Jólaskrautið farið, frekar drungalegt

Þar sem ég er heima heyrnalaus þá ákvað ég að gera eitthvað af viti og sleit niður jólaskrautið, var sem betur fer ekki með jólaskrautsæði þessi jól heldur bara þokkalega nett á því. Þannig að núna finnst mér allt frekar drungalegt og dimmt en reyndi að  setja kerti upp um alla veggi svona til að birta þetta aðeins upp.

Rakel Ýr fer á morgun suður og út á föstudag. Ótrúlegt hvað þetta líður alltaf hratt en svona er þetta. Svo styttist í sumarið og þá kemur hún aftur vona ég allavega.

Svo ég haldi nú áfram með veikindavælið þá fór ég til dr. Péturs í gær og hann skoðaði í eyrað á mér og ég var með sýkingu og sveppi og mikið bólgin en hljóðhimnan í lagi. Þannig að núna er ég komin á Staklox, sveppakrem í eyrað og verkjalyf sem er minn besti vinur. Á mjög erfitt með að liggja því þá kemur svo gríðarlegur þrýstingur á eyrað og ég get ekki borðað neitt hart þar sem ég á mjög erfitt með að tyggja vegna þrýstings. Ég er æði haha en svona er þetta bara og ég greinilega ætla bara að klára veikindin núna á einu bretti fyrir árið:) Á svo að mæta til Péturs á þriðjudaginn aftur til að meta hvort þetta sé að gera gagn.

Rignir úti og það er tæplega 7 stiga hiti þetta er málið. Þarf að fara að Poloinn á verkstæði um leið og ég lagast, hann er að verða óaksturhæfur greyið. ískrar svo í bremsum að mann langar að fela sig, og svo er pústið laust og hringlar, hlýtur að vera gaman þegar ég er á ferðinni allavega klárt að ég vek hverfið.

Sjúlli kveður andlaus 


Fyrst mállaus svo heyrnarlaus

Búin að gleyma hvað það er leiðinlegt að vera veikur heima enda ekki oft sem ég hef ekki getað mætt í vinnu vegna veikinda síðustu árin. Er að bíða eftir að komast til Péturs læknis en ég heyri ekkert með eyranu lengur og það vellur út blóð og vökvi hvað er málið. Þetta blogg mitt fer að flokkast undir að vera veikindablogg að mestu en þetta er mitt blogg og ég má blogga um mín vandamál barasta ef ég vil.

Brynja byrjaði í skólanum i dag var reyndar ekki alveg að nenna því en rauk nú samt af stað enda ekkert annað í boði. Síðasta önnin í gaggó að byrja svo bara MA:) Hún fór í fjallið á bretti í fyrradag með vinkonum sínum og fannst það snilld, fyrsta skipti sem hún fer í vetur held ég, svo byrjuðu fótboltaæfingar aftur í gær og var það kærkomið heyrðist mér á henni. Katla var ekki alveg á því heldur að nenna að fara í Bubbakot í morgun en náði henni fyrir rest, var bara nokkuð sátt þegar þangað kom, sæki hana í fyrra fallinu eða þegar ég er búin hjá dr. Pétri. Rakel gisti hjá vinkonu í nótt og er ekki enn komin, sefur líklega bara á sínu græna þrátt fyrir að vinkonan sé farin í skólann:) Eyþór fór kl 5 að æfa sig, bara harkan sex hjá honum þessa dagana og engin miskunn enda styttist í tónleikana.

Mér fannst það gott hjá Bjarna Ármanns að borga tilbaka vildi að fleiri menn gerðu það líka sem eiga sök á hvernig farið er. Ég vildi að ég gæti fiskað 370 millur úr öðrum rassvasanum en nei bara klink hja mér þar. Er reyndar ekki með rassvasa svo ég er í djúpum..

Inga Salome sjúkraliði og kórmamma mfl. prjónaði á mig æðislegt ullarvesti sem hefur þvílíkt bjargað mér í þessum pestatíma mínum, hlýtt og gott, er að hugsa um að prófa að prjóna á mig peysu úr bómullargarni gerði peysu á Brynju fyrir 2 árum með hettu og hún var æði, langar í þannig. Var ótrúlega fljót að gera hana og aldrei að vita nema ég dembi mér í það núna þar sem ég er lítið bara í skóla. Var að skoða samt og sé að ég á óhugnanlega lítið eftir í stúdentinn spurning um að klára hann, fæ eins launaflokks hækkun fyrir hann munar um allt á þessum síðustu og verstu. Ætla að senda gögnin við tækifæri.

Mér leiðist hroðalega sést kannski á þessu rausi mínu:)

Sjúlli kveður heyrnarlausW00t


Sýking á sýkingu ofan

Þetta er ekki fyndið, loks þegar kokkar úr hálsi eru reknir úr húsi, bólgnaði hlustin á mér og fór að leka út vökvi og þvílík eymsli. Ég upp á slysó og viti menn er kjellan ekki komin með sýkingu í eyrað, heyri ekkert með því en komin með einhverja eyrnadropa sem eiga að bæta ástandið. Ég er held ég bara helsýktur skratti varist mig.

Er í fríi á morgun og byrja svo á þriðjudag, merkilegt hvað maður skal oft taka veikindi út í fríunum sínum held ég verði ekki veik nema ef ég á frí. Skítt og lagó. Katlan fer á Bubbakotið í fyrramálið þannig að nú fer rútínan aftur í gang, hefur reyndar ekkert klikkað hjá okkur mæðgum, búnar að vakna flesta morgna bara um kl 6.30-7 og dundað okkur. Fórum út að labba í gærmorgun kl 10 og hún var þvílíkt glöð enda mikil rigning sem þýddi mikið af pollum og hoppaði hún alla göngugötuna fram og tilbaka þá náði ég að tjóðra hana aftur í kerruna, hlaupa í te og kaffi og reykspóla heim enda mamman orðin vel rök.

Hugsa að ég dundi mér við að taka niður jóladótið í fyrramálið, alltaf eitthvað sem fellur til þegar maður á frí merkilegt, aldrei bara svona tími til að gera EKKERT, en niður með seríurnar og upp með alla þá kertastjaka sem til eru svo ekki verði allt dimmt og drungalegt. Svo eru líka útsölur byrjaðar hefur maður heyrt og aldrei að vita nema maður kíki aðeins á þær ef verður tími í afgang sem ég efast um. Nóg af þvotti til að þvo og ryki til að þrífa I love it NOT.  Vildi stundum að ég hefði efni á að hafa bryta, svona kall með kúst sem sæi bara um þetta fyrir mig, allavega aðra hverja viku ég fer nú ekki fram á meira en það:)

Hugsa að ég fari fljótlega að sofa er samt ekkert þreytt, er bara að lesa svo skrambi góða bók sem ég dunda mér við að lesa við vasaljós takið eftir því Eyþór fer að sofa snemma þar sem hann vaknar alltaf kl 5 á morgnana núna til að æfa sig fyrir synfóníutónleikana og Katla nottlega sofnuð yfirleitt upp úr kl 8 þannig að ég ligg og nýt mín með vasaljós eins og þjófur að nóttu:)

Sjúlli kveður vopnaður vasaljósi úr TigerNinja


Er ekki tími til kominn að blogga

blogga, blogga lalalal. Farin yfirum svei mér þá svona því sem næst. Er bloggsjúk sem er samt frekar bagalegt því ég hef aldrei neitt að skrifa um en hvað um það. Það er föstudagskvöld og það er sjúklega leiðinlegt sjónvarpsefni, ótrúlegt, er bæði með stöð 2 og auðvitað gamla góða Ruv en á hvorugri stöðinni er nokkuð af viti. Samt er ég búin að hanga hérna og góna og flækjast um netið, hef ekki nennt að labba inn í herbergi og sækja bókina hans Mankell sem ég er að lesa, hversu latur getur maður orðið tja það sést núGrin

Tengdó voru að boða komu sína hingað á morgun, gaman að því bara, Eyþór verður reyndar að vinna eitthvað frameftir degi en ég held þeim bara selskap er nebbilega svo svakalega skemmtileg að eigin áliti allavega.  

Við Katla tókum okkur smá göngutúr í morgun, tókum aðeins til í garðinum og röltum okkur svo hún í Rollsinum en ég stynjandi á eftir:) Hefur greyið ekkert farið út nema bara í bíl síðan á aðfangadag enda var þetta eins og þegar beljum er hleypt út á vorin þvílík gleði. Þau feðgin fengu sér svo göngutúr seinnipartinn á meðan við Brynja hentumst í Hagkaup að kaupa náttföt á litla barnið og sokkabuxur..jájá svo hefur maður ekkert annað gert í dag eiginlega

Kallinn bakaði svo pizzu í kvöldmat sem var etin með allra bestu lyst og gott að fá eitthvað annað en kjöt, var eiginlega komin með viðbjóð á kjöti, enda eins gott að ég á helling af fiski í kistunni og von á meiri á morgun með tengdó...

Hef ekkert að segja frekar en venjulega svo ég ætla að hætta þessu bulli

Sjúlli kveður "með ræpu" 


Gleðilegt nýtt ár 2009

Mikið óskaplega var skotið í gær upp í loftið, ekki kreppa á klakanum svei mér þá. Ætla ekki að blogga langt núna er enn og aftur orðin lasin með hálsbólgu, hita og beinverki, veit ekki hvar þetta endar. En ætla ekkert að tuða meira um það.

Fór að vinna í morgun og vann hratt og var komin heim rúmlega kl 11 og fór mjög hratt undir teppi það var verulega ljúft. Elduðum gæs og purusteik í gærkvöldin með tilheyrandi:) Stelpurnar fóru svo á skrall með vinum sínum, Brynja kom heim kl 04.00 en Rakel kl 03.00 jájá búin að missa þetta allt út úr höndunum. Við hjónin fórum að sofa um kl 02 þannig að við erum að eldast haha, en eg var að fara að vinna og hann þurfti að sinna Kötlu svona er þetta bara.

Kallinn er núna að spila á Friðriki V og fer að koma gott mál. Ég er komin í 4 daga helgarfrí og ætla að reyna að ná þessari djöfuls pest almennilega úr mér vona að það takist.

Verð alltaf döpur á síðasta degi ársins, ekki út af neinu sérstöku þannig, finnst bara svo sorglegt að þetta ár kemur aldrei aftur..hef alltaf verið svona frá því ég man eftir mér. 

Pabbi kom í kvöldmat í kvöld og sátum hérna lengi og spjölluðum og rifjuðum upp ýmislegt þegar ég var lítil, sagði mér margt sem ég ekki vissi :)  Mér þykir vænt um kallinn, gaman að spjalla við hann um heima og geima. 

Mási bró hringdi, alltaf gott og gaman að spjalla við hann..... þykir líka vænt um hann

Sjúlli kveður "væminn" W00t


Nú fer hver að verða síðastur

Að gera eitthvað á þessu áriW00t Ég ætlaði að gera rosalega margt á þessu ári sem ég hef ekki gert en aftur á móti gert helling sem ég ætlaði ekki að gera, já svona stjórnar maður engu. Ætla ekki að setja nein áramótaheit, hef gert það og hef komist að því að þau eru bara til að brjóta þau og hafa svo svaðalegt samviskubit, þannig að hjá mér engin áramótaheitHappy

Var að vinna helgina og það gekk skafið, er svo að vinna á nýársmorgun tja það er aukavakt og gefur böns af aur, hefði líklega ekki tekið hana annars að mér, ég meina það er kreppa og maður verður nú að draga björg í bú svona ef maður hefur möguleika á.

Sá að björgunarsveitirnar bjóða upp á límmiða af útrásarvíkingum til að líma á rakettur ég ætla að kaupa þá alla en ekki til að skjóta þeim upp heldur til að skeina mig á þeim, hlýtur að vera nautn ég meina það..betra heldur en að kveikja í þeim allavega. Annars er svo mikið um sprengingar hér núna að ég er hrædd um að kisudrengirnir mínir séu farnir að heiman en vona samt ekki, afhverju þarf fólk að sprengja mörgum dögum fyrir áramót hvað er málið, ég veit það ekki þá líklega væri ég ekki að spyrja.

Heilsan á bænum að skána, Katla er enn með hitalumbru og ljótan hósta, ég bryð en pensilin en er hætt að finna fyrir hálsinum, Eyþór er orðinn góður í sykri eftir heimsókn á slysó vegna mjög hás blóðsykurs, þannig að þetta er allt að koma hjá okkur, skoppum inn í nýja árið og verðum vonandi við hestaheilsu það árið.

Skrýtið hvað er stutt síðan áramótin voru síðast, ætli maður geti ekki látið tímann hægja á sér, hmm einhver vísindamannur þarna úti..verðugt verkefni ekki satt. Ég sagði í dag við Brynju að ég yrði alltaf svo döpur á áramótum þá sagði hún strax "ég líka ég er að verða svo stór" HALLÓ hún er 15 ára hahaha..þessir unglingarHappy

Annars fór þessi elska niður í Kbbanka í dag og ætlaði að sækja sér nýjan auðkennislykil, kom að þjónustuborðinu og konan spurði hvað hún gæti gert fyrir hana, "ég þarf að fá nýja auðæfaklukku" var ekki alveg að muna hvað þetta litla gráa stykki héti og búin að hlusta á alla tala um auð og auðmenn í þjóðfélaginu undanfarið þannig að úr því kom nýtt orð hjá henni hahahahaha.

Rakel er niðri að horfa á DVD með vinum, Brynja fór í Síðuskóla með vinum á opið hús, Eyþór fór að æfa sig fyrir tónleika með Symfóníuhljómsveitinni, Katla sefur og ég er að bíða eftir þvi að Men in trees byrji með bláan maska í andlitinu, vantar bara rúllur í hárið og málið dautt.

Ofur-Sjúlli kveður eins og strumpur 


Gleðileg jól öllsömul

Jóladagur runninn upp og eins og fyrir ári síðan þá er Katla veik á jóladag. Veit ekki hvaða örlög hanga yfir okkur þessar vikurnar en það eru greinilega ekki góðar vættir sem standa að manni núna svei mér þá. Ég er enn að drepast í hálsinum og komin með risabólguhnút á hálsinn samt búin að vera á sterkum sýklalyfjum í 2 daga og því ætti aðeins að vera farið að slá á en ég gef þessu 1 dag enn. Eini kosturinn við þetta er sá að ég er ekki með í maganum af kjötofáti, það eina sem ég borða er ískaldur fromas sem ég bjó til:) Katla er með eitthvað vægt tilfelli af hlaupabólu búin að finna nokkrar bólur kannski 5 en hún er með hitavellu og hor en ósköp góð engu að síður.

Fengum fullt af fallegum og góðum gjöfum og fékk Katla söngvaborg 3 og 5 sem hafa vakið mikla gleði og bjargað geðheilsunni hjá mér og henni í morgun svei mér þá:) Við hjúin fengum bækur, kerti, spil, ilmolíukertastjaka, sjampó og húðkrem, gjafakort,jólaóra frá Georg J, kertastjaka, dvd, myndir, handklæði,bolla og diska í sparistellið, armband (ég), ullarfrakka (Eyþór) ofl ofl. Takk allir fyrir okkur...

Pabbi, Hildur og dæturnar komu í kaffi í gærkvöldi og var voðalega gott að fá þau fannst mér, Hildur gaf mér svo fallegar myndir af mömmu eina fermingarmynd og aðra af henni og systrum hennar og eru þær mjög ungar á henni mamma kannski 20 ára ef hún nær þeim aldri. Ætlum að finna fallega ramma undir þessar myndir og setja á fjölskylduvegginn sem við ætlum að búa til.

Fórum upp í garð í gær en það var svo hvasst að það lifði ekki á kertinu en Hildur keypti ofsalega fallega leiðisskreytingu sem við festum við krossinn með blómavír fórum svo heim til mín í Ris ala mande og fékk Hildur möndlugjöfina sem var kerti og spil en hún hafði líka keypt gjafir handa minnstu börnunum sem voru peskallar.

Pabbi blés til hangikjötsveislu í Lindarsíðunni í kvöld og eigum við að mæta kl 18, gaman að því..Hann var búinn að sjóða kjetið í gær og ætluðum við Hildur svo að hjálpa til við uppstúf og slíkt. Verður ljúft, suðum okkur samt hangikjöt í gær til að narta í í dag, þetta verður náttfatadagur hjá okkur svona framundir kl 17 að maður fer að taka sig til, nema Eyþór hann á að vera að spila í tveimur messum í dag:)

Best að hætta þessu kvarti og kveini og fara að horfa á tv

Sjúlli kveður með óskum um gleðileg jól 


Aðfangadagur og streptokokkar

Hve óheppin er ég uhhh helling. Vaknaði í gærmorgun kl 5.17 takið eftir og var með þessa óhræsis hálsbólgu að það var eins og ég væri að kyngja rakvélarblöðum, hef kannski gert það því það blæddi úr kirtlunum. Fór nú samt í vinnuna, með beinverki og hita (svo samviskusöm):) Datt meira að segja á hausinn í hálkinn allt í þágu skjólstæðinganna minna:) En svindlaði mér svo inn á Pétur lækni og hann tók mig og greindi mig með bullandi streptokokka...ég hata þessa kokka, fékk þá einu sinni í höfuðið og var með hausverk í 3 mánuði án þess að nokkuð fyndist þrátt fyrir mænuástungu og fleira skemmtilegt, en svo brutust þeir út í hálsinum á mér og lokuðu kokinu svo það varð að leggja mig inn á spítala....En nóg um það er allavega komin á sterk sýklalyf og svitna hérna eins og Finni í Sánabaði..pjúff en hálsbólgan er enn til staðar.

Nóg um mig og gæludýrin mín. Ætlaði að fara í gærkvöldi og klára jólagjöf karlsins, en lét nægja að fara og kaupa jólakjól fyrir Rakel Ýr fannst það nú meira áríðandi, var búin að ætla að fara með henni lengi en alltaf eitthvað sem kom upp á, fékk sér mjög sætan kjól í Centro stelpan. Á líka eftir að kaupa jólagjöfina fyrir Kötlu en bið Eyþór kannski um það nema maður fari eitthvað að hressast. Náðum að þrífa hérna í gær og gera voða fínt hjá okkur, Eyþór sá reyndar um það að mestu ég vafraði bara um með tusku í hönd og þóttist gera eitthvað. Brynja fór á Krókinn í gærmorgun sakna hennar nú en hún kemur aftur á annan í jólum. 

Katla er komin í frí þangað til 5 janúar..jájá rútínan fer klárlega til fjandans.:) Fórum í skötu til Hildar í gær og þvílíkur viðbjóður OJ skil ekki fólk að borða þetta, pabbi táraðist yfir þessu en hrósaði í hástert hvað hún væri góð var samt farinn að gráta hvað er málið..ég kom ekki niður nema 3 bitum af saltfisk þá gafst ég upp. Fór svo í bæinn með pabba að kaupa jólagjöf fyrir hann handa Kötlu og það hafðist.

Eyþór fór niður í miðbæ með stúlknakórinn sinn þar sem þær voru að syngja en voru frekar fáir á ferli nema inni í Eymundsson og te og kaffi:)

Best að hætta að kvarta og fara að þurrka af sér svitann,

Gleðileg jól allir saman og hafið það sem allra best yfir jólin 

Sjúlli kveður "hálfgerður kokkur"


Dagurinn í dag er dagurinn þinn

Dúddamía tveir dagar síðan ég bloggaði og kallinn búinn að yfirtaka síðuna, tja sumt líður maður en annað ekki. Hérna snjóar svo fallega í logni og svo sýnist mér á veðurfréttum að eigi að vera 6 stiga hiti á aðfangadag, er það eitthvað að gera sig..uuu nei vil hafa snjókomu:) En ég ræð engu þrátt fyrir að ég mjög gjarnan vildi ráða ÖLLULoL Sitjum hér mæðgur og horfum á Madagaskar á meðan heimilisfaðirinn hamast í þvotti já svona er stjórnin á mínu heimili I´m the bossPouty

Stelpurnar stóru hrjóta enn og eiga eflaust eftir að gera töluverða stund, vorum komin á fætur hjónin með litla grjónið kl 6.30 en þá var jólasveinninn búinn að lauma í skóinn sokkum og kindereggi, góður sveinn sá.  Kláraði að pakka inn síðustu gjöfunum sem fara úr húsi í morgun, þannig að þá á ég bara eftir að kaupa handa Eyþóri og stelpunum, búin að ákveða en ætla að reyna að skjótast á milli vitjana á morgun og klára vona að það reddist, hrikalega vont að fara eftir vinnu þá er allt orðið klikk. Þarf að fara með pabba líka á morgun og klára Kötlu af, búin að redda stelpunum eldri og vorum ekki lengi að.

Fórum í afmæli til Ragnhildar Sólar sem varð 5 ára í gær, fengum dýrindis veitingar og góðan slurk af krakkalátum sem fylgir alltaf svona sem er bara gaman. Komu frá Húsavík Már, Hilmar og Lilja með Magnús Atla og svo komu líka Elín og Viðar með synina svo fullt af öðru liði.

Katla er að tapa sér í öllu glingrinu sem fylgir jólunum, og er komin með sér kassa fullan af gömlu jóladóti sem hún raðar samviskusamlega upp á hverjum degi og mamman gengur svo um á kvöldin og týnir niður svo hún geti byrjað aftur daginn eftir haha.

Fékk voða fallegan módelhring frá Hildi í gær í tilefni útskriftar bara fallegur og verður svona sparihringur:) Fæ svo í dag eða á morgun skjalið mitt frá útskriftinni gaman að sjá allar einkunnirnar á einu bretti. Annars fékk ég þær skemmtilegu fréttir að ég hefði verið að hækka um rúm 40 þús í launum sem er nú allt í lagi á þessum tíma, er þá bæði inni í því launahækkun fyrir námið og svo kjarasamningadæmið. Svo er bara að henda sér á nokkur námskeið og hækka meira, ætla að skrá mig á námskeið í mars í sárum og sáraumbúðum það er þriggja daga námskeið hef svo gaman af sárum:)

Stefni á æðahnútaaðgerð 29 janúar á eftir að bjalla í Haralda skurðlækni og kanna hvort það gangi en ég mátti velja á milli tveggja aðgerðadaga en fylltist valkvíða og hef ekki getað valið fyrr en núna:) Lét Eyþór skera úr um hvenær ég ætti nú að fara gat þetta ekki sjálf haha.

Best að fara að aðstoða eiginmanninn 

Sjúlli kveður ánægður með lífið 


Nýjar myndir á myndasíðunni

 

http://www.123.is/munkar/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband