23.1.2009 | 22:26
Hvað er að í heimi hér....
Karlanginn hann Geir harði, ofaná allt annað að veikjast af svona illkynja sjúkdómi...en svona er lífið stjórnmálamenn geta líka veikst ótrúlegt en satt. Varð glöð að heyra að kosningar verði núna fljótlega en vil nú samt sem áður að stjórnin segi af sér takk fyrir og gúddmoren.
Föstudagskvöld og hvað er í sjónvarpinu, tóm hörmung bæði á Rúv og Stöð2 hvað er málið. Ekki fyrsta föstudagskvöldið sem vonlaust sjónvarp er, en þá er eins gott að ég hef tölvu til að nördast í og góða bók að lesa.
Brynja fór á Hvammstanga á litla Samfés og kemur á bilinu 2-3 í nótt, vona að ég þurfi ekki að sækja hana, getur kannski sníkt sér far frá Glerárskóla. Eyþór kom heim um kl 17 og fór aftur um kl 20 en ég í millitíðinni ákvað að gefa kallinum bóndadagsmat og fór og keypti rándýran þorramat, hefði getað boðið kallinum út að borða fyrir þann pening, (vonandi les hann þetta og sér hvað ég eyddi miklu í hann) og það engan skitinn borgara takk fyrir múhaha en hann fékk engin blóm og enga gjöf, fær hana bara seinna þegar ég sé hann meira en klst á dag að meðaltali yfir vikuna. Annars eru tónleikarnir á sunnudaginn þannig að þá fer ögn að róast hjá honum vona ég, nema hann sé með eitthvað annað svona stórt á prjónunum hvað veit ég.
Fórum við systur til pabba í hádeginu með mat úr Hrísalundi, var karl þá reyndar nýbúinn að borða þannig að hann borðar hann bara seinna en ég úðaði mínum í mig á korteri því ég þurfti að sækja Kötlu. Ætlum svo að fara á sunnudaginn líklega og klára að græja Smárahlíðina fyrir leigjandann og ætlar pabbi að koma með og hjálpa okkur, hefur gaman af því að brasast aðeins.
Fer í aðgerðina á fimmtudagsmorgun og kvíði fyrir, en verður geggjað þegar þetta er búið og verð þá með fallegustu fæturnar í fjölskyldunni, erfði nú líklega það frá henni móður minni sem hélt því alltaf fram að hún væri með fallegustu tærnar í okkar fjölskyldu, fengum við systkinin yfirleitt hláturskast yfir því, ekki að hún hefði ljótar tær, maður bara státar sig ekki af tánum af sér..bara snillingur. Þannig er það nú, þarf einhvern til að sækja mig kl 14 eftir aðgerðina og keyra mig heim, akkúrat tíminn sem Katla sefur þannig að ekki gerir kallinn það, Hildur ætlaðir þú ekki að bjóða þig fram......hélt það...
Blygðunarbarmar, hefur einhver heyrt þetta áður, ég fékk nett kast þegar mér var sagt þetta í dag og hafði aldrei heyrt þetta notað um þennan líkamshluta en svona er að vera úr sveitinni hét allt öðru nafni þar...fæ enn nett kast þegar ég hugsa um þetta orð dúddamía. Svava heldurðu að þetta sé nýyrði???
Veit ekki hvað skal röfla meira, hef lítið um að röfla en alltaf gubbast eitthvað upp úr mér merkilegt, greining munnræpa á háu stigi takk kærlega. Kettirnir mínir eru geðklofa held ég án þess að ég sé eitthvað að gera grín að þeim sjúkdómi eða lítið úr honum, þá bara er þetta staðreynd held ég, ef ég byggi í Hollywood myndi ég líklega fara með þá tiil sálfræðings en hér í landi þar sem allt er á hausnum gerir maður ekki svoleiðis....
Sjúlli kveður kannski geðklofi sjálfur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég skal keyra aumingjann heim af spítalanum, lofa ekki að bera hann inn en skal velta honum út á ferð þegar ég tek snögga beygju inn á Munkinn, ef ég er heppin, og aumingjinn líka, þá gæti ég hitt honum beint á bílastæðið. Ræði þóknun síðar við aumingjann!! En akstursgjöld hafa jú líka hækkað! En gæti ef til vill gefið afslátt þar sem kostar fullt af seðlum að gerast aumingi þarna á FSA. Kostar bæði fullt af peningum og svo er það gert með hníf! hohoho góða nótt!
Hilla pilla (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:42
Auminginn ætlar reyndar ekkert á FSA heldur á 6 hæð á heilsugæslunni múhahah en my gad spurning ég taki bara taxa miðað við heimferðarlýsingu::)
Erna (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.