Stundum skildi maður þegja

Photo 94Úldnar ekki aldeilis

Ekki margir dagar síðan ég gaf þá yfirlýsingu að ég yrði eiginlega ALDREI veik, mér hefndist fyrir montið því núna er ég stútfull af hor, andlitið stíflað og svo mikið ofaní mér að ég kúgast í hvert skipti sem ég hósta. DAMN en sem betur fer gengur þetta fljótt yfir er nefnilega svo hraust svo ég haldi áfram að montast.

Hefði samt ekki getað komið á verri tíma þar sem Eyþór er úti og Katla búin að vera þvílíkt lasin og frekar en ekki þá steyptist hún út í útbrotum í gær sem á að líta á í dag, líklega eitthvað sem er kallað mislingabróðir og er líklega ástæðan fyrir þessum veikindum hennar síðustu daga. En hún er nokkuð hress samt en svona ýlin inn á milli þannig að mamman er með snýtubréfakassann og skríður hér um gólfið til að reyna að halda uppi stuði agalegt. En sem betur fer þá bjargar Brynja mín ýmsu þegar hún er heima, dugleg að leika við systur sína í gær enda held ég að hún hafi séð það á mömmunni að hún var að bugast.

Ekki svo nóg með það heldur stóð svona í henni áðan að hún blánaði upp og mamman snögg smellti henni yfir hnéð og sló í bakið og þá stökk hálf kleina upp úr henni sem hún hafði rænt af mér, mamman ekki með öll skilningarvitin á hreinu. En ég veit ekki hvor varð hræddari ég eða hún almáttugur 

Allt að lagast bara vonandi. Skólinn byrjaður og ég á að skila verkefni þann 2 feb eins gott að Eyþór kemur heim á fimmtudag, þar sem ég hef ekkert getað lært og á enn eftir að finna allar bækurnar sem ég þarf að nota. Ætlaði að vera svo dugleg þessa fríviku mína áður en ég færi að vinna en það fór eitthvað öðruvísi

Best að fara að sinna litla ýludýrinu mínu og fá mér eins og eina flösku af lýsi í hádegismat

Sjúlli kveður  skál "hikk"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lömbin mín litlu. Mikið væri nú gott að koma til ykkar núna og knúsast pínkopons,,,maður þarf alltaf pínu þannig þegar maður er lasin.

En af því mig langar ekki að fá þetta hor og allan þennan óbjóð þá bara kíki ég á ykkur þegar þið eruð orðnar frískar..

Guð hjálpi þér ..*:)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Meeeeee NEi enda fyndist mér að það ætti að banna að konur með barni (ólétt, ófrísk ljót orð ) fái kvef, verðum sko orðnar frískar þegar þú kemur alveg eldsprækar:) Knús á bumbunar og mömmuna....Erna hor

Móðir, kona, sporðdreki:), 31.1.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Gaaad það er alltaf eitthvað ástand á heimilinu þegar ég er fyrir norðan, síðast var það prumpið, veit ekki hvort ég (við) þorum í heimsókn!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 31.1.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Haha Lára já segðu ferlegt:) En jú þú og bumban þín eruð alltaf velkomnar:) Eyþór þykist ætla að koma alla leið hingað í kvöld en miðað við hans hrakfarir þegar veður er annarsvegar kemur hann bara seinna:)

Móðir, kona, sporðdreki:), 31.1.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband