Sofnuð

Búin að hanga á netinu núna standandi hérna við píanóið, ætlaði bara aðeins að kíkja í tölvuna en án gríns þá er ég búin að standa hérna í u.þ.b klukkustund. Svona getur netið tekið tímann frá manni. Ákvað að blogga þar sem ég nenni ekki alveg strax inn í rúm.

Eyþór kallinn er kominn til Frankfurt og búinn að skoða eitt orgel með Pétri H og Lars. Ætla svo að skoða held ég ein 2-3 orgel á morgun og keyra um 500 km bara brjálað að gera hjá þeim. Hann var himinlifandi með það sem hann var búinn að skoða og virðist þetta ætla að lofa góðu.

Brynja er veðurteppt í borginni en var í Smáralindinni og búin að fjárfesta aðeins þar þannig að henni leið ögn betur með það;) Var svo komin heim til vinkonu sinnar þar sem þær gista og voru að horfa á videó. Var ekki sátt með fyrri æfinguna fannst sér ganga illa en betur í dag allavega. Þetta eru 30 stelpur sem allar eru að keppa að því sama komast í landsliðið þannig að það er við marga að keppa. Flestar stelpurnar voru auðvitað frá stóru liðunum að sunnan ekki svo sem við öðru að búast þannig er það oftast.

Við Katla höfum lufsast hér í dag, hún með háan hita en snarlækkaði núna undir kvöld og borðaði meira að segja þannig að hún er held ég öll að hressast sefur núna og búin að sofa sæmilega frá því um 20.30. 

Ég er byrjuð í skólanum og líst vel á en hugsa að þó svo að ég sé bara í tveimur fögum þá verði alveg nóg að gera. Var að byrja á fyrsta verkefninu sem á að vera 2 bls A-4 og svo eru komin nokkur svona upprifjunarverkefni. Finn bara hvergi allar þessar bækur sem ég á að læra úr. DAMN

Svo auðvitað fer ég í eitt fag í sumar en það er verklegt í 8 vikur, var búin að sækja um að vinna í heimahjúkrun eða Hlíð en svo fattaði ég að heimahjúkrun kemur ekki til greina þar sem við megum ekki taka þetta verklega á okkar vinnustað, Magga Pé kom svo aðeins í gær og benti mér á Kristnes sem mér hafði nú barasta ekki dottið í hug en þar er auðvitað svo gríðarlega mikið og fjölbreytt starf. Þannig að ég sendi strax mail í FÁ og bað um Kristnes svo kemur í ljos hvað verður.

MArgt að byltast um í mér þessa dagana veit stundum ekki hvort ég sný á haus eða eitthvað annað. Best að fara að leggjast bara flöt og reyna að sofa á þessu öllu saman

Sjúlli kveður veit ekki hvernig hann á að snúa sér í þessu öllu saman HJÁLP 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að veltast svona í þér? Hef ekki heyrt í þér svo lengi þar til í dag, er það leyndó? kv H

Hildur (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 22:35

2 identicon

Já hvað er í gangi hjá þér Erna mín,, núna verð ég að fara að koma norður í slúðurferð...:)

Leiðinlegt að Brynja sé veðurteppt,,já eða kannski finnst henni það ekkert... Fannar er einmitt núna fastur á Akureyrinni ykkar en ætlar að reyna að koma heim í fyrramálið. Ég bið að heilsa honum ef þið sjáið hann...:) Takk fyrir mailið í dag Erna,, mér finnst voða gott að fá annaðslagið e-ð svona til að lesa,,,alveg bjargaði deginum, sem er að mestu leyti búin að snúast um að skipta um dvd diska....

Knús á ykkur frá okkur.

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Jahérna ég er að spá í að flytja til Englands er það ekki bara málið

Móðir, kona, sporðdreki:), 28.1.2008 kl. 20:06

4 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Hæ hæ..... meira vesenið með bækurnar ég segi eins og þú önnin verður búin þegar bækurnar koma í ljós....  nei nei þetta reddast allt saman... en bókina sem við eigum að vera lesa í fæ ég hvergi en ég sá að hún var til í bókasafninu í háskólanum  hjá þér...smá spölur fyrir mig... en stutt fyrir ykkur þarna fyrir norðan...kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Anna hvernig er það eigum við að lesa þá bók alla? Nenni ekki að gá:) Er ekki möguleiki á því að fá að ljósrita ef þetta er bara eitthvað lítið? Ætli maður geti fengið lánað á Háskólabókasafninu? Tja hérna verð greinilega að fara að taka mig saman í andlitinu og kanna þetta:) Kv ERna

Móðir, kona, sporðdreki:), 28.1.2008 kl. 21:45

6 identicon

Gangi þér vel með öll hugarmeinin, vona að þau leysist sem fyrst

Gaman að MP hafi getað hjálpað aðeins, hún er nú svo góð

Bestu kveðjur

Margrét 

Margrét og Gísli (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband