Gleðileg jól öllsömul

Jóladagur runninn upp og eins og fyrir ári síðan þá er Katla veik á jóladag. Veit ekki hvaða örlög hanga yfir okkur þessar vikurnar en það eru greinilega ekki góðar vættir sem standa að manni núna svei mér þá. Ég er enn að drepast í hálsinum og komin með risabólguhnút á hálsinn samt búin að vera á sterkum sýklalyfjum í 2 daga og því ætti aðeins að vera farið að slá á en ég gef þessu 1 dag enn. Eini kosturinn við þetta er sá að ég er ekki með í maganum af kjötofáti, það eina sem ég borða er ískaldur fromas sem ég bjó til:) Katla er með eitthvað vægt tilfelli af hlaupabólu búin að finna nokkrar bólur kannski 5 en hún er með hitavellu og hor en ósköp góð engu að síður.

Fengum fullt af fallegum og góðum gjöfum og fékk Katla söngvaborg 3 og 5 sem hafa vakið mikla gleði og bjargað geðheilsunni hjá mér og henni í morgun svei mér þá:) Við hjúin fengum bækur, kerti, spil, ilmolíukertastjaka, sjampó og húðkrem, gjafakort,jólaóra frá Georg J, kertastjaka, dvd, myndir, handklæði,bolla og diska í sparistellið, armband (ég), ullarfrakka (Eyþór) ofl ofl. Takk allir fyrir okkur...

Pabbi, Hildur og dæturnar komu í kaffi í gærkvöldi og var voðalega gott að fá þau fannst mér, Hildur gaf mér svo fallegar myndir af mömmu eina fermingarmynd og aðra af henni og systrum hennar og eru þær mjög ungar á henni mamma kannski 20 ára ef hún nær þeim aldri. Ætlum að finna fallega ramma undir þessar myndir og setja á fjölskylduvegginn sem við ætlum að búa til.

Fórum upp í garð í gær en það var svo hvasst að það lifði ekki á kertinu en Hildur keypti ofsalega fallega leiðisskreytingu sem við festum við krossinn með blómavír fórum svo heim til mín í Ris ala mande og fékk Hildur möndlugjöfina sem var kerti og spil en hún hafði líka keypt gjafir handa minnstu börnunum sem voru peskallar.

Pabbi blés til hangikjötsveislu í Lindarsíðunni í kvöld og eigum við að mæta kl 18, gaman að því..Hann var búinn að sjóða kjetið í gær og ætluðum við Hildur svo að hjálpa til við uppstúf og slíkt. Verður ljúft, suðum okkur samt hangikjöt í gær til að narta í í dag, þetta verður náttfatadagur hjá okkur svona framundir kl 17 að maður fer að taka sig til, nema Eyþór hann á að vera að spila í tveimur messum í dag:)

Best að hætta þessu kvarti og kveini og fara að horfa á tv

Sjúlli kveður með óskum um gleðileg jól 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband