81 dagur og 19 klst til jóla

Einn af þessum dögum þar sem ég er með bloggræpu. Var vöknuð kl 6.30 í morgun ekki sú ferskasta en dröslaðist nú samt fram og gerði hafragraut handa okkur mæðgum, hressti mann við að fá hann og svo sterkan kaffibolla á eftir, góð byrjun á deginumLoL Eyþór fór svo að spila í messu og kemur um kl 13 þannig að við verðum að dindlast eitthvað hérna þangað til að hann kemur. Já svo fer nú að styttast í jólin gott fólk, við systur og dóttirin mín ætluðum að gera þvílíkt góð kaup í Dublin en endar ábyggilega með því að við sitjum inni á hótelherbergi og tímum ekki að gera neitt haha onei alveg eins gott að versla þar og hér, allavega ekki dýrara:)

Var voða dugleg í gærkvöldi og prentaði út þvílíkt mikið af glærum, gerði svo restina af þeim verkefnum sem ég var ekki alveg búin með og henti inn á WebCt.

Við Katla renndum okkur til pabba í gærmorgun eftir að hafa reynt árangurslaust að búa til snjókall hér í garðinum (ekki nægur snjór) og fengum kaffi og nammi hjá honum. Fórum svo til Hillu og dætra og fengum grjónsa og slátur alveg eðal og þá var kominn tími fyrir litla genið mitt að fara að sofa. Ég hljóp svo 5 ,2 km og var alveg sátt við það:) Verð að komast í gang aftur eftir sukkið í borginni. Enda fór ég og keypti mér 2 kg af hreinu skyri.

Fallegt veður hér núna, sól og logn bara og um 1 °C er að spá í hvort ég eigi að nenna að rölta eitthvað út með Kötlu er einhvernveginn ekki alveg í stuði en stundum verður maður að gera hluti þó maður nenni þeim ekki:)

Sjúlli kveður frekar þreyttur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband