Hann á ammæli í dag

'A þessum yndislega degi fyrir 33 árum síðan fæddist lítill og sætur drengstauli er nefndur var Eyþór Ingi. Hann óx og dafnaði dag frá degi. Hann ákvað að verða bóndi og fór í bændaskóla en uppgötvaði þar að hann langaði meira til að spila á orgel þannig að hann tók mal sinn og hatt og hélt áleiðis til höfuðborgarinnar þar sem hann fór að nema orgelleik. Þegar hann var búinn að læra þar allt sem hann gat langaði hann enn að bæta við sig og ákvað því að yfirgefa heimalendur sínar og fór utan til Svíþjóðar og nam þar tónlist og kórstjórn. Í dag er hann enn að læra og drekkur í sig alla þá visku er hann getur innbyrt. En í dag á hann s.s. afmæli og er orðinn 33 ára enn sætur en hefur stækkað töluvertInLoveWizard

Til hamingju með daginn elsku kallinn minn......

 hipp hipp húrra x 4


Bloggídi blogg

Nú skal segja hvað...hmmmm hef mest lítið að segja en það er nú bara þannig að þegar ég sé tölvu þá bara kemur yfir mig sú tilfinning að ég bara hreinlega verði eitthvað a tjá migGasp

Eyþór var að koma heim og fer aftur kl 20 og held hann sofi í augnablikinu, veitir ekki af kallgreyinu. Brynja er í fermingarfræðslu og rétt kemur heim til að drífa sig á bretti í fjallinu, segir sig kannski sjálf að hún fari í fjallið en ekki niður á poll....döh.

Hef verið bara heima í dag, Solla kíkti aðeins í kaffi í morgun og svo Hilla og Sólin áðan gaman að þvíHappy Hlusta á internetútvarpið hérna hægri vinstri jolin.is og það eru bara fín jólalög spiluð þar ekki bara rokklögin heldur eldgömul sem ég man eftir síðan ég var pínu púki en það er nú ekki langt síðan þar sem ég er nú bara 34....Solla hvað ert þú aftur *hóst* alveg að verða 35 er það ekki HAHA. Gamall brandari en sígildur alltafBlush Hún er nebbilega fædd í jan 1972 en ég í nóv 1972 þannig að hún er alltaf næstum ári eldri en ég ótrúlegtPolice

Hérna er rigningarsuddi, vildi nú heldur hafa bara snjókomu og frost en maður fær nú aldrei að ráða veðrinu, merkilegt að enginn skuli vera búinn að finna út úr því.....

Ætla að fara að setjast ofaná kallinn hann sefur ekki lengi eftir það, hlussan sest og hann sekkurLoL

Sjúlli kveður alveg gjörsamlega snargeðveikurW00t ekkert að því.


Hlunkamyndir

Komnar nýjar bumbumyndir fyrir þá sem dýrka að skoða annarra manna bumburTounge

 

Sjúlli kveður ekkert nema bumban


Ljós út um allt:)

Hér með er það upplýst að jólin eru næstum komin í MunkannUndecided Búin að vera hægt og rólega að setja upp eina og eina seríu og núna er því sem næst að verða komið í alla glugga, starfsfólkið í húsasmiðjunni er liggur við farið að heilsa mér með nafni þar sem ég er alltaf að koma þar sem mig vantar jú alltaf bara "eina" seríu ennGrin það eru s.s. komnar 11 seríur upp hér inni í glugga og eiga eftir að fara allavega 2Gasp Eyþór er voðalega þolinmóður varðandi þetta og hjálpar kjellunni sinni við þetta, enda eðal eiginmaður hér á ferðInLove

Fékk svar í dag um að ég komst inn framhaldsnám sjúkraliða bara snilld þannig að eftir áramót verður allt fullbókað hjá mér, verð í 50% vinnu, skóla, eignast Martein einhversstaðar inn á milli og þetta verður bara snilldin ein. Þetta eru 4 fög á önn, minnir að þetta séu samt á bilinu 12-18 einingar man samt ekki, en er verulega spennt og hlakka tilShocking  Veit líka um tvö aðra sjúkraliða sem verða í þessu líka önnur vinnur á Hlíð en hin í heimahjúkrun og er reyndar líka með bumbu eins og égJoyful Vinnan nýja á Hlíð er mjög skemmtileg sérstaklega núna þar sem ég er að verða svona nokkurn veginn komin inn í hlutina, starfsfólkið er líka frábært svona flest, eru alltaf einhverjir sem eru skemmtilegri en aðrir en í heildina er þetta klassalið.

Fórum s.s. til Unu og Óskars á laugardaginn og þvílíkt og slíkt, langt síðan ég hef bara farið í svona slökunar fílíng einhvern. Voru með heitt glögg, heitt kakó og kaffi og svo hlaðborð af þvílíkum kræsingum, smákökur, jólalög, kerti, seríur, bara allan pakkann. Vorum hjá þeim frá 16-21 og bara frábært. Fólk að koma og fara allan tímann eiginlega ótrúleg stemming..... Una lánaði mér kjól sem hún saumaði á sig þegar hún var ólétt af eldra barninu sínu, var ólétt á sama tíma og ég og átti um svipað leyti og ég á að eiga. Flottur losna við að redda mér jólakjól svona ef ég passa mig á að borða ekki fyrir þrjá eins og mér hættir til haha ef ég held mig við að "borða fyrir tvo" systemið þá held ég að þetta reddistLoL

Veit ekki hvað skal segja meira, Marteinn er farinn að verða töluvert meiri stuðbolti en fyrir ca 2-3 vikum heldur að mér finnist gríðarlega notalegt að láta sparka í mig, ræði þetta við hann við tækifæri, frekar óþægilegt þegar hann sparkar niður í lífbein og upp og út á hlið og ég veit ekki hvað og hvað þessi elska.....óviti ennþáCrying Hjartsláttarköstin hafa verið mér aðeins til trafala síðustu daga, vakna stundum á næturnar og er þá um og yfir 200 kófsveitt og illa lyktandi en svo hægist á þessu fyrir rest, en þetta lagast þýðir ekkert að tuða um þetta alltaf út í eittCool

Best að fara að kanna hvort ég geti ekki sett einhversstaðar seríuLoLaldrei of mikið af þeim

 Hafið það gott börnin góð, njótið ljósanna og verið góð hvert við annað

Sjúlli túlli kveður í banastuði og rafstraumi með seríur út úr öllum götum...W00t

 

 


Röfl um eitt og annað

Mig langar rosalega til að röfla.  En þar sem ég er svo ótrúlega jákvæður verð ég að bæta einhverju uppbyggilegu við. 

Törnin er hafin.  Aðventan er ekki einhver undirbúningstími hjá organistum.  Hún er brjálæðistími.  En þar sem flestir organistar virðast hafa það sem aðalhobbý að kvarta yfir hvað þeir hafi mikið að gera ætla ég ekki að segja neitt meir um það.  Eftir helgina rosalegu fór þessi vika í bölvaða leiðinda skrifborðsvinnu.  Tókst reyndar að gera jólahreingerninguna í leiðinni.  Sóknarnefndin keypti handa mér nýja og öfluga fartölvu, sem auðveldar mér öll verk mikið, og þar sem hún tekur svo lítið pláss náði ég að henda tölvuborðinu út af skrifstofunni og hinn magnaði Sveinn, alltmúlígtmann í kirkjunni keypti þetta líka fína sófaborð fyrir mig.  Nú vantar bara bar á skrifstofuna.  Um síðustu helgi var ég semsagt talsvert upptekinn.  Eftir langan vinnudag á fimmtudag, jarðarför, bænastund, stúlknakórsæfingu og svo laaaanga Hymnodiuæfingu fékk ég mér gott Whiskey í glas og ég er viss um að án þess hefði ég ekkert sofið þá nótt, því kollurinn á mér fer yfirleitt í allskonar helvítis hugarleikfimi á kvöldin þegar ég hef mikið að gera.  Föstudagurinn fór í allskyns undirbúning fyrir amfælismessu kirkjunnar sem var á sunnudeginum.  Var að því frá 8-16 en þá tók við kóræfing hjá Kór Tónlistarskólans, en ég er að leysa af núna fram að jólum sem kórstjóri þar.  Æfingin var frá 16-18 en þá kom Hymnodia til að undirbúa tónleika. Sándtékkið var til klukkan 19.30.  Ég reifst og skammaðist í hljóðmönnunum enda fannst mér hljóðið í kórnum ömurlegt.  Held ég hafi náð að móðga gaurana aðeins þegar ég sagði þeim að það væri ekkert vit í þessu nema þeir hefðu nótur af öllu saman hjá sér.  Sá á viðbrögðum þeirra að nótur hefðu bara verið sem latína fyrir þeim.  Komst samt að því að standardinn er ansi hreint misjafn í þessum bransa.  Ég hef kynnst frábærum hljóðmönnum sem tekst vel að vinna með kórum og strengjum, og þessir strákar eru fínir í rokkinu, en þarna stóðu þeir sig ekki vel.  Ég skaust heim, hentist í jakkaföt og kom við í sjoppu og keypti mér samloku.  kl 20 voru fyrri tónleikar kvöldsins, með Óskari P.  Gunna Þórðar og kompaníi.  Tónleikarnir voru afskaplega langir, klukkutími og 45 mínútur.  Við stóðum á öskrinu allan tímann til að eitthvað heyrðist í okkur.  Fengum korterspásu og þá byrjuðu seinni tónleikarnir.  Þeir voru lengri!  Við vorum gjörsamlega búin eftir þá tónleika.  Ég skreið síðan heim um kl. hálf eitt.  Morguninn eftir var ég með kóræfingu frá kl. 9-15 og mætti þá hymnodia.  Þriðju tónleikarnir með Óskari byrjuðu kl. 16 og voru svipað langir og hinir.  ÞEtta var reyndar mjög gaman allt saman en gífurlega erfitt vegna álags á raddir.  Ég fór svo heim eftir tónleika og var hún Erna mín búin að elda uppáhalds matinn minn, pönnusteikta hnísu.  Þar sem lítill tími hafði gefist til undirbúnings fyrir hátíðarmessu ákvað ég að mæta snemma á sunnudagsmorgni í kirkjuna.  Þar æfði ég mig vel, kláraði messuskrágerð (sem var reyndar full af vitleysum) og tók til kóraefnið.  Ég náði rétt að hendast heim í hádeginu til að gleypa í mig cheerios og skipta um föt.  Bæði Stúlknakórinn og kirkjukórinn sungu við messuna og var hún mjög flókin og löng.  En mér fannst samt mjög gaman og ég endaði með því að reka alla út úr kirkjunni, því ég spilaði Messiaen sem eftirspil Smile  Eftir messu fór ég beint í Tónlistarskólann og var með kóræfingu til kl. 18.  Hildur og Guðmundur buðu okkur svo í mat og vegna þreytu fór rauðvínið og eðalkoníakið sem Guðmundur bauð mér upp á ekkert sérlega vel í mig, svona eftir á, því ég varð hálf slappur í maganum og steinsofnaði upp úr kl. 22.

Svona var semsagt þessi helgi, og mér sýnist þær eiga eftir að vera svona fleiri á næstunni.  ÞEssi er samt róleg, bara ein æfing í dag, tónleikar kl 16 á morgun og svo ein uppákoma með Stúlknakórnum um kvöldið.

Við fórum til Unu og Óskars í kvöld og það var alveg meiriháttar.  Þau eru eðalgestgjafar og við sem ætluðum svona aðeins að droppa inn stoppuðum í 5 tíma þar!  Ég heyrði svo í mínum gamla góða vina, Gugga, þegar ég kom heim.  Ég hef því miður lítið haft samband við hann undanfarin ár en nú ætla ég að fara að kíkja í heimsókn til hans.

Ég nenni eiginlega ekki að byrja að tuða núna.  Ætlaði að röfla um pólítík, sjónvarp, spillingu og ætlaði sko ekki að spara stóru orðin, en núna er ég orðinn svo meyr.  Sennilega er það hitanum af kamínunni að kenna.

röflið kemur síðar,

Eyþór


svei attan

Fimm dagar síðan síðast var bloggað hérna á þessa síðu, til skammar. Finnst nú kallinn vera eitthvað farinn að dala í blogginuCoolEkki það að ég er alveg einfær um að halda út þessari síðu, svo ég tali nú ekki um alla spekina og fræðsluna sem flæðir frá mér...haha.

Búin að vinna 5 daga á Hlíð og frekar ruglingslega daga þar sem deildin var að flytja í nýtt húsnæði, loksins fær gamla fólkið að búa á eiginlega svona lúxus öldrunarheimili, allt rosalega flott og glæsilegt. Starfsfólkið fínt og skjólstæðingarnir líka. Það eina sem ég set fyrir mig er að ég vinn 6-7 daga í einu og svo bara 1 dag í frí, áttaði mig engan veginn á því þegar ég réði mig að ég þyrfti að mæta jafn oft og 100% vinnan. Vinn bæði jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag að vísu bara 8-12 en það þýðir ekkert kúr uhuhuh en ætla að athuga hvort ég geti ekki bara unnið t.d. 3 heila daga í viku eftir áramót.....jájá nóg um þetta

Birtist hérna í vikunni mín gamla uppáhaldsvinkona sem ég hef ekki hitt lengi, Guðfinna mín (Kiddý) mætti hérna með síðkomna brúðargjöf, alger óþarfi en er svo hugguleg þessi elska. Samkjöftuðum ekki þurftum báðar mikið að segja. Alltaf svo gott að hitta hana þessa elsku, eyddum nú ekki litlum tíma saman á aldrinum 16-19 mörgum til mikillar gleði, vorum mjög uppátektasamar á köflum. Bjuggum svo í Tercel bíl sem pabbi átti eftir að ég fékk bílpróf og höfðum ekkert smá gaman...bara snilldin eina....bara gott að sjá hana krúttið mitt:::)

Eyþór fór í gær og henti upp jólaskrauti fyrir sameignina og líka á svalirnar hjá okkur, en við Brynja dunduðum okkur við að setja í gluggana í stofnunni og eigum enn eftir þar sem þetta er mikil nákvæmnisvinna sérstaklega þegar Brynja er við stjórnina liggur við að sé mælt á milli perannaLoL

Eyþór vill að það komi fram hér að enginn á heimilinu sé með hægðatregðu hann skaut þessu að þar sem hann hélt að ég hefði ekkert að segja haha hann greinilega þekkir mig ekkiHalo

Brynja er á króknum,  Eyþór renndi á móti afa hennar í morgun og ætlar hún að koma á morgun með rútunni, en það er ómissandi að vera hjá ömmu og afa og gera laufarbrauð.

Við hjónin erum á leiðinni til Óskars og Unu en þau ætluðu að hafa opið hús á milli 16-19 fyrir vini og vandamenn og örugglega eitthvað góðgæti á borðum vona það mín vegna allavega þar sem ég þarf nú að borða fyrir tvö.....Crying

Jæja kallinn bíður eftir tölvunni sinni þannig að

Sjúlli kveður s.s. ekki með harðlífi


Já og hvað....

Veit aldrei hvað ég á að setja í fyrirsögn, asnalegt að þurfa að hafa eitthvað þar, er ekki nógu skapandi til að geta sett einhverja virkilega frumlega setningu en svona er það nú bara. Sit hérna í kirkjunni og er að bíða eftir að Ingi litli klári að spila í jarðarför, ætlum svo að fara og fjárfesta í einhverjum pípum í vaskann á baðinu húsbóndinn var svo sterkur í gær að hann spændi það allt saman í sundurGaspsvo sterkur þessi elska.

Var að koma úr hjartaómuninni, holterinn kom ekki vel út er alltaf með púlsinn í 100-110 eðlilega og svo skýst hann upp í svona 140-150 þess á milli. Er samt ekkert að sjá á hjartanu mínu og ekkert í lungunum mínum heldur en þetta er ekki eðlilegt ekki einu sinni þó svo að ég sé ólétt sagði hann Gunnar Þór hjartaspekúlantHeart en ég á að koma aftur 11. des og þá ætlar hann að taka samanburðarmyndir og líklega að senda mig í blóðprufur og eitthvað dæmi. Hann ómaði líka bumbuna mína og sagði svo allt í einu "nei þarna er þetta líka fína tippi" og svo hló hann eins og vitleysingur og sagðist mega þakka fyrir að vita hvað væri á þessari ómmynd, þetta gæti allt eins verið handleggur hahahahah húmorinn í botni. Þannig er það nú bara í pottinn búið......

En annars er bara allt fínt að frétta, fallegt veður og bara 2 stiga frost, verulega fínt nema það er ógisslega hált.

Eitt gæludýrið okkar kvaddi þennan heim á föstudagskvöldið en það var fuglinn Grettir sem Brynja var búin að eiga síðan hún var 7 ára s.s. 6 ár en hann var nú búinn að vera eitthvað veikur......þannig að nú eigum við bara 7 fugla....haha en blessuð sé minning hans engu að síður. ´

Okkur hjónum var boðið í eðal svínakjöt og með því í Einholtið og kaffi og konfekt og viskí og ég veit ekki hvað og hvað á eftir en auddita drekk ég ekki þannig að ég fékk mér bara kaffi og mikið af konfektiLoLstór kona þarf mikið að borða enda borða ég fyrir tvo, fæ aldrei leið á þessari afsökun Shocking

Brynja kom af skaganum í gærkvöldi eitthvað um 8 leytið þvílíkt sæl og glöð en þreytt, og hafði eignast helling af nýjum vinkonum þannig að þetta hafði verið nákvæmlega eins og það átti að vera, nema þær töpuðu fyrir skagastelpum 2-1 og 1-0 ekkert stórt en djöfulli vont samt...við töpum helst ekki er nebbilega þeirra mottóWoundering

Slúðri lokið í bili og ætla ég að setja fætur hér upp á borð og hafa það huggó þar til karlinn kemur..

Sjúlli kveður í ró og spekt

 


Stemmari og meiri stemmari

Kominn tími til að skrifa margir dagar síðan ég hef látið einhver viskuorð falla hér á síðunni. Hreint unaðslegt veður búið að vera frost og verulega kalt bara en svo á nú að fara að hlýna eitthvað sem þýðir hálka, slabb og leiðindi. Þó svo að maður stífni vel í andliti af þessum kulda þá er hann skömminni skárri en hittShocking

Eyþór er búinn að vinna mjög mikið alla helgina, varla búin að sjá hann nema svona yfir blánóttina og þá sofandi, greyið kallinn verður nú vonandi ekki alveg svona strembin næsta helgi en hvað veit maður svo sem. Hann var með æfingahelgi fyrir tónlistaskólakórinn og svo voru útgáfutónleikar hjá Óskari Pé og það þrennir, og svo messur og læti. Var nú góð og eldaði handa honum í gærkvöldi hnýsukjöt og kartöflugratín og tilheyrandi og bjór með, ákváðum svo að leigja okkur mynd á vod þar sem ekkert var um að vera í tv en við vorum bæði sofnuð eftir ca 20 mín af myndinni þannig að kl 22.00 vorum við komin inn í rúm og sofnuðLoL

Bakaði nú samt böns af blúndum í gær og setti inn í minn helming og þær eru svo góðar, slurp og slef með það bara. Hlakka til að fara að baka meira finnst svo æðislegt þegar smákökulyktin fer að lafa hér í loftinu já og svo auðvitað bara að borða þærPinch

Brynja er s.s. á skaganum og kemur í kvöld einhverntímann, hún hefur engan tíma til að tala við mig þegar hún er á svona ferðalögum, búin að fá eitt sms allt og sumt, er að verða svo stór *hóst* er nú eiginlega orðin stærri en ég næstum því í cmTounge Munar alveg held ég 7 cm haha mamma litla verð ég bráðum.

Byrjaði að skrifa á jólakort í gær, hafði ekkert að gera, sat við kertaljós og skrifaði á nokkur stykki ágætt að hafa þetta bara tilbúið og henda því svo í póst eftir mánaðarmótin, senda jólakortin yfirleitt svona fyrstu vikuna í des.

Svaf illa í nótt, hjartað á mér var á kasti og mér fannst trekk í trekk það vera á leið út úr brjóstkassanum á mér en það slapp nú til enda sæti ég varla hér þá, er að verða svolítið nervus út af þessum hjartslætti en fæ að vita alltsaman á morgun, fer til Gunnar í hjartaómun spennandi. Malla ljósan mín sagði að ég fengi bara þægilega fæðingu, mikla deyfingu og þyrfti eiginlega ekkert að hafa fyrir þessu ef ég yrði áfram svona, vil það ekkert ég vil fá að hafa fyrir þessu svo ég vona bara að þetta fari að lagast.....vil frekar rembast á fullu heldur en að vera stungin jæks.

Fór með systir á glerártorg í gær þar sem verið var að kveikja jólaljósin þar og svo fór einhver trúbbi að spila og syngja með gítar og tuðaði eitthvað annaðslagið inn á milli og talaði alltaf um "smáralind" falleg ljósin hér í smáralind og blabla laglega vaknað í vitlausum landshluta þann morguninn.....

Ætla að slufsast niður á torg glersins og athuga hvort ég finni ekki jólagardínur fyrir eldhúsið mitt.....

Hafið það gott trýnin mín og njótið dagsins sem aldrei fyrr....

Sjúlli kveður á leið í "Smáralind"

 

 

 


Ásfangnir krummar á Sigurhæðum

Sko Ernu mína, duglega að blogga.  Ég náði mynd af þessum krummum út um gluggann á skrifstofunni minni, þeir voru búnir að vera að kela lengi en hættu því þegar ég mundaði vélina.PICT0322

Ofvirk, meðalvirk, eða bara virk:)

Suma daga kemur ekkert hér á síðuna en aðra daga er eins og annar eigandinn sé með munnræpu, en skýringin er bara sú að hún s.s. ég tala ekki nógu mikið við annað fólk þannig að þá fæ ég útrás hér, já eða eitthvaðGasp Eyþór er alltaf með svona skynsemisblogg og miklar pælingar í sínum bloggum svo kem ég bara eins og sauður í fjósi og bulla og finnst það gamanDevil

Það er nú samt ekki eins og það sé eitthvað nýtt að frétta héðan út Munkanum ónei ekki aldeilis, liðið sefur, borðar og ....... þetta sem allir verða að gera óg hefur það notalegt bara. Annars gátum við Brynja virkjað húsbóndann í jólakortagerð í gærkvöldi eftir að hann hafði verið að láta kórfólkið sitt kyrja einhverja sálma. Virkilega skemmtileg og skondin afhöfn en gaman og honum tókst að gera mjög fallegt kort en á samt enn eftir að fullklára það svo duglegur þessi elskaInLove Ekki oft sem við getum sest öll niður svona saman og gert eitthvað. Svo ætlum við systur að fara að baka saman um helgina blúndur sem eru eðalkökur sem settur er rjómi inn í og súkkulaði ofaná og í frysti *slurp* ógeðslega gott. Ómissandi þegar maður vill viðhalda lærapokum og bumbuW00t

Fékk holter tækið á mig áðan er s.s. svona hjartasíriti sem skráir hvernig hjartað á mér hagar sér í þennan tiltekna sólarhring, er með hann lafandi utaná mér í lítilli tösku og fékk nottlega 2 sinnum hjartsláttarkast þegar verið var að setja hann á mig hahaWoundering

Bóner saltkjötið brann í gær hreinlega steiktist í helvítis pottinum, fór nefnilega að hlýða Brynju yfir fyrir próf og steingleymdi kjötinu, Eyþór reddaði því og kom með kjötbúðing til að lýðurinn myndi nú ekki svelta...dagurinn í gær var svona frekar mislukkaður í hnotskurn, ætlaði að baka pönnsur en deigið var ónýtt (eins flókið og það á nú að vera haha), missti smjörlíki á gólfið og tókst að dreifa því um allt gólf þannig að hægt var að skauta á eldhúsgólfinu mínu.... og fleira í þessum dúr, enda um kvöldmatarleytið var orðið frekar hættulegt að nálgast mig vegna skapvonskuDevil

Svona er nú lífið ekki alltaf dans á rósum. Svo mæðraskoðun í fyrramálið þar sem Marteinn mun eflaust stíga dans og tralla magnaður krakki eins og ég hef reyndar komið að áðurCool Verður eins og pabbinn mikill dansmaður.... já eða þannig, ætluðum hjónin að skrá okkur á dansnámskeið nú í haust en látum það bíða betri tíma þar sem við myndum engan veginn ná saman LoL

Jeddúda ætla að hætta að röfla ja allavega hér, hafið það sem allra best í allan dag gott fólk og KVITTIÐAlien

Sjúlli kveður með gleði í hjarta og mikið stuðHeart


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband