður lifandi.

Annars er mig farið að hlakka svo til að fara út að skralla með vagninn, ljósan sagði að við mættum fara með hana út eftir vikur - 10 daga ef veðrið yrði gott því hún væri svo stór og dugleg stelpa:) Passar að ég verð orðin nokkuð gönguhæf eftir þann tíma, jibbí.

Jæja ætla að fara að lesa aðeins í hjúkrun og reyna að skila eins og einu verkefni...

Sjúlli kveður með minni bumbu en síðast:)


Fyrstu dagarnir

Síðustu dagar hafa verið alveg yndislegir.  Frábært að fá litlu dömuna heim.  Þær mæðgur komu heim á föstudag, daginn eftir fæðinguna.  Fæðingadeildin er reyndar alveg frábær, en heima er best!  Þjónustan við nýbakaða foreldra er frábær.  Ljósmóðirin sem tók á móti barninu kemur á hverjum degi í 8 daga.  Eftir það kemur hjúkrunarfræðingur vikulega til okkar í 6 vikur.  Stelpan dafnar vel, finnst best að sofa á daginn og láta svolítið til sín taka á nóttunni, alveg eins og þegar hún var í maganum á mömmu sinni. 

Það er frábært að finna hve vel er fylgst með okkur. Hamingjuóskum rigndi yfir okkur.  Ég fæ allan tölvupóst í símann minn og eftir fyrsta daginn hafði ég fengið c.a 70 tölvubréf og sms!  Síminn titraði allan daginn.  Tengdamamma, Hildur og dætur heimsóttu okkur á deildina ásamt Mása & co. Í gær komu Lilja Hrund og Lilja amma í heimsókn, Þóra og Bergrún úr Stúlknakórnum komu og færðu okkur blóm frá kórnum, yndislegar Stúlknakórsstelpurnar, Svana ljósmóðir kom eftir hádegið.  Haukur afi, Elín og Elvar heimsóttu okkur svo seinni partinn. 

Núna erum við farin að velta fyrir okkur skírnardegi, viljum skíra sem fyrst.  Erum auðvitað búin að ákveða nafnið, það kom bara að sjálfu sér í gær. 

Bendi ykkur á Barnalandssíðuna. http://ernuogeythorsbarn.barnaland.is/

Eyþór

S5000524


Myndir af litlu dóttur og systur

S5000493   S5000484

Nýfædd 54 cm daman og eins og sjá má 4.305 g þung (17 merkur)


Dóttirin fædd

kl 22.10 fæddist yndisleg dóttir, 17 merkur og 54 cm.  Fæðingin var erfið en þeim mæðgum líður vel. 

Myndir

Varð bara að setja inn myndir af okkur mæðgum. Við erum sætar en það er lengi hægt að gera okkur sætari í flottu tölvunni :) Djellutöllunni

Sjúlli kveður ofsa fallegur


Náðhúsið:)

Eitt merkasta rit og mesta lesna rit allra tíma á mínu heimili allavega er Náðhúsið eftir Gústaf S. Berg hahaha þessa bók eignuðust við hjónin fyrir að verða 2 árum síðan og hefur hún síðan verið í blaðagrindinni á klósettinu enda eins og nafnið gefur til kynna á hún eiginlega heima þar:)
Mikil viska í þessari bók og held ég að allir fjölskyldumeðlimir hafi gluggað í hana á meðan þeir hafa verið á s.s. Náðhúsinu..ætla nú ekkert meira út í þessa sálma fór bara allt í einu að pæla í þessari bók, sumir lesa alltaf reglulega í biblíunni en við lesum reglulega í náðhúsinu :)

En s.s.. í bókinni er ýmis fræðsla og líka kennsla eins og t.d. ef illa gengur á settinu þá geturðu á meðan lært hvernig gera skal svan úr skeinisblaði mjög nytsamlegt, auk þess sem þú getur lesið brandara og verið í spurningaleik við sjálfan þig.

Allavega bók sem allir ættu að eiga engin spurning:)

Svo er speki mikil líka eins og þessi

Svona þekkirðu fertugan karlmann
Hann geymir húslykilinn á Jagúarlyklahring.
Hann klæðist of þröngum buxum enda ekki búinn að viðurkenna tilvist ístrunnar
Hann lætur sér vaxa skegg-það er eina hárið sem vex almennilega
Hann reynir sífellt við tvítugar konur - án árangurs
Hann les þessa brandara og hlær ekki

Svona þekkirðu fertuga konu
Bestu vinirnir eru hárgreiðslukonan hennar og snyrtifræðingurinn
Hún lætur eins og tíu ára, klæðir sig eins og tvítug og lítur út fyrir að vera fimmtug
Hún hefur sérstaka tösku fyrir hrukkukremin
Hún á fulla hillu af bókum um megrun og líkamsrækt
Hún hlær sig máttlausa að þessum bröndurum
ÞEIR lýsa vinkonum hennar fullkomlega:)

Svo mörg voru þau orð

Sjúlli kveður nýkominn af náhúsinu


Djellan

Skal segja ykkur það, búin að vera að kveljast síðustu vikur....ja ok mánuði af ljótunni sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema þetta er búið að há mér svolítið, helst ekki viljað fara út úr húsi og klætt mig í föt frá seglagerðinni Ægi, sem eru alls ekkert slæm föt:)

En s.s. svo ég komi nú að aðalmálinu þá sem sagt líður mér núna eins og hevy buddu þrátt fyrir að vera enn nokkrum númerum of stór og í tjaldi en ég fékk Makka buddu gellu skvísu töllu í gær, ég veit er alveg hasar djella núna með litlu hvítu makka tölluna mína....á varla til orð yfir þetta.....svo þegar ég verð orðin falleg aftur því ég verð það auðvitað hef alltaf verið það, þá verð ég svakaleg........

Ok þá er það útrætt mál, ég er DJELLA.

Annað er nú svo sem ekki mikið títt, Brynja var að fara upp í fjall á bretti með skólanum en það er svona útivistardagur í dag, og ætlar hún að koma heim seinnipartinn þannig að ég er eiginlega bara alein heima, Eyþor að vinna og ég á nú reyndar að vera að læra en stundum verður maður að fá pásu sérstaklega þegar maður á svona flotta tölvu....

Var vöknuð ofsalega fersk kl 6 og stökk hér fram og fór að LÆRA og ég er ekki að grínast ég var að læra....lærði meira að segja bara dálítið mikið. Hef ekki matarlyst þessa dagana en þyngist samt, mikill bjúgur á minni enda löngu orðin eins og blaðra, vökvinn í mér myndi líklega nægja risastóra grenitrénu mínu í nokkra daga. En þetta er allt liður í ljótunni, smellti nú pínu brúnkukremi framaní mig í morgun en ljótan minnkaði ekkert varð bara aðeins dekkri haha það sem maður gerir ekki til að líta út fyrir að vera mennskur.

Fermingarkertið og gestabókin komu í gær frá Reykjavík og bara þvílíkt flott, þannig að það er frágengið allt saman jájá eins og maður sé ekki svakalegur veisluskipuleggjandi. Búin að öllu eiginlega haha eða þannig, fermingagjöfin komin, búið að redda mat, myndatöku, sal já eiginlega allt að verða klárt hvað annað:)

Well ætla að reyna að hoppa aðeins og fá mér nokkurra mínútna göngu á göngubrettinu athuga hvort Marteinn leki ekki bara út ......

Sjúlli kveður með eðal makka og brúnku...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband