15.2.2009 | 17:02
Vinnan á næsta leyti jibbí skibbí
Þokkalega sem ég er komin með nóg af því að vera í fríi, hlakka samt til sumarfrísins sem ég fæ um miðjan júlí og langt fram í ágúst:) Svo er nú að byrja vinavika á morgun þar sem við eigum að vera EXTRA góð við einhvern samstarfsmann og hann fær ekkert endilega að vita hver er vinur hans, ætla ekki að leyfa mínum að vita hver ég er..alltaf gaman að svona.
Fór í lifrarbólgusprautu B á föstudaginn, verðum að fara þar sem við sprautum skjólstæðinga okkar, þarf svo að fara aftur eftir mánuð og svo aftur eftir 5 mánuði og þá held ég að við séum komnar með mótefni...
Katla búin að vera frekar pirruð alla helgina en ekkert svo sem alvarlegt. Fórum mæðgur í klippingu á föstudag og erum báðar ógisslega sætar. Katla var auðvitað alveg eins og stjarna í klippingunni og fékk blöðru í verðlaun, ég fékk engin verðlaun issss ég var samt eins og stjarna.
Fórum upp í garð með kerti á leiðið hennar mömmu, var frekar erfitt að komast að leiðinu svo mikill snjór en við ruddum okkur braut við mæðgur og höfðum þetta allt af. Kom sér vel að eyða ekki öllum stormeldspýtunum um áramótin:)
Pabbi kom svo eftir hádegið í kaffi og sat hérna bara heila 2 tíma sem var bara
Brynja var að keppa í dag með 2 flokki og fer svo annaðkvöld að keppa með meistaraflokki, dugleg stelpan:) Er með pizzulottó í gangi þannig að ef einhver vill styðja hana i því þá kostar 1000 kr, svo ef þú ert heppinn vinnurðu pizzu....jájá, koma svo ef einhver vill styðja hana þá endilega sendið mér mail á ernahauks@internet.is eða hringið í hana í s. 8495373 og þá getum við látið ykkur hafa upp reikningsnúmer...já takk, annars enda ég eins og alltaf á því að kaupa allt draslið:)
Er ekki kominn tími á að slútta þessu, ekkert mikið meira markvert skeð hjá okkur þannig.
P-sjúlli kveður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.